Morgunblaðið - 24.07.1997, Page 36

Morgunblaðið - 24.07.1997, Page 36
36 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Eflum miðborgina og stækkum Reykjavík til vesturs Guðmundur G. Örn Kristinsson Sigurðsson FORMAÐUR félags fasteignasala sagði nýlega að Kópavogs- bær væri eina bæjarfé- lagið á höfuðborgar- wáeðinu sem hefði að undanfömu boðið upp á nýtt eftirsóknarvert íbúða- og atvinnuvæði. Þessi ummæli gefa til kynna það framtaks- og stefnuleysi sem ríkt hefur undanfarin ár hjá Reykjavíkurborg varðandi framboð á áhugaverðu bygginga- svæði fyrir íbúa og fyrirtæki í Reykjavík. Byggð í höfuborg- inni hefur undanfarna áratugi verið að þynnast út til vesturs, það nýjasta er að stefna upp á Jíjalarnes og sjálfsagt verður næsta skref að sameinast Akra- nesi. I áratugi hefur miðborg- arsvæðið liðið fyrir algert getu- leysi borgaryfirvalda til að takast á við uppbyggingarþörf miðborg- arinnar og skipulagsmál hafa ver- ið unnin samkvæmt hentistefnu í hverri götu eins og nýleg ákvörð- un um lokun Hafnarstrætis gefur til kynna. Einnig hefur staðsetn- ing Reykjavíkurflugvallar á verð- mætu svæði innan borgarmark- ffcna og ofuráhersla á ofverndun gamalla húsa staðið í vegi fyrir eðlilegri þróun byggðar þar sem oftar en ekki hefur verið fórnað meiri hagsmunum fyrir minni. Niðurstaðan er sú að rótgróin starfsemi stærri og minni fyrir- tækja flyst á brott úr borginni og eftir standa hálftóm og niðurnýdd hús eins og því miður má sjá víða í Reykjavík og ekki ekki hvað síst í Kvosinni, elsta menningar- og sögusvæði landsins. Búið er að eyða milljörðum í mannvirki, götur og torg í mið- borginni á undanförnum árum án þess að styrkja um leið uppbygg- ýjgu á atvinnulífi. Þau tímamót eru nú í augsýn að verslun leggist endanlega af í Kvosinni, á sjálfri Kaupstaðarlóðinni og þar verði eingöngu veitingahús og risavaxið safn með stjórnsýslu- og nætur- lífsívafi. Þessi þróun er verulegt áhyggjuefni því nauðsynlegt er að hafa fjölbreytt mannlíf hvort sem er á daginn, kvöldin eða um helgar. Það næst ekki nema með því að blanda hæfilega saman mismunandi atvinnustarfsemi s.s. verslunum, veitingahúsum, menn- ingarumhverfi og þjónustu. Von- andi mun þessi þróun snúast við, en undanfarið hefur verslunum fjölgað á Laugavegi, Skóiavörðu- stíg, Hverfisgötu og í efri hluta miðborgarinnar. Þetta gefur til kynna aukinn áhuga fyrir mið- borgarsvæðinu og því mjög áríð- andi að hafa þar ákveðna stefnu varðandi langtímauppbyggingu. Miðborgarsamtök Reykjavíkur hafa í samstarfi við arkitektana Örn Sigurðsson og Sigurð S. Kol- beinsson skoðað framtíðarmögu- leika miðborgarinnar og lögðu fram eftirfarandi þrjár tillögur til breytinga á aðalskipuiagi Reykja- víkur. Reykjavíkurflugvöll út í Skerjafjörð Miðborgarsamtök Reykjavíkur leggja til að tekin verði sú stefna að stækka Reykjavík til vesturs með því að flytja Reykjavíkurflug- völl á uppfyllingu í Skeijafirði. Miðborgarsamtökin leggja til að fallið verði frá öllum fyrirhuguðum fjárfestingum á núverandi flugvall- arsvæði og hafist verði handa við landfyllingu við Löngusker og I hársnyrtivörur Veldu það besta Fjársjóður fyrir hárið úr náttúru íslands Útsölustaðir: Apótek, heilsuvóruverslanir og hársnyrtistofur um allt land. SUMARTILBOÐ Falleg gæðahandklæði 20% afsláttur JöL Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD, w FAXAFENI 14, SÍMI 533 5333. FESTINGAJÁRN fj ^ ■ ■ OG KAMBSAUMUR ' Þýsk gseöavara — traustari festing HVERGI MEIRA URVAL Ármúla 29 — 108 Reykjavlk — simar 553 8640 og 568 6100 Hólma á Skeijafirði undir nýjan flugvöll með sambærilegum flug- brautum og eru á núverandi velli. Alls verði um að ræða u.þ.b. 60 hektara af landfyllingum fyrir brautir, flughlað, flugstöð, bíla- stæði, flugskýli, flugturn og að- komuvegi í framhaldi af Suður- götu. Með því að flytja flugvöliinn út í Skeijafjörð vinnst margt og má þar t.d. nefna: 1. Um 140 hektarar lands losna fyrir íbúabyggð, atvinnustarfsemi og útivist. 