Morgunblaðið - 06.08.1997, Side 30

Morgunblaðið - 06.08.1997, Side 30
30 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1997 31 ■ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MIKILVÆGUR SÍLDARFUNDUR FUNDUR síldar úr norsk-íslenzka síldarstofninum innan fiskveiðilögsögunnar fyrir skömmu styrkir tilkall íslands til hlutdeildar í síldveiðunum, þótt enn sé of snemmt að fullyrða að síldin hafi tekið upp fyrra göngumynstur sitt og vetursetu við ísland. Samningurinn, sem gerður var í fyrra við önnur strandríki, sem nýtt hafa síldarstofninn, var góður samningur fyrir ísland. Tekið var tillit til sögulegra veiða íslendinga, þrátt fyrir að síldin væri þá ekki farin að ganga inn í íslenzku lögsöguna. í samningnum eru jafnframt þróunarákvæði, þannig að breyti síldin göngumynstri sínu til fyrra horfs geta íslendingar gert kröfu til enn stærri hlutar í veiðunum. Haldi samkomulag strandríkjanna til lengri tíma, þannig að stofninn verði ekki ofveiddur á ný, geta síldveiðarnar orðið mikilvæg tekjulind fyrir þjóðarbúið á komandi árum. FÉLAGSMÁLASTOFNUN TIL FYRIRMYNDAR FÉLAGSMÁLASTOFNUN Reykjavíkurborgar er öðrum fyrirtækjum og stofnunum til fyrirmyndar með því að taka upp einnar viku launað fæðingarorlof fyrir karla í þjónustu sinni. Ætla má að margir vinnu- veitendur íhugi að gera slíkt hið sama, bæði til að laða að sér góða starfskrafta og til að tryggja það jafnvægi atvinnu- og fjölskyldulífs, sem er nauðsyn- legt til þess að gera fólk ánægt í starfi. Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur heitið því að sjálfstæðum rétti feðra til fæðingarorlofs verði komið á fyrir lok kjörtímabilsins. Slíkt er sjálfsagt réttlætis- mál og nauðsynlegt í því skyni að tryggja öllum feðr- um sama rétt, sama hvar þeir vinna. Einstakir vinnu- veitendur munu eftir sem áður sjá sér hag í að gera vel við karlkyns starfsmenn sína hvað þetta varðar. SÉRKENNILEGAR SAMKOMUR VERSLUNARMANNAHELGIN er jafnan mesta ferðahelgi ársins en stærstur hluti ferðalanganna virðist ekki sækja í sveitir landsins til að njóta nátt- úrufegurðar eða hvíla sig á streitu hversdagsins. Flest- ir þeir sem leggja land undir fót um þessa helgi eru á leið á skipulagðar fjöldasamkomur. Samkomunum sem í boði eru fjölgar sífellt og gjarnan taka sveitarfé- lög þátt í leiknum, væntanlega í von um að gestirnir skilji einhveija fjármuni eftir hjá þjónustufyrirtækjum byggðarlagsins. Vikurnar fyrir verslunarmannahelgi keppast samkomuhaldarar við að dásama það sem á boðstólum verður og auglýsa þá skemmtidagskrá er skipulögð hefur verið. Margar af þessum samkomum fara prúðmannlega fram. En sá mælikvarði, sem á þær er lagður, virðist nokkuð á reiki. Sagt er að samkomur hafi tekist vel, þótt nauðgunarkærur hafi verið lagðar fram. Líkams- meiðingum er líkt við „pústra“. Verslunarmannahelgin hefur „farið rólega fram“, ef ölvaðir ökumenn hafa ekki orðið öðrum að fjörtjóni í umferðinni og spjöll á samkomustöðunum einskorðast við brotnar rúður. Hvað veldur þessari háttsemi íslendinga? Hvers vegna hópast fólk saman með þessum hætti, a.m.k. að töluverðu leyti að því er virðist til að neyta áfengis í óhófi? Þótt löng hefð