Morgunblaðið - 06.08.1997, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 06.08.1997, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ VERZLUNARMANNAHELGIN 9.000 manns sóttu Þjóðhátíð Níu fíkniefnamál og ein nauðgunarkæra UM NÍU þúsund manns voru á þjóð- hátíð í Vestmannaeyjum um versl- unarmannahelgina og fór hátíðin vel fram að sögn mótshaldara. Dagskrá hátíðarinnar var að mestu með hefðbundnu sniði. Setn- ingarræðuna flutti Þór Vilhjálmsson, formaður ÍBV, en þetta er í fyrsta skipti sem ÍBV stendur fyrir þjóðhá- tíð, j)ar sem Knattspymufélagið Týr og Iþróttafélagið Þór, sem séð hafa um hátíðina til skiptis, hafa nú ver- ið sameinuð undir merki ÍBV. Að sögn lögreglu í Eyjum, fór Þjóðhátíðin vel fram og var með þeim rólegri hvað varðaði afskipti af hátíðargestum. Þó var lagt hald á meira af amfetamíni nú um versl- unarmannahelgina en á sama tíma undanfarin ár, eða samtals 27 grömm, og 5,5 grömm af hassi. Alls komu upp níu fíkniefnamál í Eyjum um helgina, þar sem ellefu manns komu við sögu. Þrír þeirra voru teknir saman á föstudag og voru þeir með samtals 13 grömm af amfetamíni og 5 grömm af hassi og því með megnið af þeim fíkniefn- um sem lagt var hald á um helg- ina, að sögn lögreglunnar. Skýrsla hefur verið tekin af viðkomandi aðilum og að sögn lögreglunnar teljast málin að fullu rannsökuð. Þá barst ein nauðgunarkæra til lögreglunnar í Vestmannaeyjum um helgina, en þolandinn, kona á 22. aldursári kærði fjóra karla sem tal- ið er að hafi tengst meintri nauðgun aðfaranótt sunnudags. Þrír þeirra áttu að hafa verið viðstaddir og þar með samsekir þegar meint nauðgun átti sér stað. Að sögn lögreglunnar liggur engin játning fyrir en þrír karlanna voru yfirheyrðir vegna málsins í Vestmannaeyjum um helgina. Málið verður sent til rann- sóknadeildar lögreglunnar í Reykja- vík til frekari rannsóknar, en máls- aðilar voru gestir á þjóðhátíð. 14 líkamsárásir og 16 þjófnaðir Samtals voru fjórtán líkamsárásir kærðar til lögreglunnar í Vest- mannaeyjum um helgina, en að sögn lögreglunnar eru þær flestar minni- háttar, til dæmis nokkur tannbrot og eitt nefbrot. Þá voru sextán þjófnaðir kærðir, og að sögn lögreglunnar eru þeir einnig flestir minniháttar. Auk þess voru átta eignaspjöll kærð, til dæm- is rúðubrot á bílum og skemmdir á tjöldum. Lögreglan í Vestmannaeyjum þurfti einnig að hafa sérstök af- skipti af ölvuðum mönnum á þjóð- hátíð og var 36 mönnum stungið inn í fangageymslur lögreglunnar vegna óspekta og ölvunar á al- mannafæri. Þá voru fjórir teknir við ölvun við akstur og voru þrír þeirra sviptir ökuréttindum. Mjög sáttur Birgir Guðjónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar ÍBV, kvaðst í lok hátíðarinnar vera mjög sátt- ur. Fólk hafi almennt verið rólegt og þrátt fyrir slæma veðurspá á köflum hafi verið ágætis veður á hátíðinni, þótt ekki hafi sést til sólar. Hann sagði að þessi góða þjóðhátíð gæfi nýja sameinaða íþróttafélaginu, sem að henni stæði í fyrsta skipti, byr undir báða vængi og því væri ekki ann- að hægt en vera sáttur við hvern- ig til tókst. Flutningur þjóðhátíðargesta til lands hófst á mánudagsmorgun en síðdegis lagðist þoka yfir Eyjar og viðraði því ekki til flugs eftir það. Heijóifur fór tvær ferðir á mánu- deginum með um þúsund manns og þegar