Morgunblaðið - 06.08.1997, Qupperneq 40
40 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1997
MIIMNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Af alhug þökkum við öllum sem heiðruðu
minningu mannsins míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
MAGNÚSAR AÐALBJARNARSONAR,
Kirkjuvegi 26,
Selfossi,
vegna andláts hans og auðsýndu okkur
samúð og hlýhug.
Þórdís Frímannsdóttir
og fjölskylda.
*3r
t
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og virðingu vegna andláts og
útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður og afa,
JÓAKIMS HJARTARSONAR
skipstjóra
frá Hnífsdal,
Hæðargarði 29,
Reykjavík.
Ólafía G. Alfonsdóttir,
Gréta Jóakimsdóttir, Odd Tryggve Marvel,
Helga S. Jóakimsdóttir, Sigurður B. Þórðarson,
Gunnar Jóakimsson, Sólveig Þórhallsdóttir,
Kristján G. Jóakimsson, Sigrún Sigvaldadóttir,
Aðalbjörg Jóakimsdóttir
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför
ÓLAFS GUÐFINNSSONAR
húsgagnasmíðameistara,
Mávahlíð 11.
Sólrún Ólafsdóttir,
Örn Ólafsson,
Sigurbjörg Ólafsdóttir,
Gústaf A. Ólafsson,
Sigríður J. Ólafsdóttir,
Guðfinnur Ólafsson,
Laufey Jónsdóttir,
Þórhallur Bjarnason,
Finnur Ellertsson,
Þorbjörn Gunnarsson,
Jóhanna Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
RÖGNU HJÖRDÍSAR ÁGÚSTSDÓTTTUR,
Austurgötu 4,
Hafnarfirði.
Ingibjörg Böðvarsdóttir, Gunnlaugur Magnússon,
Böðvar Böðvarsson,
Hulda Böðvarsdóttir,
Þórarinn Böðvarsson,
Ágúst Böðvarsson,
Elísabet Böðvarsdóttir,
Bjarney Sólveig Gunnarsdóttir,
Sigrún Ögmundsdóttir,
Þorgerður Nielsen,
barnabörn og fjölskyldur.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, fóstur-
föður, tengdaföður, afa, langafa og bróður,
ÓSKARS MARGEIRS BECK JÓNSSONAR,
Skálagerði 13,
Reykjavík.
Ásta Sigrún Hannesdóttir,
Ingunn Jóna Óskarsdóttir, Jón Sigurðsson,
Anna Lísa Óskarsdóttir, Kristján Snorrason,
Júlíus Valdimar Óskarsson, Inga Hjálmarsdóttir,
Margrét Erna Blomsterberg, Grétar Benediktsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og systkini.
ANNA
SIG URÐARDÓTTIR
+ Anna Sigurðar-
dóttir handa-
vinnukennari fædd-
ist í Stykkishólmi
13. apríl 1933. Hún
lést í Kerteminde á
Pjóni í Danmörku
11. júlí síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Fossvogs-
kirkju 25. júlí.
Mér varð bilt við
þegar ég las um andlát
vinkonu minnar, Önnu
Sigurðardóttur. Ég
hélt að tími okkar leik-
systranna og æskuvinkvennanna
úr Stykkishólmi væri ekki kominn
svona fljótt. En við verðum að trúa
því, að öllu sé gefinn ákveðinn tími
og því verði ekki af mönnum breytt
hversu mjög sem vísindunum fleyt-
ir fram. Anna var ekki ein af þeim,
sem fædd var með silfurskeið i
munni. Hún var alin upp í Stykkis-
hólmi við ástríki og sjálfsagt aldrei
skort neitt til fæðis og klæðis, en
ekkert umfram það frekar en aðrir
fyrir miðja öldina. Foreldrar mínir
höfðu stutta viðdvöl í húsi foreldra
hennar og þar er ég fædd. Ég
tengdist því þessu fólki með ein-
hveijum óútskýranlegum hætti
alla tíð. Móðir hennar, Svava Odds-
dóttir, sér á eftir dóttur sinni, 97
ára gömul. Hún dvelur nú á Dval-
arheimilinu í Stykkishólmi.
Við vorum ekki gamlar þegar
við fengum inngöngu í „spítala-
skólann", eitt af þessum merkilegu
fyrirbærum, sem kaþólsku syst-
umar komu á stofn í Hólminum.
Við mættum þama í okkar fínasta
taui og lærðum að halda á nál og
líka það sem var mikilvægt, að
vera þægar og stilltar og haga
okkur vel. Þessi „agi“ nunnanna
varð til þess að við lærðum betur
og meira en við hefð-
um annars gert. Við
lærðum að sauma
kontorsting, afturst-
ing og krosssaum.
