Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1997 B 23 Tæknival Tœknival er leiöandi á sviði upplýsingatœkni á íslandi. Fyrirtœkið býður heildarlausnir i sjávarútvegi, iðnaói og verslun. Markaðssvið leitar að: Ráðgjafa á fyrirtækjamarkaði Markaðssvið Tæknivals er stoðdeild þvert á aðrar deildir fyrirtækisins. Við leitum að öflugum starfsmanni til að leiða samskipti við okkar mikilvægustu viðskiptavini. Starfið felst í samhæfingu krafta sem liggja í deildum fyrirtækisins til að hámarka árangur í sölu, ráðgjöf og uppsetningu heildarlausna á sviði upplýsingatækni hjá viðskiptavinum okkar. Heildarlausnir samanstanda af búnaði ffá leiðandi aðilum í hugbúnaði og vélbúnaði, þjónustu vel menntaðra tæknimanna og ráðgjöf sérffæðinga á viðskiptasviði við nýtingu þeirra. Áhersla er lögð á góða viðskipta- eða verkffæðimenntun ásamt kraft og þor til að takast á við verkefni í krefjandi umhverfi. Reynsla er kostur en ekki skilyrði fyrir ráðningu. Umsóknarfrestur er til og með 29. ágúst n.k. Ráðning verður sem fyrst. Vinsamlega athugið að fyrirspurnum verður eingöngu svarað hjá STRÁ. Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi á skrifstofunni sem opin er frá kl. 10-16, Guðný Harðardóttir veitir nánari upplýsingar'á viðtalstíma frá kl. 10-13. STRA ehf. 1 STARFSRÁÐNINGAR GUÐNÝ HARÐARDÓTTIR Mörkínni 3,108 Reykjavík, sími: 588 3031, bréfsími 588 3044 Varmárskóli Varmárskóli í Mosfellsbæ er annar tveggja grunnskóla Mosfellsbæjar með 570 nemendur í 1.-6. bekk. Skólinn er tvísetinn að hluta. Við skólann er starfrækt Skólasel fyrir 6-9 ára börn. Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar við skólann: Útistarfsmaður Starfið felur í sér aðstoð við nemendur úti á leikvelli skólans og nágrenni hans. Hann fylgist einnig með nemendum úr og í skólabílum, hefur almennt eftirlit með skólalóðinni og er nemendum þar til halds og trausts. Um er að ræða fullt starf. Laun eru samkvæmt kjara- samningi Starfsmannafélags Mosfellsbæjar og launanefndar sveitarfélaga. Allar nánari upplýsingar veitir Birgir D. Sveins- son, skóíastjóri, í síma 566 6154. Skólasel Leikskólakennari eða kennari óskasttil starfa, en einnig kemurtil greina að ráða starfsmenn með aðra uppeldismenntun og/eða reynslu. Um er að ræða aimennt starf (vinnutími kl. 13- 17) og starf við sérstuðning, vinnutími frá kl. 12.30-16.30. Laun eru samkvæmt kjarasamn- ingum leikskólakennara, kennarasamtakanna eða Starfsmannafélags Mosfellsbæjar við launanefnd sveitarfélaganna, eftir því sem við á. Allar nánari upplýsingar veitir Unnur Péturs- dóttir, forstöðumaður, í síma 566 7524. Skólafulltrúi. Rannsóknaþjónustan Við Rannsóknaþjónustu Háskólans er laust til umsóknar starf háskólamenntaðs starfs- manns. Um er að ræða nýtt starf og er fyrir- huguð ráðning til eins árs en þó gæti komið til framlengingar á ráðningu. Verksvið nýs starfsmanns verður umsjón með öllu bókhaldi skrifstofunnar og uppgjörum fyrir einstök verkefni, ráðgjöf við viðskiptavini um fjárhagsáætlanir og uppgjör rannsókna- og þróunarverkefna og umsjón með gæðakerfi Rannsóknaþjónustunnar. Rannsóknaþjónustan ervaxandi þjónustu- stofnun sem hefur það hlutverk að auka tengsl Háskólans við íslenskt atvinnulíf og greiða fyrir hæfnisuppbyggingu, nýsköpun og tækniyfir- færslu. Rannsóknaþjónustan sér um margþætta þjónustu vegna þátttöku íslendinga í evrópsku samstarfi, m.a. með rekstri Lands- skrifstofu Leonardó og þátttöku í Kynningar- miðstöð Evrópurannsókna. Rannsóknaþjónust- an rekur einnig Tæknigarð á háskólalóðinni, samstarfsnefnd atvinnulífs og skóla og sinnir fjölmörgum stökum verkefnum. Við leitum að starfsmanni með reynslu af bók- haldi og uppgjörsvinnu sem hefurfrumkvæði og getur unnið sjálfstætt en á jafnframt auðvelt með að vinna í verkefnahópum og veita öðrum ráðgjöf. Háskólamenntun, mjög góð ensku- kunnátta og tölvulæsi eru skilyrði. Þekking á gæðamálum er kostur. Áætlað er að ráða í starfið frá 1. október nk. Laun eru skv. kjarasamningum Félags háskóla- kennara og fjármálaráðherra. Umsóknum