Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ John er daufur Maður sem er svo iánssamur að falla í pólitík hefur allan tíma í heiminum. Guðmundur Einarsson hefur fullan skilning á depurð Johns Major, þar sem hann þekkir þetta af eigin raun. Síminn hættir svo ræki- __lega að hringja, að tvisvar á dag athugar maður hvort hann sé dottinn úr sambandi. Og fundalaus kvöldin verða svo löng og mörg að það er eins og bæði dagatal og klukka séu stopp. EG LAS í grein í Politiken um dag- inn að John Major væri daufur í dálkinn eftir kosningaósigurinn í Bretlandi. Sem sófasálfræðing- ur verð ég náttúrulega að segja að ég skil það vel. Það er ekki á hvetjum degi sem menn tapa heilu heimsveidi. Svoleiðis setur á manninn mark, meitlar svip og allt það. En menn verða að reyna að bera sig eins og hetjur. Ég var líka daufur í dálkinn eftir kosn- ingaósigurinn á Austurlandi forðum. Mað- ur var búinn að flengjast fram og aftur um alla Austfirði við hroðalegar aðstæð- ur. Alit tectýlið var skafið undan bílnum og dempararnir ónýtir. Röddin farin, bakið aumt og trúin á framtíðina biluð, þrátt fyrir sautján hvatningarræður Egils Jóns- sonar á framboðsfundum, allt frá Öræfum og austur og norður úr öllu valdi. En maðut' reyndi að bera sig vel. í blaðinu stóð að Norma, eiginkonan hans Johns, væri að reyna að ná honum upp úr þunglyndinu með því að láta hann spila krikkett. En hefur Normu ekki dottið í hug að krikkettið kynni einmitt að vera ástæðan fyrir leiðanum? Ekki er hægt að hugsa sér leiðinlegri leik en krikkett. Þeg- ar ég bjó i Bretlandi hélt ég að krikkett- útsendingin væri ný gerð af stillimynd. Það gerðist nefnilega nákvæmlega ekki neitt. Þá var nú eitthvað betra að tapa í kosn- ingum á íslandi. Það var ekki krikkett heldur hestamennska sem kom lífinu aftur í gang. Aldrei nokkurn tímann hafði rauði klárinn teygt sig eins á töltinu eins og hann gerði þetta vor. Maður sem er svo lánssamur að falla af þingi hefur nefnilega ótrúlega góðan tíma til að laga bæði taum- hald og ásetu. Síminn hættir svo rækilega að hringja, að tvisvar á dag athugar mað- ur hvort hann sé dottinn úr sambandi. Og fundalaus kvöldin verða svo löng og mörg að það er eins og bæði dagatal og klukka séu stopp. á kemur að fíkninni. Fyrir suma er póiitík eins og eiturlyf. Hvað það er í sambandi við stjórnmála- vafstrið sem veldur því að menn verða háðir því er erfitt að segja. Sama á vafalaúst ekki við um alla. Kannski eru það völdin. Henry Kissinger sagði að völd væru hið eina og sanna ástarlyf. Hann ætti að vita það manna best. Ég á við, að af völdum hafði hann nóg. Ekkert veit maður svo um hvernig það gagnaðist hon- um í svefnherberginu. Einhvern veginn hefur maður samt á tilfinningunni að það sé ekki þetta atriði sem John saknar úr valdalífinu. Hins vegar er ljóst að í ríkis- stjórnartíð hans áttu margir samflokks- menn hans í háum stöðum erfitt með að hafa hemil á ástalífi sínu. Kannski hafa þeir fengið of mikil völd og John of lítil. Hvers saknar John þá? Er það umstang- ið? Forsætisráðherra Bretlands er aldrei einn. Hann er alltaf með hálft stjórnarráð- ið með sér og stóra rauða símann sem Clinton Bandaríkjaforseti hringir í ef ein- hver ætlar að fikta í kjarnorkusprengjun- um þeirra. Svo eru nuddarar, læknar og lífverðir með honum í för. Á Austurlandi þurfti maður ekki lífvörð. A.m.k. ekki sunnan til í kjördæmimu þar sem ég átti dálítið af frænd- fólki. En ég segi ekki að ekki hefði verið gott að hafa nuddara því axlirnar urðu dálítið stífar af þvi að halda sér uppréttum í stólnum undir ræðum Hjörleifs á fundun- um sautján. Kannski saknar John forréttinda. Ekk- ert veit maður hvaða forréttindi hann kann að hafa haft en það má gera ráð fyrir að hann hafi haft mikið af þeim því í Eng- landi er svo mikil stéttaskipting og ekki getur hann hafa tilheyrt þeim forréttinda- lausu. Hann bjó í Downingstræti 10. Ekki getur það talist til forréttinda því það er í miðbænum og ómögulegt að fá bíla- stæði. Auk þess var Irski lýð- veldisherinn alltaf að reyna að sprengja húsið. Á íslandi njóta pólitíkusar engra