sé fyrir uppákomum af þessu tagi geta þær engan veginn talist eðlilegar og æskileg- ar, ekki frekar en hinar reglulegu hópsamkomur um helgar í miðborg Reykjavíkur. Er ekki kominn tími til að þjóðin velti því fyrir sér hvers vegna „skemmtana- líf“ hennar verður sífellt að taka á sig þessa sérkenni- legu mynd? Bjartsýni í Reykhólasveit og Dölum vegna Gilsfjarðarbrúar Forsetahjónin á íslendingaslóðum í Kanada Opnar nýj a vídd í sam- göngnm Oddvitar Dalabyggðar og Reykhólahrepps eru bjartsýnir á að vegurinn yfír Gilsfjörð styrki byggðirnar og auki samvinnu sveitarfélag- anna. Áhugamenn vilja að gerð verði athugun á sameiningu sveitarfélaganna. Oddviti Dala- byggðar segir Helga Bjamasyni að hann vilji flýta þessum viðræðum en oddviti Reyk- hólahrepps segist hafa meiri trú á samstarfi án sameiningar. Morgunblaðið/Júlíus FJÖLDI fólks fylgdist með þegar síðustu hlössunum var sturtað í Gilsfjörðinn. VEGURINN yfír Gilsfjörð sem er á stærstu sjávar- vegfyllingu landsins tengdist saman á dögun- um. Nú er verið að veija fyllinguna með grjóti en hún verður opnuð fyrir umferð fyrir veturinn og verk- takinn, Klæðning hf., á að skila veginum malbikuðum næsta sumar. Gilsfjarðarvegurinn er gamall draumur fólks beggja vegna, Reyk- hólasveitunga og Dalamanna, því hættulegur vegur um fjörðinn hefur hamlað samskiptum þess. „Ég tel að nýi vegurinn breyti öllu hér, það opnast ný vídd í samgöngum suður á við,“ segir Þórður Jónsson, bóndi í Árbæ, oddviti Reykhólahrepps. Hann segir að stytting leiðarinnar með þverun Gilsfjarðar segi ekki allt því Gilsfjörður hafi verið svo mikill farartálmi að fólk hafi veigr- að sér við að fara hann á vetrum. „Ég veit að margir hafa verið hræddir að búa hér fyrir vestan fjörð vegna þess hvað Gilsfjörður er hættulegur. Nú ætti að verða fýsilegra fyrir fólk að búa hér,“ segir Þórður. Áhersla á Bröttubrekku Forystumenn beggja vegna Gils- fjarðar binda vonir við að nýi veg- urinn hafi jákvæð áhrif á atvinnulíf- ið. Þórður telur að ásókn í land undir sumarbústaði í Reykhólasveit muni aukast enda sé þar mikið af fallegum sumarlöndum. Þegar göngin undir Hvalfjörð komi verði ekki svo langt að keyra frá Reykja- vík í sumarbústað í Reykhólasveit. Sigurður Rúnar Friðjónsson, mjólkursamlagsstjóri í Búðardal og oddviti Dalabyggðar, tel- ur að ferðaþjónustan geti orðið mikilvægur vaxtar- broddur í atvinnumálum Dalanna og aukin umferð með bættum samgöng- um stuðli að því. Vegur- inn um Bröttubrekku er enn farar- tálmi á suðurleiðinni en hann er að stofni til frá 1932 og hefur lítið verið endurbættur. Sigurður segir að Dalamenn leggi áherslu á að lagður verði góður vegur um Bröttubrekku enda séu þetta aðeins 15 km sem kosti um 300 milljónir kr. Sigurður Rúnar telur ekki raun- hæft að gera ráð fyrir göngum á næstu árum og því sé skynsam- legra að fá nýjan veg. Bendir hann á að við úthlutun fjármagns til stór- framkvæmda yrði litið til þess að nú væri verið að ljúka við Gilsfjarð- arveg og Dalamenn yrðu því vænt- anlega aftarlega í röðinni við stór- verkefni eins og jarðgangagerð. Vestfirðingar ósammála Skiptar skoðanir eru á Vestfjörð- um um það hvernig best sé að tengja