Morgunblaðið - 06.08.1997, Side 38

Morgunblaðið - 06.08.1997, Side 38
38 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1997 MIIMNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Útför vinar míns, sonar, bróður og mágs, SKÚLA JÓNS THEODÓRS fiugvélstjóra, Rekagranda 2, Reykjavík, sem lést föstudaginn 1. ágúst síðastliðinn, fer fram frá Dómkirkju Krists Konungs, Landakoti, föstudaginn 8. ágúst kl. 13.30. Þorbjörn Garibaldason, Auður Ingibjörg Theodórs, Arndís Gná Theodórs, Eiín Þrúður Theodórs, Ásgeir Theodórs, Guðlín Jónsdóttir, Sigurður H. Björnsson, Ingvar S. Hjálmarsson, Guðmundur S. Pálsson, Björg Kristjánsdóttir og frændsystkini. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐFINNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Fjalli, lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum föstu- daginn 1. ágúst. Útför hennar fer fram frá Ólafsvailakirkju föstu- daginn 8. ágúst kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningarsjóð Ljósheima, Sel- fossi. Guðmundur Valdimarsson, Stella Gunnars, Ingibjörg Valdimarsdóttir, Ármann Árni Stefánsson, Bjarni Ófeigur Valdimarsson, Bryndís Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda faðir og afi, JÓHANNES G. HELGASON, Stóragerði 26, Reykjavík, er andaðist á heimili sínu mánudaginn 28. júlí verður jarðsunginn frá Grensáskirkju fimmtu daginn 7. ágúst kl. 13.30. Oddný Eyjólfsdóttir, Ólína Ág. Jóhannesdóttir, Kjartan G. Gunnarsson, Jóhannes Á. Jóhannesson, María Skaftadóttir, Anna Margrét Jóhannesdóttir, Högni Hróarsson og barnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRHALLA ODDSDÓTTIR frá Kvígyndisfelli, Tálknafirði, lést á Hrafnistu sunnudaginn 3. ágúst. Börn, tengdabörn, barnabörn og langömmubörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLGERÐUR JÓNASDÓTTIR, Skarðshlíð 11f, Akureyri, er lést á dvalarheimilinu Hlíð laugardaginn 2. ágúst, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 8. ágúst kl. 13.30. Inga Jóna Steingrímsdóttir, Steingrfmur Einarsson, Þorgeir Steingrímsson, Dómhildur Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Faðir okkar, ÞORGEIR PÉTURSSON, Bólstaðarhlíð 58, er látinn. Útförin verður auglýst síðar. Börn hins látna. SKÚLI ÁGÚSTSSON + Skúli Ágústsson fæddist í Reykjavik 11. sept- ember 1936. Hann lést á Reykjalundi 25. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Lauf- ey Guðlaugsdóttir, f. 28. júlí 1906, d. 13. maí 1975, og Ágúst Jónsson, f. 24. ágúst 1902, d. 28. júlí 1989. Systk- ini Skúla eru: Guð- laugur Gunnar f. 6. febrúar 1926, Ólafur Helgi, f. 8. maí 1927, látinn 1971, Vigdís Sigurbjörg, f. 1929, látin 1931, Victor Sæv- ar, f. 24. október 1930, Vigdís Elín, f. 15. febrúar 1935, Unna Svandís, f. 10. desember 1940, Hrafnhildur Auður, f. 5. júlí 1942, látin 1997, Ingi Björgvin, f. 11. október 1945, og Aldis, f. 4. ágúst 1948. Skúli var ókvæntur og barnlaus. Utför hans fer fram frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 6. ágúst klukkan 13.30. Sælir eru hógværir, því að þeir munu landið erfa. Þessi orð eiga einkar vel við þegar minnst er þess manns, sem ég minnist nú. Skúli mágur minn er látinn, á sextugasta og fyrsta aldursári. Hann lést á Reykjalundi, þar sem hann hafði dvalið undanfarna mánuði, föstu- daginn 25. júlí. Eg kynntist Skúla þegar hann var 12 ára gamall, en þá kom ég fyrst á hið stóra, barn- marga heimili foreldra hans sem væntanleg tengdadóttir. Þetta heimili var á Lang- holtsvegi 47, en áður höfðu þau átt heima í húsi sem hét Norð- urhlíð og stóð rétt fyrir neðan þar sem Hrafn- ista er nú. Skúli var einn af 10 systkinum og er hann sá fjórði sem kveður. Bernska Skúla þarna í Kleppsholtinu leið við leiki og störf, en hann var einstaklega ljúfur og glaðvær drengur sem fór lítið fyrir. Hann gekk í Laugarnesskóla og fermdist frá Laugarneskirkju. Ekki átti mág- ur minn neitt sérstaklega auðvelt með nám. í dag hefði verið öðruvísi að honum búið að því er það varðar en í þá daga höfðu þeir sem ekki voru eins fljótir að læra og aðrir litla möguleika á hjálp í skólakerf- inu. Ekki háði skólagangan honum í sambandi við störf. Sem barn og unglingur dvaldi hann í sveit á sumrin og undi vel við sveitastörf. Hann hélt alltaf sambandi við fólk- ið sem hann var lengst hjá á sumr- in og heimsótti það oft meðan hann gat ekið bíl. Þegar hann varð eldri vann hann mörg ár í Járnsteypunni hf. Ég held að það hafi verið um 20 ár. Hann stóð á meðan stætt var í þess orðs eiginlegu merkingu, því eitt af störfum hans var m.a. að standa við að sigta sand. Þegar sýnt var að hann gat ekki lengur + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SÓLVEIG JÓNSDÓTTIR, Hverafold 2, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum mánudaginn 4. ágúst síðastliðinn. Jarðarförin verður auglýst síðar. Flemming Hólm, Jón Hólm, Gréta Jóhannsdóttir, Jakob Hólm, Ragnheiður Ketilsdóttir, Jórunn Guðrún Hólm, Valmundur Pálsson, Gunnar Hólm, Lise Krolycke Sörensen, Flemming Þór Hólm, Matthildur Jónsdóttir og barnabörn. + Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og bróðir, PÁLMI A. ARASON prentari, lést á Landspítalanum þann 3. ágúst. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 12. ágúst kl. 13.30. Margrét A. Pálmadóttir, Hreinn Mýrdal Björnsson, íris Börk Hreinsdóttir, Pálmi A. Hreinsson, Sigurfinnur Arason. + Elskulegur fósturbróðir minn, HÖRÐUR KRISTINN EIRÍKSSON, Reykjamörk 16, Hveragerði, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands mánudaginn 4. ágúst. Fyrir hönd aðstandenda, Árný Ingibjörg Filippusdóttir. unnið þar vegna þess vöðvarýmun- arsjúkdóms sem hijáði hann og bar æ meira á eftir því sem hann eltist fór hann að Reykjalundi í endur- hæfingu og dvaldi þar nokkra mán- uði. Síðan vann hann þar á vemduð- um vinnustað en fékk íbúð í húsi Öryrkjabandalagsins, Hátúni 10A. Þar undi hann hag sínum vel, en þar býr líka Ingi bróðir hans með sinni konu. Ég hygg að á engan sé hallað þó ég segi að án Inga hefði Skúli ekki getað búið þar jafn lengi og raun varð á. Ingi sinnti honum af svo mikilli hugulsemi að eftir var tekið. Skúla var í blóð borið að vilja vinna og sjá sjálfum sér farborða með vinnu sinni. Hann greiddi sína skatta og skyldur möglunarlaust og taldi sér það til tekna að vera fær um það. Hann átti alltaf bíl og var duglegur að heimsækja vini og vandamenn bæði utan borgar og innan. Skúli kvæntist ekki og eignaðist ekki börn. En hann var mikil fjöl- skyldumaður og fylgdist vel með systkinum sínum og þeirra börnum og barnabörnum, enda heimsótti hann _ okkur öll oft meðan hann gat. Ég dáðist oft að því að hann vissi hvað öll börn systkinabarna hans hétu og hvað þau voru göm- ul. Skúli frændi var sjálfsagður gestur í jólaboðum á okkar heimili á jóladag meðan hann treysti sér til þess og þó hann tæki kannski ekki alltaf þátt í öllum þeim ærsla- gangi og leikjum sem þar voru hafði hann mjög gaman af að vera í hringiðunni. Hann hafði t.d. ákaf- lega gaman af þegar við sungum þó hann syngi ekki sjálfur. Mágur minn var einn af þeim mönnum sem á vissan hátt var sjálf- um sér nógur. Hann hlustaði mikið á útvarp og horfði mikið á sjón- varp. En hann var duglegur að hafa samband við okkur símleiðis þegar hann gat ekki lengur komið í heimsókn. Og hann átti góða æskuvini sem hann hélt alltaf sam- bandi við. Hann hélt upp á sextugs- afmæli sitt á síðasta ári og gladdist mjög yfir að sjá þar frændfólk og vini. Skömmu síðar hrakaði heilsu hans verulega og í desember fór hann á Reykjalund og átti þaðan ekki afturkvæmt. Á Reykjalundi undi hann vel hag sínum, enda kunnugur þar frá því áður. Fjöl- skyldan þakkar af alhug þann hlý- hug og góðu umönnun sem hann hlaut þar. Og nú er þessi góði drengur all- ur. Fram í hugann streyma ótal ljúf- ar og skemmtilegar minningar um samveru okkar við hann frá fyrstu tíð. Sameiginlegar minningar er eitt af því sem tengir fjölskyldu óijúfandi böndum. Nú rifjum við Skúli ekki framar upp okkar skemmtilegu minningar t.d. eins og þegar hann fór með okkur hjónun- um og foreldrum slnum hringinn í kringum landið árið 1974. Þá var heilsa Skúla betri og hann hafði mikla ánægju af ferðinni. Stundum skilur maður fyrst hve stór hluti af lífi manns fólk er þeg- ar það er farið. Þannig verður það með Skúla sem hringir ekki lengur og segir góðan daginn og spyr al- mæltra tíðinda. Alltaf sagði hann að sér liði ágætlega og barmaði sér aldrei. Kjarkur hans og dugnaður í öllum þessum veikindum var ótrú- legur. Fjölskyldan öll, stórir og smáir, kveður Skúla og þakkar honum samfylgdina öll árin og ég vil aðeins víkja að orðum stórskálds- ins og segja: Góða nótt, kæri mágur, englarnir syngi sálu þína í ró. Guð blessi minningu ljúfmennis- ins Skúla Ágústssonar. Ásgerður Ingimarsdóttir. Skúli okkar. Við þökkum fyrir allt sem þú ert búinn að gera fyrir okkur, þú bauðst okkur alltaf í Grímsnesið. Við sökn- um þessa góða drengs og við gleym- um honum aldrei. Þú varst alltaf svo góður við okkur. Guð geymi þig. Stefán Konráðsson, Aldís Ágústsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.