forréttinda. Ráðherrar fá að vísu jeppa til afnota en þeir þurfa líka á fjórhjóladrifsbílum að halda til að komast um Arnarhólshálendið. Svo er líka pólitíska landslagið á íslandi alltaf að breytast. Jú, ekki má gleyma ókeypis dagblöðum. Eftir kosningaósigur minn hélt ég að erfið- ast yrði að vakna á morgnana án þess að hafa öll dagblöðin bíðandi í hrúgu innan við bréfalúguna. Pólitíkusar nefnilega bók- staflega gleypa í sig blöðin. En nýfallinn, fyrrverandi þingmaður hefur engan áhuga á blöðunum. Það sem hvort sem er vakti áhuga hans áður en hann féll var helst að skoða myndir af sjálfum sér og það sem eftir honum var haft og hvers vegna ætti sá sem féll að vera að lesa endalaus við- töl við þá sem náðu. Svo var alltaf enda- laust vesen í kringum árans blöðin. Al- þýðublaðið fannst aldrei af því það var svo lítið og Þjóðviljinn var svo sorglegur að maður kom varla morgunkaffinu niður milli ekkasoganna. Nei, líf án dagblaðanna var í rauninni forréttindalíf. Sem sófasálfræðingur Johns myndi ég ráðleggja honum að lesa bresku dagblöðin sem allra minnst þessa dagana. Þau hafa nefnilega verið uppfull af því hvað Tony Blair gangi vel að stjórna landinu. Nýlega átti ríkisstjórnin hans 100 daga afmæli og meira að segja íhaldspressan hrósáði henni. Eitt er eftir að telja upp sem getur valdið mönnum kvíða við þessar aðstæður og það er tilhugsunin um að fá kannski aldrei vinnu aftur. Á íslandi eru flestir auðvitað sannfærðir um að fyrrverandi stjórnmálamenn séu til einskis nýtir og fæstir atvinnurekendur vilja hafa þá á launaskrá. Enda skilur maður það. Fyrstu mánuðina eftir að menn falla af þingi hafa þeir vissa tilhneigingu til að halda áfram að lesa ósjálfrátt upp úr kosninga- stefnuskránni og hver nennir að hafa morgunkaffitímann á skrifstofunni eins og beina útsendingu frá Alþingi á Sýn. En kvíðakast vegna framtíðarat- vinnu getur ekki lagst þungt á John. I fyrsta lagi er hann alls ekki atvinnulaus því hann er ennþá á þingi og getur vafalaust verið eins lengi og hann vill. í öðru lagi sækj- ast menn í útlöndum eftir fyrrverandi þing- mönnum í vinnu. Þeir eru taldir hafa reynslu og sambönd sem geti nýst í at- vinnulífinu. Það skyldi þó ekki vera að menn sem geta fengið vænan part kjós- enda til að kjósa sig geti líka fengið fólk til að kaupa eða selja eða hvað það nú er sem þeir gera í bísniss. Þegar ég reyni að setja mig í spor Johns hugsa ég auðvitað fyrst: Af hveiju er hann ekki glaður að vera búinn að fá friðinn,' eða svoleiðis, ég meina, hann er auðvitað ekki dauður en þetta gekk svo illa hjá honum í lifanda lífi, ég meina, meðan hann var í pólitík, að maður skyldi halda að hann yrði bara feginn að fá hvíldina,: ég á við, eiga rólegri daga. Spurningin er: Er líf eftir pólitíska dauð- ann? Enginn pólitíkus kemst á toppinn án þess að hafa oft verið úrskurðaður póli- tískt dauður. Og því oftar, því betra. Stjórnmálamenn eru svo þjálfaðir að neita staðreyndum að þá munar ekkert um að afneita eigin pólitísku andláti. Það er bara til einn sem stendur þeim framar í up- prisu. Spurningin er aðeins um að velja sér líkama og stað og stund til að birtast aftur. HUGSAÐ UPPHÁTT ajmigi Bl. júlí - 30. águst m JJM ■ ■ * »•*. Vöggusæng Ungbarnasæng Ungbarnakoddi Barnasæng Barnasæng (tvöföld) Barnakoddi (svæfill) Barnakoddi (svæfill) Fullorðinssæng Fullorðinskoddi v20fv kr -3í9Cívkr -^9C0pT<r Jk20C^kr -4v7C<vkr -h25»vJ<r ~h95ívkr -*20ívkr 1.760, - kr 2.320,- kr 720,- kr 3.360,- 3.760, - 1.000,- kr 1.560, - kr 5.520,- kr 2.560, - kr llmlimlsiifliliii mii .illl l.iml afnæmi&práfad ... ÞlKKINQ RiYNiU ÞJÓNUÍTA FÁLKINN Suðurlandsbraut 8 • 108 Reykjavík • Sími: 581 4670 Fjölbrautaskólinn Breiðholti kvöldskóli HANDÍÐANÁM Handíðabraut 1 ár (Fatahönnun, fatasaumur, módelteikning, sniðteikning, vefjarcfnafræði, hekl og prjón) FB þegar þú velur verknám ■-----------■ SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Qhrntv tískuverslun mt V/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 m Einföld lausn á flóknum málum gl KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.