Morgunblaðið - 06.08.1997, Page 4

Morgunblaðið - 06.08.1997, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Mótorplastbáti með manni hvolfdi á Svínavatni Svamlaði ósyndur í björg- unarvesti í klukkutíma LITLU munaði að stórslys yrði þegar litlum plast- báti með Valdimar Ásgeirssyni, bónda á Auðkúlu I í Svínavatnshreppi, hvolfdi á Svínavatni hinn 7. júlí sl. Kristmundur Valberg, bóndi á Auðkúlu II, hafði auga með Valdimar út um eldhúsgluggann og kom honum til bjargar. Valdimar er ósyndur og var orðinn mjög þrekaður. Valdimar hafði beðið Kristmund að fylgjast með sér á vatninu enda var hann einn í bátnum og ósyndur. Ekki bar á neinu óvenjulegu fyrr en mótorplastbátnum hvolfdi skyndilega með Valdi- mar innanborðs um 200 m frá bakkanum. Valdi- mar fór í vatnið og reyndi að svamla áfram að bakkanum. Kristmundur varð vitni að slysinu. „Ég hugs- aði mig ekki um tvisvar, ók niður að vatninu, og hringdi ekki á hjálp fyrr en í bílnum. Þegar hún lét á sér standa fór ég úr öllu nema nærfötunum og synti út í eftir Valdimar. Ég var alveg að gefast upp eftir að hafa synt með hann hálfa leið enda var vatnið ansi kalt og Valdimar svo þrekaður að hann hjálpaði lítið til. Því varð ég að fara í land og ná smá hvíld áður en ég fór út í aftur. Á meðan lá hann fyrir í vestinu," sagði Kristmundur. Kristmundur synti einn með Valdimar að bakk- anum. „Ég kom honum svo heim og beint í rúm- ið með kaffi,“ segir hann. Hann segist hafa verið góður sundmaður áður fyrr en minna stunda sund- ið núna. Netatrossa flækst í bolta Valdimar segist ekki í vafa um að illa hefði getað farið ef Kristmundur hefði ekki séð hann detta í vatnið. „Ég var orðinn ansi þrekaður þeg- ar hann kom að enda er vatnið kalt eða á bilinu 6 til 8 gráður,“ segir hann. Hins vegar segist hann ekki hafa verið lengi að jafna sig. Aðeins nokkra klukkutíma. Valdimar leggur daglega silungsnet í Svína- vatn. Hann telur að netatrossa hafi flækst í bolta og hvolft bátnum. Morgunblaðið/Sigurgeir BLYS lýstu upp brekkuna í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum á laugardagskvöldið þar sem haldin var Þjóðhátíð að venju. Afnotagjald RÚV inn- heimt hjá lífeyris- þegum HLUTI lífeyrisþega fær um þessar mundir kröfu frá innheimtudeild Ríkisútvarpsins vegna afnota- gjalds fyrir júní, júlí og ágúst en áður höfðu þessi gjöld verið felld niður. Kemur þetta í kjölfar breyt- inga ríkisstjórnarinnar á reglu- gerðum er varða lífeyrisþega sem gerðar voru í júní. Hlunnindi lífeyrisþega felld niður Þeir lífeyrisþegar sem fá lægst- ar bætur hafa notið nokkurra hlunninda, m.a. afsláttar af fasta- gjaldi síma, læknis- og lyfjakostn- aði og fengið fellt niður afnota- gjald hjá RUV. Nú er öllum lífeyr- isþegum gert að greiða afnota- gjald Ríkisútvarps en fá 20% af- slátt. Lækkar því afnotagjaldið hjá þeim sem hafa haft háar lífey- ristekjur og þar af leiðandi ekki búið við fyrrgreind hlunnindi en til innheimtu þess kemur hjá hin- um sem búið hafa við íægstu bæturnar. Á móti kemur að heim- ilisuppbót er hækkuð, þ.e. hjá þeim sem búa einir. -----» ♦ 4---- Leiksvæði í Elliðaárdal BORGARRÁÐ Reykjavíkur sam- þykkti í gær tillögu umhverfis- málaráðs borgarinnar um að láta koma upp leikaðstöðu í Árhólman- um í Elliðaárdal. í greinargerð landslagsarki- tekta fyrir umhverfismálaráð kemur fram að markmiðið sé að nota frumstæð leiktæki sem svari