Gilsfjarðarbrúna við vega- kerfi Vestfjarða svo að hún komi að fullum notum. Aðallega er rætt um tengingu við norðurhluta Vest- fjarða með endurbótum á veginum yfir Þorskafjarðarheiði eða teng- ingu milli Reykhólasveitar og Strandasýslu með nýjum vegi um dalina hjá Tröllatunguheiði. Einnig er nýr vegur frá Reykhólum um eyðifirðina og Barða- ströndina og göng undir Hrafnseyrarheiði til Dýra- fjarðar í umræðunni en það er talin afar dýr fram- kvæmd. Að sögn Þórðar hefur hreppsnefnd Reykhólahrepps ekki tekið afstöðu til þessara kosta en lagt áherslu á að ákvörðun um framhaldið yrði flýtt. „Það væri best ef Vestfirðingar gætu náð sátt um þetta val,“ segir hann. Spurður um sína eigin skoðun segir Þórður að sér hafi alltaf fundist að tenging við Barðaströndina ætti að hafa forgang enda hafi suðurhluti Vest- fjarða ekki vetrartengingu við vegakerfi landsins. Ef hann þyrfti að velja á milli nýs vegar á Þorska- fjarðarheiði og Tröllatunguheiði segist hann telja að síðari kostur- inn, þ.e. tenging við Strandir, myndi þjóna svæðinu betur. „Við getum tekið undir þá skoð- un að það sé málefni Vestfírðinga hvernig tengingin verður vestur á bóginn en við áskiljum okkur þó rétt til að hafa skoðun á því,“ seg- ir Sigurður Rúnar í Búðardal. Nefn- ir hann að tiltölulega ódýrt sé að endurbæta veginn um Þorskafjarð- arheiði og að sá vegur myndi stytta mest leiðina milli Reykjavíkur og ísafjarðar, eða um 60 km að með- talinni styttingu leiðarinnar í Gils- firði. Telur hann að meginhluti umferðarinnar til og frá norð- urhluta Vestfjarða muni ekki fara um Gilsfjarðarbrú og Dali nema slík stytting kæmi til. Til viðbótar minnir hann á væntanleg Hvalfjarð- argöng og segir að í heild styttist leiðin um rúma 100 kílómetra með þessum þremur samgönguverkefn- um. „Menn hafa ekki slegið hend- inni á móti svona styttingu enda er það sífellt að verða ljósara að öflugar samgöngur á landi eru for- senda byggðar úti um landið," seg- ir Sigurður Rúnar. Hugmyndir um hótel Oddviti Dalabyggðar segir að nýr vegur um Bröttubrekku sem fyrir- hugað er að hefjast handa við á næstu árum og Gilsfjarðarbrú ásamt tengingu áfram vestur færi Dalina aftur í þjóðleið og tengi svæðið betur við aðalmarkaðssvæði Hættulegur vegur hefur hamlað sam- skiptum landsins. „Við ætlum að hasla okk- ur völl í ferðaþjónustu og bættar samgöngur auðvelda okkur það. Hér er ýmislegt unnið á þessu sviði, til dæmis er verið er að endurnýja Dalakjör sem er okkar helsta þjón- ustumiðstöð og til athugunar er að koma upp hóteli á Laugum í Sæl- ingsdal." I skólanum á Laugum hefur verið Eddu-hótel í mörg sumur. Að sögn Sigurðar er nú verið að athuga möguleikana á að endurnýja hluta af heimavistinni og útbúa þar hótel með nútímalegri aðstöðu fyrir 40-50 manns. Jafnvel að tengja reksturinn við byggðasafn Dalamanna sem er á Laugum. Áhugi er á að ráðast í þessa framkvæmd í samvinnu við ferðaþjónustuaðila en ákvarðanir hafa ekki verið teknar. Hugmyndir um sameiningu Þegar átak hefur verið gert í samgöngumálum sem tengt hefur saman sveitir eða héruð hafa íbú- arnir stundum verið tregir að vinna meira saman og sýna fram á þá hagræðingu sem færð var