Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1997 B 15 arinnar, nú er þessi gífurlega tæknibylting í læknavísindum að opna nýja þekkingu, nýja möguleika og tækifæri inn í framtíðina? „Það gerir þetta svið einmitt svo spenn- andi að alltaf eru tímamót og bylt- ingar að gerast í læknisfræðinni. í raun alltaf tækifæri til að vera að nema eitthvað nýtt, jafnframt því sem alltaf er verið að fást við að hjálpa náunganum og reyna að koma honum til góða. Svo þetta er í rauninni sambland af stöðugum breytingum, sem byggist þó alltaf á föstum, rótgrónum grunni. Það gerir það svo spennandi að um svo margar leiðir er að velja. Hægt er að kjósa sér það sem hentar manni sjálfum, hvort sem maður vill vera að sinna sjúklingum, stunda rann- sóknir eða leggja stund á þessar hliðargreinar læknisfræðinnar. Ég veit að ég vil starfa beint með sjúkl- ingum. Hins vegar hefí ég mikinn áhuga á rannsóknum. Ég hefí kom- ið nálægt krabbameinsrannsókn- um, vann á fjórða ári í námi hjá Krabbameinsfélagi íslands og allt sumarið á eftir undir leiðsögn lækn- anna Eiríks Jónssonar og Hrafns Túliníus. Fór það sumar á tveggja vikna námskeið út til Kaupmanna- hafnar og þing um veturinn. Svo ég hefí öðru hveiju verið með annan fótinn í því. Þetta er svið sem mig langar til að hafa með og ég kem alltaf til með að hafa áhuga á að stunda rannsóknir með minni vinnu. Reikna með að taka mér tíma til að sinna þessu líka.“ Hvað sem þú velur er margra ára nám framundan, en veist ekki hvar eða hvað það verður? „Ég held að það verði annaðhvort lyf- lækningar eða barnalækningar," svarar Jón. „Og ég stefni á að fara annaðhvort til Bandaríkjanna eða Hollands. Mjög margir læknar hafa gegnum tíðina farið til Norður- landa, fjölmargir til Svíþjóðar, en nú er talsvert erfíðara að komast þangað.“ í sama landi Þarf hann kannski ekki að taka tillit til nema sjálfs sín í vali á dval- arstað næstu árin? Þegar um svo langan tíma er að ræða er eins gott að sambýlisfólk geti numið í sama landi, sem hefur reynst ýms- um flókið ef ekki er ráð í tíma tekið. „Ég stend einmitt í þeim sporum. Kærastan mín ætlar í háskólanám í haust. Hún hefur lokið fjölmiðla- fræði í Bandaríkjunum og ætlar að halda áfram og bæta við sig mann- fræði, sem er margra ára nám. Við verðum að velja þetta saman. Það er þó ekki komið á það stig ennþá að við getum sest niður. Allt eins líklegt að það verði í Bandaríkjun- um. Ég á eftir að þreyta ameríska læknaprófið, sem verður að taka ef maður ætlar þangað í framhalds- nám í læknisfræði. Það eru víðtæk próf í tveimur til þremur hlutum og hægt að taka þau hér. Ætli ég fari ekki í það næsta vor. Það ligg- ur ekki svo óskaplega mikið á þar sem ég þarf að klára kandídatsárið og taka svo kannski hálft eða eitt ár hér heima áður en ég held utan.“ Hvað ertu að hugsa þegar þú ert að velja, miðarðu þá við eitthvað ákveðið í framtíðinni, að starfa í Bandaríkjunum eða koma heim? „Ætli það verði nú ekki ísland fyrr eða síðar, en það fer auðvitað eftir aðstæðum. Við sem erum að út- skrifast núna verðum að vera sveigjanleg. Tímarnir eru breyttir og það er víða mikið framboð af læknum. Þetta er mikið púsluspil að raða saman því sem vantar og væri praktískt að fá hingað heim og því sem maður hefur áhuga á. Til dæmis vantar ekkert sérstak- lega barnalækna núna, mikið fram- boð á þeim og líklegt að það verði í náinni framtíð, enda margir að koma heim, svo að þó mig mundi gjarnan langa til að fara út í barna- lækningar og vinna með börnum, þá er ég ekkert viss um að það verði á endanum það sem ég tek. Annað sjónarmið er að maður eigi bara að velja það sem stendur hjart- anu næst og gera það vel. Þá fari væntanlega þannig að maður kom- ist einhvem tímann að. Vandinn er sá að ég er bara ekki alveg búinn að fínna hvað það er sem stendur mínu hjarta næst.