Morgunblaðið - 06.08.1997, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 06.08.1997, Qupperneq 26
MORGUNBLAÐIÐ 26 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1997 Herraskór EKTA | /LEÐURV Verð 2.995,- Áður 6.995, Tegund 5745 Stærðir 41-46 Litur Brúnt. Póstsendum samdægurs rjopP skórinn • Veltusundi við Ingólfstorg • Sími 5521212. Haustferð til Budapest Þann 20. september næstkomandi býður Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar vikuferð til stórborgarinnar Budapest í beinu leiguflugi. Budapest er hvorttveggja í senn forn og ný, nýtísku borg sem jafnframt er tákn stórfenglegrar fortíðar þar sem hún stendur sitt hvoru megin Dónár og þar sem áður lágu landamæri rómverska heimsveldisins. Oft nefnd litla París eða perlan við Dóná. Budapest er vel viku virði. Meðal þess sem er í boði er fluq og gisting fyrir krónur 54.600. Innifalið er þá flug, flugvallarskattar, flugvallarakstur, gisting, morgunverður, skoðunarferð um borgina og íslensk fararstjórn. Einnig verður boðið upp á aðrar skoðunarferðir sem bókast hjá fararstjóra. Leitið nánari upplýsinga hjá utanlandsdeild okkar. ForAaskrifstofa QUÐMUNDAR JÓNASSONAR HF. Borgartóni 34, *«nf 511 151« AÐSENDAR GREINAR Nú verður gaman að læra dönsku MEÐAL nemenda hefur það lengi verið útbreidd skoðun að danska sé leiðinlegasta greinin í grunnskóla. Til þess eru ýmsar ástæður sem tengjast ekki ótvír- ætt gæðum kennslu eða námsefnis. Mörg rök hníga hins vegar að því að ef byrjað er á að kenna ensku eins og nú er stefnt að, en báðum tungum áfram gert jafn hátt undir höfði í kennslustundafjölda, geti dönskukennslan fengið það bætiefni sem hún þarf til að nemend- ur læri af ánægju — og þar með meira og betur. Um 1970 hófst byltingarkennd endurskoðun námsskipunar í grann- skóla. Áberandi þáttur í henni var að færa upphaf dönskukennslu niður, frá unglingastiginu til 4. bekkjar grannskóla (sem heitir nú 5. bekk- ur). Um leið hófst viðamikil herferð til að hvetja til breyttra kennsluað- ferða undir stjóm skólarannsóknar- deildar menntamálaráðuneytisins og tveggja námstjóra, þeirra Gurli Dol- trap og Harðar Bergmanns. Nú átti talmálið að ráða. Á kennaranámskeið- um og í námsefni var lögð áhersia á að nemendur og kennarar töluðu ekki nema dönsku í tímum. Haldin vora mýmörg kennaranámskeið og fram- leitt nýtt námsefni sem var tilrauna- kennt og endurskoðað — allt afskap- lega vandað og faglegt. Rannsóknir Veturinn 1979-80 var gerð könnun meðal dönskukennara á grannskóla- stigi á kennslu þeirra og hvemig þeim fyndist að hún tækist hjá þeim. Sá sem þetta skrifar vann úr henni og niðurstaðan var ekki uppörvandi. Menn voru þá þegar að gefast upp á að kenna dönsku í 4. bekk. Nýrra kennsluhátta gætti í 4., 5. og 6. bekk en mjög lítið í 8. og 9. bekk. í 4. og 5. bekk vora nemendur jákvæðir gagnvart dönskukennslunni en áhug- inn dofnaði fijótt og um leið breikk- aði bilið milli góðra og lélegra nem- enda. Það var mjög ljóst að kennuram fannst róðurinn þungur. Vorið 1987 heimsótti dr. Bent Sondergaard, prófessor í dönsku við kennaraháskólann í Flensborg í Schleswig-Holstein, ísland og gerði úttekt á dönskukennslunni hér. Nið- urstöður hans vora skýrar: Nemendur lærðu of litla dönsku í grannskóla miðað við kennslustundafjölda. Enn- fremur taldi hann, eins og reyndar margir danskir skólamenn og aðrir sem hingað hafa komið, að það gæti ekki byggst á rökhugsun heldur frek- ar á rómantískri afneitun staðreynda þegar nemendur væru látnir læra dönsku eins og það væri mikilvæg- asta tungumálið. Síðan hefur mjög vel rökstudd tillaga hans að nýskipan verið til á prenti. Er því ekki ágætt að hún skuli vera tekin upp nú tíu áram síðar?! Ástandið í dag Það er ekki áberandi erfítt fyrir okkur fram- haldsskólakennara í dönsku að vekja áhuga nemenda og ég efast stórlega um að danska sé sérlega óvinsæl grein í framhaldsskóla. Hins vegar er því ekki að neita að nemendur koma ekki til okkar með mjög jákvæðar væntingar. Algengt er að halda því fram að orsakir þeirra viðhorfa sem nemendur hafa til