Morgunblaðið - 06.08.1997, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
FJÖLÆRAR
KRYDDJURTIRII
OREGANUM - blómfagnrt og gott
pizzukrydd.
FJÖLMARGAR
tegundir fjölærra
kryddjurta er auð-
veldlega hægt að
rækta í íslenskum
görðum. Sumar
þeirra hafa nú þeg-
ar náð heilmikilli
útbreiðslu um land-
ið eins og graslauk-
urinn og skessujurt-
in sem áður hefur
verið ritað um. Hér
á eftir verður haldið
áfram að fjalla um
ijölærar kryddjurtir
fyrir íslenskar að-
stæður.
Flestar krydd-
jurtir vilja bjartan
vaxtarstað og
pluma sig ekki vel
í skugga. Jarðveg-
urinn má gjarnan
vera fijósamur og
auðugur af lífræn-
um áburði. Yfirleitt
eru það blöð plantn-
anna sem eru notuð
sem krydd en í sum-
um tilvikum eru
fræin og jafnvel
blómin ekki síðri til
notkunar. Krydd-
ræktendur ættu að
hafa það í huga að þar sem meng-
un er mikil, t.d. af bílaumferð, er
nauðsynlegt að þvo blöð plantn-
anna vel áður en þau eru notuð,
mengunarefnin úr
andrúmsloftinu eru
ekki eftirsóknarvert
krydd.
Piparmynta -
Menthax piperita
Til eru hér um bil
óteljandi tegundir af
myntum en fæstar
hafa þær verið próf-
aðar við íslenskar
aðstæður. Algeng-
asta tegundin hér á
landi er piparmynt-
an. Hún er mjög
harðgerð og afar
dugleg við það að
breiða úr sér í görð-
um. Dugnaður hennar er í raun
þvílíkur að nauðsynlegt er að hafa
auga með henni því hún á það til
að skríða yfír á forboðna staði í
garðinum... Piparmyntan er mjög
blaðfalleg planta og hún nær
sjaldnast að blómstra. Hún verður
30-40 cm há og breiðir úr sér
með skriðulum jarðstönglum. Það
er mjög auðvelt að fjölga henni
með því að klippa af henni grein
og stinga beint i mold. Piparmynt-
an er aðallega notuð
í heilsubætandi og
hressandi te og í
myntusósu sem borin
er fram með t.d.
lambakjöti. Fyrir þá
sem vilja gjarnan
sameina heilsusam-
legt lífemi og lifnað-
arhætti sælkerans
læt ég fylgja með
uppskrift að heitri
súkkulaðiíssósu með
ferskum kryddjurt-
um:
1 plata suðusúkkulaði
l/z peli ijómi
4-5 greinar fersk pip-
armynta
Súkkulaðið er brætt við vægan
hita og ijómanum og fínt saxaðri
piparmyntunni blandað saman
við. Þegar sósan hefur hitnað vel
(hún má ekki sjóða) er hún tekin
af hellunni og látin standa í nokkr-
ar mínútur. Þá er hún tilbúin til
notkunar, til dæmis er gott að
nota hana með vanilluís og fersk-
um jarðarbeijum.
Oregano/
kjarrmenta
- Origanum vulgare
Oregano er 30-40 cm há fjölær
planta. Hún blómstrar rauðbleik-
um blómum síðla sumars og er
harðgerð og dugleg við íslenskar
aðstæður. Oregano var upphaf-
lega notað sem lækningajurt en
smám saman hefur notkun þess
í matargerð aukist. Oregano er
ein aðaluppistaðan í kryddi á pizz-
ur en það er einnig gott í pott-
rétti og á steikt kjöt. Blöðin má
nota ýmist fersk eða þurrkuð.
Fyrir þá sem hafa gaman af
þurrkuðum blómum er tilvalið að
þurrka blómin af oregano, þau
halda vel lit sínum og gefa frá
sér kryddaðan ilm lengi eftir að
þau hafa þornað að fullu.
Salvía/lyfj asalvía
- Salvia officinalis
Salvían er gömul og merk
lækningajurt. Nafn hennar er
dregið af latnesku sögninni sal-
vere, að vera við góða heilsu, að
lækna, að bjarga. Salvían verður
40-50 cm há og blómstrar fjólu-
bláum blómum. Því miður er hún
ekki fyllilega harðgerð við ís-
lenskar aðstæður, hún þarf létt
vetrarskýli eigi hún að lifa vetur-
inn af utandyra. Blöðin má nota
ýmist fersk eða þurrkuð. Salvían
er notuð sem krydd í kjötfyllingu
og hentar vel með bragðmiklu,
fítusprengdu kjöti.