Þetta var því hin besta
uppeldisstofnun.
Þama lærðum við líka
að syngja þýskar og
franskar vísur, sem
enn sitja fastar í minn-
inu og rifjast upp við
tækifæri eins og
þetta. Við skildum að
vísu aldrei hvað vísu-
orðin þýddu, en þau
fóru vel í munni og
hafa örugglega ekki verið neinar
Amorsvísur. I þessum handavinnu-
tímum hefur Anna fundið sig vel,
því í hennar lífi varð ekkert jafn
spennandi og að vinna eða kenna
handmennt, búa til listgripi, sem
svo sannarlega vom sönnun þess,
að hún hafi ekki farið varhluta af
kennslunni í „spítalaskólanum" í
Stykkishólmi.
Við byijuðum sjö ára í skóla
samkvæmt nýjustu fræðslulögun-
um og þrömmuðum í gegnum
barna- og unglingaskólann saman
án verulegra átaka við kerfið. Þar
skaraði Anna alltaf framúr í
handavinnu og fékk hæstu ein-
kunnir fyrir og alltaf var hún vel
að þeim komin. Hún hafði full-
komnunaráráttu og vildi gera allt
heldur betur en vel og þusaði því
einhver ósköp yfir okkur hinum
fyrir hroðvirknina og flumbruskap-
inn. Allt fram á síðasta ár naut
ég tilsagnar hennar þegar við sát-
um yfir bútateppinu mínu nánast
örvæntingarfull en hún sat hinum
megin og hló og reddaði aulaskap
mínum á augabragði, en næstu sjö
tímana rifjuðum við upp æsku-
minningar. Mér er þessi heimsókn
hennar óskaplega þýðingarmikil í
SIGRIÐUR
JÓNSDÓTTIR
+ Sigríður Jóns-
dóttir fæddist í
Reykjavík 9. septem-
ber 1947. Hún lést á
Landspítalanum 20.
júlí síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Bústaða-
kirkju 28. júlí.
Elsku mamma mín.
Nú ertu farin á þennan
spennandi stað eins og
þú tókst stundum til
orða. Þú gast alltaf séð
björtu hliðamar á öllu.
Þegar séð var að sjúk-
dómurinn yrði þér ofviða fannst
mér mjög sérstakt að skömmu
seinna ræddir þú hluti eins og að
þú værir þakklát almættinu fyrir
að gefa þér tækifæri til að kveðja
ættingja og vini, og fannst það for-
réttindi að hafa fengið þennan fyrir-
vara. Merkilegast fannst mér að
þú gast séð ljósa punkta í þessari
aðstöðu sem flestum þætti almyrk.
Þú skrifaðir mér bréf um jólin
1993 þegar þið fyrirhuguðuð að
koma til Islands, en Pete fékk svo
slæmt höfuðhögg, og þú sagðir
engan ráða sínum næturstað og að
þetta slys væri áminning til okkar
allra um hve stutt getur verið milli
lífs og dauða. Enginn vissi hver
færi næstur. Við ættum að gera
okkar besta til að sýna hvert öðm
væntumþykju og fá þar með styrk
til að geta staðist áföll lífsins.
Þú reyndist sannarlega vera
manneskja sem stóð við orð sín.
Það sannaði sig síðast á því að
þegar ég sagði þér að afmælisdag-
ur Stefáns væri kominn brostir þú,
því að þú varst svo ákveðin í að
lifa 30. afmælisdag sonar þíns.
Þann sama dag kvaddir þú okkur.
Oft hvattir þú mig til að spyija
þig út í veikindi þín
og annað þeim tengt.
En það er eins og svo
oft að maður hefur
þessar spurningar
ekki á reiðum höndum
og nú þegar þú ert
farin vakna hjá mér
margar spurningar
sem ég fæ ekki svarað
í bili.
Ég er þakklát fyrir
að hafa getað hjálpað
þér í veikindunum í
Bandaríkjunum og
annast litlu systur
mína sem var þá að-
eins tæplega tveggja ára. Ég og
Sara dóttir mín vörðum dýrmætum
og lærdómsríkum tíma með ykkur.
Á þeim sex vikum sem við dvöld-
um hjá ykkur varð ég verulega var
við að þér hrakaði mjög hratt.
Ástand þitt varð til þess að mig
langaði mjög til að fá þig aftur
heim til ættingja og vina. Eg veit
að ég setti þig svolítið á milli steins
og sleggju því að þú vildir ekki að
þið og Pete yrðuð aðskilin, hvort í
sínu landi. Það reyndist ekki auð-
velt að sannfæra þig um að koma
til Islands en með aðstoð vinkonu
þinnar í Bandaríkjunum tókst okkur
að fá ykkur heim skömmu seinna.
Enda kom í ljós hversu mikilvæg
sterk fjölskylda og vinir geta verið
í erfiðum veikindum.
Elsku litla Inga Lóa skilur ekk-
ert í þessu og talar um að mamma
sofi. Það er ekki auðvelt að segja
litlu barni að mamma komi ekki
heim aftur og útskýra svo flókna
hluti sem við skiljum varla sjálf.
Ég sakna þín sárt, elsku besta og
yndislega mamma mín. Ástarþakk-
ir fyrir allt og allt.
Þín dóttir,
dag þegar ég get yljað mér við
þessar minningar og heyrt hlátur
hennar aftur og aftur.
Ein af mínum kærustu minning-
um frá okkar unglingsárum er,
þegar við vorum 14-15 ára og fór-
um á hjólunum okkar alla leið upp
í Kerlingarskarð á Jónsmessu-
kvöldi og ætluðum að vera þar um
nóttina til þess að sjá sólina'síga
niður á bak við Vestfjarðafjöllin
og jafnvel sjá hana koma upp aft-
ur. Það var engin malbikuð braut
sem við hjóluðum eftir og enn síð-
ur vorum við á átján gíra reiðhjól-
um. Þetta var þrælleiðinlegur og
holóttur malarvegur, sem farið var
eftir og hjólin módel ’38. Það var
ekki það minnisstæðasta hvernig
vegurinn var, heldur hitt þegar
sólin tók að rísa að nýju upp yfir
Vestfjarðafjöllin og breiða loga-
gyllta geisla sína yfir hinn und-
urfagra Breiðafjörð og byggðina
okkar, Stykkishólm. Við höfum oft
minnst þessa og hversu þreyttar
við vorum. Þegar við lögðumst til
svefns sáum við ekkert nema gijót
og aftur gijót þar til við duttum
útaf.
Anna lét sér ekki nægja þá
menntun í handavinnu sem hún
gat fengið hér heima. Hún fór í
skóla til Svíþjóðar og í einn fremsta
og viðurkenndasta handmennta-
skóla Danmerkur. Var hún þar við
nám í tvö ár. Dvöl hennar í Dan-
mörku varð þó lengri en hún ætl-
aði í fyrstu. Hún kynntist þar lífs-
förunaut sínum, Kaj Jenssen,
prentmyndagerðarmanni. Kaj var
snillingur í höndunum og gerði
marga fagra skrautmuni, en hann
veiktist af Parkinsonsveiki og gat
ekki unnið. Þetta voru erfiðir tímar
og tóku sinn toll af þreki Önnu í
gegnum mörg ár. Það fór ekki
fram hjá mér, í heimsókninni góðu,
að Anna var þreytt, mjög þreytt.
Kaj dó nokkrum vikum seinna,
fyrir jólin síðustu, og svo deyr hún
hálfu ári seinna. Það er því ekki
langt á milli þeirra. Þau hafa í
gegnum árin verið nátengdari en
við hin sáum og enn halda þau
áfram að vera tengd í eilífðinni.
Æskuvináttan breyttist ekki og
þakka ég Önnu fölskvalausa vin-
áttu í gegnum allt lífið þótt oft
væru höf á milli okkar.
Ég votta móður hennar, Svövu,
drengjunum hennar og tengdad-
ætrum, systur hennar og öllum
vandamönnum dýpstu samúð
mína.
Erla Sigurðardóttir.
Frágangur
afmælis-
og minning-
argreina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin,
vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt,
að disklingur fylgi útprentun-
inni. Það eykur öryggi í texta-
meðferð og kemur í veg fyrir
tvíverknað. Þá er enn fremur
unnt að senda greinarnar í
símbréfi (5691115) og í tölvu-
pósti (MBL@CENTRUM.IS).
Auðveldust er móttaka svo-
kallaðra ASCII skráa sem í
daglegu tali eru nefndar DOS-
textaskrár. Þá eru ritvinnslu-
kerfin Word og WordPerfect
einnig nokkuð auðveld úr-
vinnslu.
Um hvern látinn einstakling
birtist ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar
greinar um sama einstakling
takmarkast við eina örk, A-4,
miðað við meðallínubil og
hæfilega línulengd, - eða 2200
slög (um 25 dálksentimetra í
blaðinu). Tilvitnanir í sálma
eða Ijóð takmarkast við eitt
til þijú erindi. Greinarhöfund-
ar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni
undir greinunum.
Guðný Hrönn.