Morgunblaðið - 06.08.1997, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 06.08.1997, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Maður hætt kominn er trilla sökk MAÐUR á sextugsaldri var hætt kominn er litla óskráða trillu sem hann var í rak vélarvana og hún brotnaði í klettum skammt fyrir utan Akranes, aðfaranótt laugar- dags. Að sögn lögreglunnar á Akranesi var maðurinn að koma frá Ólafsvík og hugðist sigla trillunni til Vest- mannaeyja. Þegar hann var staddur úti fyrir Faxaflóa gerði einhvern kalda og ákvað hann því að taka stefnuna á Akranes. Er hann nálg- aðist innsiglinguna bilaði vélin í trillunni og rak hana hratt upp í sker rétt fyrir utan Vesturfiös. Þar fór báturinn á hliðina og hálffylltist Orsök maga- kveisu ennþá ókunn ORSÖK magakveisunnar sem heij- aði á erlenda ferðamenn á Norð- austurlandi fyrir nokkru er enn ókunn. Orsökin hefur einkum verið rakin til ákveðins réttar sem var á boð- stólum á veitingastað á Norðaustur- landi. Ekki hefur þó tekist að sanna tengsl milli réttarins og veikindanna þar sem ekki hafa ræktast gerlar úr sýnum sem tekin voru. Þá snæddu ekki allir, sem veiktust, á tilteknum veitingastað. Umræddur réttur hefur þó verið tekinn af matseðlinum. Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Eyjafjarðar velta menn nú fyrir sér hvort hér geti verið um að ræða matarsýkingu af völdum veiru. Ekki hefur verið tek- in ákvörðun um hvort gerð verður sérstök veirurannsókn en siík rann- sókn getur tekið nokkurn tíma. Þyrla sækir slasaða konu ÞYRLA Landheigisgæsiunnar, TF- LÍF, sótti slasaða konu að Virkisbrú í Austur-Skaftafeilssýslu eftir há- degi á sunnudag. Konan var far- þegi í öðrum tveggja bíla sem lentu í árekstri á brúnni um tvöleytið. Bílarnir, fólksbíll annars vegar og pallbíll hins vegar, voru að koma hvor úr sinni áttinni og skullu nokk- af sjó og rak enn lengra upp í kletta, þar sem manninum tókst að bjarga sér í land. Trillan brotnaði hins vegar og sökk. Að sögn lögreglunnar tókst manninum að komast í bæinn og hringja í lögregluna og var hann síðan fiuttur á sjúkrahús Akraness til aðhlynningar, enda kaldur og hrakinn. Að öðru leyti sakaði hann ekki. Að sögn lögreglunnar voru engin siglingatæki í trillunni. Þar var hins vegar kompás og rafmagnslaus GSM-sími og því gat maðurinn ekki gert vart við sig á meðan á hrakn- ingunum stóð. uð harkalega saman á miðri ein- breiðri brúnni, að sögn lögreglunnar í Höfn í Hornafirði. Fólksbíllinn var óökufær á eftir en pallbíllinn skemmdist minna. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti konuna á Sjúkrahús Reykjavíkur. Að sögn læknis á vakt þar fór bet- ur en á horfðist og slapp konan með beinbrot og mar eftir öryggis- belti. Bílvelta við Fellabæ JEPPABIFREIÐ valt ðína og hálfa veltu um 20 km frá Egilsstöðum síðdegis í gær. Hjón með tvö ung börn voru í bílnum. Þau voru flutt í sjúkrabíl til Egilsstaða og héldu þaðan áfram með áætlunarvél til Reykjavíkur. Lögreglu var ekki kunnugt um hversu mikil meiðsl þeirra voru. Talið er að bílstjórinn hafi misst vald á bílnum í lausamöl. Bíllinn er mikið skemmdur. Hann var fluttur á vörubíl til Egilsstaða. Óhapp á Kjalvegi TVEIR bílar fóru út af á Kjalvegi, nálægt flugvelli við Hveravelli, síð- degis í gær. Bíiarnir voru að mæt- ast og reyndu bílstjórar beggja að forðast árekstur með því að beygja út af. Þeir fóru út af sömum megin og skullu bílarnir saman utan veg- arins. Báðir bílarnir voru óökufærir eftir óhappið og er annar þeirra mjög mikið skemmdur, ef ekki ónýt- ur. Ekki urðu meiðsl á fólki. Andlát GUÐJÓN HUGBERG BJÖRNSSON GUÐJÓN Hugberg Björnsson