Morgunblaðið - 24.07.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.07.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ1997 45 I DAG Arnað heilla 7fkÁRA afmæli. Sjö- I Vftugur er í dag Þórir Sigurðsson, myndmenn- takennari og fyrrverandi námstjóri í mynd- og handmennt, Vesturbrún 6. Laugardaginn 26. júlí kl. 17-20 ætlar fjölskylda hans, ættingjar og vinir að gleðj- ast með afmælisbarninu í Katlagili, skólaseli Kenn- arafélags Laugarnesskóla. BRIPS Umsjón Guómundur l'áll Arnarson Nánast hvert par á EM í Montecatini hafði einhvers konar opnun tiltæka fyrir veik spil með hálitina. Nýj- asta tískusögnin er opnun á tveimur tíglum, sem segir það eitt að viðkomandi eigi a.m.k. fjögur spil í báðum hálitum og undir 11 punkt- um. Vestur gefur; AV á hættu. Norður ♦ 985 V ÁD43 ♦ 5 ♦ ÁG742 Vestur ♦ DG1062 ♦ KG962 ♦ 10 ♦ 108 1107 T G963 JD953 Suður ♦ Á7 V 85 ♦ ÁKD8742 ♦ K6 Sex tíglar er fyrirtaks samningur í NS, en eftir veika hálitaopnun vesturs reyndist erfitt að melda slemmuna og á flestum borðum varð niðurstaðan þijú grönd í suður. Sem fóru víðast hvar niður eftir spaðadrottningu út. ítalinn Lanzarotti drap strax á spaðaás og tók ÁK í tígli. Þegar legan kom í ljós svínaði hann hjarta- drottningu og spilaði svo spaða! Ef vörnin tekur spaðasiagina og spilar síðan hjarta þvingast austur í lág- litunum og sagnhafi fær níu slagi. En austur varðist vel þegar hann stakk upp spaðakóng og spilaði hjarta. Það má vinna sex tígla, þrátt fyrir leguna í trompi. Sagnhafi drepur spaðaút- spilið með ás, tekur ÁKD í trompi og fer svo í laufið — tekur tvo efstu og trompar. Svínar síðan hjartadrottn- ingu og fríar fimmta laufið með trompun. Hjartaásinn er svo innkoma til að spila frílaufinu og henda spaða. Vömin fær þá aðeins einn slag á tromp. En einhverra hluta vegna spilaði aðeins einn sagnhafi á þennan hátt. Hinir kusu að svína laufgosa og fóru því niður. Pennavinir TUTTUGU og þriggja ára bandarískur hermaður vill skrifast á við konur: Greg Trainor, D.Co. 2/327 inf, FT Campbell, Kentucky 42223, USA. Ljósmyndarinn Lára Long BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 31. maí í Háteigs- kirkju af sr. Sigurði Árna- syni Þorbjörg Dögg Árna- dóttir og Hallgrímur Frið- geirsson. Heimili þeirra er í Garðhúsum 10, Reykjavík. Ljósmyndarinn Lára Long BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. desember 1996 í Kópavogskirkju af sr. Jóni Hjörleifi Jónssyni Kristín Einarsdóttir og Jón Karlsson. Heimili þeirra er í Sunnufelli 5b, Egilsstöð- um. Ljósmyndarinn Lára Long BRÚÐKAUP. Gefín voru saman 21. júní í Kópavogs- kirkju af sr. Guðmundi Karli Brynjarssyni Anna Árnadóttir og Árni R Kjartansson. Þau eru bú- sett í Reykjavík. Ljósmyndastúdíó Halla Einarsd. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 3. maí í Landakirkju, Vestmannaeyjum, af sr. Bjama Karlssyni, Dóra Hanna Sigmarsdóttir og Sighvatur Jónsson. Þau eru til heimilis í Lækjar- smára 70, Reykjavík. Ljósmyndarinn Lára Long BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 14. júní í Lágafells- kirkju af sr. Jóni Þorsteins- syni Rósa Ragnarsdóttir og Gunnar George Gray. Heimili þeirra er á Hrannar- götu 1, ísafirði. Ljósmynd Gunnar Sverrisson. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 14. júní sl. í Nes- kirkju af sr. Halldóri Reyn- issyni, Kolbrún Jónsdóttir og Haraldur Gunnarsson. Heimili þeirra er á Reka- granda 2, Reykjavík. Með morgunkaffinu Ast er... að endurskipuleggja sokkaskúffuna þína þegarhún fer út með vinkonum sínum. TM Reg U.S. Pat Ofl — all rights rescrved (c) 1997 Los Angclcs TVnes Syndicate AFSAKIÐ, ég held að ég hafi skilið frakk- ann minn eftir í gær- kvöldi. STJÖRNUSPA ftir Frances Drakc LJON Afmælisbarn dagsins: Þú ert skipulagður, sam- vinnuþýður og þolinmóður einstaklingur, sem stöðugt leitar sannleikans. Hrútur (21. mars-19. apríl) fHb Þú þarft að ræða þín mál og fá aðstoð til að ráða fram úr þeim. En vandaðu val við- mælandans. Ekki eru allir viðhlæjendur vinir. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú þarft að einbeita þér að nýju verkefni í starfi. Láttu tað samt ekki ganga út yfir allt og alla. Fjölskyldan sarfnast þín líka. Tvíburar (21. maí- 20. júní) Þú ert til alls vís og drifkraft- ur þinn hrífur aðra með sér. Notfærðu þér það. Kvöldið er vel fallið til upplyftingar. Krabbi (21. júní - 22. júlf) Ruglingsleg boð frá nánum ættingja trufla þig. Það er allt í lagi að ræða málin við aðra í fjölskyldunni og leysa iau í sameiningu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þung orð, sem féllu í þinn garð, valda þér sárindum. Vertu ekki of harður. Mundu að öllum getur orðið fóta- skortur á tungunni. Þér líka! Meyja (23. ágúsl - 22. september) <tA Þér liggur svo lífið á við alla skapaða hluti. Hægðu á þér og reyndu að njóta augna- bliksins. Annars missirðu af gullnum tækifærum. V°g A (23. sept. - 22. október) Þú lætur óskir samstarfs- manna um vinnulag sem vind um eyru þjóta. Þetta er ekki rétti tíminn til þess svo sýndu samstarfsvilja. Sporddreki (23. okt. - 21. nóvember) mjc Þú þarft að taka þér tak og ganga í verkin af festu. Get- irðu það ekki ættirðu að taka þér frí og byggja þig upp á nýjan leik. Bogmaður (22. nóv.-21.desember) Atorka þín er slík, að öðrum reynist erfítt að fylgja þér eftir. Yfírmenn þinir sjá þetta en sumir hafa hom í síðu þinni fyrir vikið. Steingeit (22. des. - 19.janúar) Þú þarft að semja nýja starfsáætlun svo hlutirnir gangi upp hjá þér. Það hefur ekkert upp á sig að hjakka í sama farinu. Vatnsberi (20.janúar-18. febrúar) (jy* Nú er rétti tíminn til að sinna verkefni, sem lengi hefur setið á hakanum. Vertu óhræddur við að leita sam- starfsmanna; það flýtir fyrir. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú ert í góðu jafnvægi. Minniháttar vandamál eiga ekki að breyta því. Þú átt góðar stundir i vændum með fjölskyldu og vinum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki & traustum grunni vísindalegra staðreynda. Græna mílan STEPHEN KING magnaðri en nokkru sinni fyrr Meistaraverk í sex bókuni Bækur nr. 3 og 4 komnar út Græna mílan AUKAAFSLATTUR AUKAAFSLÁTTUR 20% aukaafsláttur á útsölunni öáuntu v/Nesveg, Seltjarnarnesi. Sími 561 1680. MOSKVA PÉTURSBORG 6. OKTÓBER kr 99.800* r^bíéísárituntil 1 Rússlands Inauösynleg kr. 3.000.] 