fram sem rök fyrir verkinu. Oddvitar Reyk- hólasveitar og Dalabyggðar benda á margvísleg samstarfsverkefni sveitarfélaganna og telja mögulegt að þróa samvinnuna enn frekar vegna bættra samgangna. Sigurður Rúnar í Búðardal segist raunar vera tilbúinn að taka skrefíð til fulls og vinna að sameiningu sveit- arfélaganna. Þórður í Árbæ er var- fæmari, segist ekki sjá fyrir sér sameiningu sveitarfélaganna á næstu árum og hefur meiri trú á aukinni samvinnu þeirra. Nefnir skólamálin í því sambandi. íbúar Reykhólasveitar hafa ákveðna þjónustu í hreppnum en sækja annað í Búðardal, eins og t.d. heilsugæslu, og til Pat- reksfjarðar. Sýslumaður Með sameiningu við Reykhólahrepp og Saurbæ yrðu liðega 1200 íbúar í sveitarfélaginu. „Ég hef áhuga á að slík vinna hefjist sem fyrst. Það er mikið nauðsynjamál fyrir okkur í sveitinni að vera opin fyrir hug- myndum að breytingum sem gera okkur öflugri til að taka á málurn," segir Sigurður Rúnar. Bendir hann á að þó ekki hafi allir hlutir gengið nákvæmlega eins og menn óskuðu sér þegar Dalabyggð varð til hafi sameiningin tekist, ekki síst vegna samheldni íbúanna. „Bæði þessi svæði eiga í vök að verjast með að halda þeirri þjónustu sem er á stöð- unum. Sú barátta mun halda áfram hvort sem sveitarfélögin eru þijú eða eitt en ég er sannfærður um að sameinuð stöndum við betur að vígi en sundruð," segir Sigurður. Hann telur ekki að sú staðreynd að Reykhólahreppur er í Vest- fjarðakjördæmi en Dalasýsla í Vest- urlandskjördæmi þurfí að tefja fyr- ir sameiningu, ef íbúar núverandi Reykhólasveitar vildu vera áfram í Vestfjarðakjördæmi og Dalamenn í Vesturlandskjördæmi væri ekkert sem mælti á móti því að svo yrði áfram þó sveitarfélögin sameinuð- ust. „Sameinað sveitarfélag verður þá með tvöfalt fleiri þingmenn en hvort um sig er með í dag,“ segir Sigurður Rúnar. Sameining Dala og Borgarbyggðar? Oddviti Dalabyggðar telur að ef ekki verði af sameiningu vestur á bóginn verði að huga að öðrum kostum því stöðnun þýði afturför á þessu sviði eins og öðrum. Segist hann hafa Borgarbyggð sérstak- lega í huga. Nú séu 82 kílómetrar í Borgarbyggð og allt góður vegur nema 15 km á Bröttubrekku. Nýr vegur myndi tengja vel saman þessi sveitarfélög sem eru hvort sínu meg- Skiptar skoð- anir um teng- ingu við Vest- fjarðaveg og lögregla eru á Patreksfírði en aðeins sumarvegur á milli. „Maður vill auðvitað hafa þjónustuna sem styst frá sér,“ segir Þórður um þetta. Hópur áhugamanna hefur viljað láta hefja vinnu við að kanna kosti og galla sameiningar Dalabyggðar og Reykhólahrepps og væntanlega einnig Saurbæjarhrepps sem ákvað að standa utan við sameiningu allra annarra hreppa Dalasýslu á sínum tíma. Til stendur að Skógarströnd sameinist Dalabyggð og verður það sveitarfélag þá með 740-750 íbúa. in við Bröttubrekku því Norðurár- dalur í Borgarfírði er í Borgar- byggð. „Þetta hefur komið lauslega til tals og þó málið hafi enn ekki verið rætt formlega sýnist mér að þessi tvö sveitarfélög gætu fallið vel saman,“ segir Sigurður Rúnar. Hann telur ekki eins áhugavert að tengjast Stykkishólmi, einkum vegna samgangnanna. Þó leiðin í Hólminn sé lítið lengri en í Borgar- nes