ber að skila til starfsmannasviðs Háskóla íslands í síðasta lagi 8. september 1997. Nánari upplýsingar veitirÁgúst Hjörtur Ingþórsson framkvæmdastjóri í síma 525 4900. Konur, jafnt sem karlar, eru hvattar til að sækja um starfið. LÖGGILTIR Endurskoðendur Hf. fulltrúar á íslandi fyrir Andersen Worldwide SC Suðurlandsbraut 32, 108 Reykjavík sími 568-6868 og telefax 568-9379 netfang loggend@isholf.is Viðskiptafræðingar Óskum eftir að ráða nokkra viðskiptafræðinga af endurskoðunar- eða fjármálasviði, eða við- skiptafræðinema í námi. Æskilegt er að um- sækjendur séu á aldrinum 20-40 ára. Starfið felst í vinnu við endurskoðun, reikningsskil, skattskil, ráðgjöf og önnur sérfræðistörf í fyrir- tæki okkar. Umsækjendur þurfa helst að geta hafið störf hinn 1. október nk., en þá hefjast námskeið og starfsþjálfun innan skrifstofunnar, sem standa munu fram í janúar á næsta ári. Löggiltir Endurskoðendur hf. eru eitt af stærri endurskoðunarfyrirtækjum landsins, stofnað 1927. Við kappkostum að veita viðskiptavinum okkarfaglega og persónulega þjónustu, sem unnin er af hæfu starfsfólki. Skrifstofa okkar er með tengd fyrirtæki og útibú í flestum lands- hlutum. Jafnframt erum við fulltrúar á íslandi fyrir Andersen Worldwide SC, sem er stærsta alþjóðlega endurskoðunar- og ráðgjafafyrir- tæki heims. Þessi alþjóðlegu tengsl gefa starfs- fólki okkar möguleika á frekara námi og störf- um á erlendri grund. Skriflegar umsóknir, er greini frá aldri, mennt- un og fyrri störfum, sendist skrifstofu okkar fyrir 8. september nk. Löqooir Endurskoðendur Hf. Endurskoðun - Reikningshald - Rekstrarráðgjöf - Skattamál Tölvuráðgjöf - Námskeiðahald. Eigendur: Ingi R. Jóhannsson, Árni Tómasson, Stefán Svavarsson, Guðlaugur Guðmundsson, Sigurður Pálsson, ívar Guðmundsson, Guðmundur Frímannsson, Birkir Leósson. Tengd fyrirtæki og útibú: Á Isafirði, Bolungarvík, Akureyri, Egilsstöðum og Grundarfirði. Textasmiður íslenska útvarpsfélagið hf. óskar að ráða textasmið til starfa í kynningar- deild. Starfið felst í: Textasmíð, hugmyndavinnu og umsjón íslenska með heimasíðum Islenska útvarps- útvarpsfélagið hf. félagsins. Um er ræða efni sem tengist dagskrá þeirra miðla sem (Ú rekur. Við leitum að: Hugmyndaríkum einstaklingi með haldgóða reynslu af tölvum og textagerð. Nauðsynlegt er að viðkomandi geti sýnt frumkvæði og áræðni i starfi, hafi fullkomið vald á íslenskri tungu, góða íslenskukunnáttu og sjálfstæða, skapandi hugsun. Háskólapróf er mjög æskilegt. í boði er: Fullt starf til framtíðar og spennandi verkefni hjá öflugu fyrirtæki. Upplýsingar eru eingöngu veittar hjá Eyrúnu M. Rúnarsdóttur hjá Hagvangi hf. í síma 581-3666. Ráðgjafi Lánastofnun óskar að ráða starfsmann til ráðgjafarstarfa. Starfssvið: Úmsjón með bílalánum, markaðssetningu og samskiptum við bílaumboð og bíla- sölur. Úrvinnsla umsókna frá viðskipta- vinum félagsins. Við leitum að: Viðskipta-, rekstrar-, tölvunarfræðingi eða manni með sambærilega menntun. Starfsreynsla á bílamarkaði æskileg. Viðkomandi þarf að hafa frumkvæði og getað starfað sjálfstætt. í boði er: Framtíðarstarf hjá ört vaxandi lána- stofnun, sem hefur á að skipa vel menntuðu og metnaðarfullu starfsfólki. Reyklaus vinnustaður á besta stað í bænum. Laun eru samningsatriði. Upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Textagerð 437" fyrir 1. september n.k. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir ásamt mynd til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Ráðgjafi 432" fyrir 26. ágúst n.k. Hagvangur hf Skeifan 19 108 Reykjavík Sími: 581 3666 Bréfsími: 568 8618 Netfang: hagvang@tir.skyrr.is Veffang: http://www.apple.is /hagvangur Hagvangur hf Skeifan 19 108 Reykjavík Sími: 581 3666 Bréfsími: 568 8618 Netfang: hagvang@tir.skyrr.is Veffang: http://www.apple.is /hagvangur HAGVANGUR RÁDNINGARÞJÓNUSTA HAGVANGUR RADNINGARÞJÓNUSTA Rétt þekking á róttum tíma -fyrir rétt fyrirtæki Rétt þekking á réttum tíma -fyrir rétt fyrirtæki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.