Morgunblaðið - 06.08.1997, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1997 49
I DAG
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
ÁRIÐ 1995 kom út bók með
bestu spilum Ástralans Tim
Seres. Það kemur flótlega í
ljós við lestur bókarinnar að
Seres er ekki dæmigerður
„prósentuspilari", eða réttara
sagt, hann tekur mannlega
þáttinn alltaf inn í prósentu-
reikninginn.
Austur gefur; allir á
hættu.
Nonlur
♦ KD953
V Á952
♦ ÁD6
♦ 5
Vestur
* 84
* 6
♦ 10853
+ ÁKG972
Austur
♦ G1072
V 1083
♦ K872
♦ 64
Suður
♦ Á6
V KDG74
♦ G4
♦ D1083
Vestur Norður Austur Suður
3 lauf 3 tíglar • Pass 5 hjörtu
Pass 6 hjörtu Allir pass
* Úttekt í hálitina.
Seres varð sagnhafi í sex
hjörtum eftir sagnirnar að
ofan. Vestur tók fyrsta
slaginn á laufás og skipti
svo yfir í smáan tígul. Seres
drap á ásinn, enda líklegt
að austur eigi kónginn eftir
hindrun vesturs.
Tólf slagir fást auðveld-
lega ef trompið liggur 2-2
eða spaðinn 3-3. Þá spilar
sagnhafi beint af augum,
tekur trompin og prófar
spaðann. í þessari legu tap-
ast slemman með þeirri
spilamennsku.
Annar möguleiki er að
spila upp á þvingun á aust-
ur í spaða og tígli. Þá verð-
ur að trompa tvö lauf með
níu og ás, og ferðast heim
á tromp. Ahættan við þessa
spilamennsku er sú að aust-
ur yfirtrompi níuna með tíu.
Þessi spilamennska skilar
sagnhafa tólf slögum, því
austur á tvö lauf.
En Seres taldi þriðju leið-
ina vænlegasta til árang-
urs. Hann tók þrisvar tromp
og spilaði síðan litlum tígli
úr borði á gosann! Austur
hugsaði sig vel um, en lét
á endanum lítinn tígul.
Hann vissi að suður átti
fimmlit í hjarta og minnst
þrjú lauf og þar með í mesta
lagi fímm spil í spaða og
tígli. Hver heilvita maður
myndi því spila spaðanum
fyrst nema hann ætti ein-
spil í tígli.
En ekki Tim Seres.
Með morgun-
kaffinu
Ást er.
... að horfa ekki um
öxl.
AUK næturvinnu höfum
við líka dagvinnu hér í
fyrirtækinu.
Arnað heilla
0/\ÁRA afmæli. Átt-
Ovfræður er í dag, mið-
vikudaginn 6. ágúst, Har-
aldur G. Guðmundsson,
netagerðarmaður og fyrr-
um sjómaður, Holtsbúð
49, Garðabæ. Hann tekur
á móti gestum föstudaginn
8. ágúst í Kiwanishúsinu við
Engjateig frá kl. 18-21.
í*OARA afmæli. Sextug
Ovrer í dag, miðvikudag-
inn 6. ágúst, Helga Guð-
mundsdóttir, deildarstjóri
hjá Lífeyrissjóði starfs-
manna ríkisins, Hjalta-
bakka 18, Reykjavík. Eigin-
maður hennar er Olafur
Ágústsson, starfsmaður hjá
ÍSAL. Þau hjónin eyða degin-
um með flölskyldu sinni.
/?OAKA afmæli. Sex-
Ovrtugur er á morgun,
7. ágúst, Gísli Marteinsson
framkvæmdastjóri,
Hrafnsmýri 2, Neskaup-
stað. í tilefni afmælisins
verður tekið á móti gestum
opnum örmum í húsi björg-
unarsveitarinnar Gerpis,
Neskaupstað, frá kl. 19 hinn
7. ágúst og á Hótel Holti
(Þingholti) hinn 9. ágúst
miili kl. 16 og 19.
í»OÁRA afmæli.
OOSunnudaginn 3. ág-
úst sl. varð sextugur Sverr-
ir Helgason, Brúnalandi
20, Reykjavík. Eiginkona
hans er Jóhanna G. Jóns-
dóttir. Þau hjónin taka á
móti gestum í Oddfellow-
húsinu, Vonarstræti 10, á
morgun, fímmtudaginn 7.
ágúst kl. 17-19.
Ljósm. Jóh. Valg.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman hinn 26. júlí í Kálfa-
fellskirkju af sr. Einari
Jónssyni Harpa Þorgeirs-
dóttir og Björn Þórarinn
Birgisson. Heimili þeirra
er á Kirkjubraut 31.
Ljósm. Jóh. Valg.
