Morgunblaðið - 24.07.1997, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ1997 41
FRETTIR
BSRB lýsir vanþóknun á
vinnubrögðum Kjaradóms
„STJÓRN BSRB lýsir algjörri vanþóknun á
þeim vinnubrögðum sem Kjaradómur viðhefur
þegar hann skammtar æðstu embættismönnum
þjóðarinnar mun meiri kjarabætur en samið
var um í síðustu kjarasamningum. Hækkanir
upp á 9-20% þegar almennt launafólk fær
4,7% hækkun ná engri átt og eru til marks
um það siðleysi sem virðist ríkja hjá sjálftöku-
liði þjóðarinnar," segir í fréttatilkynningu.
Ennfremur segir: „í forsendum úrskurðarins
eru teknar inn sérstakar hækkanir sem samið
var um að færu einungis til lægst launuðu
hópanna í þjóðfélaginu. Þegar ríkisvaldið
ákvarðaði hækkanir til bótaþega voru þessar
hækkanir til lægstu hópanna ekki hafðar með.
Að hálaunahópar fái síðan þessar hækkanir á
silfurfati nær ekki nokkurri átt. Stjórn BSRB
krefst þess að bætur almannatrygginga og
atvinnuleysissjóðs verði þegar leiðréttar í ljósi
þessa.
Kjaradómur nú er einungis skipaður lög-
mönnum og vekur það því óneitanlega athygli
að gerð er sérstök leiðrétting hjá héraðsdómur-
um, þannig að hækkanir hjá þeim nema allt
að 20%. Það vekur sérstaka athygli að í for-
sendum fyrir þessari aukahækkun til héraðs-
dómara er gefið í skyn að íslenskir dómarar
séu falir fyrir fé. Sú spurning gerist því enn
ágengari hvort þetta fyrirkomulag sé á nokk-
urn hátt réttlætanlegt.
Frekari hækkanir boðaðar
Þá vekur það furðu að formaður Kjaradóms
hefur verið með yfirlýsingar í kjölfar þessa
úrskurðar um frekari hækkanir til þingmanna
og æðstu embættismanna þjóðarinnar með
haustinu og um næstu áramót. Sú spurning
hlýtur að vakna í umboði hvers hann talar,
er það a) Hæstiréttur, b) fjármálaráðherra, c)
Alþingi.
Stjórn BSRB mótmælir vinnubrögðum og
úrskurði Kjaradóms harðlega og hvetur stjórn-
völd til að grípa þegar í taumana til að koma
í veg fyrir þær alvarlegu afleiðingar og þann
trúnaðarbrest sem úrskurður þessi veldur.“
Morgunblaðið/Jim Smart
KVARTETT gefur út tímaritið Hamhleypu sem er ætlað ungu fólki. Frá vinsti: Þórður Heiðar Þórar-
insson, Þórlindur Kjartansson, Davíð Guðjónsson og Eggert Þór Aðalsteinsson.
Kvartett
gefur út
' Hamhleypu
fyrir
unglinga
KOMIÐ er út tímaritið Ham-
hleypa sem útgáfufélagið
( Kvartettgefur útenaðþví
standa fjórir ungir piltar; Davíð
Guðjónsson, Eggert Þór Aðal-
steinsson, Þórður Heiðar Þór-
arinsson og Þórlindur Kjartans-
son. Blaðið er gefið út í sjö
þúsund eintökum og er því
dreift ókeypis til unglinga á
höfuðborgarsvæðinu.
Hamhleypa flytur meðal ann-
ars efni um tónlist, kvikmyndir,
leiklist og íþróttir og sögðu
fjórmenningarnir að hér væri
um skemmtirit að ræða fyrir
ungt fólk og því væri ætlað að
draga úr neikvæðri umfjöllun
um þann hóp. Dregin væri upp
jákvæð mynd af fólki sem væri
að gera það gott á ýmsum ofan-
greindum sviðum.
Blaðinu verður dreift til
unglinga í vinnuskólum á
höfuðborgarsvæðinu og hægt
verður að nálgast eintök í Hinu
húsinu í Reykjavík. Piltarnir
töldu óvíst að um framhald yrði
að ræða á útgáfunni.
Menn með reynslu
Fjórmenningarnir sem gefa
út Hamhleypu voru samferða í
Menntaskólanum í Reykjavík
JÓN Reynir Magnússon, forstjóri
SR-mjöls, segir að fyrirtækið hafi
gert áætíun um framkvæmdir til
að draga úr mengun frá loðnu-
verksmiðjunni í Siglufirði innan
þriggja ára. Líklega verði hægt
að ljúka framkvæmdunum á
tveimur árum en alls ekki á einu
ári. Tillaga bæjarstjórnar Siglu-
fjarðar til Hollustuverndar ríkisins
hljóðar hins vegar þannig að fyrir-
tækinu verði ekki veitt starfsleyfi
og útskrifuðust þaðan í fyrra.
Stunda tveir þeirra nú nám í
vélaverkfræði, einn í sögu og
einn í eðlisfræði.
Þeir hafa allir fengist við
blaðamennsku og ritstjórn í ein-
hverjum mæli og tveir þeirra
nema til eins árs verði ekki gerðar
úrbætur og fullkomnum mengun-
arvarnarbúnaði komið upp.