“ Læknavísindin En hvaða framtíðarsýn hafa ungu læknarnir varðandi læknis- fræðina? Verður hún svona óskap- legum breytingum undirorpin eins og hún hefur verið undanfarið, þar sem miklar og stöðugar tæknibylt- ingar opna nýjar víddir sem enginn getur rennt grun í núna? „Þetta er stór spurning," segir Jón og hlær við, en er svo agaður að hann víkur sér ekki undan að ráðast í að svara. „Ég held að við stöndum kannski á tímamótum þar sem við höfum hvað víðasta yfirsýn yfir læknisfræðina. Við höfum verið að fá innsýn í ótal svið hennar. I framtíðinni er það spurning hvort menn eigi að sérhæfa sig um of eða líta yfír sviðið. Með vaxandi þróun læknisfræðinnar held ég að það sé alltaf erfíðara að hafa djúpa yfírsýn yfír allt sem er að gerast. Þess vegna er þessi sérhæfíng að þró- ast. Alltaf þarf þó að hafa einstakl- inga með víðari yfirsýn. Kannski verða það áfram heimilislæknarnir sem hafi víðasta yfírsýn en sum- staðar er nauðsynlegt að séu til þeir sem eru sérhæfðir á mjög þröngu sviði. Það sem ég held að komi til með að skipta meginmáli verður að fólk geti unnið saman, jafnt heimilislæknar sem sérfræð- ingar, þannig að hægt sé að fá yfírsýn yfir vandamál hverrar manneskju sem maður er að vinna með til að fá lausn á hennar málum á sem farsælastan hátt.“ Við spjöllum svolítið meira um þessa gífurlegu tæknibyltingu sem orðið hefur í læknisfræðinni og Jón segir: „Þrátt fyrir það að við eigum mikið af tæknilegum græjum og merkilegum rannsóknaaðferðum, hefur grundvöllurinn allt frá dögum Hippokratesar alltaf verið að skoða sjúklinginn vandlega, tala við hann og gera sér grundvallargrein fyrir hvað er að. Það sem hefur bæst við í nútímalæknisfræði er allar þessar merku aðferðir sem bætast þar ofan á. Þetta verður eintómt kaos og ringulreið ef ekki er byggt á þessum gömlu gildum læknislistarinar. Þó svo að margt spennandi sé að ger- ast er þetta mikilvægast, að standa styrkum fótum á þessum grund- velli,“ sagði Jón að lokum. Fjölbrautaskólinn Breiðholti kvöldskóli SJÚKRALIÐANAM Bóklegt og verklegt nám til sjúkraliðaprófs. Stúdentspróf af sjúkraliðabraut FB þegar þú velur verknám r Fjölbrautaskólinn Breiðholti kvöldskóli ALMENNT NÁM Eðlisfræði, efnafræði, jarðfræði, landffæði, líffræði, stærðfræð, danska, enska, franska, latína, spænska, þýska, félagsfræði, sagnfræði, siðfræði, sálfræði, tjáning, tónmennt, myndlist FB þegar þú velur ! Síðustu daqar útsölunnar Allir jakkar áður 18.900 nú 5.000 Allar buxur áður 10.800 nú 2.800 Allar blússur áður 7.800 nú 1.800 Allar peysur áður 7.800 nú 1.800 Allirbolir áður 1.800 nú 500 Allir kjólar áður 19.800 nú 5.000 oifiiarion i — — Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarfirði • Sími 565 1141 7 Kæru vinir. Þaö er mjög góö tilfinning að bjóða öllum gömlum nemendum mínum aö koma í heimsókn og skoöa nýju heilsuræktina mína, Planet Pulse® á annarri hæö Hótel Esju. í öll þau ár sem ég hef starfaö við heilsurækt hefur mig dreymt um stað eins og þennan. Planet Pulse® er heilsulind á heimsmælikvaröa, sérsniöin aö íslensku athafnalífi, þ.e. lítill tími til aö koma miklu í verk. Kæru vinir, sjón er sögu ríkari. Við kynnum alla starfsemina og SPA deildina, nýjung á íslandi þar sem fólk kemst á annað tilverustig fýrir lítinn pening. Ég hlakka til þess aö hitta marga gamla vini og kunningja og endurnýja gömul kynni. Jónína Ben. E.S. Ég kenni sjálf spinning kl. 21.00 öll kvöldin. Rifjum upp gamlar stundir. Hjónin saman Viö hjónin höfum verið í Planet Pulse frá því aö starfsemin hófst í vor. Viö erum mjög ánægð. Starfsfólkið allt er einstaklega umhyggjusamt og er sífellt að hugsa um að gera hverja stund sem ánægjulegasta. Fyrir okkur hefur lykillinn að árangri verið að koma bæði saman - þá er annað ekki eitt heima að bíða eftir hinu. Kristín Bjarnadóttir og Sigurdur B. Stefánsson. L A IM U Suðurlandsbraut 2 • Sími 588 1700 Opið hús hjá heilsulindinni Planet Pulse® öll kvöld í vikunni kl. 20-22 AVkUUmilG/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.