Morgunblaðið - 06.08.1997, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1997 21
Balsam
IONLIST
Skálholtskirkja
EINLEIKSTÓNLEIKAR
Einleíkari Gunnar Kvaran. Verkefni
efir J.S. Bach og Karólinu Eiríksdótt-
ur. Skálholtskirkja 2. ágúst kl. 17.
GUNNAR Kvaran hefur, að hætti
góðra sellista, glímt við sellósvítur
Bachs um árabil, e.t.v. viðkvæmustu
og erfiðustu verkefni sellósins og ef
að líkum lætur á hann eftir ævina
í gegn að velta fyrir sér þessum
sellósvítum og sækja í þær þroska
og tækni. Hættur og nýir erfiðleikar
fylgja því hverju sinni sem slík verk
eru enduræfð og því var ekki óeðli-
legt að nokkurs óróleika gætti í leik
Gunnars í fyrri svítunni, Svítu nr. 5
í c-moll. Þó sýndi Gunnar oft sínar
fallegustu hliðar, t.d. í hæga þætt-
inum. Kosið hefði ég skarpari línur
í dönsunum tveim, Allemande og
Sarabande, þannig að dansryþminn
hefði komið skýrar í ljós og þá um
leið aðeins minni rómantík.
Karólína Eiríksdóttir átti nýtt
verk á tónleikunum, „Skýin“ kallar
hún það og var hér um frumflutning
að ræða og skrifað fyrir einleiks-
selló. Skýin skiptast í þrjú atriði, það
fyrsta byggt á fárra nótna mótívi
sem teygir sig upp og niður og einn-
ig í aðrar áttir. Tvö síðari atriðin
virtust mér byggð á sömu tematísku
hugmyndinni, en mjög óiíkt með-
höndluð. Án þess að reyna að gera
hlutina flókna sendir Karólína frá
sér einleiksverk sem búið er flestum
kostum góðrar tónlistar, er vel skrif-
að fyrir hljóðfærið, heiðarlegt og
ánægjulegt til hlustunar fyrir áheyr-
endur (sem ætti að vera einhvers
virði) og er um leið „maierisch" eins
og þýskurinn segir. Kannske var hér
hápunktur tónleikanna, enda flutti
Gunnar Skýin í hæðir með næmri
og fallegri túlkun. Mætti maður fá
meira að heyra á þessum nótum frá
hendi Karólínu og Gunnars. Hér með
var allur óróleiki horfinn úr leik
Gunnars og síðari Svítan, sú í C-
dúr nr. 3 lék Gunnar á þeim nótum
sem maður þekkir hann bestan,
sýndi á köflum töfrandi leik og end-
aði Svítuna með skemmtilega hú-
morfullum töktum gikkunnar.
Til ábendingar fyrir næsta flutn-
ing! Sellóið kæmi kannske ennþá
betur út með því að vera uppi í kórn-
um, sem næst grátunum.
Ragnar Björnsson
Erfingjar Sibeliusar
þrjóskast við
ALLT bendir til þess að Marko, son-
ur Marttis Ahtisaaris Finnlandsfor-
seta, neyðist til að leggja metnaðar-
fulla kynningu á finnskri tónlist á
hilluna, vegna andstöðu erfingja tón-
skáldsins Jeans Sibeliusar, að því
er fram kemur í Svenska Dagbladet.
Hugmynd Markos Ahtisaaris var
að gefa út geisladisk með ýmsum
útfærslum á Finlandia, einu þekkt-
asta verki Sibeliusar, en erfingjar
tónskáldsins kunnu ekki að meta þá
meðferð á verkum þess.
Ahtisaari yngri hafði aðeins rætt
málið við lítinn hóp fólks þegar eitt
finnsku síðdegisblaðanna komst í
málið og óttast Marko nú að hug-
myndin muni kafna í fæðingu vegna
þess að almenrúngi hafi verið snúið
gegn henni. Útlitið er svart, ekki
síst vegna erfingjanna, sem eru
þekktir fyrir andstöðu sína gegn
nánast öllum tilraunum til að þróa
verk hans. Erfingjarnir eiga einka-
rétt á tónlistinni í 70 ár eftir dauða
Sibeliusar, fram til ársins 2027.
Erfingjarnir hafa leyft hljóðritanir
á eldri og óþekktum verkum tón-
skáldsins í afar takmörkuðum mæli.
Eitt af fáum leyfum, sem veitt hefur
verið vegna Finlandia, var leyfi sem
Popp- og jasstónlistarskólinn í Hels-
inki fékk til að flytja verkið útsett
fyrir málmblásturshljóðfæri á lokuð-
um tónleikum í skólanum enda var
verkið nánast ekkert breytt frá upp-
runalegu útgáfunni.