2. Þróunarmöguleikar aðliggj- andi borgarhluta batna verulega. 3. íbúar losna við neikvæð áhrif af mengun og slysahættu vegna núverandi flugvallar. 4. Útivistargildi miðborgarinn- ar, Öskjuhlíðar og annarra útivist- arsvæða batnar verulega. 5. Skilyrði skapast til að leið- Stækkum Reykjavík til vesturs, segjaþeir Guðmundur G. •• Kristinsson og Orn Sigurðsson. Færum flugvöllinn á uppfyll- ingu í Skerjafirði. rétta og endurbæta austur-vestur stofnbrautakerfið varðanbdi um- ferð sem frá upphafi hefur búið við aðþrengdar aðstæður. 6. Með tilkomu Vatnsmýrinnar sem nýs borgarhluta í hjarta Reykjavíkur mun þungamiðja byggðar færast til vestur á ný tíl hagsbóta fyrir miðborgina, aðra borgarhluta og borgina í heild. Avinnur af staðsetningu nýs flugvallar í Skeijafirði er margs- konar og má þar t.d. nefna: 1. Ferðatími farþega og starfs- manna lengist ekki. 2. Viðskiptahagsmunir verslun- ar og þjónustu í Reykjavík skerð- ast ekki, nema síður sé. 3. Flugrekstrarskilyrði breytast til batnaðar því áfram má stunda ÍSLENSKAR Xs É GÆÐA MÚRVÖRUR Á GÓÐU VERÐI 1972-1997 MÚRKLÆÐNINGI LÉTT - STERK - FALLÍG S steinprýöi * STANGARHYL 7 SÍMI 567 2777 innanlandsflug, leiguflug, sjúkra- flug, æfinga- og kennsluflug og að auki bæta við millilandaflugi. 4. Landvinningar með uppfyll- ingu í Skeijafirði eru hagkvæmir, u.þ.b. 30 milljónir á hvern hekt- ara. Nýtt 400 hektara land í miðborginni Miðborgarsamtökin leggja til að mörkuð verði í aðalskipulagi sú stefna að byggja upp nýja byggð á 400 hektara landfyllingu til norð- austurs umhverfis Grandhólma og Akurey. Mikill ávinningur er varð- andi landfyllingu á þessu svæði og má þar t.d. nefna: 1. Unnt er að skapa um 400 hektara af verðmætu landi fyrir íbúðir, miðborgar- og athafna- starfsemi á hagkvæman hátt á besta stað í borgarlandinu. 2. Þróunarmöguleikar núverandi miðborgarsvæðis batna með til- komu nýs baklands í vestri. 3. Efnahagslegur grundvöilur skapast fyrir öflugum og um leið vistvænum (t.d. að hluta neðan- jarðar) stofnbrautatengingum í austur-vestur. 4. Þungamiðja byggðar færist til vesturs til mikilla hagsbóta fyrir borgarheildina. Nýir borgar- hlutar skapa uppbyggingu til vest- urs í stað þess að byggja upp til heiða. Aðalolíubyrgðastöðina úr miðborginni í þriðja lagi leggja Miðborgar- samtök Reykjavíkur til að fundinn verði annar staður fyrir aðalolíu- byrgðarstöð Reykjavíkur en í Ör- firirsey. Það skapar mikla hættu að hafa byrgðastöðina á þeim stað sem hún nú er á og flest sem mælir með því að hún fari s.s.: 1. Olíustöðin í Örfirirsey er í eða innan við 1.500 metra ijarlægð frá mörgum helstu stofnunum stjórn- sýslu, menningar, viðskipta og fjármála á íslandi. 2. Mengunar- og sprengihætta er fyrir hendi og sjónmegnun af henni er veruleg. 3. Allir landflutningar á elds- neyti og spilliefnum að og frá stöð- inni fara um þéttbýl íbúasvæði og sjálfa miðborg Reykjavíkur. 4. Staðsetning olíustöðvar í Örfirirsey til frambúðar torveldar þróun íbúabyggðar og uppbygg- ingu miðborgarstarsemi til vest- urs. 5. Rangar fjárfestingar í hafnarmannvirkjum, olíugeymum og fleiru gætu tafið löngu tíma- bærar áætlanir um landfyliingu við Grandhólma og umhverfis Akurey fyrir framtíðarbyggð' Reykvíkinga. Eins og kemur fram í ofan- greyndum tillögum þá er mögulegt að bjóða upp á áhugavert bygg- ingasvæði á besta stað á höfuð- borgarsvæðinu og miðborgin í dag gæti auðveldlega þjónað þessum nýju byggingarsvæðum varðandi verslun, veitingasölu og aðra þjón- ustu. Kostnaður við þessi bygging- arsvæði væri einnig verulega lægri en annarstaðar vegna þess að hægt væri að nýta að miklu leyti þau umferðarmannvirki sem eru til staðar. Guðmundur er formaður Miðborgarsamtaka Reykjavíkur. Orn er arkitekt. IÐIMAÐARHURÐIR FELLIHURÐIR LYFTIHURÐIR GÖNGUHURÐIR ELDVARNARHURÐIR ÍSVAL-BOKGA EHF. HOÉ DABAKKA 9. 1 12 REYKJAVÍK SÍMI 587 8750 - FAX 587 8751 Sýning um samstæður og andsfæður Norðmanna og íslendinga á miðöldum. Þjóðmínjasafn íslands

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.