Morgunblaðið

Date
  • previous monthJuly 1997next month
    MoTuWeThFrSaSu
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 24.07.1997, Page 26

Morgunblaðið - 24.07.1997, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Akureyri - iðandi list og líf Sumarlöng listahátíð er nú haldin í fímmta sinn á vegum Gilfélagsins og Akureyrar- bæjar. Sverrir Páll ræddi við Ragnheiði ------------------------- Olafsdóttur er framkvæmdastjóra Lista- sumars 1997 og skyggndist inn í viðamikla dagskrá hátíðarinnar. FRÁ sýningu Kötu saumakonu í Listasafni Akureyrar. Morgunblaðið/GoUi AÐ SUMARLAGI er Akur- eyri eins og kraumandi pottur menningar og lista. Alla daga ber eitthvað fyr- ir augu eða eyru, myndlist, leiklist, tónlist og jafnvel bókmenntir. Höfð- að er jafnt til Akureyringa og bæj- argesta, ungra jafnt og aldinna. Segja má að bæjarbragurinn hafí breyst til mikilla muna við þetta mikla menningarstarf á sumri, en meginhluti listadagskrárinnar er á vegum Listasumars á Akureyri eða tengist því að einhverju leyti. Listasumar á Akureyri er listahá- tíð, sem er um margt óvenjuleg í samanburði við aðrar slíkar. Hún stendur lengi, hefst á Jónsmessu, 24. júní, og lýkur á afmælisdegi Akureyrarbæjar, 29. ágúst. Að sögn Ragnheiðar Olafsdóttur er dagskrá- in afar viðamikil. Dagskráratriði á Listasumri 1997 eru milli 70 og 80, en það er svipaður fjöldi og á undan- förnum árum, og gestir á Lista- sumri sldpta tugum þúsunda, Akur- eyringar og nágrannar og ferðafólk lengra að komið, innlent sem erlent. Ragnheiður segir að Listasumar á Akureyri hafi fest rætur í bæjarlíf- inu. Þó telji hún tíma til kominn að líta yfír farinn veg og taka ákvarð- anir um það hvort halda skuli áfram með sama eða svipuðu móti eða breyta einhverju í fyrirkomulaginu. ,Að mínu áliti er það form sem nú er á Listasumri í raun og veru ágætt,“ segir Ragnheiður, „en jafnvel þó að það verði niðurstaðan er nauðsyn- legt að breyta ýmsu svo þetta starf verði mögulegt í framtíðinni. Aðstandendur Listasumars eru Gilfélagið og Akureyrarbær. Gilfé- lagið leggur til húsnæði og aðstöðu af ýmsu tagi, en einu peningarnir sem við höfum úr að moða eru fram- lag bæjarins og það dugir ekki til að standa straum af þessum rekstri þótt öllum kostnaði sé haldið í lág- marki. Þess vegna væri meðal ann- ars nauðsynlegt að fá einhverja styrktaraðila til að hátíðin geti stað- ið örugglega undir sér. Annars konar listahátíð Listasumar á Akureyri er ólíkt öðrum listahátíðum, til dæmis Lista- hátíð í Reykjavík, svo við höfum ein- hvern samanburð. Við kaupum eng- in atriði, höfum ekki til þess neitt fé, heldur bjóða listamenn fram krafta sína. Hlutverk mitt sem fram- kvæmdastjóra er að taka við hug- myndum listamanna sem vilja koma hingað, setja saman dagskrána og sjá til þess að allt rúmist innan þess ramma sem við höfum. Við aðstoð- um listamennina á ýmsan hátt, út- vegum húsnæði fyrir atriðin, sjáum um kynningar og svo framvegis. Þetta er umfram allt skipulagsvinna en ekki eiginlegur rekstur. Formið er líka mjög afslappað að því leyti að dagskráin er ekki niður- negld fyrirfram. Á útmánuðum ligg- ur fyrir töluverð beinagrind, því margir hafa samband með góðum fyrirvara, sem er auðvitað afar gott. Hins vegar getur lengi bæst við og reyndar er ekki endanlega ljóst hvað í boði er fyrr en við gefum út síðustu dagskrá Listasumars, í byrj- un ágúst.