Morgunblaðið - 24.07.1997, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Ástkaer dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
ANNA SIGURÐARDÓTTIR
handavinnukennari,
Miðtúni 54,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 25. júlí kl. 15.00.
Svava Oddsdóttir,
Gunnar Víkingsson,
Sigurður Víkingsson,
Eiríkur Víkingsson,
Þór Örn Víkingsson,
tengdadætur og barnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir afi,
MAGNÚS AÐALBJARNARSON,
Kirkjuvegi 26,
Selfossi,
andaðist laugardaginn 19. júlí sl.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn
26. júlíkl. 13.30.
Þórdís Frímannsdóttir,
Aðalbjörn Þór Magnússon, Guðbjörg Erla Kristófersdóttir,
Sigríður Magnúsdóttir, Hermann Árnason,
Steinunn Hrefna Magnúsdóttir, Guðjón Stefánsson,
Jóhann Frímann Helgason, Elsebeth E. Elíasdóttir
og barnabörn.
+
Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar,
VILBORG ÁMUNDADÓTTIR,
Tjarnargötu 35,
Keflavík,
lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja Keflavík 22. júlí.
Jarðarförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju
miðvikudaginn 30. júlí kl. 14.00.
Huxley Ólafsson,
Ámundi H. Ólafsson,
Ólafur H. Ólafsson.
+
Ástkær eiginmaður minn, fósturfaðir, tengda-
faðir og afi,
HALLGRÍMUR BJÖRNSSON
efnaverkfræðingur,
fyrrv. forstjóri Nóa og Siríus,
sem lést laugardaginn 19. júlí, verður
jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn
25. júlí kl. 15.00.
Ingrid Björnsson,
Bjarni Jónsson, Marianne Olsen,
Inga Birna, Anna María, Linda Björk
og Bjarni Hallgrímur.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
AÐALHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR,
Álfabyggð 9,
Akureyri,
andaðist á dvalarheimilinu Hlíð föstudaginn
13. júlí.
Jarðarförin fór fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir til starfsfólks C-deildar á
dvalarheimilinu Hlíð.
Bjarndís Indriðadóttir, Þórir Guðmundsson,
Eygló Indriðadótttir, Reynir Frímannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskulegur tengdasonur okkar,
GEORGE J. DONEGAN,
andaðist 8. júlí síðastliðinn. Jarðsett var í Arlington kirkjugarði 16. júlí.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hulda Magnúsdóttir,
Jóhannes Bjarnason.
HLOÐVER
JOHNSEN
+ Jón Hlöðver
Johnsen fæddist
í Frydendal í Vest-
mannaeyjum 11.
febrúar 1919. Hann
Iést á Sjúkrahúsi
Vestmannaeyja 10.
júlí síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Landakirkju 19.
júlí.
Súlli á Saltabergi í
Vestmannaeyjum er
látinn 78 ára að aldri.
Ég man eftir honum,
þegar hann vann í Út-
vegsbankanum í Eyjum. Þangað
kom ég nær daglega sem peyi að
erindast fyrir föður minn. Einhvern
veginn fannst mér hann Súlli aldrei
passa almennilega þarna innan við
afgreiðsluborðið, enda kom síðar í
ljós að hann átti allt annan mann
að geyma en þann, sem unir á bak
við afgreiðsluborð í banka.
Kynni okkar Súlla hófust fyrir
alvöru örlagaárið mikla 1973, þegar
eldgosið í Vestmannaeyjum hófst.
