Morgunblaðið - 06.08.1997, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 06.08.1997, Qupperneq 6
MORGUNBLAÐIÐ 6 MIBVIKUDÁGUR 6. ÁGÚST 1997 _________________________ FRÉTTIR BANDARÍSKU þjóðvarðliðarnir höfðu vökul augu á umhverfinu ef vera kynni að norskur sérsveitarmaður skyti upp koliinum. MICHAEL Imagria höfuðsmaður sijórn- aði vörnum Sogsvirkjunar. Morgunblaðid/Arnaldur BOB Purcell iautinant lagfærir felumálninguna. Hann er frá New York og er yfirmaður einnar flokksdeiidarinnar. Með bandarískum varaliðsmönnum við Sogsvirkjun Æfa vamir Is- lands í sumarfríinu Bandarísku þ.jóðvarðliðarnir, sem æfðu varnir Soffsvirkjunar um verzlunarmanna- helffina, stunda borgaraleg störf meirihluta ársins og notuðu sumarfríið sitt til þátttöku í varnaræfíngunni NorðurvíkingL Ólafur Þ. Stephensen blaðamaður og Arnaldur Hall- dórsson ljósmyndari fylgdust með æfíng- um þeirra í suddanum austur við Sog. KOMI til þess að hernað- arógn steðji að íslandi verður varnarliðinu í Keflavík meðal annars sendur liðsauki úr varaliðssveitum bandaríska landhersins á austur- strönd Bandaríkjanna. Um 1.000 menn úr varaliðinu tóku þátt í vamaræfmgunni Norðurvíkingi, sem lauk í gær. Þar af tóku rúmlega 200 þjóðvarðliðar úr 27. fótgönguliðs- stórfylkinu að sér að verja virkjana- svæðið við Sog fyrir „óvininum" sem sérsveit norska hersins lék. í þjóðvarðliðinu eni menn, sem hafa ekki hermennsku að aðalstarfi, þótt sumir þeirra vinni borgaraleg störf sem tengjast varnar- og örygg- ismálum. Þeir eru sjálfboðaliðai-, sem eyða einni helgi í mánuði við heræfingar og nota jafnframt tvær vikur af sumarfríinu sínu til þjálfun- ar. Norðurvíkingur kemur í stað sumarþjálfunarinnar að þessu sinni hjá þjóðvarðliðunum, sem hingað eru komnir. Þær sveitir, sem hafa staðið sig bezt á æfingum heima fyrir, fá að fara til íslands og kynnast landinu, sem þeim er ætlað að verja. á verði við stíflurnar í ánni og hafði gætur á aðkomuleiðum að virkjun- inni, til dæmis þjóðveginum og vöð- um í ánni. Þriðjungur fór svo í eftir- litsferðir um mela og móa í nágrenni virkjunarinnar og leitaði að „óvinin- um“, norsku sérsveitarmönnunum, sem lágu í leyni og biðu færis að ráð- ast á virkjunina í skjóli myrkurs. „Við höfum ekki hugmynd um hvenær Norðmennimir reyna að gera árás. Ef við vissum það gætum við bara lagt okkur og vaknað út- sofnir til að taka á móti þeim,“ segir Imagna. „Við reynum að leita þá uppi, átta okkur á því hvar þeir geta komið sér fyrir og hvaðan þeir gætu helzt gert árás.“ Eftirlitsferðir Bandaríkjamann- anna báru fljótlega þann árangur að einn felustaður Norðmannanna fannst; reyndar voru þeir svo vel faldir að þjóðvarðliðarnir stigu ofan á þá í bókstaflegri merkingu. Einn TJÖLD þjóðvarðliðanna eru mörg hver fremur veigalítil en þar reyndu þeir að hlýja sér og þurrka blaut föt sín. ÞJ ÓÐVARÐLIÐARNIR settu upp gaddavírsgirðingar til að hindra framrás „óvinaliösins" að spennistöðinni við írafoss. Olíkt okkar venjulega umhverfi Morgunblaðið/Arnaldur DALE R. Barber höfuðsmaður með mönnum sínum við Sogsvirkjun. I baksýn er Black Hawk-herþyrla, sem notuð var til að flytja birgðir. Óvanir fslenzku landslagi Senniiega hafa einhveijir þjóð- varðliðar efazt um að þeir væru á rétta sumarleyfisstaðnum þar sem þeir norpuðu blautir, kaldir og vansvefta í rigningarsuddanum við Sogsvirkjun þegar Morgunblaðs- menn heimsóttu þá á mánudaginn. Þeir létu hins vegar engan bilbug á sér finna. „Við förum þangað sem okkur er sagt að fara. Þetta er frá- bært tækifæri til þjálfunar fyrir menn mína. Það er ekki á hveijum degi sem við fáum að æfa okkur við þessar aðstæður," segir Michael Imagna, höfuðsmaður og stjómandi sveitanna sem æfðu varnir virkjunar- innar, en aðalstarf hans er við for- vamir gegn fíkniefnaneyzlu ung- linga. Imagna segir að í Norðurvíkingi þurfi menn hans ekki að þykjast vera sárir til þess að sjúkraliðamir fái eitthvað að gera. „Við emm óvan- ir þessu landslagi og nokkrir hafa hrasað og snúið sig,“ segir hann. „Við höfðum aldrei áður séð landslag eins og í Keflavík, þar sem hraun- breiðan þekur allt. Grasið og mosinn hér við Sogið em kunnuglegri en áin er straumhörð og varasöm og einn minna manna stakkst á bólakaf þeg- ar hann var að reyna að vaða yfir hana.