Timian/garðablóðberg
- Thymus vulgaris
Garðablóðberg er, eins og nafn-
ið gefur til kynna, náskylt íslenska
blóðberginu. Garðablóðbergið er
ívið grófara en hið íslenska, það
verður 10-15 cm hátt, dálítið
skriðult og blómstrar bleikum
blómum síðla sumars. Öll plantan
ilmar og blöðin og stönglarnir eru
notuð fersk eða þurrkuð. Ólíkt
mörgu öðru kryddi þarf minna af
fersku timiani en þurrkuðu. Timi-
an passar sérstaklega vel með ís-
lenska fjallalambinu, það er næst-
um því skylda að nota það á grillað
lambalæri. Timian er gott villi-
bráðarkrydd og hentar einnig
mjög vel með skelfiski, t.d. krækl-
ingi. Það má nota í te við kvefi,
hálsbólgu og timburmönnum.
Guðríður Helgadóttir,
garðyrkjufræðingur.
BLOM
VIKUNNAR
363. þáttur
Umsjón Ágústa
Bjömsdottir
Úr dagbók lögreglunnar
Tilkynnt um
tvær líkamsárásír
1. til 4. ágiist
HELGIN var nokkuð erilsöm hjá
lögreglunni í Reykjavík. Þótt margir
borgarbúar hafí farið út úr bænum
var fjölmennt á skemmtistöðum í
borginni og ölvun nokkur. Þá var
lögreglan oft kölluð til vegna ölvun-
ar í heimahúsum þar sem gleðskapur
stóð yfír. Í nokkrum tilvikum hafði
skemmtanahaldið farið úr böndum
og komið til átaka milli viðstaddra.
Margir sviptir ökuréttindum
Lögreglan hafði mikinn viðbúnað
vegna umferðar til og frá borginni
um helgina. Ekki er annað að sjá
en að umferðin hafi gengið vel og
að mestu óhappalaust. Ökumenn
höfðu almennt að leiðarljósi að þeg-
ar umferð er þung og mikil þá sé
skynsamlegt að fylgja umferðar-
hraða en stunda ekki framúrakstur.
Því miður átti það samt ekki við um
alla og hafa varð afskipti af 40 öku-
mönnum vegna hraðaksturs. Sumir
þeirra óku bifreiðum sínum umtals-
vert yfir hámarkshraða. Þá voru 17
ökumenn stöðvaðir vegna gruns um
ölvun við akstur sem er mun meira
en á síðasta ári. Ljóst er því að nokk-
uð margir ökumenn verða að sjá af
ökuréttindum sínum vegna umferð-
arlagabrota um verslunarmanna-
helgina.
Ekið var á dreng á reiðhjóli á bíla-
stæði við verslunarmiðstöð í Vestur-
bænum. Drengurinn sem er 8 ára
slasaðist á höfði, hálsi og fæti og
var fluttur á slysadeild til aðhlynn-
ingar.
Tilkynnt um 10 innbrot
Um helgina hefur lögreglu verið
tilkynnt um 10 innbrot sem er tölu-
verð fækkun frá síðasta ári er þau
voru 22. Lögreglan hafði sérstakan
viðbúnað um heigina vegna þessara
mála. Þá er það ósk lögreglu að íbú-
ar hugi almennt betur að híbýlum
sínum og gangi þannig frá þeim
áður en haldið er í sumarfrí að þau
freisti ekki innbrotsþjófa. Það var
ánægjulegt að sjá að borgarar höfðu
i auknum mæli samband við lög-
reglu til að tilkynna mannaferðir
sem þeim þóttu grunsamlegar. Slík
samvinna borgara og lögreglu er
forsenda þess að hægt sé að vinna
gegn fjöigun afbrota.
Maður stunginn í lærið
Karlmaður var stunginn í lærið
í Lækjargötu aðfaranótt sunnu-
dags. Maðurinn missti talsvert blóð
og var fluttur á slysadeild. Lögregl-
an fer þess á leit við þá sem urðu
vitni að atburðinum að þeir gefi sig
fram.
Ráðist var á konu á veitingahúsi
við Hlemmtorg. Konan hlaut áverka
í andliti og var flutt á slysadeild.