ljóst var að um 400 far- þegar sem höfðu ætlað sér að fljúga til lands voru strandaglópar í Eyj- um, var bætt inn aukaferð aðfara- nótt þriðjudags til að koma þeim til síns heima. VR hélt upp á frídag verslunarmanna í Reykjavík Morgunblaðið/Arnaldur STÓRIR jafnt sem smáir gestir VR í Húsdýragarðinum fylgdust með þegar selunum var gefið. Vopnaskak um verslunarmannahelgi Þúsund gestir í góðu veðri UM ÞÚSUND gestir voru á útihá- tíðinni Vopnaskaki í blíðskapar- veðri um verslunarmannahelgina og er það um helmings fjölgun frá síðasta ári, að sögn Guðjóns Böð- varssonar í undirbúningsnefnd Vopnaskaks. Veður var mjög gott alla dagana og gekk hátíðin stóráfallalaust, þrátt fyrir nokkra ölvun. Guðjón telur raunar að ölvunin hafi ekki verið meiri þar en annars staðar um þessa helgi og að hún hafi ekki verið til teljandi vandræða. Hann tók sérstaklega fram í samtali við Morgunblaðið að unglingarnir hefðu yfirleitt verið mjög prúð- mannlegir í framkomu. Dagskrá Vopnaskaks var íjöl- breytt og má þar nefna skrúð- göngu, götuleikhús, leiktæki, grili- veislu og þrjá dansleiki með hljóm- sveitunum Greifunum, Todmobile og SSSól. Það er menningarmálanefnd Vopnafjarðar sem stendur fyrir Vopnaskaki og að sögn Guðjóns, sem er einn nefndarmanna, er al- menn ánægja með hvernig til tókst. Þetta er í þriðja sinn sem Vopna- skak er haldið á Vopnafirði og hef- ur gestum fjölgað jafnt og þétt frá ári til árs, svo Guðjón gerir ráð fyrir að framhald verði á. F)olmennasta útihátíðin FJÖLMENNASTA útihátíð nýliðinnar verslunarmannahelg- ar var í Fjölskyldu- og húsdýra- garðinum í Reykjavík á frídegi verslunarmanna, að sögn Péturs A. Maack, varaformanns Verzlunarmannafélags Reykja- víkur. Alls lögðu 12.322 gestir leið sína í Laugardalinn þann dag, en VR tók garðana á leigu og bauð félagsmönnum sínum og öðrum gestum til fjölskylduhá- tíðar endurgjaldslaust. Þetta er í annað sinn sem VR heldur á þennan hátt upp á frí- daginn og segir Pétur hátíðina hafa verið afar vel heppnaða. „Við vorum líka heppin með veð- ur. Það var hlýtt og aðeins gola, þó að það hafi ekki verið sólskin." í Húsdýragarðinum gátu börnin til dæmis brugðið sér á hestbak, fylgst með mjöltum og öðrum gegningum og klappað kanínum og í Fjölskyldugarðin- um skemmtu m.a. Furðuleikhús- ið og Hljómsveitin Geirfuglarnir, auk þess sem hægt var að fara í ýmis nýstárleg leiktæki. Morgunblaðið/Amaldur FÓLK á öllum aldri skemmti sér vel í Galtalækjarskógi þrátt fyrir votviðrið. Bindindismótið í Galtalækjarskógi Tókst vel þrátt fyrir bleytu MÓTSHALDARAR í Galtalækjar- skógi segja að mjög vel hafi tekist til með bindindismótið sem þar fór fram um verslunarmannahelgina. Um 3.700 manns voru í Galtalæk og þrátt fyrir rigninguna, sem setti sinn svip á mótið, þurfti ekki að flytja nema einn dagskrárlið undir þak. Að sögn Jóns K. Guðbergssonar mótsstjóra létu menn bleytuna ekki á sig fá, enda fastir gestir bind- indismótsins orðnir ýmsu vanir í því sambandi og búnir að læra að klæða sig í samræmi við veðrið. Jón sagði mótið í heild hafa far- ið afar vel fram og mjög gott sam- band hefði yfirleitt verið við for- eldra. Mótið hefði raunar ekki ver- ið algerlega áfengislaust en það hefði ekki verið til teljandi vand- ræða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.