Morgunblaðið - 06.08.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.08.1997, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Rússnesk mið- aldaklassík BOKMENNTTR Kvædi ÍGORSKVIÐA Rússneskt hetjukvæði og íslenskar fornbókmenntir. Árni Bergmann þýddi og samdi. Mál og menning. Reykjavík 1997.122 bls. ÍGORSKVIÐA er rússneskt hetjukvæði frá miðöldum sem fjall- ar um atburði sem áttu sér stað árið 1185 í Rússlandi. Árni Berg- mann hefur hér fært kviðuna í ís- lenskan búning af smekkvísi og rit- að um hana og tengsl hennar við fornan íslenskan skáldskap. Nokkuð hafa menn deilt um upp- runa ígorskviðu. Almennt er talið að hún sé samin seint á tólftu öld en sumir hafa reynt að sýna fram á með ýmsum rökum að hún sé seinni tíma fölsun. Ástæðan fyrir þessu er sú að kviðan varðveittist í aðeins einni uppskrift frá því um aldamótin sextán- hundruð. Eins og Ámi rekur í bókinni fannst þetta handrit árið 1791 eða 1792 og var gefið út á bók árið 1800. Handritið varð svo eldi að bráð árið 1812 og hafa menn síðan þurft að styðjast að öllu leyti við áðurnefnda bók í rannsóknum sínum á kviðunni. Einnig segir Árni að falsanir Skot- ans James Macpherson á Ossíans- kvæðum hafi haft áhrif á efasemd- ir manna um foman uppmna ígors- kviðu. Mönnum þótti líka kviðan svo magnaður skáldskapur að hún hefði ekki getað verið ort á tólftu öld þegar rússneskar bókmenntir höfðu ekki náð miklum þroska. Að auki þótti það grunsamlegt að kvæðið skyldi ekki hafa fundist fyrr. En þrátt fyrir efasemdaraddirnar em flestir enn á því að kvæðið sé ósvikin _ miðaldaskáldskapur og leggur Árni kannski nokkuð til þess málsstaðar með samanburði sínum á henni og forníslenskum skáldskap í þessari bók. Árni telur að ígors- kviða sé undir sterkum áhrifum af fornum íslenskum skáldskap, segir hann að hliðstæðurnar á milli þess- ara bókmennta séu svo „margar og áleitnar að þær rísa vel undir þeirri staðhæfingu að úr norðri hafí höfundur kviðunnar þegið fleiri og afdrifaríkari fyrirmyndir í skáld- skap en af nokkmm öðrum svæðum utan „lands Rússa“.“ Tveir meginstraumar virðast hafa verið í rannsóknum á ígorskviðu í gegnum tíðina, samkvæmt frásögn Áma. Sumir hafa viljað segja að kviðan væri hluti af hetjusögnum miðalda sem að miklu leyti hafa sömu einkenni hvar sem þær vom skrifaðar í heiminum. Fremstur fræðimanna í þessum flokki er vafa- laust rússneski útlaginn Roman Jakobson sem felldi þessi sameiginlegu einkenni undir einn hatt með orðinu „heimsstíll". Er það hátíðlegur, íburð- armikill og sögutengdur stíll í anda þeirrar heimsmyndar sem fylgdi kristni og kristnum menningarstraumum, eins og Ami rekur í bók- inni. Aðrir hafa yiljað halda því fram að ígors- kviða sé hreinræktað rússnenskt kvæði en sú þjóðernishyggjulega kenning átti hvað flesta fylgisveina um og upp úr miðri þessari öld og tengdist pólitískum straumum. Síð- ari ár hafa svo aftur komið fram hópar fræðimanna sem hafa viljað leita áhrifa frá öðrum miðaldaskáld- skap, eins og til dæmis íslenskum. Þessi þýðing Áma á án efa eftir að glæða áhuga íslenskra miðalda- fræðinga á þessu magnaða kvæði sem hefur lítt verið inni í umræð- unni hér á landi. Ámi leggur og góðan grunn með þessari bók að frekari samanburði á kvæðinu og íslenskum miðaldaskáldskap. Þröstur Helgason Árni Bergmann Haustferð til Þann 22. ágúst býður Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar beint leiguflug til hinnar fomfrægu og fögru borgar Prag. Heimflug til íslands er síðan þann 29. ágúst. Fjöldi hagstæðra ferðamöguleika er í boði, meðal annars getum við boðið flug