Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ Jón Tómasson varð stein- hissa þegar orðað var blaðaviðtal. Um hvað? í þetta sinn var ekki verið að leita eftir liðn- um afrekum heldur hvernig óráðinn og óskrifaður læknir lítur fram á veginn. Blaðamaðurinn steig af feijunni á Akranesi upp úr fjög- ur, um það leyti sem Jón var að ijúka störfum á sjúkrahúsinu. Hann hafði brugðið sér í sturtu í starfs- mannabústaðnum og ekki á honum að sjá að hann hefði verið á vakt- inni frá því klukkan 8 morguninn áður. Eitthvað sérstakt? Nei, bara eins og gengur, var svarið. í vor lauk 41 læknir erfiðu námi í Háskóla íslands. Jón dúxaði með yfir 9 í aðaleinkunn. Þá tók við kandídatsárið. Ungu læknarnir skiptu sér á fjóra aðalspítala lands- ins, Landspítaiann, Borgarspítal- ann, Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri og Sjúkrahús Akraness, þar sem þeir eru þrír. Jón kveðst hafa kosið Akranes af því að hann vildi kynnast því að vinna á minna sjúkrahúsi en stóru spítulunum í Reykjavík. „Þarna er maður í öllu sem upp kemur á vöktunum og reynslan verður svo fjölbreytt. I læknadeildinni hefur maður fengið grunnmenntun og faglega þekk- ingu, en kandídatsárið er útvíkkun á því til að dýpka praktískan starfs- vettvang," segir hann og er harla ánægður með sitt hlutskipti. Þegar hann er spurður hvort námið í læknadeild HÍ hafi verið fullnægjandi eða mátt vera eitthvað öðruvisi sagði hann að faglega séu nemarnir vel undirbúnir en í sam- bandi við hagnýta hluti sem tengist vinnunni, þessu dags daglega starfi, hefði hann kosið að þeir fengju meira sjálfstæði og þjálfun í að bera ábyrgð. Hins vegar sé hann að kynnast þessu núna. Hefði þó viljað vera betur undir það búinn. Því sé kandídatsárið ákaflega gagn- legt. Jón segir að allir komist að á sjúkrahúsunum, meira að segja sé fremur skortur. Hlutverk unglækna á deildum stóru spítalanna er það stórt að rétt hefur náðst að fylla stöðurnar með þessum hætti. En ætlaði Jón alltaf að verða læknir? Hann brosir, segist hafa átt von á þessari spurningu, sem sé einfalt að svara. Frá því hann var 11-12 ára langaði hann til að verða læknir og stefndi að því. Veit ekki af hveiju. Oft gengur slíkt í ættir en enginn í hans ijölskyldu er í því starfi. Honum var það samt hugsjón. Og þegar út í það var komið sá hann að það átti við hann. Þetta er erfitt nám og búin að vera mjög mikil vinna, en bæði námið og ferillinn hefur hingað til verið skemmtilegt, enda hefur Jón ekki t.rú á að neinn endist í starfi án þess að hafa ánægju af því. „Það sem ég er að kynnast núna í starf- inu veldur mér ekki vonbrigðum. Það er ákveðin ögrun að takast á við þetta og geypilega lærdóms- ríkt.“ Ekki vill Jón Tómasson viður- kenna að það hafi verið þessi marg- rómaða samkeppni sem rak hann til að leggja svona að sér til að ná þessum frábæra árangri. Ekki nema fyrsta árið því þá var keppt um að komast inn í læknadeildina. Eftir það var hann aldrei að keppa til að verða efstur. Hann vann sarrít mjög mikið, kannski af samvisku- semi og að hann vill ailtaf hafa hlutina á hreinu, segir hann: „Ég hefi metnað fyrir sjálfan mig. Minn metnaður að standa framarlega beinist að því að vita að ég sé að veita sjúklingum mínum allra bestu þjónustu sem mér er möguleg. Það er bara metnaður gagnvart sjálfum mér að standa að mínu starfi." Hann lítur þá ekki á læknisstarf- ið sem viðgerðir á líkamshlutum? Það kemur á unga læknirinn. „Nei, nei, ég tel mig ekki vera að stunda þetta sem einhvers konar verkstæð- isvinnu. Frá faglegri færni lítur þetta kannski stundum