Erfingjarnir hafa ekki enn neitað
Marko Ahtisaari en líkurnar eru
taldar litlar. Marko er tónlistarmað-
ur og tónskáld og leggur nú stund
á doktorsnám í tónlist í New York
auk þess sem hann leikur í jasshljóm-
sveitinni Skizm.
Uthlutað úr Barna-
menningarsj óði
ÚTHLUTUN úr Barnamenningar-
sjóði fyrir árið 1997 hefur farið
fram en fé til sjóðsins er veitt af
fjárlögum. Eftirfarandi hlutu styrki
úr sjóðnum:
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson til
að semja og gefa út tónlist fyrir
börn, kr. 50.000.
Dægradvöl ehf. til handritsgerð-
ar fyrir sjónvarpsþætti um náttúru-
vísindi fyrir neðri bekki grunnskóla
til sýningar í sjónvarpi, kr. 150.000.
Alfasaga ehf. til að gera sjón-
varpsmynd um jólasveinana, Grýlu
og Leppalúða með þátttöku heyrn-
arskertra barna, kr. 70.000.
Áslaug Jónsdóttir vegna mynd-
skreytingar þriggja barnabóka, kr.
70.000.
Bergljót Arnalds til útgáfu ís-
lenskrar sögu í tölvutæku formi,
kr. 150.000.
Brynja Benediktsdóttir ásamt
Helgu E. Jónsdóttur, Sögu Jóns-
dóttur og Guðrúnu Þórðardóttur til
hönnunar og vinnslu búninga fyrir
leikritið „Skottuleik", kr. 70.000.
Guðrún Hannesdóttir til söfnunar
á gömlum barnagælum, þulum og
vísum, úrvinnslu efnisins og undir-
búnings útgáfu, kr. 50.000.
Hallveig Thorlacius til uppsetn-
ingar á „Músinni í hörpunni", kr.
70.000.
Leikhúsið 10 fingur til uppsetn-
ingar á sýningunni „Sólarsaga", kr.
70.000.
Tónlistarskóli íslenska Suzuki-
sambandsins til þýðingar á söng-
bók, kr. 50.000.
Magnús J. Magnússon til að
starfrækja sumarleikhús fyrir börn
á aldrinum 5-11 ára, kr. 75.000.
Minjasafn Austurlands til að gera
dúkkulísur úr pappa og þjóðlegan
klæðnað fyrir þær, kr. 30.000.
Röddin ehf. til þýðingar og ís-
lenskrar talsetningar á dönsku
margmiðlunardiskunum „Pixiline",
kr. 50.000.
Möguleikhúsið við Hlemm til
reksturs barnaleikhúss, kr.
100.000.
Lára Stefánsdóttir og Salvör
Gissurardóttir til uppsetningar á
verkefni á neti fyrir börn á aldrinum
10-15 ára, kr. 100.000.
Þuríður Guðmundsdóttir til að
búa til samræðuspil með jurta-
myndum, kr. 50.000.
Æskan og ABC fær styrk til
útgáfu barnablaðsins Æskunnar,
kr. 100.000.
Örn Ingi fær styrk vegna rekst-
urs sumarleikhúss og listaskóla fyr-
ir börn og unglinga á Akureyri, kr.
50.000.
39 aðilar sóttu um styrki til 42
verkefna. 18 styrkjum var úthlutað
að upphæð samtals kr. 1.355.000.
Magn, gæði
TÓNLIST
Skálholtskirkja
KÓR OG
SAMLEIKSTÓNLEIKAR
Verkefni eftir Áskel Másson. Flytj-
endur. Hljómeyki, Marta Halldórs-
dóttir, Gunnar Kvaran, Hilmar Örn
Agnarsson. Sverrir Guðjónsson, Ami
Harðarson. Sumartónleikar í
Skálholti 2. ágúst kl. 14.
ÁSKELL Másson er mikilvirkur
tónhöfundur, hefur skrifað verk af
flestum gerðum og standa kannski
hæst og vara lengst þau sem hann
hefur beitt ásláttarhljóðfærum í að
ráði, en í þeirri kunnáttu stendur
líklega enginn hérlendur honum á
sporði. Áskell var valinn staðartón-
skáld Sumartónleikanna í Skálholti
að þessu sinni og því voru verkin á
fyrstu tónleikum helgarinnar öll eft-
ir Áskel og öll hlutu þau frumfiutn-
ing sinn á tónleikunum. Öll voru
verkin fyrir söngraddir með eða án
hljóðfærastuðnings. Textahöfund-
arnir voru ekki valdir af verri endan-
um, ljóðin voru eftir Einar Bene-
diktsson, úr Völuspá, eftir Ódysseas
Elýtis og Franz frá Assisi. Því miður
nægja ekki slíkir höfuðsnillingar sem
trygging fyrir góðum tónlistarum-
búðum, verða meira að segja stund-
um tónskáldinu fjötur um fót í stað
hjálpar. Textinn, ef djúphuga er,
verður tónskáldinu gjarnan ofviða.