Þá voru ýmsir kallaðir til margvís-
legra starfa. Ég og tvíburabróðir
minn vorum fengnir til þess að sjá
um útvarpsþættina Eyjapistil, og
það kom í minn hlut að vera nær
vikulega í Eyjum frá því í apríl og
fram á haustið það árið að afla
efnis. Ástandið í bænum var alveg
ólýsanlegt. Menn lifðu ekki sam-
kvæmt klukkunni, unnu, sváfu,
unnu, sváfu og ef tækifæri gafst,
þá skemmtu menn sér dulítið. Sum-
arið 73 var alveg einstakt, sól og
biíða næstum á hveijum degi. Ég
var í Eyjum oftar en ekki með góð-
um vini mínum, Lárusi Sigurðs-
syni, algjörum Reykvíkingi, sem
heillaðist af staðnum og var mín
hægri hönd. Saman röltum við með
níðþung segulbandstæki á öxlun-
um, tókum menn tali og það kom
iðulega í hlut Lárusar að rölta upp
á símstöðina, sem þá var til húsa
í Gagnfræðaskólanum og senda
efnið suður. Þrátt fyrir að ég hefði
leiðst út í ijölmiðlun, þá þjáðist ég
af óbærilegri feimni og átti oft
mjög erfítt með að taka fólk tali.
En Lárus vann það á vissan hátt
upp, hann var og er mjög opinn og
átti gott með að spjalla við fólk.
Einn þeirra, sem ég
kynntist þama úti í
Eyjum upp á nýtt var
hann Súlli. Hann vann
ef ég man rétt eitthvað
á vegum Raunvísinda-
stofnunar eða bæjarins
við gasmælingar, en
gas streymdi út frá
hrauninu og varð þess
vart í lægðum og dæld-
um, og inni í yfirgefn-
um húsum. Súlli hafði
það hlutverk að fylgj-
ast með gasinu og
mæla útstreymið og
meta hvort óhætt væri
að vera á tilteknum svæðum. Við
Súlli spjölluðum margt þetta sumar
og leiðin lá oft upp að Saltabergi,
þar sem glatt var á hjalla og mjög
gestkvæmt. Og stundum var Ási í
Bæ þar raulandi á gítarinn sinn og
Súlli tók undir. Eina helgina hafði
komist svolítið af söngolíu til Eyja
og ég hafði mælt mér mót við Súlla
á Saltabergi föstudagskvöld. Og við
Lárus mættum á svæðið. Þá var
Ási í bæ þar og við félagar gleymd-
um stað og stund og sátum langt
fram eftir nóttu við söng og spjall
og ekkert varð úr viðtali. Daginn
eftir gerði ég aðra atrennu. Asi í
Bæ var þar enn ásamt fleirum og
Árni Johnsen, systursonur Súlla,
rak inn nefið. Þá var farið að ræða
um heima og geima og auðvitað
beindist umræðan að söng. Súlli
hélt því blákalt fram að Árni frændi
sinn héldi illa lagi. Árni mótmælti
og færði mikil og sterk rök fyrir
söngmennt sinni. Súlli færðist allur
í aukana og klykkti út með því að
Árni væri ekki kórtækur, ekki einu
sinni í kirkjukór. Umræðurnar end-
uðu á því að Árni sagðist skyldi
sýna það og sanna að hann væri
tækur í kirkjukór og gott betur og
svo fór hann. Ekki veit ég hvort
Árni hefur komist í kór, en hann
heldur líklega fjölmennustu ein-
söngstónleika einu sinni á ári hveiju
á ágústkvöldi og mættu eflaust
margir öfunda hann af áheyrenda-
skaranum. Súlli hafði orð á að það
væri svo gaman að stríða honum
frænda sínum og sagði svo: „Ég
þakka almættinu fyrir að þú skulir
ekki getað sungið, Gísli minn, þá
yrði aldrei friður fyrir ykkur tveim-
+
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
MAGNÚS ÞORSTEINSSON
fyrrverandi leigubílstjóri,
Háaleiti 5,
Keflavík,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn 17. júlí.
Jarðarförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju á
morgun, föstudaginn 25. júlí, kl. 15.00.
Vordís Inga Gestsdóttir,
Þyrí Magnúsdóttir, Ásbjörn Carlson,
Ella Sesselja Magnúsdóttir,
Þorsteinn Magnússon, Magnea Inga Magnúsdóttir
og barnabörn.
+
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
STEINAR KRISTINSSON
bóndi,
Reistarnesi
á Melrakkasléttu,
verður jarðsunginn frá Snartarstaðakirkju
laugardaginn 26. júlí kl. 14.00.