út eins og það séu hálfgerðar bílaviðgerðir. En sé almennilega að staðið er í þessu starfi komið inn á svo marga þætti í lífi fólksins sem verið er að vinna með. Ég lít þannig á hlutverk- Jón Tómasson læknir LÆKNIR FRAMTÍÐARINNAR Menntafólk stendur gjaman á afdrifaríkum tímamótum. Jón Tómasson er þar vel í stakk búinn, dúxinn í læknadeild í vor. Hann er á kandídatsárí að hugsa sinn gang. Leiðir liggja til margra átta. Þarf að ákvarða sérfræðinám, í hvaða landi og samræma við nám lífsföru- nautar. Getur orðið flókið þegar heimurinn og læknavísindin em á fleygiferð í þróun. Elín Pálmadóttir forvitnaðist um hvernig framtíðin liti út í huga ungs læknis í þeim spomm. ið að ég vilji gera allt sem í mínu valdi stendur til að koma sjúkling- unum til góða. Þó maður snúi sér kannski hveiju sinni að vandamál- inu sem er mest aðkallandi, reynir maður að spá svolítið í hvað geti verið undirliggjandi, lífshættir og fleira. Þó ekki sé kannski nægilega mikið vitað um hvernig sjúkdómar þróast finnst mér forvarnir vera mikilvægur hluti af læknisfræðinni og Iækningum. Alltaf betra heilt en vel gróið.“ í samtali okkar kemur fram að Jón telur að lífsstíll skipti miklu máli. Þótt hann vilji ekki blanda því saman við lækningarnar hefur hann sjálfur alist upp við að græn- meti var aðalfæðan heima hjá hon- um. Fjölskyldan tók upp þá hætti á Bretlandsárunum, þar sem faðir hans Tómas Jónsson auglýsinga- teiknari var í námi þar til drengur- inn var 8 ára gamall. Honum þykir grænmetisfæði gott og nokkuð sem hann hefur kosið að hafa á sínu heimili í framtíðinni. Honum líði sjálfum bara einfaldlega vel af því. Álmennt telur hann að fæði skipti miklu máli í sambandi við framtíð- arheilsufar. Þótt Jón væri áhugasamur náms- maður og útskrifaðist með háar einkunnir frá MR, leit hann upp úr bókunum. Þegar hann var 17 ára gamall var hann skiptinemi á Nýja-Sjálandi í eitt ár. Og eftir stúdentsprófið fór hann einn síns liðs til Bandaríkjanna. Ferðaðist þar um og komst þar m.a. í vinnu á heilsustofnun, fékk fæði og hús- næði gegn smávinnuframlagi. „Ég gerði mér grein fyrir því að eftir að ég yrði kominn út í læknisfræð- ina yrði erfiðara um vik að ferðast. Svo hann ákvað að gera það áður en hann byijaði í læknisnáminu. Þetta var hugsað sem smáhlé, logn á undan storminum. Quo vatis? Og nú stendur Jón Tómasson 27 ára gamall á tímamótum. Quo vat- is? Hvert heldur hann nú? Ætlar hann í sérgrein og er hann búinn að velja? Hann ætlar í sérnám til útlanda. Játar að hann standi á mikilvægum tímamótum. Þá er for- vitnilegt að vita viðhorf hans til þessarar miklu sérhæfingar lækna. Eitt af því sem hann kveðst standa andspænis er í hve mikla sérhæf- ingu hann eigi að fara. „Ég vil heldur fara út á sérhæfðari brautir því ég hefi metnað til að vera virki- lega góður í því sem ég er að gera. En ég hefi verið flakkandi á milli greina, er eiginlega opinn fyrir nán- ast hveiju sem er. Lengi var ég að velta fyrir mér barnalækningum, sem enn eru inni í myndinni, en hefi einnig spáð í lyflækningar, þ.e. krabbameinslækningar, smitsjúk- dómalækningar eða meltingarsjúk- dóma. Ekkert af því er þó endan- lega ráðið. Þetta kandídatsár er mjög mikilvægt, það er tækifæri sem maður fær til að þreifa sig svolítið áfram, finna hvað manni líkar við. Er hann þá að máta hvað passar honum? Hann viðurkennir að það sé hluti af ástæðunni fyrir því að hann valdi sjúkrahúsið á Akranesi. Kandídatarnir fái mis- mikið að reyna á hveijum stað. Hvernig lítur hann þá til framtíð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.