greinilega til umhverfísins í hólm- anum. Umferð um helgina 72 umferðaróhöpp Morgunblaðið/Kristinn BIÐRAÐIR mynduðust við söluskrifstofur Flugleiða í gærmorg- un þegar sala hófst á „tveir fyrir einn“ tilboðinu. Hafði nálega helmingur sætanna selst á fyrsta degi. Flugleiðir með tilboð í Ameríkuflugi Nær helmingur sæta seldur BÍLAUMFERÐ um verslunar- mannahelgina var svipuð og á síð- asta ári, ef marka má samantekt Umferðarráðs á fjötda ökutækja um landið. Að mati Sigurðar Helga- sonar hjá Umferðarráði og Hilmars Þorbjörnssonar, yfirlögregluþjóns umferðardeildar lögreglunnar í Reykjavík, gekk umferðin vel fyrir sig og segir Hilmar að ökulag lang- flestra á höfuðborgarsvæðinu hafi verið til fyrirmyndar. Engin stórslys urðu um helgina en samkvæmt upplýsingum frá Umferðarráði voru 72 umferðar- óhöpp skráð hjá lögreglunni vítt og breitt um landið. Um var að ræða 57 árekstra þar af 38 í Reykjavík. Tíu bílveltur urðu og í níu tilvikum var bifreiðum ekið út af vegi. í þessum óhöppum öllum slasaðist 21 þar af þrír nokkuð al- varlega; í Reykjavík þar sem lítill strákur varð fyrir bíl, á Selfossi þar sem maður lenti í vélhjólaslysi og í Austur-Skaftafellssýslu þar sem kona var í bíl sern lenti í nokk- uð hörðum árekstri. Á sama tíma í fyrra urðu 89 umferðaróhöpp og slösuðust fjórir alvarlega. Þá voru alls 62 ökumenn teknir gTunaðir um ölvun við akstur víða um land um helgina, samkvæmt upplýsingum frá Umferðarráði, en á sama tíma í fyrra voru 66 teknir fyrir meintan ölvunarakstur. Einn- ig var nokkuð um að menn væru teknir fyrir of hraðan akstur, en að sögn Sigurðar bar minna á at- hugasemdum um hættulegan fram- úrakstur en á síðasta ári. Ekki teljandi umferðartafir Að sögn Hilmars dreifðist um- ferð nokkuð jafnt yfir helgina og af þeim sökum urðu ekki neinar teljandi umferðartafir á höfuðborg- arsvæðinu. Fjöldi manna lagði af stað út úr bænum á fímmtudag, sem leiddi til þess að umferð- arþungi var ekki eins mikill á föstudag. Þá komu margir í bæinn á sunnudag, sem létti á umferðinni á mánudeginum. Umferð var töluverð seinnipart mánudags og á mánudagskvöld við Reykjavík en gekk þrátt fyrir það vel fyrir sig, að sögn Hilmars. Útihátíðir voru haldnar víða um land og fóru þær fram án meiri- háttar óhappa. Lögregla þurfti víða að hafa afskipti af mótsgest- um, og voru m.a. um á fjórða tug manna kærðir vegna fíkniefna- neyslu á Akureyri og 11 í Vest- mannaeyjum. ■ Verslunarmannahelgin/10 ■ Öflug/13 BIÐRAÐIR voru við söluskrifstofur Flugleiða í gærmorgun þegar sala hófst á þijú þúsund farmiðum á af- sláttarkjörum til allra áfangastaða félagsins í Bandaríkjunum. Margrét Hauksdóttir hjá upplýs- ingadeild Flugleiða upplýsti í gær að nálega helmingur sætanna væri þegar seldur og vinsælustu áfanga- staðirnir væru á Flórída. Flugleiðir buðu svipuð kjör í fyrra en ekki til allra áfangastaðanna vestra og eru því_ mun fleiri sæti í boði nú. í tilboðinu felst að ef tveir ferð- ast saman milli íslands og Banda- ríkjanna greiðir aðeins annar far- þeginn fargjaldið. Stendur tilboðið til 16. ágúst. Lægsta gjaldið verður á leiðinni til New York og Boston, 23.720 kr. fyrir manninn, sem er helmingur af lægsta venjulegu far- gjaldi. H O N D A C I V I c CiV*c I í'pf»í■(> 199S 5 - D Y R A meö 115 hestafla VTEC vél og tveimur loftpúðum 1.480.000,- HOIVDA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.