Morgunblaðið - 24.07.1997, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 24.07.1997, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1997 43 BREF HL BLADSINS Kringlan 1103 Reylqavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Útileikhús í Saltvík Frá Kjartani Helgasyni: LEIKLIST og leikhús, að ekki sé minnst á „leikaraskap" hefur færst mjög í aukana sl. ár. Risið hafa upp ný leikhús, eiginlega i hverri vík og landsmenn flestir orðnir frambæri- legir leikarar. Enda segir fyrrv. leik- ari Davíð Oddsson og núverandi forsætisráðherra, að lífið sé leikur einn í landi okkar. Færð hafa verið upp ýmist alvöruþrungin leikrit eða gamanmál og á stundum blandast saman alvara og háð. Þannig varð sællar minningar gamanleikurum það á, að blanda saman háalvar- legri guðstrú og gamanmálum sl. vetur. Hefur lítið til þeirra heyrst síðan. Ekki einu sinni í auglýsingum „SS-manna“. Svona getur alvara lífsins orðið mögnuð. Við skulum samt vona að þessir öðlingar sjáist aftur á skjánum, þegar myrkur færist yfir þjóð að nýju á komandi vetri. Slík er uppsveiflan á leiksviði „Thalíu" að utanríkisráðherra hefur séð sitt óvænna og ætlar sér nú mikla leiksýningu þessa dagana. Dugar honum þar ekki minna en útileikhús. Viðfangsefnið er stórt í sniðum eins og hans var von og vísa, svo stórbrotin „önd“, sem hann er. Setja á á svið hvorki meira né minna en „suðurlandsskjálfta", sem þjóðin hefur að vísu beðið eftir allt frá því þeir léku forfeður okkar grátt á sl. öld. Verða leikarar ekki af verri endanum. Sóttir til „guðs eiginlands" og bræðraþjóðanna á meginlandinu. Má því segja að þetta sé nokkurs konar gestaleikur. „Sen- an“ hefur verið valin í úthverfí Reykjavíkur, Kjalamesi, en leiksvið Esjan og reyndar allt Reykjanes. Er gjafafé óðum að renna í fjárhirsl- ur bankanna úr ýmsum áttum. Þetta verður sem sé „víkingahátíð“ ríkis- stjórnarinnar á þessu sumri. Á þess- um tíma árs er von á að fjöldi ferða- manna geri sér ferð til Reykjavíkur til að sjá dýrðina. Ekki veitir af. Má segja að n'kisstjóminni sé ekki alls varnað í að bjarga okkur íbúum þessa lands. Að því er sagt er hefur allur undirbúningur gengið eftir áætlun og er ætlun að leiksviðið standi um framtíð alla, ef leikhópar utan af landi vilja æfa sig á leiksvið- inu. Allt em þetta æfingasýningar. Fmmsýningin verður vonandi aldr- ei, enda stjórna Davíð og co. ekki þeirri atburðarás, sem betur fer. Þó er ætlast til þess, ef svo ólíklega myndi vilja til, að slík framsýning kæmi upp á, að gestaleikendur verði kallaðir hið óðara til landsins. Ekki er með neinni vissu hægt að gera sér grein fyrir hvemig slík fmmsýn- ing kæmi upp á, að gestaleikendur verði kallaðir hið óðasta til landsins. Ekki er með neinni vissu hægt að gera sér grein fyrir hvernig slík frumsýning myndi birtast almenn- ingi. Hitt kemur mér samtímis í huga. Hvernig forfeður okkar hafi bmgðist við 6 eða 7 á Richter? En þeir bjuggu, jú, í moldarkofum eða bara hellum? Þannig kallar nýjásta tækni og vísindi á aukin umsvif. Útileikhús er framtíðin. Ekki veit ég hvar frumsýningargestum verður komið fyrir. Eflaust verða þeir færð- ir í tilheyrandi búninga er henta slíkum leiksýningum, færðir í „nato- galla“ 91. herdeildar eins og hjá Zveik. Makaðir í lit í framan o.s.frv. Því eflaust á að taka þarna upp nýjustu tækni í leiksýningum þar sem áhorfandinn á að era með um leið þátttakandi í leiknum. Sparast þar dýrmætur gjaldeyrir við kjóla- kaup, að ekki sé talað um smygl. Ég bíð spenntur að fá mynd af Halldóri, utanríkisráðherra, upp- færðan í slíkan búnað með allar Natóorðurnar og „korðu“ sér við hlið. Eða lögðu þeir „korðann" niður 1944? Bóndinn á Bessastöðum verð- ur væntanlega heiðursgestur á leik- sýningunni. Eða hvað? Væri ekki vel viðeigandi að ráðuneytið birti hvað úr hverju leikskrána, svo þeir sem vildu forðast mengunina, sem af þessari leiksýningu kann að hljót- ast, til þeirra staða í landinu, þar sem íslenskt rok ræður ríkjum. KJARTAN HELGASON, Langholtsvegi 184,104 Reykjavík. Hvernig bragðast kampavínið? Frá Sveini Kristinssyni: SEM kunnugt er hélt Atlantshafs- bandalagið nýlega mikla halelúja- samkomu í Madrid. Þar munu flest- ir forystumenn Atlantshafsbanda- lagsríkjanna hafa mætt, fallist í faðma, eins og lög gera ráð fyrir, dáðst að eigin afrekum og skálað í klára kampavíni. Sagt var frá því í fréttum, að bæði Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hefðu mætt á samkomu þessa. Meðal ríkja í bandalagi þessu er eitt, sem heitir Tyrkland, ef ég man rétt. Hvort það lenti í bandalaginu vegna landfræði- legrar legu sinnar eða fagurra sið- gæðishugsjóna man ég nú ekki leng- ur gjörla. Líklega vegna þess síðar talda, að minnsta kosti í bland. Við íslendingar höfum átt í dálít- ið sérstæðum „milliríkjaviðskiptum" við Tyrkland undanfarið. — Tyrk- neskur maður rændi fyrir nokkrum árum tveimur íslenskum þegnum og neitar ítrekað að skila ránsfeng sínum. Ekki mun ég rekja það mál í smærri atriðum. Bæði er það sárs- aukafullt og flest atriði þess vel kunn og í fersku minni. En í sem fæstum orðum, þá er nýleg og — að því er virðist — endanleg niður- staða æðsta dómstóls þessara bræðra okkar í réttlætinu sú, að ræninginn skuli halda ránsfeng sín- um. — Svo einfalt var það. Þá er aðeins eftir ein spuming: Hvemig bragðaðist íslensku ráð- herrunum kampavínið, þegar þeir skáluðu við fulltrúa Tyrklands á hátíðarsamkomunni í Madrid? SVEINN KRISTINSSON, Þórufelli 16, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Dýraglens /'fapjœ ERHTr/#) \ZE1&\ SÍMST! MeOLVHUR útdauþrar. VVRAiæ-! fséesfAkiBsA 'a mÖTUAA^Srk Tommi og Jenni i M 6ETTIN6 YOUR 5UPPER A5 FA5T A5 I CAN! I KNOW YOU RE HUN6RV, BUT WU PON'T HAVE TO BREAK THE POOR POWN! Ég næ í kvöldmatinn Ég veit að þú ert svangur, þinn eins fljótt og en þú þarft ekki að ég get! brjóta upp dyrnar! BiniBQj pepun /661 O

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.