Morgunblaðið - 24.07.1997, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ1997 45
I DAG
Arnað heilla
7fkÁRA afmæli. Sjö-
I Vftugur er í dag Þórir
Sigurðsson, myndmenn-
takennari og fyrrverandi
námstjóri í mynd- og
handmennt, Vesturbrún
6. Laugardaginn 26. júlí kl.
17-20 ætlar fjölskylda hans,
ættingjar og vinir að gleðj-
ast með afmælisbarninu í
Katlagili, skólaseli Kenn-
arafélags Laugarnesskóla.
BRIPS
Umsjón Guómundur l'áll
Arnarson
Nánast hvert par á EM í
Montecatini hafði einhvers
konar opnun tiltæka fyrir
veik spil með hálitina. Nýj-
asta tískusögnin er opnun á
tveimur tíglum, sem segir
það eitt að viðkomandi eigi
a.m.k. fjögur spil í báðum
hálitum og undir 11 punkt-
um.
Vestur gefur; AV á
hættu.
Norður
♦ 985
V ÁD43
♦ 5
♦ ÁG742
Vestur
♦ DG1062
♦ KG962
♦ 10
♦ 108
1107
T G963
JD953
Suður
♦ Á7
V 85
♦ ÁKD8742
♦ K6
Sex tíglar er fyrirtaks
samningur í NS, en eftir
veika hálitaopnun vesturs
reyndist erfitt að melda
slemmuna og á flestum
borðum varð niðurstaðan
þijú grönd í suður. Sem
fóru víðast hvar niður eftir
spaðadrottningu út.
ítalinn Lanzarotti drap
strax á spaðaás og tók ÁK
í tígli. Þegar legan kom í
ljós svínaði hann hjarta-
drottningu og spilaði svo
spaða! Ef vörnin tekur
spaðasiagina og spilar síðan
hjarta þvingast austur í lág-
litunum og sagnhafi fær níu
slagi. En austur varðist vel
þegar hann stakk upp
spaðakóng og spilaði hjarta.
Það má vinna sex tígla,
þrátt fyrir leguna í trompi.
Sagnhafi drepur spaðaút-
spilið með ás, tekur ÁKD í
trompi og fer svo í laufið —
tekur tvo efstu og trompar.
Svínar síðan hjartadrottn-
ingu og fríar fimmta laufið
með trompun. Hjartaásinn
er svo innkoma til að spila
frílaufinu og henda spaða.
Vömin fær þá aðeins einn
slag á tromp.
En einhverra hluta vegna
spilaði aðeins einn sagnhafi
á þennan hátt. Hinir kusu
að svína laufgosa og fóru
því niður.
Pennavinir
TUTTUGU og þriggja ára
bandarískur hermaður vill
skrifast á við konur:
Greg Trainor,
D.Co. 2/327 inf,
FT Campbell,
Kentucky 42223,
USA.
Ljósmyndarinn Lára Long
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 31. maí í Háteigs-
kirkju af sr. Sigurði Árna-
syni Þorbjörg Dögg Árna-
dóttir og Hallgrímur Frið-
geirsson. Heimili þeirra er
í Garðhúsum 10, Reykjavík.
Ljósmyndarinn Lára Long
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 28. desember 1996
í Kópavogskirkju af sr. Jóni
Hjörleifi Jónssyni Kristín
Einarsdóttir og Jón
Karlsson. Heimili þeirra er
í Sunnufelli 5b, Egilsstöð-
um.
Ljósmyndarinn Lára Long
BRÚÐKAUP. Gefín voru
saman 21. júní í Kópavogs-
kirkju af sr. Guðmundi
Karli Brynjarssyni Anna
Árnadóttir og Árni R
Kjartansson. Þau eru bú-
sett í Reykjavík.
Ljósmyndastúdíó Halla Einarsd.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 3. maí í Landakirkju,
Vestmannaeyjum, af sr.
Bjama Karlssyni, Dóra
Hanna Sigmarsdóttir og
Sighvatur Jónsson. Þau
eru til heimilis í Lækjar-
smára 70, Reykjavík.
