Morgunblaðið - 06.08.1997, Side 25

Morgunblaðið - 06.08.1997, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1997 25 TEIKNINGIN af glerhýsinu, sem kynnt var borgarráði. Dálítið meira um glerið, Iðnó og LR ENDURBYGGING Iðnó er tvímælalaust mikilvægasta hús- verndarverkefni síð- ustu ára í Reykjavík og verður þegar fram líða stundir skoðað í sam- hengi við björgunarað- gerðirnar á Bernhöfts- torfunni á sínum tíma. Árið 1992 tók borgar- stjórn myndarlega á málum þessa sögu- fræga húss, sem hefur í 100 ár sett sterkan svip á umhverfi Tjarn- arinnar og er óafmáan- legur hluti af því. Áður en borgarstjórn gerði samþykkt sína um end- urreisn Iðnó hafði málið verið lengi í sjálfheldu. Sem betur fer var höggvið á þann hnút í tæka tið. Mörgum er vafalaust í fersku minni umræðan sem fram fór um varðveizlu Iðnó fyrir rúmum fimm árum. Meðal annarra höfðu hópar listamanna í borginni látið talsvert að sér kveða og kynnt tillögur um framtíðarnýtingu hússins í þágu margvíslegrar menningarstarfsemi og listviðburða. Hjálmar H. Ragn- arsson og aðrir forystumenn Banda- lags ísl. listamanna kynntu mér sem borgarstjóra hugmyndir sínar þar að lútandi og var meginefni þeirra haft til hliðsjónar, þegar vinnan við endurbygginguna hófst. Það hljómar því mjög undarlega og er algjörlega andstætt staðreyndum málsins, þeg- ar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, nú- verandi borgarstjóri, lýsir því opin- berlega yfir eins og gerðist nýverið, að engar hugmyndir eða markmið hafi legið fyrir um framtíðarnotkun hússins, þegar framkvæmdir við endurbyggingu þess voru hafnar. Sú staðhæfing er út í hött og sett fram gegn betri vitund. Reykjavíkurborg réði ekki ein og sér ferðinni um framkvæmdirnar í Iðnó. Húsið var í eigu þriggja verka- lýðsfélaga í Reykjavík. Borgin gerðist meðeigandi með framlagi sínu til við- gerðanna á húsinu. Hinir fyrri eig- endur og Reykjavíkurborg settu á laggirnar framkvæmdanefnd til að hafa yfirumsjón með endurbyggingu Iðnó. Guðmundur J. Guðmundsson, þáverandi formaður Dagsbrúnar, var tilnefndur af hálfu verkalýðsfélag- anna og Hjörieifur B. Kvaran, núver- andi borgarlögmaður, af hálfu Reykjavíkurborgar. Oddamaður og formaður nefndarinnar var skipaður Haraldur Blöndal, hrl. Minnist ég þess af samtölum okkar Guðmundar J. Guðmundssonar, sem var mjög áhugasamur um þetta verkefni og samstarfið við borgina eins og hans var von og vísa, að hann lagði mikla áherzlu á að fá Harald til forystu í nefndinni og bar mikið traust til hans. Haraldur gekk líka til þessa verks af kunnum metnaði og dugnaði. Markús Örn Antonsson Síðan fóru hjólin að snúast. Ingimundur Sveinsson, arkitekt, gerði ágætar tillögur um aðgerðir í Iðnó, sem voru til umfjöliunar í borgarráði í maí 1993 með meðmælum fram- kvæmdanefndarinnar og hlutu þar jákvæðar undirtektir fulltrúa allra flokka, enda var samhljóða samþykkt að vinna áfram eftir þeim í meginatriðum. Þar á meðal var tillagan um glerhýsið á suðurhlið hússins. Fyrir henni lágu ákveðin rök. Eins og menn muna var steinsteypt viðbygging sunnanvert við Iðnó fyrir fatageymslu og einnig timburskáli fyrir afgreiðslu Leikfé- lags Reykjávíkur. Hvort tveggja skyldi að sjálfsögðu hverfa, þegar Það stóð alltaf til, segir- ------------n--------------- Markús Orn Antons- son, að suðurhlið Iðnó, með hinum stóru, sér- stæðu gluggum, sæist í gegnum glerhýsið. húsið yrði fært sem næst í upphaf- legt horf. En við þetta tapaðist tals- vert húsrými. Til að vega upp á móti þeirri skerðingu var tillagan um glerskálann sett fram. Það stóð alltaf til að suðurhlið Iðnó, með hinum stóru, sérstæðu gluggum, sæist í gegnum glerhýsið. Þess vegna kom það óneitanlega á óvart að sjá allt í einu þetta dökk- lita gler sem byrgði sýn inn að hús- inu sjálfu á stórum kafla. Glerhýsið var ekki í samræmi við teikninguna, sem kynnt var borgarráði á sínum tíma. Þekki ég ekki þá sögu alla, enda hafði ée- látið af störfum á vettvangi borgarmálanna, þegar