garðyrkju- maður í Hveragerði lést á Sjúkrahúsi Suður- lands á Seifossi 1. ágúst á 78. aldursári. Guðjón fæddist 19. desember 1919 í Reykjavík, sonur hjón- anna Bjöms Jóhanns- sonar og Margrétar Vigfúsdóttur. Hann hóf störf hjá Þorsteini Loftssyni á Litla-Fljóti í Biskupstungum við byggingu garðyrkju- stöðvar og stundaði síð- an nám við Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Oifusi 1941-1943. Að loknu námi var Guðjón verk- stjóri við skólann í eitt ár en byggði svo gróðrarstöð að Reykjavöllum í Biskupstungum og rak til ársins 1953, er hann seldi stöðina. Þá tók hann Víðigerði í Biskupstungum á leigu 1953-55 og starfaði eftir það við Garðyrkjuskólann í 4 ár. Þá vann Guðjón sem garðyrkju- stjóri á Ási í Hveragerði til 1963 en hóf svo störf hjá Gunnari Björns- syni í Álfafelli og var hjá honum í 16 ár. Eftir það vann Guðjón í Blómaborg þar til hann stofnaði gróðrarstöðina Gróð- urmörk 1, síðar Jaðar, með Birni syni sínum. Guðjón sótti m.a. námskeið í fagi sínu í Þýskalandi. Hann stundaði íþróttir á yngri árum og æfði m.a. fimleika í Ármanni og sund með Ungmennafélag- inu Skarphéðni. Hann var einn af stofnend- um Félags garðyrkju- manna, var formaður 1971, sat í stjórn félagsins nokkur ár og var trúnaðarmaður félagsins í Hvera- gerði um árabil. Var hann gerður að heiðursfélaga 1993. Guðjón var einnig virkur félagi í Leikfélagi Hveragerðis og lék þar til á síðasta ári. Hann var gerður að heiðursfé- laga félagsins 1987. Eftirlifandi eiginkona Guðjóns er María Konráðsdóttir og eru börn þeirra Bjöm, Ingibjörg, Sigurður, Margrét og Guðný fósturdóttir Guð- jóns. AKUREYRI Stjórn Hafnarsamlags Norðurlands um vesturbakka Fiskihafnar Óskað eftir að flýta framkvæmdum um ár STJÓRN Hafnarsamlags Norður- lands hefur samþykkt að óska eft- ir því við samgönguráðuneytið að fram fari hönnun á vesturhluta Fiskihafnarinnar þannig að fram- kvæmdir geti staðið þar yfir árin 1998-1999. Einnig fer stjórnin fram á að byggja vesturbakkann upp í einum áfanga í stað tveggja eins og áætlað hafði verið. Jafn- framt hefur stjórn Hafnarsamlags Norðurlands leitað eftir því við bæjarstjórn Akureyrar að sagt verði upp stöðuleyfum verbúða og annarra mannvirkja við Fiskitanga frá og með 1. september næstkom- andi með 6 mánaða fyrirvara. Kostnaður um 250 milljónir Einar Sveinn Ólafsson formaður stjórnar Hafnarsamlags Norður- lands sagði að gert væri ráð fyrir nýjum 120 metra viðlegukanti á vesturbakka Fiskihafnarinnar. Samkvæmt nýsamþykktri hafnar- áætlun átti að vinna þetta verk- efni árin 1999 til 2000, en stjórn hafnarsamlagsins hefur nú óskað eftir að mega flýta því um eitt ár auk þess að vinna verkið í einum áfanga í stað tveggja eins og áður hafðj verið ráðgert. „Ástæðan fyrir því að við viljum flýta þessum framkvæmdum er sú að við viljum geta útvegað stærsta útgerðarfélagi landsins framtíðar- aðstöðu, en þetta svæði, á vestur- bakka Fiskihafnarinnar, hefur verið hugsað fyrir Samherja," sagði Einar Sveinn. Verbúðirnar sem nú standa við Fiskitanga munu því í framtíðinni heyra sögunni til, sem og Sana- völlurinn. Kostnaðaráætlun vegna þessa verkefnis við Fiskihöfnina nemur um 250 milljónum króna. Brýnasta verkefnið „Það er afar biýnt að okkar mati að fara í þessa framkvæmd og samkvæmt hafnaþarfagrein- ingu Siglingamálastofnunar er þetta brýnasta verkefni í hafnar- málum á Akureyri. í kjölfar þess mun viðlegupláss í Fiskihöfninni aukast verulega,“ sagði Einar. Stærstu verkefni Hafnarsam- lags Norðurlands nú í sumar eru við Krossanes á Akureyri þar sem verið er að steypa þekju á 90 metra langan nýjan viðlegukant, en hann mun