Morgunblaðið - 24.07.1997, Side 44

Morgunblaðið - 24.07.1997, Side 44
44 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Rabarbari með fiski Líklega borða fáir rabarbara með fiski, segir Kristín Gestsdóttir, sem býður upp á það í þessum þætti. EINHVER segir sjálfsagt fiskur með rabarbara - ab-a-ba - er það ekki eins og saltfiskur með sultu? En rabarbarinn er ekki í sultuformi, heldur súr eins og hann kemur fyrir, en flestir vita að nær öll sýra hentar vel með fiski. Þegar ég kom fyrst með þá hugmynd að nota mysu með fiski í matreiðslubók minni 220 góm- sætir sjávarréttir árið 1981, varð fólk hissa og ég var kölluð mysu- konan, en nú er mysukonan gleymd sem slík og íslendingum þykir sjálfsagt að nota mysu með fiski og flestir halda að íslending- ar hafi gert það frá ómuna tíð. Mysan er súr og það er rabarbar- inn líka. Kannski verður eins sjálfagt eftir nokkur ár að nota rabarbara með fiski eins og mysu, edik, sitrónusafa eða þá hvítvín. Ég fór í fískbúð til að kaupa sköt- usel, lúðu og silung en rakst þar á makríl og bætti honum við. Skötuselur er mjög dýr, lúða og silungur nokkuð dýr en makríll hræódýr. Makríl fáum við sjaldan, þarna var hann. seldur heill og flakaður. Ég keypti flök. Gróf bein liggja eftir endilöngu flakinu. Skerið þau úr og skerið fiskinn úr roðinu til hliðar frá þeim. Roð- ið má borða, ef hellt er á það sjóð- andi vatni og það skafið. Rabar- barinn er afhýddur og soðinn í örlitlu vatni í 4-5 mínútur. Þá er honum smurt á fiskinn. Steiktur makríll með rabarbara 4 makrílsflök 2 tsk. salt Skötuselur eða lúða með rabarbara 750 g skötuselsflak (ef svo má að orði komast) eða lúða 2 ‘A tsk. salt 'A tsk. pipar 1 lítill rabarbaraleggur 1 'h dl jógúrt án bragðefna (súrmjólk) 1 'h dl rasp 1 dl hveiti ’/z dl matarolía + 1 msk. smjörtil að steikja úr 1. Fjarlægið allar himnur af skötuselnum, skerið í 2 sm þykkar sneiðar. Ef þið notið lúðu, er roðið skafið og uggar skornir af. Síðan er blóð skolað af sneiðunum. Stráið salti og pipar yfir sneiðarnar. (Held- ur minna af salti á lúðuna.) 2. Blandið saman hveiti og raspi. Smyijið rabarbaramauki á fískinn (sjá hér að framan) og veltið upp úr jógúrt og síðan rasp-hveiti-blönd- unni. 3. Setjið oiíu og smjör á pönnu, hafið meðalhita og steikið á hvorri hlið, skötusel í 2-3 mínútur en lúðu í 3-4 mín. Meðlæti: Soðnar kartöflur og hrá- salat. Salat með lúðu, silungi, gúrku og radísum 400 g silungsflök 400 g stórlúða 1 'A msk. salt nýmalaður pipar Vz tsk, engiferduft 1 msk. sykur 10 sm biti rabarbari + 2 msk. vatn 1 dl jógúrt án bragðefna 1 dl haframjöl 'h dl hveiti 3 msk. matarolía 1 msk. smjör smábiti ferskur rabarbari 1. Hreinsið flökin, sjá hér að of- an. Stráið á þau salti, pipar og engi- feri. Látið bíða í 10 mínútur. 2. Smyijið rabarbara á flökin, notið líka safann, sjá hér að ofan. Veltið upp úr jógúrt. Blandið saman hveiti og haframjöli, veltið síðan flökunum upp úr því. 3. Setjið matarolíu og smjör á pönnu og steikið flökin á hvorri hlið í 3 mínútur. 4. Skreytið með örþunn- um rabarbarasneiðum. Meðlæti: Soðnar kartöflur, gúrkur og hrásalat. 