Morgunblaðið - 06.08.1997, Side 29

Morgunblaðið - 06.08.1997, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1997 29 Eigi veldur sá er varar, eða hvað? - Hverju reiddust goðin? í MORGUNBLAÐINU 29. maí sl. er ma. að_ finna grein eftir Guð- mund Pál Ólafsson rithöfund og náttúrufræðing. Aftur bírtist grein eftir GPÓl. í Morgunblað- inu 20. júní. I báðum greinum er margt vel sagt og sumt ágæt- lega, en annað miður. Ekki ætlar undirritað- ur sér þá ósvinnu að efna til orðaskaks við jafnritfæran mann og Guðmundur Páll er, en vill hins vegar trúa því að greinarnar séu rit- aðar og birtar af þeirri frómu ástæðu og með þau markmið í huga að upplýsa og vara. Ég hyggst gera hið sama og af sömu ástæðu. Um hvatir ræði ég ekki. Þannig er mál með vexti að ég sýsla við stíflugerð og hef gert það undanfarna áratugi með misjöfnum árangri eins og gengur, en álít þó að ég megi teljast búa yfir sérfræði- þekkingu á þessu sviði. I ljósi þeirr- ar þekkingar tel ég sitthvað ofsagt í grein Guðmundar Páls og illa samrýmast ofangreindum mark- miðum. Nú er svo að til þess að unnt sé að ræða vitrænt um mál- efni er nauðsynlegt að koma sér niður á sameiginlegt orðafar. Ég skil ekki vel allt það sem GPÓl. skrifar. Kannski er ég einn um þetta skilningsleysi, en ef til vill og líklega erum við fleiri. Ég veit t.d. ekki hvað Guðmundur Páll á við þegar hann nefnir stórstíflur eða risastíflur. Get ekki ráðið það af greininni. Ég þekki til að mynda dæmi um hlutfallslega lágar stíflur sem notaðar eru til þess að mynda stór lón og öfugt. Ég veit ekki heldur hvort GPÓl. telur meiri hættu stafa af stíflu en lóni, en kannski skiptir það ekki máli. Hættan er líklega meginatriðið og læt ég svo vera. Á stundum þykir heppilegt og gott að líta til sögunnar áður en ráðist er í hlutina og vissulega gerir GPÓl. það. Rekur sitthvað sem miður hefur farið varðandi stíflur og lón, en sleppir því miður hinu. Hálfsannleikur? Ég ætla að leyfa mér að hafa söguskoðunar- háttinn. Vísa til greinar GPÓl. um það sem illa hefur tekist til með, en huga að hinu. Sagan Ekkert vatn - ekkert líf, eru alþekkt sannindi. Nýting vatns hef- ur fylgt þróun mannkyns frá örófi, eða þróun mannsins hér á jörðu hefur fylgt nýtingu vatns. Sagan greinir m.a. frá stíflum í Mesópót- amíu í árdaga. Stíflur þessar virð- ast að jafnaði hafa verið hlaðnar úr tilhöggnu gijóti, þ.e.a.s. þær stíflur sem einhver merki sjást um. Vafalaust hafa einnig þá verið hlaðnar stíflur úr lausum efnum. Markmiðið var, að því er talið er, að veita vatni og áburði á akra og engi ásamt því að draga úr fióðum neðan stíflugarðanna. Svipáð mun hafa átt sér stað í öðrum menning- arríkjum fornaldar svo sem Egyptalandi, Persíu og Kína. Menning fylgdi vatni og jókst með notkun þess, þótt dæmi séu einnig um hitt, sbr. Grikkland hið forna. Sagan segir líka frá því að stífl- ur hafi brostið með hörmulegum afleiðingum. Ástæður þess að stífl- ur brustu voru án efa margvísleg- ar; flóð, jarðskjálftar, rof og fleira. Smám saman lærðist stíflugerðar- mönnum þó sitthvað varðandi eðli jarðefna, eiginleika