stórbæta aðstöðu þar, og einnig er verið að setja upp nýjan löndunarkrana við höfn- ina á Grenivík. Hóftil heiðurs * Omari FÉLAGAR í Golfklúbbi Akur- eyrar héldu Ómari Halldórs- syni hóf í golfskálanum Jaðri þegar hann kom heim með Evrópumeistaratitil unglinga í golfi í farteskinu. Bárust hon- um heillaóskir m.a. frá íþrótta- og tómstundaráði og flutt voru ávörp. Ómar hafði betur í viður- eign við ítalann Reale Stefano í bráðabana í keppni unglinga undir 18 ára aldri í keppninni sem fram fór í Tórínó. I kjöl- farið vann hann sér rétttil að leika í Rayder-unglingaliði Evrópu en það mætir Banda- ríkjamönnum á Valderama- vellinum á Spáni í næsta mán- uði. Morgunblaðið/Björn Gíslason DAVID Barnell golfkennari hjá Golfklúbbi Akureyrar óskar Ómari Halldórsyni til hamingju með Evrópumeistaratitilinn. Rannsóknardeild lögreglunnar Á fjórða tug manna í 20 fíkniefnamálum UM TUTTUGU fíkniefnamál komu til kasta rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri um versl- unarmannahelgina og var á fjórða tug manna kærður vegna aðildar að þeim málum. Daníel Snorrason lögreglufulltrúi rannsóknardeildar sagði að hald hefði verið lagt á þó nokkurt magn fíkniefna og kenndi þar ýmissa grasa, amfet- amín og hass var í meirihluta en einnig var haid lagt á marijuana, alsælutöflur og LDS. Auk starfs- manna rannsóknardeildar á Akur- eyri barst liðsauki frá fíkniefna- deild lögreglunnar í Reykjavík um helgina. Daníel sagði að í heildina hefði hátíðin tekist mun betur en í fyrra, fólkið hefði verið færra og lög- gæslan mun öflugri og betur skipulögð. Þá tók hann fram að rekstur unglingatjaldstæðis á íþróttasvæði KA hefði verið til fyrirmyndar, en gæslan hefði verið mikil og góð. Þannig var til að mynda bæjarbúum ekki hleypt inn á svæðið en á hátíðinni í fyrra voru þeir áberandi á tjaldstæðinu þar sem heilu partýin hefðu verið í gangi. Ekki alvarlegar líkamsárásir Ein stúlka leitaði til neyðarmót- töku slysadeildar Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri um helg- ina, en engin kæra hefur verið lögð fram. Nokkrar líkamsárásir voru kærðar um helgina, mest er þar um að ræða pústra og kjafts- högg að sögn Daníels en engar alvarlegar líkamsárásir voru kærðar. Brotist var inn í verslun- ina Matvörumarkaðinn í Kaupangi aðfaranótt föstudags og þaðan stolið um hálfri milljón króna. Rannsóknardeiid hefur ýmsar vís- bendingar undir höndum en málið er enn í rannsókn. Þá var tilkynnt um innbrot í Blómaskálann Vín eftir helgina og er það mál einnig í rannsókn. Víðavangs- hlaup UMSE á Svalbarðs- strönd VÍ ÐA V AN GSHLAUP Ungmenna- sambands Eyjafjarðar, UMSE, fer fram annað kvöld, fimmtudags- kvöldið 7. ágúst, á Svalbarðsströnd og er það í umsjá Ungmennafélags- ins Æskunnar. Hlaupið hefst kl. 20 og fer skráning fram frá kl. 19.30. Hlaupið er í fimm flokkum, hnokkar og hnátur, 10 ára og yngri, hlaupa 750 metra, strákar og stelp- ur, 11 til 12 ára, hlaupa 1.500 metra og sömu vegalengd hlaupa einnig piltar og telpur, 13 til 14 ára. Meyj- ar og sveinar, 15 til 16 ára, hlaupa 3 kílómetra og karlar og konur, 17 ára og eldri, hlaupa 6 kílómetra. Veitt verða verðlaun fyrir þijú fyrstu sætin í hveijum flokki svo og eignargrip fyrir fyrsta sætið, Spari- sjóður Svarfdæla gefur öll verðlaun. Fijálsíþróttanefnd hvetur sérstak- lega þá sem eldri eru til að taka þátt í hlaupinu, en vitað er um marga skokkhópa sem hlaupið hafa mikið í sumar. Hlaupið er jafnframt úrtökumót fyrir Víðavangshlaup íslands sem fram fer í Reykjavík 11. október. F I c i e ( < G t ■ í í í i Í I i . I ( V

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.