BRÚÐKAUP. Gefm voru
saman hinn 5. júlí í Ás-
kirkju, Fellahreppi, af sr.
Bjarna Guðjónssyni Þor-
björg Jóna Guttormsdóttir
og Jóhann Ólafur Jökuls-
son. Heimili þeirra er á
Skeljatanga 39, Mosfellsbæ.
HÖGNIIIREKKVISI
STJÖRNUSPA
cflir Franccs Drake
... og óue/éirsólth'ita.
LJON
Afmælisbarn dagsins:
Þér hættir til að setja mark-
ið ofhátt. Virtu þín eigin
takmörk svo að allt geti
gengið þér íhaginn.
Hrútur ^21. mars-19. apríl) Þú ert metnaðarfullur í starfi, en gættu þess að hafa ekki of mikið undir í einu. Að réttu lagi muntu upp- skera árangur erfiðis þíns.
Naut (20. apríl - 20. maí) /fffi Það er í mörg horn að líta hjá þér í einkalífinu. Nú er hentugur tími til ferðalaga og dagurinn mun færa þér góðar fréttir.
Tvíburar (21.maí-20.júní) Það er enn ekki tímabært að þú opinberir fyrirætlanir )inar. Nú er rétti tíminn til að sinna sínum nánustu.
Krabbi (21. júní — 22. júlí) Þér virðist ganga allt í hag- inn og hvert tækifærið tekur við af öðru. Þetta eykur sjálfstraust þitt og skapar þér aukna möguleika.
Ljón (23. júlf - 22. ágúst) Þér opnast ný tækifæri í starfi. Athugaðu þinn gang vandlega áður en þú tekur ákvörðun.
Meyja (23. ágúst - 22. september) <Si$ Nú er rétti tíminn til ferða- laga og tímabært að eyða svolitlum tíma í sjálfan sig. Góður granni mun gera vart við sig.
V°g ^ (23. sept. - 22. október) Þú hefur reynst vinum og vandamönnum vel og upp- skerð nú þakklæti þeirra þér til gleði og ánægju.
Sþorddreki (23. okt. - 21. nóvember) Ef þú heldur vel á spilunum ætti þér að ganga allt í hag- inn í dag. Barnalán er öllu láni betra.
Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) jSO Þú hefur lagt hart að þér og nú munu yfirmenn þfnir launa þér vinnusemina. í kvöld er upplagt að lyfta sér aðeins upp.
Steingeit (22. des. - 19. janúar) Nú er rétti tíminn til að sinna vinum og vandamönn- um og ekki myndi skaða að skreppa í smáferðalag.
Vatnsberi (20.janúar - 18. febrúar) 5Í& Ef þú sýnir gætni í fjármál- um ætti þér að ganga allt í haginn. Nú er rétti tíminn til þess að gera áætianir fyrir framtíðina.
Fiskar (19. febrúar - 20. mars) !£* Mennt er máttur og það er aldrei of seint að sækja sér aukna menntun. Vertu óhræddur við breytingar, þær munu verða þér til góðs ef þú sýnir dugnað og kjark.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu
tagi byggjast ekki á traust-
um grunni vísindalegra
staðreynda.
DodgeRamV101995
með plasthúsi
og öllum mögulegum aukahlutum.
Grand Cherokee Ltd. V81993
Innfluttur nýr af umboði. Með öllu og öllu.
Frúin hlær
i betri bít!
við Miklatorg, sími 562 1055 fax 562 1738
Tl LBOOSDAGAR
afsláttur af öllum vörum
LEÐURIÐJAN ehf.
Laugavegur 15, sími 561 3060
cAtsonu
LEDURVÖRUR
Jóga gegn kvíða
með Ásmundi Gunnlaugssynl.
Uppbyggjandi námskeið fyrir þá sem eiga við
kviða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í
gegnum miklar breytingar í lífinu.
Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og
öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla
eða þekking á jóga nauðsynleg.
Þri. og fim. kl. 20.00. Hefst 12. ágúst.
Heildarjóga (grunnnámskeið)
Námskeið fyrir þá sem vilja kynnast jóga.
Kenndar verða hatha-jógastöður, öndun,
slökun og hugleiðsla.
Einnig erfjallað um jógaheimspeki, mataræði
o.fl. Þri. og fim. kl. 20.00. Hefst 7. ágúst.
Leiðbeinandi: Daníel Bergmann.
YOGA^
STUDIO
Sv
Hátúni 6a
Sími 511 3100
V 1
Kven
sandalar
Verð í .995,-
Áður 3.995r
Tegund 3350
Stærðir 36-41
Litir Brúnt, svart.
Mjúkur, léttur, vibrom sóli.
Póstsendum samdægurs
| oppskórinn
"*"• Veltusundi við Ingólfstorg
• Sími 5521212.
I