4 kynnistferöír í Rússlandi afteins kr. 5.900 Bókaðu strax Aðeins 30 saeti Heimsferðir bjóða nú einstaka ævintýraferð til IVIoskvu og Pétursborgar hinn 6. október. Ótrúlegar breytingar hafa átt sér stað í Rússlandi á undanförnum árum og fáar borgir er jafn spennandi að heimsækja í dag eins og Moskvu og Pétursborg, en nú í september fagnar Moskva 850 ára afmæli sínu með miklum glæsibrag og því einstakur tími til að heimsækja borgina. Ótrúlega hagstæðir samningar Heimsferða tryggja þér þessa ævintýraferð á frábærum kjörum og þú notar tækifærið til að koma við í London í báðum leiðum. Moskva Það er ótrúlegt ævintýri að koma til Moskvu í dag. Griðariegar framkvæmdir eru alls staðar i borginni og hvar sem þu ferð finnur þú breytingarnar í loftinu enda Rússar annálaðir framkvæmdamenn og greini- legt að hið nýfengna frelsi er hvergi ónotað. Það er ógleymanlegt að standa á Rauða torginu og virða fyrir sér kirkju heilags Basils, þetta frægasta kennileiti Rússlands, heimsækja grafhýsi Lenins, ganga um í Kreml, þar sem örlög rússnesku þjóðar- innar hafa verið ráðin i gegnum aldimar, kynnast ótrúlegum auði keisaraættarinnar og njóta ógley- manlegrar listsýningar i Bolshoi leikhúsinu, einu glæsilegasta óperuhúsi heimsins sem fékk að halda öllum einkennum sínum þrátt tyrir tilkomu kom- múnismans. Rússar eru auðugir að listmunum og i Pushkin safninu er að finna verk ettir alla frægus- tu málara siðustu alda, verk sem aldrei hafa verið sýnd i söfnum Evrópu og margir þekkja aðeins af lis- taverkabókum. Ferðatilhögun 6. október Flug til London síðdegis með flugi Heimsferða kl. 19.00 7. október .........Dvöl i London 8. -11. október .....Dvöl i Moskvu 12.-15. október ....Dvöl í Pétursborg 16. október. Flug frá London til Islands Innifalið í verði: Allt flug, Jlutningur til og frá flugvelli t London, Moskvu og Pétursborg. Gisting með morgunverði allan timann. íslensk fararstjóm t London og Moskvu. Flugvallarskattar innifaldir. * Verð m.v. 2 fullorðna í herbergi. Pétursbor Pétursborg, sem kölluð var Leningrad á tímum komm- únista og heitir nú aftur i höfuðið á heilögum Pétri, var byggð af Pétri mikla. Hún var ein af höfuð- borgum Evrópu, fræg menningarborg og hingað flut- ti rússneski aðallinn og bjó hér i vellystingum eins og sjá má af ótrúlega glæsilegum byggingum borgar- innar. Hér hófst byltingin árið 1917. Borgin er byggð á bökkum árinnar Nevu og hér er að finna hina frægu vetrarhöll og sumarhöllina sem Pétur mikli byggði. Hermitage safnið er stærsta safn Rúss- lands, bvggt af Katrinu miklu og þar má finna m.a. verk hinna frægu impressjónista s.s. Cezanné, Gaugin, van Gogh og Picassos. Pétursborg er af mörgum talin fegutsta borg Rúss- lands og ógleymanleg þeim sem kynnast henni. frá Pétursborg er siðan farið með beinu flugi aftur til London. } -'t >/' Uik i f HEl ÍMSFERE )ir] Austurstræti 17, 2. hæð Sími 562 4600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.