Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR24. ÁGÚST 1997 B 11
hér hafi verið um keppnishlaup að
ræða hugsuðu flestir um það öðru
fremur að komast klakklaust í
gegnum þessa þrekraun. Hver og
einn fór með sinn persónulega
ásetning um að ljúka hlaupinu á
tilætluðum tíma, sem gat verið ein-
hvers staðar á bilinu „undir 6
klukkustundir" til „fyrir 11 klukku-
stundir". Hið síðamefnda voru efri
mörk þess sem þurfti til að fá
hlaupið metið.
Hvatning, aðstoð, eða neyðar-
hjálp, allt var þetta veitt án tillits
til litarháttar, kynþáttar eða upp-
runa. Slík skipting missti merkingu
sína við þessar aðstæður. Það
hvarflaði að manni hvort lykilinn
að lausnum á fjölmörgum samkipta-
vandamálum kynþátta eða þjóðfé-
lagshópa væri ef til vill að finna í
hliðstæðunni við það sem hér var
að fara fram, þ.e. „samstöðu um
átak að settu marki“(?).
Hveijir eru bestir?
Á að giska klukkustund frá upp-
hafi hlaupsins hafði ég náð að tína
af mér allan auka skjólfatnað vegna
morgunkulsins og „flaggaði" nú
stoltur íslenska fánanum áföstum
aftan á gulum hlýrabol. Auk þess
hafði faðir minn, ákafur stuðnings-
maður Knattspyrnufélags Akur-
eyrar (KA), boðist til að næla merki
félagsins framan á bolinn svona til
að sýna innfæddum „hveijir væru
bestir“ hinum megin á hnettinum!
Á fótunum bar ég hlaupaskó frá
eina styrktaraðilanum sem mér
hafði tekist að næla í heima á Fróni,
Össuri hf. Mér leið prýðilega.
„Ertu virkilega kominn alla leið
frá Bretlandi til að taka þátt í þess-
ari vitleysu?“ gall við einu sinni aft-
an við mig frá einhveijum hlaupara
sem ekki var með fána Evrópuþjóð-
anna á hreinu. „Nei ég fór um lengri
veg en svo,“ sagði ég og skildi hann
eftir í fávisku sinni! „Islendingur"
hrópaði annar yfir sig hlessa, „Kær-
astan mín er líka þaðan,“ bætti
hann við! Ég hvorki heyrði í honum
né sá hann meira. Öll leiðin var
vörðuð háum skiltum þar sem til-
greint var með hvítu á svörtu hve
margir kílómetrar væru eftir að
marklínunni. Á því fyrsta stóð „80
km eftir". Það var ekki laust við
að þá færi um mann, þegar 10 km
voru búnir! Fyrstu 20 km leiðarinn-
ar var að jafnaði hækkun um 220
m í hæsta punkt hlaupaleiðarinnar
í um 820 m hæð. Það var notaleg
tilhugsun að vita til þess að afgang-
ur leiðarinnar þegar „einungis" 70
km voru eftir yrði að jafnaði niður
á við, þó svo að hlaupaleiðin fæli í
sér fjölmargar „upp-brekkur“ líka.
Ég hafði raunar mætt til leiks
fullviss í þeirri trú minni að það
væri ákjósanlegri valkostur að
hlaupa þetta hlaup niður í móti að
strönd, þó svo að um lengri veg
væri að fara. Ég var þó fljótt sann-
færður um það af reynsluríkari
Comrade-hlaupurum að svo þyrfti
alls ekki að vera. Löng „niðurhlaup“
reyna mun meira á hné og lærvöðva
en „upphlaup". Þegar staðlaðri
maraþonvegalengd (42,2 km) var
náð reiknaðist mér til að um 3 klst.
og 45 mínútur væru liðnar frá ræs-
ingu. Aldrei fyrr hafði ég hlaupið
lengra í keppni.
Ásamt félögum mínum, Gísla og
Sigurði, hafði ég þrívegis hlaupið
lengri vegalengdir, hægar, á æfing-
um, tvívegis 50 km, fyrst milli þing-
staðanna að Lögbergi og við Áust-
urvöll og síðar umhverfís Þingvalla-
vatn. Þá höfðum við einu sinni
hlaupið 58 km frá Grindavík að
Vesturbæjarlauginni i Reykjavík.
Hvað nú? Eftir voru 47,7 km og það
var óneitanlega farið að draga nokk-
uð af mér.