náttúrunnar og svörun stíflna við mismunandi álagi. Ekki svo að skilja að allt sé lært og þekkt. Því fer fjarri, eins og dæmin sanna, en óneitanlega hefur þekkingu á sviði stíflugerðar fleygt fram á síðustu áratug- um. Slíkt er þó ekki eingöngu að þakka sí- vaxandi getu til þess að reikna flest mögu- legt og ómögulegt, heldur hafa farið fram ítarlegar rannsóknir og tilraunir á býsna mörgu sem að þessu lýtur, og ekki síst því er tekur til jarðskjálfta og svörun mismunandi jarðlaga og stíflna við jarðskjálftaálagi. Hins er og að geta að sú síaukna þekking og reynsla sem safnast saman hefur m.a. orðið til þess að fjölmargar stíflur hafa verið endur- bættar á ýmsa vegu. Elsta jarðstífla (stífla hlaðin úr lausum jarðefnum, svo sem jökul- ruðningi, möl og gijóti) gerð af Ég vil ekki sæta því fyrir mig og mína, segir Pálmi R. Pálmason, að ísland og íslendingar verði varðveitt ósnortin sem áhugaverð fyrir- bæri fyrir útlendinga. mönnum sem ég man í svip eftir að hafa lesið um og enn er í notk- un mun vera í Japan. Stíflan er frá því um öld fyrir Krists burð. Hún flokkast líklega ekki sem „stór- stífla", 5 til 10 m há, og er að sjálf- sögðu löngu orðin hluti landsins og landslagsins. Sú hefur fengið á sig og augljóslega staðist ótalda jarðskjálfta, stóra og smáa. Jarðskjálftar Nú þegar þekja bækur, um ör- yggi og óöryggi stíflna við alls kyns aðstæður og áraun og þá ekki síst jarðskjálfta, ótalda metra bókahilla víða um heim. Fjallað er um hvernig eigi að bregðast við hinu og þessu varðandi flest mögu- legt og ómögulegt í þessu sam- bandi. Og ritunum fjölgar stöðugt. Þó má hveijum manni ljóst vera að seint eða aldrei verður unnt að segja nákvæmlega fyrir um alla svörun. Til þess er margbreytileiki náttúrunnar of mikill. Þótt mönnum verði tíðrætt um það sem miður fer og þá gjarnan í ljósi þess sem betur hefði mátt gera, finnast sem betur fer miklu fleiri dæmi um alls kyns stíflur sem staðist hafa, án markverðra ef ein- hverra skemmda, jarðskjálfta og alls konar álag jafnvel langt um- fram það sem hönnuðir höfðu gert ráð fyrir. Enda yrði langur uppi ef telja ætti allar þær stíflur sem í tímans rás hafa staðist alla þá áraun sem móður náttúru hefur þóknast að leggja á þær. Enn er þess að geta að mismun- andi stíflugerðir svara og henta misjafnlega mismunandi álagi. Þannig eru dæmi, bæði reiknings- leg og raunveruleg, um að jarð- stífla standist jarðskjálfta þar sem steypt stífla brast og öfugt. Áthyglisvert er dæmi um jarð- stíflu í Kaliforníu sem hlaðin var þvert yfir virka sprungu. Lónið sem myndaðist telst hafa gert það að verkum að hreyfing varð á sprung- unni sem opnaðist að hluta inn Pálmi R. Pálmason undir lónstæðið og umtalsverður jarðskjálfti reið yfir. Flóðbylgja sem myndaðist í lóninu gekk yfir stífluna. Allt þetta stóðst stíflan án teljandi skemmda og er enn í fullri notkun. Stíflureikningar Áður en til þess kemur að hlaða stíflu sem einhveiju skiptir, reyna þeir sem að málum standa að gera sér sem best grein fyrir helstu hugsanlegum áhrifsþáttum, svo sem flóðum og