Fíkniefnamál
Fíkniefni fundust í fórum öku-
manns sem lögreglumenn fluttu á
stöð vegna gruns um ölvun við akst-
ur. Einnig fundust fíkniefni í fórum
farþega ökutækis þegar lögreglu-
menn höfðu afskipti af ökumanni
vegna umferðarlagabrots. Þá hafði
lögreglan afskipti af ungum manni
fyrir utan veitingahús í miðborginni
og kom þá í ljós að hann hafði efni
í fórum sínum sem talin eru fíkni-
efni.
Eldur á þremur stöðum
Eldur kviknaði út frá kertaljósi í
húsi í austurborginni. Ekki urðu
miklar skemmdir en slökkvilið var
kallað á staðinn.
Kveikt var í rusli í kjallaragangi
í Breiðholti. íbúar höfðu slökkt eld-
inn áður en lögregla og slökkvilið
komu á staðinn.
Þá var lögregla kvödd að Faxa-
garði þar sem tilkynnt hafði verið
um eld í togara sem þar lá. Við
skoðun reyndist hafa kviknað í vettl-
ingum sem voru í þurrkun.
Synti í höfninni
Atvinnubílstjóri tilkynnti lögreglu
um þjófnað úr bifreið sinni. Höfðu
farþegar hans gerst svo bíræfnir að
fjarlægja stjórntæki talstöðvar hans
og þannig gert hann sambandslaus-
an.
Skemmdir voru unnar á fjórum
bifreiðum í Þingholtunum. Gijóti
hafði verið kastað í gegnum rúður
bifreiðanna.
Þá kom ölvaður maður rennblaut-
ur inn á miðborgarstöð lögreglu og
óskaði aðstoðar. Hann var nokkuð
kaldur eftir að hafa reynt að synda
í höfninni. Það er mat lögreglu að
ekki hefði mikið þurft til að þetta
athæfi mannsins endaði illa.
FUIMOIR/ MANNFAGNAÐUR
Aðalfundarboð
Aðalfundur Hjálms ehf. verður haldinn kl. 15.00
laugardaginn 16. ágúst 1997 í kaffistofu frysti-
húss Básafells á Flateyri.
Dagskrá fundarins verður eftirfarandi:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
TILBOÐ/ÚTBOÐ
iUTBOÐ
F.h. Byggíngadeildar borgarverkfræðings
er óskað eftir tilboðum í vörulyftu fyrir Laug-
ardalshöll, stærð u.þ.b. 4x3 m að flatarmáli.
Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri gegn 5.000
kr. skilatryggingu.
Opnun tilboða: Kl 14:00 fimmtudaginn
21. ágúst 1997 á sama stað.
bgd 113/7
INNKAUPASTOFNUN
LREYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 OO - Fax 562 26 16 n
Útboð
Selfossbær óskar eftir tilboði í breytingar og
innréttingar á fyrirhuguðum bæjarskrifstofum
Selfoss á 2. hæð á Austurvegi 2, Selfossi.
Verkið felst í niðurrifi á veggjum og uppbygg-
ingu á nýjum í þeirra stað, þar með talin upp-
steypa á veggjum til jarðskjálftastyrkingar,
endurnýjun á lýsingu, tölvulagnir, málun,
dúkalögn og smíði á föstum innréttingum.
Verklok skulu vera 20. október 1997.
Útboðsgögn verða afhent á bæjarskrifstofu
Selfoss á Austurvegi 10 frá og með þriðjudeg-
inum 5. ágúst nk. Tilboð verða opnuð á sama
stað miðvikudaginn 13. ágúst nk.
kl. 11.00.
Bæjarstjórinn á Selfossi.
ATVIIMNUHÚSNÆÐI
Verslunar-, iðnaðar-, lager-
húsnæði
Til leigu 225 fm með ca 5 m lofthæð að mestu
og 75 fm skrifstofuaðstöðu. Nýstandsett.
Fermetraverð 395 kr. Upplýsingar í síma
564 4482 eða 511 4747.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
Orð lífsins, Grensásvegi 8
Samkoma í kvöld kl. 20.00.
Vitnisburðir. Fyrirbænir.
ÉSAMBAND (SLENZKRA
____' KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Kristniboðssalurinn,
Háaleitisbraut 58.
Samkoma í Kristniboðssalnum,
Háaleitisbraut 58, i kvöld kl.
20.30. Skúli Svavarsson hefur
hugleiðingu. Vitnisburðir.
Állir eru hjartanlega velkomnir.
STOFNM) I«1
- kjarni málsins!