glerhýsið var reist. Nú skilst mér að borgaryfirvöld hafi endurskoðað kostnaðaráætlanir við Iðnó og lækkað þær eitthvað. Af frásögnum fjölmiðla að dæma virðist lækkunin felast í því að end- anlegur frágangur innanhúss og húsmunir eru feild út úr áætluninni. Um stundarsakir kann það að vera liður í að lappa eitthvað upp á rekstr- aráætlanir borgarsjóðs sem nú stefna í umtalsverðan góðærishalla. En skammgóður vermir er það og einhvern tíma hefði þetta verið kall- að að pissa í skóinn sinn. Eftir að framkvæmdirnar við Iðnó hófust komu fram enn fleiri ágætar hugmyndir frá listamönnum um framtíðarrekstur hússins. Fram- kvæmdanefndin fékk þær til frekari umfjöllunar. Oneitanlega kom mér það nokkuð á óvart, þegar forvígis- menn Leikfélags Reykjavíkur gengu á minn fund sem borgarstjóra til að láta í ljós áhuga á að taka við rekstri Iðnó. Ég hélt að Leikfélagið hefði nóg með Borgarleikhúsið. En úr því að Leikfélag Reykjavík- ur og Borgarleikhúsið ber á góma vil ég nota tækifærið til að vísa til föðurhúsanna öllum dylgjum sumra forsvarsmanna Leikfélags Reykja- víkur og núverandi borgaryfirvalda, sem fram hafa komið á síðustu mánuðum, þess efnis, að ég hafi í borgarstjóratíð minni dregið veru- lega úr stuðningi Reykjavíkurborgar við starfsemi Leikfélagsins. Þetta er eins og hvert annað kjaftæði. Fljótlega eftir að ég tók við starfi borgarstjóra heimsótti ég forráða- menn LR í Borgarleikhúsinu til að fara yfir stöðu framkvæmda þar. Leikfélagsmenn lögðu mikla áherzlu á að þeim yrði lokið sem fyrst. Ég sýndi þeirri málaleitan fullan skiln- ing. Það var mjög myndarlega áætl- að fyrir þeim í fjárhagsáætlun 1992, í fyrstu fjárhagsáætlun, sem ég stóð að sem borgarstjóri. Rúmum 300 milljónum króna var varið úr borgar- sjóði samanlagt til framkvæmda og rekstrar í Borgarleikhúsinu það ár. Var það mun hærri upphæð en næstu árin á undan og nokkru sinni síðan. Núverandi borgaryfirvöld eru að mestu laus við framkvæmda- kostnaðinn. í því ljósi má meta hversu rausnarlegt 140 milljóna króna rekstrarframlag borgarinnar til LR á þessu ári er í raun og veru. Það skal hins vegar fúslega játað, að ég féll ekki fyrir öllum rökum fulltrúa Leikfélags Reykjavíkur fyrir umtalsverðum hækkunum rekstrar- styrks. Þeir sóttu fast að fá meira fé úr borgarsjóði til að geta hækkað laun leikara í samkeppni við Þjóð- leikhúsið. Raunar leit það afar sér- kennilega út, að Þjóðleikhúsið, sem var í verulegum fjárhagsvanda á þessum tíma og upp á ríkisvaldið komið með auknar fjárveitingar til að mæta hallarekstri, væri sífellt að yfirbjóða leikara frá Leikfélagi Reykjavíkur. En það er svo margt skrýtið í kýrhausum hinnar opinberu fjármálaumsýslu á landi hér. Reykjavíkurborg hafði eins og aðrir vinnuveitendur lítið sem ekkert svigrúm til launahækkana á þessu tímabili, sem nú er kallað efnahags- kreppa. Játað skal að undirritaður taldi ekki einsýnt, að borgaryfirvöld yrðu beinn þátttakandi í kapphlaupi um yfirborganir til leikara. Höfundur er framkvæmdastjóri ríkisútvarps og fyrrverandi borgarstjóri. HERBERGJA ÍBÚÐ TILSÖLU Á GÓÐUM STAÐ ÍAUSTURBÆNUM Háaleitisbraut 49 • 3ja herbergja jarðhæð • í göngufæri við góða þjónustu • Stæro 88,2 m2 • Verð 7,1 millj. Elginleikar: • Björt, rúmgóð • Mjög vel útbúið þvottahús • Gott skipulag • Gott skólahverfi • Parket, flísar • Fallegt hús, nýviðgert • Góð sameign og málað • Góð geymsla • Laus um miðjan ágúst Upplýsingar fást hjá Gísla og Lenu í síma 562 1635 • 562 7211 og Eignamiðluninni sími: 588 9090_____________ Berðu sumarið inn á borð til þín... KOSTA BODA Kringlan , 568 9 1 22 ÞITT NÁNASTA UMHVERFI I iiíiTinifiTimim Gott tæki PUSTKERFI I fararbroddi SKEIFUNNI2,108 REYKJAVIK SÍMI 588 2550 BílavörubúSin FJÖDRIN Eigum hljóðkúta og pústkerfi í flestar gerðir bifreiða. Tveggja ára ábyrgð á heilum kerfum. ísetning á staðnum. Nánari upplýsingar fást hjá sölumönnum okkar (síma 588 2550

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.