„Við ætlum m.a. að skipta um
þurrkara og setja upp búnað við
hann sem kemur í veg fyrir sjón-
mengun. Það er þó aldrei hægt
að gera þetta þannig að engin
mengun verði af starfseminni,“
segir Jón Reynir.
„Ég býst við að hægt verði að
koma búnaðinum upp innan
undirbúa útkomu bókar í haust.
Þeir segja hugmyndina að blað-
inu hafa fæðst seint á síðasta
vetri og þeir síðan ákveðið að
hafa þetta sem sumarvinnu sína
í sumar.
Fengu þeir aðstöðu hjá Hinu
tveggja ára en alls ekki innan eins
árs,“ sagði Jón Reynir.
Nýtt hús verður reist
Byggt verður nýtt hús norðan
við núverandi verksmiðju til þess
að koma vélbúnaðinum fyrir. Jón
Reynir kveðst ekki eiga von á
öðru en að framkvæmdirnar verði
komnar það langt áleiðis að starfs-
leyfi verksmiðjunnar verði end-
urnýjað. „Kröfurnar sem gerðar
húsinu og önnuðust sjálfir rit-
stjórn og skrif í blaðið ásamt
söfnun auglýsinga. Berglind
Jóna Hlynsdóttir annaðist ljós-
myndun og Sigurður Sveinn
Halldórsson uppsetningu.
Prentmet sá um prentvinnslu.
eru til verksmiðjunnar eru í sjálfu
sér ekki strangar. Sömu kröfur
eru gerðar til annarra verksmiðja.
En úrbæturnar eru dýrar.
Framkvæmdirnar kosta líklega
um hálfan milljarð króna. Verið
er að hanna þessar breytingar
núna og allur undirbúningur er
hafinn. Stjórn fyrirtækisins
samþykkti fyrr á þessu ári að hefja
undirbúning að verkinu," sagði
Jón Reynir.
Verkamanna
sambandið
Urskurður
Kjaradóms
fordæmdur
FRAMKVÆMDASTJÓRN Verka-
mannasambands íslands fordæmir
endurtekna úrskurði Kjaradóms
sem eru úr öllu samhengi við þá
kjarasamninga sem gerðir hafa ver-
ið, segir í samþykkt VMSÍ.
Ennfremur segir: „Með úrskurði
Kjaradóms hafa laun æðstu emb-
ættismanna, dómara, ráðherra og
alþingismanna hækkað langt um-
fram það sem hefur verið að gerast
á vinnumarkaðnum. VMSÍ minnir
á að Kjaradómur er skipaður af
Alþingi, ríkisstjórn og Hæstarétti
og bera þessir aðilar pólitíska
ábyrgð á honum. Framkvæmda-
stjórn Verkamannasambands ís-
lands telur að dagar Kjaradóms séu
liðnir og þetta fyrirkomulag hafi
dæmt sig ónæthæft.
Alþingi og ríkisstjórn hljóta því
að axla opinberlega ábyrgð á þess-
um ákvörðunum í stað þess að
skjóta sér á bak við stjórnsýslu-
nefndir skipaðar af meirihluta af
þessum sömu aðilum.“
----» ♦ ♦--
V erslunarmannahelgin
Takniarkaður
aðgangur að
tjaldstæðum
Búða
Á BÚÐUM á Snæfellsnesi verður
takmarkaður fjöldi tjaldstæðagesta
um verslunarmannahelgina. Miðað
verður við hámark 300 tjaldstæða-
gesti og verður mögulegt að kaupa
tjaldstæði með fyrirvara til að
tryggja sér aðgang. Þessi háttur
var hafður á í fyrra og reyndist
vel, því nauðsynlegt er að stemma
stigu við þeim mikla fjölda sem
sækir á staðinn um verslunar-
mannahelgar og hefur stundum
verið langt umfram það sem við-
kvæm náttúran þolir.
Forsala tjaldstæða verður á Hót-
el Búðum og einnig á veitingastaðn-
um Einari Ben við Ingólfstorg í
Reykjavík. Gjald fyrir hvern tjald-
stæðagest er 1.500 kr. yfir helgina,
hvort sem dvalið er eina nótt eða
fleiri.
---♦ ♦ 4--
Útifundur á
Lækjartorgi
„VIÐ krefjumst réttlætis" er yfir-
skrift útfundar sem haldinn verður
vegna niðurstöðu Hæstaréttar þess
efnis að Geirfinns- og Guðmundar-
mál verði ekki tekin upp. Fundurinn
verður á Lækjartorgi á morgun,
föstudag, mílli kl. 16-17. Á fund-
inum koma fram Bubbi Morthens,
KK, Quarashi, Radís-bræður, Dida
og Bragi Ólafsson. Ávörp flytja
Svavar Gestsson alþingismaður, 111
ugi Jökulsson, Sigríður Kristins-
dóttir, réttarritari á Eskifirði, og
Sævar Ciesielski.
---» ♦ ♦--
Kvöldvaka í
Þingvalla-
kirkju
STAÐARHALDARI á Þingvöllun
efnir til kvöldvöku í kvöld kl. 20.30
í Þingvallakirkju. Fjallað verður ur.i
sögu Þingvalla og sérstöðu, ljóð
verða lesin og flera gert til dægra
dvalar.
Loðnuverksmiðja SR-mjöls í Siglufirði
Hægt að koma búnaðinum
upp á tveimur árum