“ Leitað að norskum „óvini“ Menn Imagnas gengu þrískiptar vaktir. Þiiðjungur liðsins hvíldist, sumir í stórum tjöldum en flestir í litlum einsmannstjöldum, sem virtust fremur skjóllítil í rigningunni og rok- inu, enda sögðust þeir eiga erfitt með að halda sér þurrum. Þriðjungur var „VIÐ erum hæstánægðir með að fá tækifæri til að æfa okkur á íslandi og bæta þannig enn þá þjáifun, sem við fáum árlega heima í Bandaríkjunum,“ segir Dale R. Barber, ofursti í 27. fótgönguliðs- stórfylki þjóðvarðiiðsins í New York-ríki og yfirmaður varaliðs- sveita úr landher Bandaríkjanna, sem tóku þátt í Norður-Víkingi um síðustu helgi. Bækistöð stórfylkis Barbers er í Syracuse í New York-fylki. Barber segir að undir hans stjóm séu menn úr hér um bil öllum starfsstéttum, en sjálfur er hann verkfræðingur og starfar við hönnun rafeinda- kerfa fyrir koma aðallega frá New York, Pennsylvaníu, Massachusetts og New Hampshire. Þeir æfa með landhemum einu sinni í mánuði en þátttaka þeirra í Norður-Víkingi kemur í stað árlegrar tveggja vikna þjálfunar. „Umhverfið, sem við æfum okkur í hér, er einstakt og afar ólíkt því sem við eigum að venjast í norð- austurhluta Bandaríkjanna. Við er- um því hingað komnir til að beita því sem við höfum lært í nýju um- hverfi og gegn norskum starfs- bræðmm okkar, liði sem við höfum ekki fengizt við áður. Við læmm mjög mikið af þessu og þeir vonandi Iíka,“ segir ofurstinn. Barber segir að þjóðvarðliðið verði að vera fyllilega undir það bú- ið að verða hluti af virkum herafia Bandaríkjanna, en 27. stórfylkið er eitt af 14 stórfylkjum þjóðvarðliðs- ins, sem hægt er að kalla til með mjög skömmum fyrirvara. „Norður- Víkingur gerir okkur kleift að prófa og æfa menn okkar, setja upp bækistöðvar og bera okkur að eins og við myndum gera, væri kallað á okkur til að verja ísland í raunveru- leikanum," segir Barber. norskur sérsveitarmaður „féll“, en félagar hans vörpuðu af sér þyngstu byrðunum og komust undan á flótta. Bandaríkjamennirnir grandskoðuðu felubúnað Norðmannanna til að eiga auðveldara með að þekkja felustaði þehra. í fyrrinótt gerðu Norðmennimir svo loksins árás á virkjunina og skipzt var á púðurskotum af og til um nóttina. Norðmönnum tókst að „eyði- leggja“ spennubreyta virkjunarinnar en urðu fyrir miklu „mannfalli" á undanhaldinu. Talsmenn varnarliðs- ins segja að hvorugur hafi sigrað og hvorugur tapað, en báðir fengið það út úr æfingunni, sem ætlazt var til. „Fyrst og fremst föðurlandsást“ Liðinu, sem „varði“ Sogsvirkjun var skipt niður í nokkrar 39 manna flokksdeildir. Bob Purcell lautinant, yfirmaðm- einnar þeirra, er frá New York-borg eins og flestir menn hans. „í minni deild eru til dæmis lög- reglumenn, starfsmenn á unglinga- heimili, kennarar og sölumenn. Þeir koma frá öllum hverfum New York, Brooklyn, Queens, Bronx, New Jers- ey og Long Island. Við þekkjumst allir vel, hittumst eina helgi í mánuði til að æfa og eyðum síðan hálfum mánuði saman við æfingar á sumr- in,“ segir Purcell. „Fyrst og fremst föðurlandsást," segir hann, aðspm’ður hvers vegna menn gerist sjálfboðaliðar í þjóðvarð- liðinu. „Svo má ekki gleyma því að við upplifum ýmislegt, sem aðrir al- mennir borgarar frá aldrei að kynn- ast. Það hefur til dæmis verið afar óvenjuleg reynsla íyrir mig og strák- ana að koma hingað til íslands.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.