sé meginhluti vegarins þangað það slæmur að hann dragi úr áhuga á samskiptum þangað. Það gæti þó breyst með bættum samgöngum. Morgunblaðið/Gunnur Isfeld KANADÍSKIR fjallalögreglumenn fylgdust með hátíðahöldunum í Gimli um helgina. Hér gengur Ólafur Ragnar Grímsson að ræðustóli. T engslin efld við Islendinga í vestri Forseti Islands hefur undanfama daga heim- sótt Vestur-íslendinga í Kanada. Gunnur ísfeld fylgdist með heimsókninni, þar sem m.a. var rætt um hvemig efla megi tengsi Vestur-íslendinga við ísland. Winnipeg. Morgunblaðið. FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson og kona hans, Guðrún Katrín Þor- bergsdóttir, komu til Winnipegborgar í blíðskaparveðri, síðdegis á laugardag. Einar Bene- diktsson sendiherra og Kornelíus Sigmundsson forsetaritari voru með í för. Móttökunefndina skipuðu ís- lenski aðalræðismaðurinn Neil Bard- al, móttökustjóri Manitobaborgar, Kathleen Brown, formaður íslend- ingadagsins, Connie Schimnowski Magnuson og forseti Þjóðræknisfé- lags Norður-Ameríku, Lawrence Johnson og kona hans Edith John- son. Ekið var til Gimli, sem er um klukkustundar akstur frá Winnipeg, þar sem forsetahjónin tóku þátt í óformlegu kvöldverðarboði og voru kynnt fyrir meðlimum íslendinga- dagsnefndar og öðrum Gimlibúum. Klukkan 9 árdegis á sunnudags- morguninn var lagt af stað til Mikl- eyjar (nú kölluð Hekla Island), sem er um 90 km fyrir norðan Gimli. Ekið var norður „landnemaveginn“ eða „Colonization Road“ sem lagður var af íslensku landnemunum um Nýja-ísland. Minnisvarði Vilhjálms Stefánssonar landkönnuðar, við fæð- ingarstað hans í Ámesi, var skoðað- ur og því næst minnisvarði um Gutt- orm Guttormsson skáld, í Riverton við íslendingafljót. í kirkjunni á Heklueyju fór fram stutt helgistund þar sem sr. Ingþór ísfeld lagði út af 90. sálmi Davíðs og Einar Benediktsson sendiherra í Washington las íslenka þjóðsönginn. Því næst flutti sr. Ingþór erindi um hlut kristinnar trúar og kristinnar kirkju í lífi landnemanna. Þó nokkrir af fyrrverandi ábúendum Heklueyju (eyjan er nú í eigu Manitoba-fylkis og hefur verið breytt í þjóðgarð) voru viðstaddir. Að lokum ávarpaði forsetinn viðstadda. Hádegisverður var snæddur á Gull Harbour-hótelinu þar sem boðið var upp á „walley“-fisk úr Winnipeg- vatni, sem íslensku landnemarnir kölluðu ávallt „pæk“. Á heimleiðinni var stoppað á bóndabæ í eigu bræðr- anna Erics og Brians Friðfinnssona í Geysisbyggð, rétt hjá Árborg. Eric Friðfínnsson sýndi forsetahjónunum og fylgdarliði alfaalfa-akra, sem fijóvgaðir eru af býflugum, og sagði frekar frá landbúnaðarháttum í Manitoba. Ólafur Ragnar Grímsson sýndi mikinn áhuga á þessum land- búnaði. Kaldir drykkir voru bornir fram í fallegum skógarlundi við bæinn. Komið var aftur til Gimli um kl. 16. Ólafur Ragnar og Guðrún Katrín þáðu boð í Vinaminni, sumarhúsi Kris Stefanson, dómara á South Beach skammt frá Gimli þar sem tækifæri gafst til að hitta fólk af íslenskum ættum frá Gimli og víðar. Forsetahjónin og fyldarlið tóku þátt í kvöldskemmtun haldinni á vegum íslendingadagsnefndar. Kl. 19.45 heimsóttu forsetahjónin og fyldarlið leiksýningu í Aspire Theatre, þar sem leikrit