Hálfnaður
Miðja hlaupsins var skammt und-
an. 45 km var lokið/voru eftir í
bænum Drummond í 659 m hæð
yfir sjávarmáli, í fallegu fjallaþorpi
með brattar hlíðar beggja vegna við
hlaupaveginn. Þar var tilkomumikið
að hlaupa í gegn. Hvatningarópin
og tónlistin voru háværari en áður
hafði gerst og áhorfendaskarinn var
það mikill að hann myndaði einung-
is mjóa rennu fyrir hlauparana til
að fara um. í miðju þorpinu ýlfraði
stöðugt í tölvubúnaði sem tengdur
var mottum á veginum þegar við
kljúfar miðborgar Durban. Einhvers
staðar inni á milli þeirra var Cricket-
leikvangur þar sem hlaupinu lyki.
Það var notaleg tilfinning að sjá
byggingu leikvangsins blasa skyndi-
lega við handan við vegarhorn í á
að giska 1 km fjarlægð. Hún færð-
ist nær. Líkt og í leiðslu liðum við
áfram nokkrir hlauparar í hnapp
eftir strætinu, þögulir, sviplausir,
hver í sínum heimi. Hlið leikvangs-
ins blasti við, grænn grasflötur sást
fyrir innan. Skyndilega skullu á
óvenju hávær hróp og köll frá áhorf-
endapöllum leikvangsins. Hálfan
hring um leikvanginn þurfti til við-
bótar. Af veikum mætti gaf ég allt
sem eftir var í eitthvað sem ég taldi
sjálfum mér trú um að líkstist enda-
spretti!
Úrvinda langhlaupari
Það var úrvinda langhlaupari sem
tók skjálfandi höndu við viðurkenn-
ingarpeningi úr greipum yngismeyj-
ar, minnsta viðurkenningarpeningn-
um í safninu mínu fyrir lengsta
hlaupið. Það var ólýsanleg tilfinning
að standa við marklínuna með um
90 km að baki eftir margra mánaða
undirbúning og ásetning um að
glíma við eitt elsta og þekktasta
KOMIÐ í mark eftir tæpar 8 klukkustundir. hinn 1.330. í röðinni
af 11.249 sem luku hlaupinu fyrir 11 klukkustunda tímamörkin og
af 13.144 sem hófu hlaupið.
hlupum yfir þær, en þær höfðu ver-
ið settar þar til að skynja tölvukubba
sem allir hlauparar báru áfasta við
skóreimar sínar vegna tímatöku.
Tíminn 4 klst., 2 mínútur og 6 sek-
úndur frá ræsingu _var staðfestur
og meðtekinn fyrir íslendinginn.
Fram að þessu hafði ég samvisku-
samlega fylgt ráðleggingum um
„drykkjusiði" sem ég hafði komið
auga á í bunka af upplýsingagögn-
um sem dreift hafði verið til þátttak-
enda fyrir hlaupið. Samkvæmt þeirri
forskrift skyldi ég dreypa á íþrótta-
drykk sem boðið var upp á á drykkj-
arstöðvunum nær samfellt fyrstu
50 kílómetrana. Drykkur þessi sam-
anstóð af 6% sykurlausn með ögn
af salti. Blanda þessi var til þess
fallin að fá sem hraðasta upptöku
nauðsynlegs orkuforða í formi
þrúgusykurs inn í blóðrásina. Nú
leið hins vegar að því að þátttaskil
skyldu verða á „drykkjusiðunum“.
Samkvæmt sömu forskrift átti ég
að snúa mér að drykkju sterkari
sykurdrykks (um 15% þrúgusykur-
blanda) eftir um 50 km hlaup. Sam-
viskusamlega greip ég 150 ml plast-
sekk merktan „Megalode" þegar
tæpir 40 km voru eftir, beit gat á
hornið á honum og sprautaði dísæt-
um leðjukenndum orkuvökvanum
upp í mig. „Oj bara“, þvíiíkt ógeð!
Ég lét mig þó hafa það og fékk
mér slíka sykurleðju á að giska á
15 mínútna fresti upp frá því, auk
þess sem ég þambaði vatn þess á
milli.
Þar kom að 58 km voru búnir.
Lengra hafði ég aldrei hlaupið áð-
ur. Hvað tæki nú við? Mér fannst
ég vera að fara inn á einskis manns
land. En framundan var ríflega hálft
maraþon og ég hafði hlaupið reið-
innar býsn af hálfmaraþon hlaupum
í gegnum tíðina. Því skyldi ég ekki
geta gert það líka núna(?), hugsaði
ég. Nú hófst sálfræði „niðurtalning-
arinnar" af fullum krafti. Þegar 14
km voru eftir minntist ég fjölda
hlaupa sömu lengdar sem við
hlaupafélagarnir í „elsta og virðu-
legasta" hlaupaklúbbi höfuðborgar-
svæðisins, „Hlaupaklúbbi Vestur-
bæjarlaugarinnar" höfðum hlaupið:
Frá Vesturbæjarlauginni austur á
Suðurgötu, vestur um Ægisíðu, út
undir Gróttuvita eftir Eiðisgranda
og í Laugina aftur. Einungis ígildi
þess hlaups var eftir.
