Morgunblaðið - 06.08.1997, Side 13

Morgunblaðið - 06.08.1997, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1997 13 Morgunblaðið/Björn Gíslason MIKILL fjöldi fólks fylgdist meö dagskrá á fjölskylduhátíðinni Halló Akureyri á Ráðhústorgi um verslunarmannahelgina. Átta til tíu þúsund manns sóttu Halló Akureyri Oflug gæsla og betra skipulag UM ÁTTA til tíu þúsund manns sóttu flölskylduhátíðina Halló Akureyri um verslunarmannahelgina auk fjöl- margra bæjarbúa sem tóku virkan þátt í hátíðinni. Hátíðin þótti takast vonum framar og var á henni annar blær en á síðasta ári. Þakka menn öflugri gæslu og betra skipulagi að betur tókst til nú en í fyrra. Daníel Guðjónsson, yfirlögreglu- þjónn á Akureyri, sagði að allmikill erill hefði verið hjá lögreglu alla helg- ina og þó nokkur ölvun um nætur en engin alvarieg vandamál hefðu komið upp. „Það hafðist alltaf und- an, við réðum við allt sem upp á kom, enda mun fleiri lögreglumenn á vakt nú en í fyrra og eins voru almennir gæslumenn virkir. Það var einnig mun betra skipulag á gæsl- unni nú,“ sagði Daníel. ÞEIR ætluðu greinilega að vera við öllu búnir, félagarnir, og tóku regnhlífina með í útileguna, en hún gegndi fremur hlut- verki sólhlífar í 25 stiga hita á sunnudaginn. 72 gistu fangageymslur Alls gistu 72 fangageymslur lög- reglunnar á Akureyri frá því um miðnætti á fímmtudag til kl. 18 á mánudag. Lögreglan hafði til umráða allt fangarými á lögreglustöðinni, einnig afplánunarfangelsið sem þar er þannig að hægt var að vista 16-18 manns í einu og sagði Daníel að því hefði verið hægt að taka úr umferð þá sem voru með leiðindi og breytti það ásýnd hátíðarinnar mikið. Af öðrum málum sem lögregla hafði afskipti af má nefna að 76 voru teknir fyrir of hraðan akstur, þar af var einn ökumaður sviptur ökuréttindum á Öxnadalsheiði. Þá voru 17 ökumenn teknir vegna gruns um ölvun við akstur og er það að sögn Daníels ekki meira en búast mátti fyrirfram við. Lögreglumenn ÞESSIR skemmtu sér konunglega. voru við tjaldsvæði og gáfu öku- mönnum kost á að blása í blöðru áður þeirl ögðu var af stað til síns heima, en þannig var komið í veg fyrir að ökumenn, sem ekki voru í ástandi til að aka bifreið, færu af stað. Skráð umferðaróhöpp um helg- ina voru 11 talsins, öll minniháttar. í þremur þeirra urðu lítilsháttar slys á fólki. Loks má nefna að 13 líkams- meiðingar voru kærðar til lögreglu um helgina, en að sögn Daníels voru þær allar minniháttar. „Hátíðin fór að mínu mati vel fram, vissulega var mikil ölvun áber- andi á nóttinni en fólk var fyrst og fremst að skemmta sér og það hafð- ist alltaf undan að sinna þeim málum sem upp komu. Þannig að það er ekki annað hægt en að vera ánægð- ur með hátíðina í heild,“ sagði Daníel. ZANUSSI UPPÞVOTTAVÉL ELDAVEL TFB-14 • Grill • Undir- og yfirhiti • hxbxd: 85x59,5x60 Verð á Akb ZANUSSI KÆLISKÁPUR ZFC-1602 • Kælir 137 Itr. • Frystir 20 Itr. • hxbxd: 85x54,5x60 ■'k Verð stqr. Verð áður S&tb&fr 29.900,- Opiö virka daga frá kl. 9:00-1 8:00, laugardaga frá kl. 10:00-16:00 SUÐURLANDSBRAUT 16 • 108 REYKJAVIK SÍMI 588 0500 V7S4 Raðgrei&*lur Ruógreiðslur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.