dönsku séu að þeir sjái ekki tilgang með því að læra hana, sjái ekki hvaða not þeir geta haft fyrir hana. Ég tel að þar sé verið að of- meta sjóndeildarhring nemenda stór- lega. Ef svo væri ættu nemendur frek- ar að spyija um nytsemi stærðfræði- kennslu. Undirritaður hefur ekki haft minnsta not fýrir þá miklu þjálfun sem hann fékk í skóla í diffran og tegran! Nemendur era ánægðir í skóla ef þeim finnst að þeir læri eitthvað nýtt, að þeim fari fram. Nemendur gangast upp í stærðfræði vegna þess að þar er sífellt verið að leysa dæmi. Þar er umbun veitt á stundinni. Það er afskaplega fátt utan skólans, segir Pét- ur Rasmussen, sem stuðlar að því að við- halda dönskuþekkingu unglinga. En hvað með dönsku? Við óform- legar kannanir meðal nemenda minna hef ég komist að þeirri niðurstöðu að þeim finnst almennt að þeir ættu að kunna meira í dönsku miðað við öll þau ár sem þeir hafa lært hana í grunnskóla. Og með að kunna meira eiga þeir framar öliu við það að geta talað dönsku og skilið mælta dönsku. Ef við veitum þeim þetta í framhalds- skóla fá þeir áhuga aftur. Samtal á dönsku er umbun á stundinni. Enska — danska Vandamál dönskukennslunnar í grannskóla er að hún teygist yfir fimm ár. Á fimm áram er hægt að gleyma mjög miklu ef efninu er ekki haldið við. Þar er kominn kjami máls- ins. Það er afskaplega fátt utan skól- ans sem stuðlar að því að viðhalda dönskuþekkingu unglinga þessa lands og því fær engin skólastefna breytt því það er miklu víðtækara fyrirbæri. Hér koma líka til þættir eins og sál- fræði tungumálanotkunar, t.d. hvers vegna Danir velja ósjálfrátt að svara á ensku þegar „hvítir“ útlendingar ávarpa þá. Þegar íslenskir nemendur hafa aðeins þijá tíma á viku í dönsku í grunnskóla ná þeir að gleyma allt að því jafn miklu milli tíma og þeir læra í tímum. Annað á við um ensku. Kannanir hafa sýnt fram á að áður en nemend- ur byija að læra ensku í grannskóla kunna þeir þó nokkuð af orðum og setningum í ensku. Það sýnir út- breiðslu enskunnar. Af þeim sökum er hægt að kenna ensku fáa tíma á viku í mörg ár án þess að tapa á því. Svo er hitt: Þegar við læram fram- andi tungumál í fyrsta sinn læram við um leið heilmargt, um eðli tungu- málanáms. Mjög almennt orðað lær- um við að móðurmál okkar er bara ein af mörgum hugsanlegum leiðum til að flalla um heiminn í kringum okkar, að tengsl orða og hluta eru ekki einföld heldur afstæð og tilviljun- arkennd. Það er erfitt að skilja í fyrsta sinn að „væri“ þýðir ýmist „was“ eða „were“ á ensku og eftir mjög flóknum reglum. Þess vegna skiptir miklu að byija á að kenna þá tungu sem er mest lifandi í umhverfi nemenda. Þegar farið var út í að breyta dönskukennslu um 1970, væntanlega eftir fyrirmynd í tilraunum með enskukennslu í Danmörku, gleymdist að ein mikilvæg forsenda þess að kennslan yrði árangursrík er að tungumálið sem kennt er sé þáttur í lífi nemenda utan skólans. Það hefur naumast átt við um dönsku hér á landi síðan 1950 en það á mjög vel við um ensku, ekki síst undanfarin 15 ár. Þegar nemendur hafa lært ensku í skóla að vissu marki og um leið óafvitandi heilmargt um hvemig við föram að því að læra tungumál þá er hægt að kenna þeim dönsku með miklu minni fyrirhöfn, ekki síst ef kennslunni verður þjappað saman þannig að hægt verði að kenna marga tíma á viku. Þá verður gaman að læra dönsku, og gaman að kenna hana. Hér væri hægt að fínna mörg önn- ur rök en blaðagrein verður að vera stutt. Það er vonandi orðið Ijóst að ég tel þá nýskipan tungumálakennslu í grunnskóla sem nú er stefnt að löngu tímabæra. I meira en 15 ár hefur það verið ljóst, þeim sem sjá vildu, að það skipulag kennslunnar sem við höfum búið við er ekki bara óeðlilegt heldur beinlínis dragbítur á dönskuþekkingu í landinu. Höfundur er dönskukennari og konrektor við Menntaskólann við Sund ogkenndi dönsku við Háskóla íslands 1970-80. Pétur Rasmussen Útsalan hefst kl. 7.00 oppskórinn Toppskórinn við Ingólfstorg sími: 552 1212 Ath. vörur frá Steinari Waage skóverslun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.