Ljósmyndarinn Lára Long
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 14. júní í Lágafells-
kirkju af sr. Jóni Þorsteins-
syni Rósa Ragnarsdóttir
og Gunnar George Gray.
Heimili þeirra er á Hrannar-
götu 1, ísafirði.
Ljósmynd Gunnar Sverrisson.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 14. júní sl. í Nes-
kirkju af sr. Halldóri Reyn-
issyni, Kolbrún Jónsdóttir
og Haraldur Gunnarsson.
Heimili þeirra er á Reka-
granda 2, Reykjavík.
Með morgunkaffinu
Ast er...
að endurskipuleggja
sokkaskúffuna þína
þegarhún fer út með
vinkonum sínum.
TM Reg U.S. Pat Ofl — all rights rescrved
(c) 1997 Los Angclcs TVnes Syndicate
AFSAKIÐ, ég held að
ég hafi skilið frakk-
ann minn eftir í gær-
kvöldi.
STJÖRNUSPA
ftir Frances Drakc
LJON
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert skipulagður, sam-
vinnuþýður og þolinmóður
einstaklingur, sem stöðugt
leitar sannleikans.
Hrútur
(21. mars-19. apríl) fHb
Þú þarft að ræða þín mál
og fá aðstoð til að ráða fram
úr þeim. En vandaðu val við-
mælandans. Ekki eru allir
viðhlæjendur vinir.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú þarft að einbeita þér að
nýju verkefni í starfi. Láttu
tað samt ekki ganga út yfir
allt og alla. Fjölskyldan
sarfnast þín líka.
Tvíburar
(21. maí- 20. júní)
Þú ert til alls vís og drifkraft-
ur þinn hrífur aðra með sér.
Notfærðu þér það. Kvöldið
er vel fallið til upplyftingar.
Krabbi
(21. júní - 22. júlf)
Ruglingsleg boð frá nánum
ættingja trufla þig. Það er
allt í lagi að ræða málin við
aðra í fjölskyldunni og leysa
iau í sameiningu.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þung orð, sem féllu í þinn
garð, valda þér sárindum.
Vertu ekki of harður. Mundu
að öllum getur orðið fóta-
skortur á tungunni. Þér líka!
Meyja
(23. ágúsl - 22. september) <tA
Þér liggur svo lífið á við alla
skapaða hluti. Hægðu á þér
og reyndu að njóta augna-
bliksins. Annars missirðu af
gullnum tækifærum.
V°g A
(23. sept. - 22. október)
Þú lætur óskir samstarfs-
manna um vinnulag sem
vind um eyru þjóta. Þetta
er ekki rétti tíminn til þess
svo sýndu samstarfsvilja.
Sporddreki
(23. okt. - 21. nóvember) mjc
Þú þarft að taka þér tak og
ganga í verkin af festu. Get-
irðu það ekki ættirðu að taka
þér frí og byggja þig upp á
nýjan leik.
Bogmaður
(22. nóv.-21.desember)
Atorka þín er slík, að öðrum
reynist erfítt að fylgja þér
eftir. Yfírmenn þinir sjá
þetta en sumir hafa hom í
síðu þinni fyrir vikið.
Steingeit
(22. des. - 19.janúar)
Þú þarft að semja nýja
starfsáætlun svo hlutirnir
gangi upp hjá þér. Það hefur
ekkert upp á sig að hjakka
í sama farinu.
Vatnsberi
(20.janúar-18. febrúar) (jy*
Nú er rétti tíminn til að sinna
verkefni, sem lengi hefur
setið á hakanum. Vertu
óhræddur við að leita sam-
starfsmanna; það flýtir fyrir.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Þú ert í góðu jafnvægi.
Minniháttar vandamál eiga
ekki að breyta því. Þú átt
góðar stundir i vændum með
fjölskyldu og vinum.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki & traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Græna mílan
STEPHEN KING
magnaðri en nokkru sinni fyrr
Meistaraverk í sex bókuni
Bækur nr. 3 og 4 komnar út
Græna mílan
AUKAAFSLATTUR
AUKAAFSLÁTTUR
20%
aukaafsláttur á
útsölunni
öáuntu
v/Nesveg, Seltjarnarnesi.