Hrafnhildar Hagalín Guð- mundsdóttur, „Ég er meistarinn" í leikstjórn Jóns Einars Gústafssonar, var flutt. Skrúðganga á íslendingadegi Dagskrá mánudagsins hófst með morgunverðarboði þar sem forseta- hjónin snæddu morgunverð með tveimur Vestur-íslendingum sem hlotið hafa fálkaorðuna, þeim Stef- áni Stefánsson og Alec Thorarinson. Forsetahjónin tóku þátt i skrúð- göngu Islendingadagsins þar sem þau óku götur Gimlibæjar í hest- vagni. Fjallkonan, sem á heiðurssæti á Islendingadegi, var Lorna Terges- en. Hin hefðbundna dagskrá íslend- ingadagsins hófst kl. 14 í Gimli Park í sólskini og 27°C hita. Ólafur Ragn- ar Grímsson flutti aðalræðu dagsins til heiðurs Kanada. Hann hóf ræðu sína á ljóði Stefáns G. Stephansson, Þó þú langförull legðir, sem hann hafði kosið við innsetingu sína í for- setaembættið sem tákn um löngun hans að sameina alla af íslenskum uppruna, hvar í heimi sem þeir eru búsettir. Hann sagðist virða trú- mennsku þeirra við forfeðurna, sem lögðu á sig erfíða ferð frá íslands dölum til að stofna ný heimkynni í Kanada. Hann sagðist vilja styrkja tengslin við alla þá sem hlut eiga í hinum einstaka arfi, sem um aldir hefur auðgað íslendinga. Nú væri aukinn skilningur á því á íslandi að þörf væri á að efla þetta samstarf frekar. Þátttaka í landgræðslu í þessu sambandi nefndi forsetinn Vesturfarasafnið á Hofsósi. í öðru lagi mundi íslenska ríkisstjórnin skipa nefnd sem hefði eftirlit með sambandi við Kanada. Nefnd þessari verður stjórnað af Einari Benedikts- syni, sendiherra. í þriðja lagi nefndi hann Landgræðslu Islands sem hann bauð Kanadamönnum af íslenskum uppruna að taka þátt í, meðal ann- ars með ræktun í sínum heimahög- um. í ú’órða lagi að Vestur-íslending-' um verði boðið að dvelja á bóndabæj- um í þeim byggðarlögum sem forfeð- ur þeirra fluttu frá. í fímmta lagi að byggja upp sérstakt verkefni, Æska og uppruni, eða „Youth and heritage“, í þeim tilgangi að auka skilning hjá ungu fólki af íslenskum ættum á menningu forfeðra þeirra og kynna því ísland nútímans og einstaka fegurð íslenskrar náttúru. í sjötta lagi kynnti forsetinn þýðingu á íslendingasögunum sem nú eru fáanlegar á ensku. Sjöunda tillaga forseta var svo að notfæra sér nú- tíma tækni, alnetið, myndbandið o.fl. til að skiptast á upplýsingum um menningu okkar. Að lokum nefndi forsetinn sameiginlegt átak um að minnast landafunda íslenskra vík- inga í Vesturálfu. Um kvöldið þáðu forsetahjónin boð á heimili Neils Bardal og konu hans Annette Bardal sem búa skammt frá Gimli, en bær þeirra heitir Svartárkot. Neil Bardal, aðal- ræðismaður, er ættaður frá Svartár- koti í Bárðardal. Neil Bardal skipu- lagði alla þætti heimsóknar forseta- hjónanna til Manitoba. I gær átti forseti fund með Eric Stefansson, fjármálaráðherra Man-. itoba, en hann er af íslenskum ætt- um, og öðrum þingmönnum í þing- húsi Manitoba. Þaðan var farið yfir í Manitoba Club, þar sem fjármála- ráðherrann bauð forsetahjónunum í hádegisverð af Stefansson. Um 60 manns sátu hádegisverðinn, flestir af íslenskum ættum, en einnig var forsætisráðherra Manitoba, Garry . Filmon, viðstaddur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.