og hótel í eina viku í Prag frá 49.900, krónum á mann og er þá innifalinn flugvallarakstur, morgunverður, flugvallaskattur, skoðunarferð um borgina og íslensk fararstjóm. Einnig getum við boðið flug og bfl frá krónum 32.260, miðað við 4 fullorðna í bfl og gefst þá kostur á að skoða ýmsa staði sem ekki er hægt að heimsækja á bflum sem leigðir eru á vestlægari slóðum. Leitið nánari upplýsinga hjá utanlandsdeild okkar. Ferðaskrífstofa GUDMUNDAR JÓNASSONAR HF. Borgartúni 34, sím 511 1515. Morgunblaðið/Bemhard TÓNLISTARHÁTÍÐ verður framvegis árlegur viðburður á Ólafsmessu, Sígild tónlist í sögulegu umhverfi Reykholt. Morgunblaðið. TONLISTARHÁTÍÐ var haldin í Reykholti í Borgarfirði dagana 25.-27. júlí sl., sú fyrsta sinnar teg- undar í þeirri sveit. Undirtektir voru frábærar og gefur þessi ágæta menningaruppákoma fyrirheit um gott og árvisst áframhald. Frumkvæðið að þessari tónleika- röð átti Steinunn Birna Ragnarsdótt- ir píanóleikari sem með hjálp velunn- ara og styrktaraðila safnaði saman mörgum af ágætustu tónlistarmönn- um þessa lands, ásamt erlendum gesti. Femir tónleikar vom haldnir í nýrri og glæsilegri Reykholtskirkju, þar sem fram komu Sigrún Hjálm- týsdóttir sópransögkona, Áuður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Guð- mundur Kristmundsson lágfíðluleik- ari, Bryndís Halla Gylfadóttir selló- leikari, Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari, Steinunn Birna Ragn- arsdóttir.píanóleikari ásamt Martyn- as Svégzda von Bekker, einum fremsta fíðluleikara Litháen, sem nýlega var kjörinn listrænn sendi- herra heimalands síns, en hann býr nú í París. Opnunartónleikar voru á föstu- dagskvöld og voru á efnisskrá verk eftir E. Grieg. Geir Waage, sóknar- prestur í Reykholti, setti hátíðina í forföllum menntamálaráðherra, Björns Bjarnasonar, sem síðar var gestur hátíðarinnar. Flutti Geir ávarp frá menntamálaráðherra þar sem segir: „í öllum menningarlönd- um Evrópu tengja menn sögufræga staði listsköpun. Á fáum stöðum á þetta betur við á íslandi en í Reyk- holti í Borgarfírði. Þangað leitar hugurinn þegar minnst er á afreks- verk gullaldar íslenskra bókmennta. Er gleðilegt að Reykholt skuli nú hefjast handa við að nýta hina nýju og glæsilegu aðstöðu í Reykholts- kirkju og Snorrastofu til tónleika. Þökk sé öllum, sem að því hafa stað- ið, og megi þeim vegna farsællega við störf sín.“ Hljómburður hinn besti Á laugardeginum voru kvöldtón- leikar þar sem verk eftir Schubert og J. Brahms voru á efnisskrá. Á sunnudeginum voru tvennir tónleik- ar þar sem flutt voru verk eftir er- lenda og íslenska höfunda. Kirkjan reyndist hin glæsilegasta umgjörð um slíkt tónleikahald og hijómburður greinilega hinn besti, ekki hvað síst fyrir söng og smærri kammersam- setningar. Aðsókn fór fram úr björtustu von- um enda kirkjan jafnan þétt setin. Gestir voru margir langt að komnir því að auk sveitunga úr nærliggj- andi byggðarlögum mátti sjá ís- lenska og erlenda ferðalanga, sem margir hveijir gerðu sér sérstaka ferð á tónleikana, enda gistiaðstaða til fyrirmyndar. Hátíðargestir fögnuðu flytjendum lengi með dynjandi lófataki og risu úr sætum. Höfðu margir þeirra á orði að hér hefði verið um glæsileg- an listviðburð að ræða og sigur fyr- ir flytjendur og aðstandendur hátíð- arinnar. Tónlistarhátíð verður framvegis árlegur viðburður á Ólafsmessu, sem ber upp á þriðju helgi í júlímánuði. Guðlaugur Oskarsson, formaður sóknarnefndar, þakkaði flytjendum fyrir frábæran tónlistarflutning og sagðist vona að „aldrei verði haldnir lokatónleikar í Reykholtskirkju". „Söngnr