Sími 561 1680.
MOSKVA
PÉTURSBORG
6. OKTÓBER
kr 99.800*
r^bíéísárituntil
1 Rússlands
Inauösynleg kr. 3.000.]
4 kynnistferöír í
Rússlandi
afteins kr. 5.900
Bókaðu
strax
Aðeins
30 saeti
Heimsferðir bjóða nú einstaka ævintýraferð til IVIoskvu og Pétursborgar
hinn 6. október. Ótrúlegar breytingar hafa átt sér stað í Rússlandi á
undanförnum árum og fáar borgir er jafn spennandi að heimsækja í dag
eins og Moskvu og Pétursborg, en nú í september fagnar Moskva 850
ára afmæli sínu með miklum glæsibrag og því einstakur tími til að
heimsækja borgina. Ótrúlega hagstæðir samningar Heimsferða tryggja
þér þessa ævintýraferð á frábærum kjörum og þú notar tækifærið til að
koma við í London í báðum leiðum.
Moskva
Það er ótrúlegt ævintýri að koma til Moskvu í dag.
Griðariegar framkvæmdir eru alls staðar i borginni og
hvar sem þu ferð finnur þú breytingarnar í loftinu
enda Rússar annálaðir framkvæmdamenn og greini-
legt að hið nýfengna frelsi er hvergi ónotað. Það er
ógleymanlegt að standa á Rauða torginu og virða
fyrir sér kirkju heilags Basils, þetta frægasta
kennileiti Rússlands, heimsækja grafhýsi Lenins,
ganga um í Kreml, þar sem örlög rússnesku þjóðar-
innar hafa verið ráðin i gegnum aldimar, kynnast
ótrúlegum auði keisaraættarinnar og njóta ógley-
manlegrar listsýningar i Bolshoi leikhúsinu, einu
glæsilegasta óperuhúsi heimsins sem fékk að halda
öllum einkennum sínum þrátt tyrir tilkomu kom-
múnismans. Rússar eru auðugir að listmunum og i
Pushkin safninu er að finna verk ettir alla frægus-
tu málara siðustu alda, verk sem aldrei hafa verið
sýnd i söfnum Evrópu og margir þekkja aðeins af lis-
taverkabókum.
Ferðatilhögun
6. október
Flug til London síðdegis með flugi Heimsferða
kl. 19.00
7. október .........Dvöl i London
8. -11. október .....Dvöl i Moskvu
12.-15. október ....Dvöl í Pétursborg
16. október. Flug frá London til Islands
Innifalið í verði:
Allt flug, Jlutningur til og frá flugvelli t London,
Moskvu og Pétursborg. Gisting með morgunverði
allan timann. íslensk fararstjóm t London og
Moskvu. Flugvallarskattar innifaldir.
* Verð m.v. 2 fullorðna í herbergi.
Pétursbor
Pétursborg, sem kölluð var Leningrad á tímum komm-
únista og heitir nú aftur i höfuðið á heilögum Pétri,
var byggð af Pétri mikla. Hún var ein af höfuð-
borgum Evrópu, fræg menningarborg og hingað flut-
ti rússneski aðallinn og bjó hér i vellystingum eins og
sjá má af ótrúlega glæsilegum byggingum borgar-
innar. Hér hófst byltingin árið 1917. Borgin er byggð
á bökkum árinnar Nevu og hér er að finna hina
frægu vetrarhöll og sumarhöllina sem Pétur mikli
byggði. Hermitage safnið er stærsta safn Rúss-
lands, bvggt af Katrinu miklu og þar má finna m.a.
verk hinna frægu impressjónista s.s. Cezanné, Gaugin,
van Gogh og Picassos.
Pétursborg er af mörgum talin fegutsta borg Rúss-
lands og ógleymanleg þeim sem kynnast henni. frá
Pétursborg er siðan farið með beinu flugi aftur til
London.
} -'t
>/' Uik
i
f HEl ÍMSFERE )ir]
Austurstræti 17, 2. hæð
Sími 562 4600