Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ ATVINIMUAUGLÝSIIMGAR Svæðisstjóri (sölustjóri) Olíufélagsins hf. á Norðuriandi Olíufélagið hf. auglýsir eftir svæðisstjóra (sölustjóra) á Norðurlandi. Starfið felst í umsjón með sölustarfi Olíufélagsins hf. ESSO á Norðurlandi. Aðsetur er í starfsstöð félagsins á Akureyri. Starfið byggist einkum á heimsóknum til viðskiptavina og umboðsmanna á Norðurlandi og umsjón með Akureyrar- skrifstofunni. Stýring á olíudreifingu á svæðinu fellur ekki undir þetta starf. Meginhlutverk svæðisstjóra er að fylgja eftir markaðssetningu Olíufélagsins hf. á eldsneyti, smurolíum og rekstrarvörum I sínum landshluta í náinni samvinnu við aðrar söludeildir. Svæðisstjóri er aðaltengiliður Olíufélagsins hf. við umboðsmenn og stærstu viðskiptaaðila á svæðinu. • Leitað er að manni sem á auðvelt með að umgangast fólk; sýnir frumkvæði og söluhæfileika. • Starfið krefst góðrar þekkingar á eldsneyti og smurolíum. Einnig á rekstrarvörum til útgerðar, iðnaðar, landbúnaðar og bllgreina. Þekking I útgerð og á vélbúnaði skipa er mikill styrkur í starfinu. • Staðgóð menntun og starfsreynsla við vélstjórn, vélgæslu, verkfræði eða tæknifræði er æskileg. Starfið er laust nú þegar en ráðning getur orðið skv. samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir Ingvar Stefánsson starfsmannastjóri, milli kl. 14 og 16, alla virka daga. Tekið er við skriflegum umsóknum ásamt ítarlegum upplýsingum um umsækjendur hjá starfsmannahaldi Olíufélagsins hf„ Suðurlandsbraut 18, Pósthólf 8200, 128 Reykjavík. Umsóknarfrestur rennur út 4. september. Olíufélagið hf. er alíslenskt olíufélag og eru hluthafar um 1300. Samstarfssamningur Olíufélagsins hf. við EXXON veitir því einkarétt á notkun vörumerkis ESSO á Islandi, án þess að um eignaraðild sé að ræða. Olíufélagið hf. er stærsta olíufélagið á Islandi með um 42% markaðshlutdeild. Höfuðstöðvar Oliufélagsins hf. eru að Suður- landsbraut 18 í Reykjavík en félagið rekur 130 bensln- og þjónustu- stöðvar vítt og breitt um landið. Á árinu 1996 voru starfsmenn Olíufélagsins hf. um 290. Olíufélagið hf Skattstofa Reykjanesumdæmis Hjá embættinu eru eftirfarandi stöður lausar til umsóknar: Deildarstjóri eftirlitsdeildar Verkefni deildarinnarfelast í eftirliti með skatt- skilum, einkum hvað varðar tekjuskatta, virð- isaukaskatt, staðgreiðslu og tryggingagjald. Leitað er eftir starfsmanni með góða skipulags- og samskiptaeiginleika. Umsækjendurskulu hafa lokið prófi í lögfræði eða viðskiptafræði eða hafa aðra sambærilega menntun. Viðskiptafræðingur Um er að ræða starf í atvinnurekstrardeild sem felst í skoðun ársreikninga og skattframtala með tilliti til ákvæða skattalaga, afgreiðslu skatterinda, endurákvörðun opinberra gjalda o.fl. Umsóknirvegna ofangreindra starfa, ásamt upplýsingum um menntun, fyrri störf, með- 'mælendur og annað, sem umsækjendur óska að taka fram, þurfa að berast embættinu fyrir 8. september nk. Laun eru samkvæmt kjara- ■ samningum opinberra starfsmanna. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingarveitirskrifstofustjóri í síma -555 1788 eða 565 3588. Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna Ákveðið erað sjávarútvegsskóli Háskóla sam- einuðu þjóðanna taki til starfa hér á landi síðar á þessu ári. Staða forstöðumanns skólans er laus til umsóknar. Forstöðumaðurinn starfar á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar. Gert er ráð fyrir að nemendum verði boðin þjálfun á eftirtöldum fræðasviðum: Fiskveiði- stjórnun, auðlindanýtingu í sjó og vötnum, gæðastjórnun og fiskvinnslu, stjórnun sjávar- útvegsfyrirtækja, fiskveiðitækni, fiskeldi og umhverfisvernd. Auk þess er gert ráð fyrir að skólinn skipuleggi ráðstefnur og vinnufundi um sjávarútvegsmál. Umsækjendur skulu hafa háskólapróf í ein- hverri fræðigrein, sem tengist sjávarútvegi. