Morgunblaðið - 06.08.1997, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 06.08.1997, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1997 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ f Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir Mannfjöldi við messu í Ábæ Ábæ - Um 440 manns hlýddu á messu í Ábæjarkirkju í Skaga- firði síðastliðinn sunnudag þrátt fyrir að í sókninni sé ekkert sóknarbarn. Um árabil hefur verið messað í Ábæjarkirkju á sunnudegi verslunarmannahelg- ar og hefur messan jafnan dreg- ið til sín fjölda gesta sem selja það ekki fyrir sig þó að um illfær- an slóða sé að fara inn í þessa afskekktu sveit. Síðasta sóknar- barn Ábæjarsóknar, Helgi Jóns- son, Merkigili, lést í vetur af slys- förum og var hans sérstaklega minnst við messuna. Helgi hafði það fyrir sið að bjóða öllum kirkjugestum í rausnarlegar veitingar heim að Merkigili. í ár voru það hins vegar systkini hans sem heiðruðu minningu bróður síns með því að bjóða öllum kirkjugestum í kaffi að lokinni messu. Þrátt fyrir að dumbungur væri hélst veður þurrt og er heim að Merkigili var komið braust sól fram úr skýjum svo gestir gátu notið glæsilegra veitinga þeirra systkina utan dyra í stórbrotnu umhverfi Austurdals. Við mess- una á Ábæ þjónaði séra Ólafur Hallgrímsson, Mælifelli, fyrir alt- ari en predikun flutti séra Björn Jónsson, Akranesi. Morgunblaðið/Egill Strætó á Flateyri Flateyri - Nýverið lagði almenn- ingsvagn frá ísafjarðarbæ fyrir utan veitingahúsið Vagninn á Flateyri. Úr vagninum streymdu knáir knattspyrnumenn frá Keflavík sem voru hér á ferð vegna þátttöku í Vestfjarðariðli í knattspyrnu. Hér voru á ferð knattspyrnumenn sem keppa í annarri deild í sínum riðli. Eftir að hafa nærst á ljúffengum skyndibita var stillt upp fyrir myndatöku áður en lagt yrði í næsta áfanga. A P T 0 N Einfalt • auðvelt • handhægt Smíðakerfi sniSiS fyrir hvern og einn SINDRI -sterkur í verki BORGARTÚNI31; SÍMI 562 72 22 Rekstrarvandi St. Franciskusspítalans í Stykkishólmi Spamaðartillögur sagðar ósanngjamar EF miðað er við íbúatölu á upp- tökusvæði eru framlög ríkisins lægst til St. Franciskusspítalans í Stykkishólmi af 13 sjúkrahúsum úti á landsbyggðinni að því er fram kemur í gögnum frá framkvæmda- stjóra og hjúkrunarforstjóra spítal- ans. Gögnin fylgja bréfi Sturlu Böðvarssonar, þingmanns Vestur- lands og varformanns fjárlaga- nefndar Alþingis, til Ingibjargar Pálmadóttur, heilbrigðisráðherra, vegna rekstrarvanda spítalans. Sturla segist í bréfinu reiðubúinn til að veija spítalann fyrir ósann- gjörnum sparnaðartillögum. Til- lögurnar feli í raun í sér að núver- andi starfsemi spítalans verði lögð í rúst. Sturia segist hafa gert athuga- semd við fyrirætlan heilbrigðis- ráðuneytisins um að leggja fram tillögu um 160 milljóna króna skerðingu á framlagi til nokkurra sjúkrahúsa á landsbyggðinni sl. haust. Niðurstaðan hafi orðið sú að „setja“ spamaðaráformin „í ís“ undir fjárlagalið hagræðingar. Með því móti gæfist heilbrigðisráðu- neytinu kostur á að leggja fram rökstuddar tillögur síðar. Nú sé komið í ljós að ráðuneytið haldi sig við nánast sömu tillögur og sé gert ráð fyrir að fjárveiting til St. Franciskusspítalans verði skert um rúmar 9 milljónir króna. „Þessar tillögur koma fram þrátt fyrir að stjórn spítalans hafi látið rekstrarráðgjafa gera úttekt á rekstrinum og sýnt hafi verið fram á hagkvæmni þeirrar starfsemi sem þar fer fram. Fulltrúar nefnd- arinnar, sem komu til fundar með stjórnendum spítalans, gerðu eng- ar athugasemdir við reksturinn. Engar rökstuddar tillögur hafa komið fram er sýna að veita megi þjónustu spítalans með öðmm og ódýrari hætti,“ segir m.a. í bréfi Sturlu. Hann segist hafa treyst á mál- efnalega og faglega meðferð mála af hálfu ráðuneytisins. Nú telji hann sér hins vegar ekki lengur fært að láta kjurt liggja. „Mun ég veija spítalann fyrir þeim ósann- gjörnu tillögum sem eru og hafa verið uppi og fela í raun í sér að leggja núverandi starfsemina í rúst og hætta að nýta húsnæði, tæki og þekkingu sem hefur verið byggð upp af St. Franciskussystrum og samstarfsfólki