jarðskjálftum, eld- gosum, rofi og jökulhlaupum svo nokkuð sé nefnt. Meginsjónarmiðið er að stífla verði að þola vatn án þess að rofna, hvar og hvaðan sem það berst að henni. Flestir þættir málsins eru sannarlega háðir óvissu, mismikilli þó. Við hönnun mannvirkisins er reynt að taka til- lit til þessarar óvissu á mismunandi vegu eftir mikilvægi viðkomandi þáttar, t.d. varðandi hættu fyrir þá sem búa neðan stíflunnar. Á síðustu árum hefur það svo færst í vöxt að meta þessa hættu, þ.e.a.s. hvað gerist rofni stífla. Niðurstöður slíkra reikninga eru hins vegar enn sem komið er svo óáreiðanlegar að vafasamt má telja að treysta þeim. Á hinn bóginn má benda á að mik- ið er unnið víða um lönd að þessum málum svo að nákvæmni niður- staðna ætti að verða meiri áður en langt um líður. Þegar þar að kem- ur mætti hugsa sér að endurmeta hugsanlega hættu og að gerðar verði viðhlítandi ráðstafanir í ljósi niðurstaðnanna. Að lokum Ég held það gott að almenningi sé gerð sem mest grein fyrir því sem stjórnvöld, stórfyrirtæki og aðrir eru að gera á og í landinu, svo að hver og einn geti sem best metið málið og þá væntanlega út frá eigin forsendum. Vissulega er þetta erfitt svo vel sé. Það er ábyrgðarhluti að segja hálfsann- leika og þá ekki síst í þeim málum sem hér er fjallað um. Ég vil t.d. ekki sæta því fyrir mig og mína að ísland og íslending- ar verði varðveitt ósnortin sem áhugaverð fyrirbæri fyrir útlend- inga, jafnvel þótt þeir sömu útlend- ingar rétti upp hönd á merkilegum fundum og samþykki að við munum ekki hafa verra af. Og ekki stöðva þeir náttúruöflin síblessaðir, sem þegar verst lætur eru mestu niður- rifsöflin. Ég leyfi mér í iokin að benda á það sem nú er að gerast við Mý- vatn. Ungafellir og silungsleysi og þessar hörmungar af völdum sjálfr- ar móður náttúru. Hveiju reiddust goðin? Höfundur er verkfræðingur á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. SSgisSfiSJv i * Sólar- og öryggisfilman Stórminnkar sólarhitann Ver nærri alla upplitun. Gerir glerið 300% sterkara. Setjum á bæði hús og bíla. Skemmtilegt ehf Krókhálsi 3, s. 587 6777 London - vinsælasta borg Evrópu Heimsferðir bjóða nú ótrúleg kynningartilboð til London í vetur þar sem þú getur notið hins besta í þessari spennandi heimsborg á ótrúlegum kjörum. Við kynnum nú glæsilega nýja gististaði og bein flug alla fimmtudaga og mánudaga. Spennandi kynnisferðir, besta verslunarborg Evrópu og íslenskir fararstjórar Heimsferða tryggja þér ánægjulega dvöl í heimsborginni sem á þriðja þúsund Islendinga heimsóttu á vegum Heimsferða síðasta vetur. Bókaðu strax og tryggðu þér tilboðsverðið. Verð frá kr. 19.990 Flugsæti til London með flugvallarsköttum. Verð frá kr. 24.991 M.v. 2 í herbergi, Crofton Hotel, 3 nætur, með 4.000 kr. afslætti. 4000 kr. afsláttur Gildir í ‘-undúnaferó frá mánudegi til flus Í T’ efbóí<ad er fynr 1. sept íslenskir fararstjórar^ Fáðu bæklinginn sendan. é/- .fjU á i V/SA i HEl IMSFER£ )IR! (j 1992 CZ 1997 Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 562 4600

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.