þúsundanna“ TONUST Ilallgrímskirkja ORGELTÓNLEIKAR Sixten Enlund flutti orgelverk eftir Rheinberger, Bridge, Parry, Einar Enlund og umritun á Finnlandíu eft- ir Sibelíus. ÁFRAM halda sumartónleikamir við orgelið í Hallgrímskirkju og satt best að segja átti undirritaður ekki von á góðri aðsókn á þessari mestu ferðahelgi ársins. Hver lætur sig varða nokkuð um rómantíska orgel- tónlist, flutta af fínnskum orgelleik- ara, eða hvað? Merkilegt nokk, þá var Hallgrímskirkja þéttsetin sl. sunnudag, en þannig hefur það verið í allt sumar. Orgeltónleikarnir í Hall- grímskirkju, Sumartónleikamir í Skálholti og Listasafni Siguijóns topp, em sönnun þess, að sólskin og sumargleðir halda ekki músíkeisku fólki frá því að hlusta á góða tónlist. Sixten Enlund hóf sína tónleika með orgelsónötu í d-moll, op. 148, eftir Joseph Rheinberger. Þessi org- elsónata er sú 11. af 20 sónötum er Rheinberger samdi fyrir orgel. Rheinberger var undrabarn og var hann aðeins 7 ára ráðinn sem orgel- leikari í fæðingarbæ sínum, Vaduz í Liechtenstein. Eftir hann liggja margvísleg tónverk, ópemr, messur sinfóníur, konsertar, kammertónlist og orgelverk alls konar. Hann lærði hjá Franz Lachner, er var vinur Schuberts, en Lachner lærði sína list hjá Stadler og Sechter í Vínarborg. Stíll Rheinbergers er mjög í anda Brahms, eins og heyra mátti í sónöt- unni, þó annar þátturinn, Cantilena; væri nokkuð fjarri því sem gerðist hjá Brahms, en samt fallega gerð tónlist. Leikur Enlunds var mjög skýr og raddskipan vel mótuð. Það sama má segja um þijú smá- verk eftir Frank Bridge, að þau lifðu á skýrri raddskipan og góðri leiktúlk- un Enlunds. Bridge var prýðilegt tón- skáld en þó aðallega frægur fyrir það að hafa kennt Benjamín Britten tón- smíðar. Eventide er skáldlegt heiti á kvöldstund, en þessi sakleysislegi sálmforleikur eftir Hubert Parry, sem ásamt Stanford endurreistu enska tónlist, var fallega fluttur. Skemmti- legasta verkið á tónleikunum var Passkalía eftir Einar Englund, einn fremsta tónsmið Finnlands og þama sýndi Sixten Enlund töluverð tilþrif. Passaklían er vel samin, tilbrigðin skýrt mótuð og þama naut sín góð leiktækni Sixtens Enlund. Lokaverkið á tónleikunum var umritun á Finnlandíu eftir Sibelíus. Þetta meistaraverk er sérlega áhrif- amikið í hljómsveitarbúningi höfund- ar og fjallar um frelsisstríð Finna undan yfírráðum rússneska keisara- dæmisins. Verkinu hefur verið lýst svo, að upphafið sé túlkun á sárs- auka hins kúgaða og þegar herlúðr- arnir gjalla, sem hugsa má sem ögr- un kúgarans, blossar upp myrkt og heilagt hatrið, er síðan brýst út í uppreisn, sem túlkuð er með bassa- stefí í fímm/fjórðu takti. Þegar orr- ustugnýrinn hjaðnar heyrist friðar- söngurinn fyrst eintóna og eftir að sigurvegarinn lætur enn hné fylgja kviði, magnast friðarsöngurinn og hljómar þá eins og bæn allrar þjóðar- innar, söngur þúsundanna og þar naut hinn mikli hljómur Klais-orgels- ins sín best. Líklega er Finnlandía eitt magnaðsta ættjarðarljóð tónlist- arsögunnar, þó þar í kistu sé að finna margan dýrgripinn. Enlund lék verkið á látlausan máta og hljómaði margt nokkuð vel frá hendi hans, þó orgelútgáfan verði aðeins „svipur hjá sjón“ þeim er þekkja verkið í hljómsveitargerð snillingsins Sibelíusar. Öll efnisskrá- in var mjög vel mótuð og flutningur- inn hinn besti en mest bragð var af flutningnum á sónötu Rheinber- gers og Passaklíunni eftir Einar Enlund, því hin verkin eru, þrátt fyrir fallega hljóman, heldur rýrar og átakslitlar tónsmíðar. Jón Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.