þeirra." Ekki formlegt samband við systurnar Sturla tekur fram að þegar sér hafi verið ljóst að ráðuneytið ætl- aði að leggja fram svo róttækar tillögur um breytta starfsemi spít- alans, sem raun bæri vitni, án þess að ræða með formlegum hætti við systurnar um breytt hlutverk spít- alans og án þess að ræða þær breytingar við sveitarstjórnarmenn eða þingmenn kjördæmisins, hafi hann talið nauðsynlegt að bregðast við. Hann hafí skoðað rekstrar- framlög til spítalans og borið sam- an við aðra spítala. Við þá skoðun hafí komið í ljós að framlög til sjúkrahúsþjónustu á starfssvæði spítalans væru töluvert lægri en til annarra sjúkrahúsa. í meðfylgjandi gögnum frá framkvæmdastjóra og hjúkrunar- forstjóra kemur fram að framlög til spítalans eru lægri en til 12 annarra sjúkrahúsa á Iandsbyggð- inni ef tekið er tillit til íbúatölu á upptökusvæði spítalans. Fram kemur að fjárveiting til spítalans er 22.260 kr. á íbúa á upptöku- svæðinu fyrir umrædda skerðingu. Af öðrum sjúkrahúsum má til dæmis nefna að sjúkrahúsið á Seyðisfirði fær 105.920 kr. og sjúkrahúsið á Siglufirði 78.490 kr. Við skerðinguna lækkar framlag til spítalans í 22.060 kr. á íbúa á þessu ári. Heildarskerðing hefði í för með sér að upphæðin lækkaði í 20.470 kr. á íbúa. Sjúklingar víða að Fram kemur að innlögnum hefur fjölgað úr 205 árið 1990 í 371 árið 1996. Af innlögnum síðara árið hafi 37% verið vegna sjúklinga frá Stykkishólmi, 39% vegna sjúkl- inga af Vesturlandi, 4% af Vest- fjörðum, 6% af Norðurlandi, 2% af Austurlandi, 1% af Suðurlandi, 5% af Reykjanesi og 6% úr Reykja- vík. Meðallegutími hefur styst úr 47 dögum árið 1990 í 27 daga árið 1996. Á sama tíma hefur kostnaður á rúm lækkað. í niðurlagi óskar Sturla eindreg- ið eftir því að ráðuneytið leiti sam- starfs við systurnar fremur en að þær frétti í fjölmiðlum af tillögum sem feli í sér grundvallarbreyting- ar á starfsemi spítalans. „Það er einnig ósk mín að ráðuneytið endurmeti þær forsendur sem byggt er á við útdeilingu rekstr- arfjármuna til sjúkrahúsanna og tryggi St. Franciskusspítalanum eðlilega hlutdeild svo ekki komi til þess að St. Franciskusreglan þurfi að hrökklst burt og hætta að sinna því starfi sem systurnar hafa unn- ið svo vel í rúm sextíu ár í nafni mannúðar.“ Morgunblaðið/Ágúst Mikil umferð í Skagafirði Sauðárkróki - i Skagafirði var ekki um að ræða skipulega útihátíð um verslunarmannahelgina, en hinsveg- ar var umferð mikil um svæði lög- reglunnar á Sauðárkróki. Á föstudagskvöld var dansleikur í félagsheimilinu Miðgarði, með hljómsveitinni SSsól, og var þar fjöl- menni. Allt fór þó friðsamlega fram þó ölvun væri nokkur, en einn sam- komugesta var tekinn vegna vörslu og neyslu fíkniefna og að sögn lög- reglunnar á Sauðárkróki telst það mál upplýst. Nokkur umferðaróhöpp urðu um helgina, meðal annars var ekið á tvö hross við Sesseljubúð á Öxnadals- heiði, og drápust hrossin bæði, en bíllinn er talinn gjörónýtur, en öku- maður og farþegar sluppu án meiðsla. Þá valt bíll við bæinn Mið- hús í Óslandshlíð, og fór hann all- margar veltur, og er sömuleiðis tal- inn ónýtur, en einnig þar sluppu all- ir sem í bílnum voru án nokkurra áverka. Síðari hluta mánudags var lög- reglan við umferðareftirlit á þjóðvegi eitt og stöðvaðist þá fólksbifreið á suðurleið. Var ökumaður próflaus og hafði verið sviptur ökuréttindum og við rannsókn fundust fíkniefni í bílnum. Alls kærði lögreglan á Sauðár- króki um 80 ökumenn fyrir of hrað- an akstur um helgina. Veðurguðimir léku við gesti Neskaupsstað - Fjölskylduhátíð- in Neistaflug var haldin í Nes- kaupstað í fimmta sinn um versl- unarmannahelgina. Á þriðja þúsund gesta var á hátíðinni þegar flest var og er það nokkru færra en í fyrra. Veð- urguðimir léku við gesti alla þrjá dagana sem hátíðin stóð yfir, logn og blíða og hiti um og yfir 20 gráður. Hátíðin fór vel fram, en að sögn lögreglu var töluverð ölv- un, en engin alvarleg atvik komu upp, þó eitthvað væri um smá pústra. Aðeins tveir gistu fanga- geymslu hluta úr nóttu. L í I I « « « « V « C i i c i á 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.