“ Dagskrá Listasumars er nú í sumar birt í Listanum, frétta- og kynningarblaði sem Aksjón á Akureyri gefur út. Um viðtökur Listasumarsgesta segir Ragnheiður að þær séu afar vinsamlegar og undartekningarlítið sé mjög góð aðsókn að því sem í boði sé. Hún segir ennfremur að aðgang- ur sé ókeypis að öllum sýningum Listasumars, öllum djasstónleikum og kirkjutónleikum sem haldnir séu á vegum Sumartónleika á Norður- landi í samstarfí við Listasumar. Einungis sé á þessu sumri seldur aðgangur að fáeinum klassískum tónleikum. Vonandi sé að fólk setji það ekki fyrir sig í ljósi þess að allt annað sé í boði án endurgjalds. Veggjakrot og götuleikhús Dagskrá Listasumars er að nokkru leyti útidagskrá og ekki hef- ur gleymst að taka yngri kynslóðirn- ar með í leikinn. Við opnun Lista- sumars ‘97 marseraði lúðrasveit 55 stúlkna frá Randers í Danmörku um bæinn og upp Listagilið að Deigl- unni þar sem opnuð var samsýning 43 akureyrskra listamanna. Þá voru í júnílok námskeið fyrir börn og unglinga, annars vegar í drekagerð og hins vegar í veggjakroti, og vakti það starf mikla athygli. Um verslunarmannahelgina er stefnt að því að hafa opna verkstaði fyrir börn og unglinga og jafnvel fyr- ir alla fjölskylduna, meðal annars kofabyggingar og fleira í þeim dúr. Um þá helgi verða á Akureyri á veg- um Listasumars ‘97 Götuleikhúsið á Akureyri og samnorrænt leikhús ungs fólks, Stormen i Nord, sem mun sýna í íþróttaskemmunni undir leikstjórn Kára Halldórs og vera auk þess mjög áberandi í miðbænum. Bókmenntir á Listasumri Ragnheiður segir að á Listasumri ‘97 beinist athyglin meira að bók- menntum en verið hefur áður. „Það má segja að bókmenntaþátturinn sé nýr hjá okkur. Við ætlum að vera með námskeið hér innan dyra um verslunarmannahelgina, 1. - 4. ágúst, sem heitir Skapandi skrif, í umsjá Bjargar Árnadóttur blaða- manns. í tengslum við það verður upplestur, norski barnabókahöfund- urinn Torill Haugen mun lesa upp á Aksjón Café laugardaginn 2. ágúst og í Deiglunni verður bókmennta- vaka sunnudagskvöldið 3. ágúst. Þangað kemur Þórarinn Eldjárn og ef til vill fleiri aðkomnir rithöfundar og les úr verkum sínum ásamt fjölda skálda og rithöfunda á Akureyri, en þar í hópi er PLP, hópur ungra fjöl- listamanna sem meðal annars hefur fengist við skriftir. Mál og menning tekur þátt í þessu með Listasumri. Þann 9. ágúst er síðan stefnt að því að halda málþing um kvenlýsing- ar í Vefaranum mikla frá Kasmír eft- ir Halldór Laxness, þar sem ýmsir aðilar sem hafa sérhæft sig í bók- menntum Nóbelsskáldsins koma fram.“ Tónaflóð Ef litið er yfír tónleikaþátt Lista- sumars ber margt fyrir augu. Á hverju fimmtudagskvöldi eru djass- tónleikar í Deiglunni í samstarfi Jazzklúbbs Akureyrar, og Tuborg á Islandi. Þar hafa meðal annarra komið fram tríó Sunnu Gunnlaugs- dóttur og kvartett Tómasar R. Ein- arssonar. Djasshljómsveitin NANÚNA frá Akureyri leikur þar í kvöld og kvartett Ómars Einarsson- ar leikur 31. júlí. Sænsk-íslenska djasshljómsveitin Cirrus leikur í Deiglunni 7. ágúst og síðan koma kvartett Björns Thoroddsen, kvart- ett Ólafs Stolzenwald og djasshljóm- sveit Atla Örvarssonar. Sumartónleikar á Norðurlandi eru alla sunnudaga klukkan 17 í Akureyrarkirkju. 