Þegar 10 km voru eftir minntist
ég allra 10 km almenningshlaup-
anna sem ég hafði tekið þátt í í
gegnum tíðina. Mér varð litið niður
á fæturna á mér. Undarlegri skynj-
un brá fyrir eitt augnablik. Mér
fannst eins og að ég væri utan lík-
amans sem hreyfðist vélrænt og til-
finningalaust áfram skref fyrir skref
fyrir skref. Það höfðu fyrir löngu
komið skilaboð til heilans frá fót-
leggjunum þess efnis að fara nú að
hætta þessu. Þar tókust á tvö and-
stæð öfl, vilji og máttur, sem náðu
þó samkomulagi um reyna að ljúka
ætlunarverkinu.
Síðustu kílómetrarnir liðu hægt
hjá, „5 km eftir“, „4 km eftir“, „3
km eftir" stóð á skiltunum. Það tók
því ekki að gefast upp úr þessu.
Ég innbyrti meiri sykurleðju, drakk
vatn, skvetti köldu vatni yfir höfuð-
ið, herðarnar og á lærin og horfði
stjörfum augum fram á veginn sem
virtist aldrei ætla að enda. Jú, ann-
ars, fram undan blöstu við skýja-
á rósum en ótrúlega fjölbreytt og skemmtileg þjálfun í góðum
hópi sem skilar þér árangri. Þessi 8-vikna námskeið eru sérsniðin
fyrir karlmenn. Byggðu upp vöðvamassa og losnaðu við fitu.
ofurmaraþon sögunnar og að hafa
tekist ætlunarverkið. Það urðu fagn-
aðarfundir með okkur Ólöfu, vin-
konu minni, þegar hún mætti mér
með undrunarsvip handan við
marklínuna. Ég hafði lokið hlaupinu
fyrr en áætlun hafði gert ráð fyrir,
7 klukkustundum , 57 mínútum og
11 sekúndum frá ræsingu, varð
1.330. í röðinni af 11.249 sem luku
hlaupinu fyrir 11 klukkustunda
tímamörkin og af 13.144 sem hófu
hlaupið. Ég gat ekki annað en verið
ánægður.
Hvað fær menn til að taka sér
fyrir hendur slíka þolþraut hefi ég
oft verið spurður síðan. Ég á ekkert
einhlítt svar við slíkri spurningu.
Ef til vill á hlaupafélagi minn, Gísli
Ragnarsson, besta svarið, þegar
hann segir í hvert skipti sem hann
er spurður að því af hveiju hann
hlaupi heilt maraþon ár eftir ár: „Af
því að ég get það“!
Eða, kannski felst svarið í orðum
Arthur Newtons, undrabarns lang-
hlaupanna, sem sigraði Comrade 5
sinnum á fyrri hluta aldarinnar,
þegar hann sagði: „Hlaup og þrek-
raunir af ýmsu tagi leiða í senn til
líkamlegra og andlegra framfara og
gera manninn hæfari til að takast
á við hvers kyns verkefni. Hann
vinnur betur, hugsar skýrar og at-
hafnast af meiri dug og krafti en
ella. Slíku líferni fylgir aukin lífsfyll-
ing sem við öll leitum eftir.“
Höfundur er háskólaprófessor.
Dijúgur verður síðasti
áfanginn
Stöövaþjálfun og þolþjálfun 3-5x í viku
Upplýsingar um fæðuval: bæklingurinn
„í fínu formi til framtíðar“
„Léttir réttir“ uppskriftabók með
150 léttum og bragðgóðum uppskriftum
Fræðsla
Fitumæling og viktun
Vinningar í hverri viku
Hádegishópur
Kvöldhópur
Framhaldshópur
Láttu skrá þig strax í síma
533 3355/533 3356.
SKEIFAN 7 108 REYKJAVÍK S. 533-3355
KA HEIMILINU 600 AKUREYRI S. 462 621 1
ÁSAMT Ólöfu Þorsteinsdótt-
ur hinn 16. júní að loknu
hlaupinu.
Ath!
Tækjasalur &
hjólatímar
Námskeiðið
hefst 1. sept.