Fyrst á tónleikunum var „Eining“
Einars Ben. „Til himins jörðin horfir
- og himinn jarðar til“ flutt af ein-
söngvara, Mörtu Halldórsdóttur,
Gunnari Kvaran á sellóið og Hilmari
Emi á orgel, og er verkið skrifað
árið 1995 í tilefni brúðkaups höfund-
ar. Ekki er það Mörtu að kenna að
verkið hefði notið sín betur ef sungið
hefði verið af miklu raddminni söngv-
ara, hér virkaði heldur óspennandi
sönglína og viðstöðulaust tilbrigða-
spil sellósins eins og einhvers konar
kappsöngur um hvort hefði betur.
Þetta hefði þó verið afsakanlegt ef
eitthvað meira hefði búið að baki.
„Gimli", fyrir kór, mun vera síð-
asti þáttur stærra kórverks, sungið
hér af Hljómeyki. Verkið mun á sín-
um tíma hafa verið pöntunarverk
Árna Harðarsonar fyrir Háskólakór-
inn, en Árni stjórnaði Hljómeyki að
þessu sinni. Hér virkaði þetta stutta
kórlag sem æfing í kórútsetningu
án þess að vera nokkurs staðar
frumlegt né nýtt og meira þarf til
að gera það að „hreinni perlu“, eins
og stjórnandinn komst að orði í
Morgunblaðinu.
„Bæn“ Elýtis hefði maður haldið
að ekki væri auðvelt að gera tónlist
við, en nokkuð náði Áskell sér á strik
þar með því að grípa til bjöiluhljóð-
færa. „Bæn“ er skrifuð með rödd
Sverris Guðjónssonar í huga, sem
frumflutti verkið á tónleikunum.
Óhætt er að treysta Sverri fyrir verk-
efnum sem þessum og ekki verður
honum um kennt að varla skildist
orð af texta Elýtis í miklum eftir-
hljómi kirkjunnar og virkaði Bænin
því nokkuð langdregin af þeim sök-
um. Hins vegar skildi ég alls ekki
uppréttar hendur söngvarans í lokin,
í stöðu sem prestar nota eingöngu
við flutning blessunarorðanna.
„Sólarsöngurinn" - Franz frá
Assisi - var skrifaður sérstaklega
fyrir þessa Skálholtstónleika og var
fluttur af Hljómeyki undir stjórn
Árna Harðarsonar. Fögur orð höf-
undar, sem lesa má í efnisskrá, um
markmið sitt með verkinu voru út
af fyrir sig ágæt og hér brá fyrir
því sem maður var að bíða eftir alla
tónleikana. Verkið byijaði sakleysis-
lega, í hljómasamsetningum sem
klassískar mega teljast, en þegar
leið á verkið þróaðist það yfir í nú-
tímalegri áttir og var á köflum nokk-
uð krefjandi í rytma- og hljómasam-
böndum svo ekki var nema mjög
góðum sönghóp ætlandi að syngja
verkið, sem tók langan tíma í flutn-
ingi og án hlés og hljóðfærastuðn-
ings. Hér brá fyrir áhugaverðum
atriðum í kórtækni og Árna tókst
að halda verkinu saman frá byijun
til enda og kannske ekki hægt að
biðja um miklu meira í fyrstu lotu.
En Hljómeyki er frábær hópur sem
gaman hlýtur að vera að vinna með.
Fijáls meðferð stílbrigða og jafn-
vel að blanda saman hinum ólíkustu
stíltegundum er tíska nútímans, en
veldur hver á heldur. Óþægilegt
getur þó verið áheyrandanum að
finna ekki jarðsamband en sveiflast
milli tónlistarsögutímabila við önnur
hver taktskil.
Ragnar Björnsson
Ertu að byggja? • Viltu breyta? • Þarftu að bæta?
Æ1 d * * ú_ ■
torutsala
15-50% afsláttur
^Z/eggborðar fl/eggfóður
ísar 10x10
II íslensk málning
15%
Hörpuskin
hvítt 4 Itr
n málningartilbod
matt-vinyl-silki
tteppi margir litir
lítrinn frá
kr. 433
#V'-:
\20%
aðeins
kn. 870
■ólfflísar- Obggflísar
margar stærðir ^ólfdúkar- ^rnoleum
/^rket á tilboðsverði *7fójungl %
'jung!
skrautlistar
rósettur
ykki, bútar,afgangar
alK að
70%>
- það hefur ávallt borgað sig!
TC
M*W
DT
Crensásvegi 18, sími 581 2444.
Opib mánudaga til föstudaga kl. 10-18, iaugardaga ki. 10-16 og sunnudaga í Málningardeild kl. 10-16.
Takið málin
með það flýtir
afgreiðslu!
“ CE)
Góð greiðslukjör!
Raðgreiðslur tll allt að
36 mánaða