20. júli léku þar Arnaldur Arnarson á gítar og Ásdís Arnardóttir á selló. Þann 27. júlí verða orgeltónleikar finnska org- anistans Sixten Enlund og 3. ágúst verða í kirkjunni tónleikar kamm- erkórsins Schola cantorum frá Hall- grímskirkju undir stjórn Harðar Askelssonar. Á Aksjón Café verða nokkrir tón- leikar. Jazzbandið Uppvakningar leikur 26. júlí og 1. ágúst og um verslunarmannahelgina verða þar sveitirnar Bad Moon og Betl. Klassískir tónleikar á vegum Tón- listarfélags Akureyrar verða í Safn- aðarheimili Akureyrarkirkju 30. júlí, en þar leika Auður Hafsteinsdóttir á fíðlu og Guðrún St. Sigurðardóttir á píanó. Þá mun Manuela Wiesler koma og leika á flautuna sína í Deiglunni 17. ágúst. Myndlist Myndlistarsýningar eru stöðugt haldnar á Listasumri, í Deiglunni, í Galleríi Svartfugli handan götunnar og á Café Karólínu. Á kaffihúsinu stendur nú sýning á verkum Bryn- dísar Arnardóttur og 9. ágúst verð- ur opnuð þar sýning Joris Radema- ker. Þá má nefna nýopnaða sýningu John Hopkins í Deiglunni og Mari- anne Shoiswool frá Austurríki opnar sýningu þar 30. júlí. f Galleríi Svartfugli opna Sólrún Friðriksdóttir og Ríkarð Valtingojer sýningu 26. júlí. Þann 2. ágúst verð- ur opnúð sýning Hlyns Helgasonar í Ketilhúsinu í Gilinu, en þar verður hann með innsetningar og rýmis- verk og lokasýning Listasumars verður málverkasýning Guðnýjar Kristmannsdóttur. Þá eru stöðugt sýningar í Alþjóðlegu galleríi Snorra Ámundssonar í Gilinu. í Listasafninu á Akureyri stendur nú sumarsýning þar sem annars vegar eru verk Finns Jónssonar list- málara og hins vegar verk Katrínar Jósepsdóttur, Kötu saumakonu, sem ánöfnuð voru safninu að henni lát- inni. Söngkvennasyrpa í ágústmánuði segir Ragnheiður Ólafsdóttir að verði mikil innrás söngkvenna. Þar kemur fram dúett Guðrúnar Jónsdóttur og Önnu Sig- ríðar Helgadóttur með létta og skemmtilega dagskrá. Þá mun Björg Þórhallsdóttir halda tónleika við píanóundirleik Daníels Þor- steinssonar og síðar mun Rósa Kristín Baldursdóttir koma fram og syngja við undirleik Kristjáns Eld- járns gítarleikara. Loks er að nefna tónleika þar sem Ingveldur Ýr Jóns- dóttir syngur óperutónlist við píanó- undirleik Bjarna Jónatanssonar. Þjóðlegar nótur og gönguferðir í samstarfi Listasumars og Minjasafnsins á Akureyri eru á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum tónleikar í Minjasafnskirkjunni þar sem Rósa Kristín Baldursdóttir og Þórarinn Hjartarson flytja íslensk sönglög aftan úr fomeskju og fram til okkar daga. Þá eru á vegum Minjasafnsins annan hvern sunnu- dag farnar gönguferðir með leið- sögn, ýmist um Oddeyrina eða um Fjömna og Innbæinn. 3. ágúst verður gengið um Fjöruna og Inn- bæinn. Hér hefur verið tæpt á fáu einu sem Listasumar á Akureyri felur í sér, en til nánari glöggvunar er fólki bent á kynningarblaðið Listann og skrifstofu Listasumars í Deiglunni á Akureyri. Ótaldar eru sýningar í fjölmörg- um söfnum bæjarins, blóma- og trjálistin í Lystigarðinum, högg- myndirnar vítt og breitt um bæinn, meðal annars samnorrænt verk unglinga, úr steindröngum, eir- myndum og tjörn, sem afhjúpað fyr- ir skemmstu við Göngugötuna og tónleikar í hinum mörgu kaffihúsum bæjarins oft í viku hverri. Það má því vera ljóst að á Akureyri er ið- andi list og menning í allt sumar. Morgunblaðið/Bjöm Gíslason RAGNEIÐUR Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Listasumars ‘97 á Akureyri. Morgnnblaðið/Bjöm Gíslason JOHN Hopkins setur upp sýningu sína í Deigl- unni á dögunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 165. tölublað (24.07.1997)
https://timarit.is/issue/129704

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

165. tölublað (24.07.1997)

Actions: