Morgunblaðið - 06.08.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.08.1997, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ AT V INNUAUGLÝSINGAR • i“ ' LANDSPÍTALINN þágu mannúðar og vísinda... peildarlæknir/aðstoðarlæknir óskast á krabbameinslækningadeild. Um er að ræða tvær stöður og er önnur laus frá 1. september 1997 og hin frá 1. nóvember 1997. Starfið er fólgið í vinnu á legu- og göngudeild í sam- vinnu við sérfræðinga deildarinnar. Möguleg rannsóknarverkefni til staðar. Nánari upplýs- ingar veitir Þórarinn Sveinsson, forstöðulækn- ir, eða staðgengill hans, sími 560 1440. Aðstoðarlæknir óskast á kvennadeild í þrjár stöður, sem lausar eru til umsóknarfrá 1. september nk. Um er að ræða stöðurtil sex mánaða eða eins árs í senn með möguleika áframlengingu. Einnig kemur til greina ráðning til skemmri tíma. Upplýsing- arveitir Linda B. Helgadóttir, aðstoðarlæknir á kvennadeild, sími 560 1000, en umsóknir beristtil Jóns Þ. Hallgrímssonar, yfirlæknis á kvennadeild. Hjúkrunarfræðingar óskast 1) Á lungnadeild Vífilsstaðaspítala. Þar er unnið að einstaklingshæfðri hjúkrun sjúklinga með bráða- og langvinna lungnasjúkdóma. Einnig er unnið að mótun og þróun hjúkrunar sjúklinga með kæfisvefn ásamtfleiri áhuga- verðum verkefnum. Unnið er þriðju hverja helgi 12 klst. vaktir. Nánari upplýsingar veitir Alda Gunnarsdóttir, deildarstjóri, í síma 560 2862. 2) Á húðlækningadeild Vífilsstaðaspítala í 80— 100%starf. Einnig eróskað eftir hjúkrunarfræð- ingi til afleysinga vegna námsleyfis. Skipulag hjúkrunarereinstaklingshæfð hjúkrun. Deildin er 5 sólarhringa deild sem vinnur í tengslum við göngudeild húð- og kynsjúkdóma í Þver- holti. Nánari upplýsingar veitir Bjarney Tryggvadóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 560 2800. |Svæfingahjúkrunarfræðingar óskast á svæfingadeild Landspítala. Þar eru fram- kvæmdar svæfingar vegna alm. skurðaðgerða, æða-, lýta, þvagfæra-, og bæklunaraðgerða. Ennfremur er þar miðstöð barna-, hjarta-, kven- og augnskurðlækninga á íslandi. Unnið er á dag- og kvöldvöktum auk bakvakta, bæði bundnum og gæsluvöktum. Boðið er upp á góða aðlögun. Möguleikar eru á hlutastarfi eftirað aðlögun lýkur. Upplýsing- arveita Margrét Jóhannsdóttir, hjúkrunardeild- arstjóri, og Asta B. Þorsteinsdóttir, hjúkrunar- framkvæmdastjóri, í síma 560 1000. Umsóknir beristtil skrifstofu hjúkrunarforstjóra. -------——> Laun samkv. gildandi samningi vidkomandi stéttarfélags og fjórmálarádherra. Umsóknareydublöd fást hjá starfsmannahaldi Ríkisspítala, Þverholti 18 og í upplýsingum á Landspítala. Öllum umsóknum verdur svarad þegar ákvördun um ráöningu hefur verid tekin. V____________ ___________________/ FQSSVIRKf Starfsmenn óskast til byggingarSultartangavirkjunarí eftirtalin störf: Trésmiði vana flekamótum. Verkamenn vana byggingarvinnu. Jórnamenn. Bílstjóra á steypubíla. Starfsfólk í mötuneyti og ræstingar. Umsækjendur um störf eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við skrifstofu Fossvirkis- Sultartanga sf., Skúlatúni 4, Reykjavík, og í síma 562 2700 á skrifstofutíma. Fossvirki-Sultartanga sf. er verktakasamsteypa Istaks hf, Skanska AB og E. Pihl & Sön A/S, sem hafa m.a. byggt Hrauneyjafossvirkjun, Blönduvirkjun og vinna nú að gerð Hvalfjarðarganga. Fossvirki-Sultartanga sf. hefur tekið að sér að byggja stöðvarhús og aðrennslisgöng Sultartangavirkjunar fyrir Uandsvirkjun. Áætlað er að hefja steypuvinnu nú t september en virkjunin er áætiuð fyllbyggð um áramótin 1999/2000. Sölumaður Thorarensen Lyfehf. sem er leiðandi þjónustufyrirtceki fyrir stofnanir og Jyrirtœki á heilbrigðissviði óskar eftir að ráða sölumann. Starfssvið: Innkaup og sala á snertilinsum og fylgihlutum, ýmsum rannsóknarvörum og rekstrarvörum fyrir heilbrigðis- stofnanir. Gerð söluáætlana og skipulagning söluherferða. Samskipti við erlenda birgja. Viðkomandi þarf að fara í starfsþjáfun erlendis. Framtíðarstarf hjá rótgrónu og framsæknu fyrirtæki sem býður upp á menntun í starfi. Hæfnikröfur: Leitað er að vönum sölumanni, jákvæðum og framtaks- sömum, sem getur starfað sjálfstætt. Góð enskukunnátta er skilyrði og kunnátta í norðurlandamáli æskileg. Reyklaus vinnustaður. Upplýsingar veitir Árni Ingason í síma: 568 6044. Umsóknum þarf að skila til Thorarensen Lyf ehf. þar fást eyðublöð. Umsóknarfrestur er til 18. ágúst. Umsóknir eru trúnaðarmál og þeim verður öllum svarað. Thorarensen lyf Vatnagarðar 18 104 Reykjavík Sími 568 6044 SÓLVANGUR SJÚKRAHÚS HAFNARFIRÐI Hjúkrunarfræðingar Gott tilboð Sjúkrahúsið Sólvang í Hafnarfirði bráðvantar hjúkrunarfræðinga á kvöidvaktir í ágúst. í boði eru 15 vaktir, möguleiki aðtaka eina og eina vakt, allt eftir ástæðum fólks. Góð laun í boði á fyrirmyndarvinnustað. Allar nánari upplýsingar veita Erla M. Helga- dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, og Sigþrúður Ingimundardóttir, hjúkrunarfor- stjóri, í síma 555 0281. Gagnfræðaskólinn á Sauðárkróki Kennarar — kennarar Við Gagnfræðaskólann á Sauðárkróki vantar nk. skólaár sérkennara og almennan kennara. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst. Upplýsingargefa Björn Sigurbjörnsson, skóla- stjóri, sími 453 6622 og Óskar Björnsson, að- stoðarskólastjóri, sími 453 5745. Bolungarvíkurkaupstaður Kennarar Við Grunnskóla Bolungarvíkureru lausartil umsóknar 2 kennarastöður í 7. —10. bekk. Um er að ræða kennslu í stærðfræði, raun- greinum, ensku og samfélagsfræði. Við skól- ann stunda um 200 nemendur nám í einsetn- um skóla. Aðstaða fyrir nemendur og kennarar er mjög góð. í Bolungarvík búa 1100 manns. Mannlíf er hér gott og jákvæður andi ríkir gagnvart skólanum. Hér sameinast allir um að gera góð- an skóla betri. Forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Tópas Við félagsmiðstöðina Tópas er laust til umsóknar starf forstöðumanns. Starfið felst í að vinna með unglingum við skipulagningu félagsstarfs. Grunnskólinn og félagsmiðstöðin vinna saman að þessum málum. Einnnig kem- ur til greina að sá/þeir sem ráðnir verða kenni við skólann. Krafist er uppeldismenntunar eða reynslu af vinnu með unglingum. Heilsdagsskóli Við Grunnskóla Bolungarvíkur er laust til um- sóknar starf í heilsdagsskóla sem fyrirhugað er að hefji starfsemi sína í haust. Um er að ræða 50%starf. Einnig kemurtil greina að sá sem ráðinn verður kenni við skólann. Krafist eruppeldismenntunareða reynslu afvinnu með börnum. Allar nánari upplýsingar um ofangreind störf veita Anna G. Edvardsdóttir, skólastjóri, í síma 456 7249 (vinna) og 456 7213 (heima) eða Halldóra Kristjánsdóttir, aðstoðarskólastjóri, í síma 456 7129 (vinna) og 456 7372 (heima). Hlutastarf — viðskiptafræðingur Sérhæfð heildverslun í borginni óskar að ráða viðskiptafræðing eða starfskraft með sambærilega menntun til að sjá um og halda utan um þekkt erlent vörumerki sem er mjög vinsælt hér á landi. Starfið felst m.a. í samskiptum við fram- leiðanda og markaðssetningu hér á landi. Leitað erað metnaðarfullum einstaklingi sem hefur reynslu af markaðsmálum, góða tölvu- og enskukunnáttu og getur unnið sjálfstætt og skipulega. Starfinu fylgja ferðalög erlendis. Um er að ræða hlutastarf og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýs- ingar fást á skrifstofu okkar. Umsóknarfrestur er til 11. ágúst. ftJfíNT TÓNSSON RÁDGIÖF & RÁDNINGARÞJÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 5-62 13 22 Leikskólar Hafnarfjarðar Kató v/Hlíðarbraut og Hörðuvellir. Leikskólakennari, þroskaþjálfi eða starfsmaður með aðra uppeldismenntun óskast sem fyrst fyrir börn sem þurfa sérstakan stuðning. Upplýsingar fyrir leikskólann Kató gefur leik- skólastjóri í síma 555 0198. Ennfremur veitir leikskólafulltrúi upplýsingar um störfin í síma 555 2340. Skólafulltrúinn í Hafnarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.