Sesselja Steinarsdóttir,
Anna Steinunn Steinarsdótttir,
Helga Steinarsdóttir
Vilhelm Steinarsson,
Aðalheiður Steinarsdóttir,
Kristinn Benedikt Steinarsson,
Hulda Valdís Steinarsdóttir,
Gísli Sigmundsson,
Árný Jónsdóttir,
Svavar H. Pétursson,
Þóra Jósefsdóttir,
Kristján Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
ur,“ og svo lauk umræðum og við
Lárus hurfum á braut án þess að
ná viðtali.
Það var svo ekki fyrr en á mánu-
deginum eftir laugardaginn um-
rædda að viðtalið var tekið, en þar
lýsti Súlli hvernig gasmælingarnar
fóru fram. Ef ég man rétt, þá not-
uðu þeir einhveijar túpur með sér-
stöku litarefni, sem sýndi hættu-'
mörkin. En Súlli sagði að þeim á
„gosvaktinni“ hefði verið uppálagt
að spara túpurnar og það helsta sem
þeir notuðu og tækju mark á væri
ákveðið líffæri á milli fótanna. Ef
það hitnaði um of, þá væri gasið
yfír hættumörkum. Súlli bætti því
við í lok viðtalsins að það kæmi
hins vegar í ljós hvort verulegur
skaði hlytist af þessu, því að konan
hans elskuleg kæmi til Eyja um
kvöldið og þá yrði að reyna á hvort
allt draslið þarna undir væri heiit
eða ónýtt.
Ég sendi viðtalið suður og það
var birt í fréttum útvarps og vakti
heilmikla athygli. Menn höfðu á
orði hve Súlli hefði sagt greinilega
frá og áttu ekki orð yfir húmornum
hans.
Sá mikli snillingur, Sveinbjörn
Jónsson í Ofnasmiðjunni, kom fram
með þær hugmyndir að nýta ætti
hitann úr hrauninu til að verma upp
hús bæjarins. Súlli fylltist miklum
áhuga á þessu, var vakinn og sofinn
yfir hraunhitaveitunni og reyndist
Sveinbirni vel.
Árið 1983, á 10 ára afmæli goss-
ins, áttum við Arnþór bróðir minn
leið til Eyja. Súlli var okkar hjálpar-
hella að ná í menn til þess að taka
tali. Það var eitt af síðustu skiptun-
um, sem ég hitti hann fyrir utan
lundaball, sem ég spilaði á fyrir
nokkrum árum, en einhverra hluta
vegna man ég lítið eftir því. Þá
hafði Súlli nýlega misst konuna
sína.
Þegar ég hugsa til hans Súlla,
þá vakna ljúfar minningar um góð-
an dreng, sem vildi öllum vel og
reyndist þeim haukur í horni, sem
þurftu að eiga hann að. Ég dáðist
að því hversu gott hann átti með
að umgangast fólk á öllum aldri.
Hannn leit á alla sem jafningja sína
og talaði aldrei illa um nokkurn
mann.
Stundum velti ég fyrir mér
hvernig það verði, þegar við flytj-
umst til annars heims. Skyldum við
halda því, sem við höfðum eða nut-
um í þessari jarðvist? Skyldu
draumarnir þá rætast? Ætli ég fái
að sitja á kletti, spila fyrir fuglana
og fiskana, dýfa tánum í sjóinn og
þá biti á? Skyldi hann Súlli hitta
alla lundana, sem hann veiddi um
ævina og fá að veiða þá aftur bara
svona að gamni, bæði þeim og hon-
um til skemmtunar? Eða skyldi
hann ennþá vera að velta fyrir sér
undursamleik náttúrunnar? Þessu
fær enginn svarað fyrr en að enda-
lokunum dregur.
Blessuð sé minningin um hann
Súlla á Saltabergi.
Gísli Helgason.
TOKum b o«4iua flt> iJí ym
41ÓT-CL m(i
MiTflUfillNT • (IKÍ
Upplýsingar i s: 551 1247
H
H
H
H
H
H
H
H
H
Erfidrykkjur
L A N
H
H
H
H
H
H
H
H
H