1 tsk. fennikufræ (nota má kúmen) 2 meðalstórir rabarbaraleggir 1 'h dl vatn 1 meðalstór gúrka 6-8 radísur 1. Þvoið og hreinsið báðar fisk- tegundirnar, skerið hvort tveggja í teninga á stærð við sykurmola. Blandið saman sykri, salti og fenn- ikufræi og stráið yfir. Veltið við svo að þeki allan fiskinn. Látið standa í kæliskáp í 4 klst. 2. Afhýðið rabarbarann, skerið í sneiðar og sjóðið í vatninu í 5 mínút- ur. Síið vel og kælið. Hellið fískinum á sigti, setjið síðan í skál og hellið rabarbaraleginum yfír, látið hylja fiskinn vel og standa í kæliskáp í allt að 10 klst. Hellið þá á sigti. 3. Skerið gúrkuna í teninga og radísum- ar í þunnar sneiðar, setjið í skál ásamt fiskinum. Meðlæti: Ri- stað brauð eða rúg- brauð og smjör. ÍDAG Hlutavelta ÞESSIR duglegu krakkar héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Rauða krossi Islands og varð ágóðinn 2.785 krónur. Þau heita í efri röð frá vinstri Lo- vísa Dröfn Hansdóttir og Egill Örn Þórarinsson. Fyrir framan eru þeir Bjartur Ari Hansson og Óli Hreiðar Hansson. ÞESSI duglegu börn söfnuðu kr. 2.100 til styrktar Rauða krossi íslands. Þau eru Grétar Andri Rík- arðsson, Alma Dóra Ríkarðsdóttir, Ingibjörg Lára Sveinsdóttir og Unnur Rún Sveinsdóttir. HEILRÆÐI Göngugarpar! Sýnið aðgát í gönguferðum. Veljið leiðir við hæfí. KOMUM HEIM VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Athugasemd MAÐUR hafði samband við Velvakanda og vildi hann koma því á framfæri að á blaðsíðu 51 í Morgunblaðinu í gær var mynd af manni að tala í farsíma. Undir myndinni stóð að bændur hefðu riðið suður til að mótmæla komu símans 1905. Vildi hann gera athugasemd við þetta, hann segir að bændur hafí ekki verið að mótmæla komu símans heldur hvemig að því væri staðið, þeir hafí viljað fá þráðlaus fjarskipti í stað þess að leggja línur og sæstrengi. Þessi maður sem er á myndinni er að nota tækni sem er sambærileg við þá tækni sem bændur vildu fá á sínum tíma. Dýrahald Kolsvört læða DIMMALIMM er týnd. Hún hvarf að heiman úr Háskólahverfinu þann 8. júlí. Hún er með rauðköflótta tauól og rautt plastmerkisspjald. Dimmalimm er sex ára gömul, fremur stór læða. Eigandi biður þá sem gætu gefíð upplýsingar um ferðir læðunnar að hringja í síma 551-5301. Páfagaukur fannst PÁFAGAUKUR, blár og lítill, fannst í Smárahverfi í Kópavogi sunnudaginn 20. júlí. Uppl. í síma 554-5184. Tapað/fundið Yankees- hafnarbolti fannst Yankees-hafnarbolti fannst rétt hjá leikskólanum Sunnuborg. Uppl. í síma 581-1312. SKAK Umsjón Margcir Pctursson STAÐAN kom upp á stór- móti Credit Suisse bank- ans, sem hófst í Biel í Sviss á mánudaginn. Indveijinn Vyswanathan Anand (2.765) var með hvítt og átti leik gegn Frakkanum Joel Lautier (2.660). Svartur var að enda við að drepa peð á h6, lék 21. — g7xh6? Anand fann nú ótrúlegan og glæsilegan vinningsleik: 21. Bg6!! — Re7 (Svartur verður mát ef hann þiggur drottningarfórnina: 21. - Dxdl 22. Hxe6+ - Kf8 23. Bh6+ - Kg8 24. Bxf7 mát. 21. — Df6 22. Bxf7+ - Dxf7 23. Hxf7 - Rxe3 24. Dxd8+ - Kxd8 25. Bxe3 var einnig von- laust) 22. Dxd4 — Hxd4 23. Hd3 - Hd8 24. Hxd8+ - Kxd8 25. Bd3 og Lautier gaf. Sex skákmenn tefla tvö- falda umferð. Þeir Karpov, Anand og Gelfand hafa einn og hálf- an vinning eftir tvær um- ferðir, en Lautier og Sviss- lendingarnir Milov og Pel- letier hafa hálfan vinning hver. Skemmtikvöld skáká- hugamanna er annaðkvöld kl. 20 í Heillisheimilinu, Þönglabakka 1. HVÍTUR leikur og vinnur Víkveiji skrifar... VÍKVERJI las með athygli við- töl við forystumenn í húsvísku athafnalífi hér í blaðinu á sunnu- daginn. Þetta eru ungir menn sem bryddað hafa upp á margvíslegum nýjungum í framleiðslu, útflutningi og ferðamamennsku. Störfum hefur fjölgað og ferðamannastraumur hefur stóraukist. Húsavík er vax- andi bær eftir margra ára stöðnun. Það er athyglisvert að lesa hvern- ig hinir ungu athafnamenn hafa notað náttúruauðlindir Þingeyjar- sýslu þegar þeir skipulögðu nýjung- ar í ferðamennskunni. Hvalaskoðun hefur slegið í gegn og ganga má út frá því sem vísu að hvalaminja- safnið og ferðamannafrystihúsið muni einnig ná miklum vinsældum. Þess má víða sjá merki á lands- byggðinni að tímabil framfara sé að ganga í garð. Góður árangur Húsvíkinga mun eflaust verða for- ystumönnum annarra byggðarlaga hvatning og fordæmi á næstu árum. xxx UMMÆLI Páls Þórs Jónssonar hótelstjóra um að núverandi byggðastefna hafi gengið sér til húðar vakti sérstaka athygli Vík- verja. Páll segir að sú byggðastefna sem rekin hefur verið í landinu sé í raun ölmusustefna stjórnvalda sem drepið hafi niður alla sjálfs- bjargarviðleitni og ftjóa hugsun. Sjálfsbjargarviðleitnin hafi átt að koma að sunnan, bæði hugmyndir og íjármagn. Landsbyggðin eigi ekki að vera rekin á ábyrgð stjórn- málamanna eða fjárveitingavalds og vera ofurseld atkvæðaveiðum og vináttuböndum. Peningastreym- ið eigi að liggja í auknum mæli til sveitarfélaganna og ábyrgðin eigi að liggja hjá einstaklingum og fyrir- tækjum. xxx NÝR goifvöllyr var formlega opnaður í landi Korpúlfs- staða á þriðjudagsmorgun af Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur borgar- stjóra. Víkverji hefur leikið þennan völl í nokkur skipti í sumar og getur fullyrt að hann verður einn skemmtilegasti golfvöllur landsins. Völlurinn var ansi hrár í byrjun sumars en hefur tekið ótrúlega vel við sér í hlýindunum undanfarna daga. Félagar í Golfklúbbi Reykjavíkur hafa afnot af vellinum og klúbbur- inn hefur fengið aðstöðu í austasta hluta Korpúlfsstaða. Sá hluti húss- ins hefur verið endurbyggður að utan sem innan og hefur endur- byggingin tekizt sérdeilis vel. Er Víkverji ekki í vafa um að ráðist verði í endurbyggingu alls hússins þegar menn sjá hve vel hefur verið staðið að verki. xxx AÐ LOKUM vill Víkverji koma lítilli ábendingu á framfæri við forráðamenn Pósts og síma hf. Áður fyrr var í símaskránni upp- talning á öllum sveitabæjum á Is- landi og fyrir aftan stóð í hvaða hreppi þeir væru, sýslu getið og loks birt póstnúmerið. Þessum kafla hefur verið sleppt úr skránni síð- ustu ár, illu heilli. Er ekki mögulegt að birta þessar upplýsingar í næstu skrá, enda aðeins rúmlega 20 blað- síður?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.