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi reynslu í stjórnun. Reynsla í alþjóðasamstarfi og þekk- ing á sjávarútvegi þróunarlanda eræskileg. Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um menntun, ritsmíðar og fyrri störf. Umsóknir skal senda til forstjóra Hafrann- sóknastofnunarinnarfyri 15. september. Hann veitir allar nánari upplýsingar. Ráðið verður til starfsins til 5 ára. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið starf sem fyrst. Hafrannsóknastofnunin, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík, sími 552 0240. SJÚKRAHÚS RE YKJ AV í KU R Hjúkrun þekking í þína þágu Lausar stöður ÁSjúkrahúsi Reykjavíkur eru nú lausarstöður á hjúkrunarsviði. Við getum boðið upp á marg- vísleg spennandi atvinnutækifæri fyrir metnað- argjarna og glaðlynda hjúkrunarfræðinga. Sjúkrahús Reykjavíkur er fjölbreyttur vinnu- staður þar sem hjúkrunarfræðingum gefst tækifæri til að þjálfa huga og hönd í hinum fjölmörgu sérgreinum hjúkrunar. Slysa- og bráðasvið Slysa- og bráðasvið sinnir mörgum spennandi og krefjandi verkefnum. Má þar nefna móttöku og hjúkrun bráðveikra og slasaðra, símaráð- gjöf, forgangsröðun, áfallahjálp og hjúkrun þolenda kynferðisofbeldis. Göngudeild G-3 sinnir eftirliti og ráðgjöf. Nánari upplýsingar veitirsviðsstjóri slysa- og bráðasviðs; Erna Einarsdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri í s. 525 1705 eða deildarstjórar viðkomandi deilda. Öldrunarsvið Öldrunarþjónusta sjúkrahússins er að mestu leyti staðsett á Landakoti, en ein legudeild er í Fossvogi. Starfsemin er mjög fjölbreytt. Unnið er í teymisvinnu að því að finna bestu meðferðarúrræði fyrir hvern einstakling og fjölskyldu hans. Nánari upplýsingarveitirsviðsstjóri öldrunar- sviðs; Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, í s. 525 1888, eða deildarstjórar viðkomandi deilda. Lyflækninga- og endurhæfingasvið Á lyflækningasviði eru almennar lyfjadeildir og hjartadeild með mjög fjölbreytt verkefni. Þar er einnig barnadeild þar sem áhersla er á heildstæða þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Á Grensásdeild eru sjúklingar með ýmsa taugasjúkdóma og verkjavandamál ásamt sjúklingum sem þarfnast umfangsmikill- ar endurhæfingar vegna sjúkdóma og slysa. Nánari upplýsingarveitirsviðsstjóri lyflækn- inga- og endurhæfingasviðs; Margrét Björns- dóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri í s. 525 1555 eða deildarstjórar viðkomandi deilda. Skurðlækningasvið Áskurðsviði eru legudeildirfyrir aðgerðarsjúkl- inga, skurðstofur, svæfingadeild, gjörgæslu- deild og dagdeild. Sem dæmi um aðgerðir sem gerðar eru á sjúkrahúsinu eru heila- og taugaaðgerðir, háls-, nef- og eyrnaaðgerðir, brjósthols- og kviðarholsaðgerðir, bæklunarað- gerðir og aðgerðir á þvagfærum. Tækifæri til þjálfunar og þekkingaröflunar eru því fjölmörg og spennandi, Nánari upplýsingarveitirsviðsstjóri skurð- lækningasviðs; Gyða Halldórsdóttir hjúkrunar- framkvæmdastjóri í s. 525 1305 eða deildar- stjórar viðkomandi deilda. Geðsvið Á geðsviði er rekin þjónusta við bráðveika og langveika geðfatlaða. Þjónustan er á formi inn- lagna, dagvistunar, hópvinnu og endurhæfing- ar. Þar gefst því tækifæri til að kynna sér mörg mismunandi umferðarform á flóknum og krefj- andi vandamálum. Nánari upplýsingar veitir sviðsstjóri geðssviðs; Guðný Anna Arnþórs- dóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri í s. 525 1405 eða deildarstjórar viðkomandi deilda. Mörg tækifæri gefasttil símenntunarog þátt- töku í rannsóknarvinnu undir leiðsögn Auðnu Ágústsdóttur verkefnisstjóra við rannsóknir. Við leggjum áherslu á vinsamlegt og faglegt starfsumhverfi þarsem hver einstaklingurfær að njóta sín. Verið velkomin að leita upplýsinga á skrifstofu hjúkrunarforstjóra í Fossvogi í síma 525 1221 eða beint hjá viðkomandi hjúkrunarfram- kvæmdastjóra eða deildarstjóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.