Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ var hrollkalt og myrkur himinn. Klukkuna vantaði örfáar mínútur í 6 að morgni mánu- dagsins 16. júní, 1997. Yfír höfði okkar leið silalega ljósum skreytt loftfar. í Qarska mátti greina þyt frá þyrluhreyflum og loftið var spennu þrungið. Ljós- kastarar lýstu upp tilkomumikla sviðsmynd: Yfír 13.000 manns voru saman komin í hnapp á aðalgötunni fyrir framan ráðhús Pietermaritz- borgar í Natal-héraði í Suður-Afríku tilbúnir að leggja að baki 89,9 km vegalengd á hlaupum eftir gamla þjóðveginum sem liggur um hæðótt landslag milli Pietermaritz-borgar og Durban sem liggur við strönd Ind- landshafsins. Eftir örfáar mínútur átti að ræsa hið sögufræga Comrade ofurmaraþonhlaup, það 72. í röðinni. Hlaup þetta var fyrst farið árið 1921 þegar 34 félagar úr hernum hlupu vegalengdina til minningar um fallna félaga sína í fyrri heims- styijöldinni. Síðan hefír hlaupið ver- ið þreytt ár hvert að undanskildum árunum sem síðari heimsstyijöldin stóð yfír. Annað hvert ár er hlaupið um 86 km frá ströndinni inn í land til Pietermaritz-borgar, um 600 metra hækkun og farið í um 820 m hæð hið mesta. Hin árin er hlaupið niður í móti á að giska 4 km lengra, eða um 90 km. Með hnút í maganum Hingað var ég kominn í fylgd með vinkonu minni og hlaupafélaga, Ólöfu Þorsteinsdóttur, tiibúinn að takast á við þessa þrekraun sem stöðugt laðar að fleiri og fleiri þátt- takendur. Ég var með hnút í magan- um og hoppaði í þröngu stæðinu mínu meira af taugaveiklun en til upphitunar. Ég hafði staðsett mig innan um aðra hlaupara nokkur hundruð metrum aftan við rásmark- ið á stað sem ætlaður var þeim hlaupurum sem ráðgerðu að klára hlaupið á um 8V2 til 9 klukkustund- um. Var ég tilbúinn í slaginn? Hefði ég ekki þurft að æfa ögn meira? Mundi ég hafa það að endamarkinu? Ætli ég fari að finna óþolandi verki í fótunum á leiðinni? Slíkar og fleiri álíka spurningar höfðu sótt á hugann dagana fyrir hiaupið. Nú varð ekki aftur snúið. Frá áramótum hafði ég hlaupið nær þindarlaust í samræmi við hlaupaá- ætlun af suður-afrískri fyrirmynd, rúmlega 90 km á viku að meðal- tali. Hlaupalengdin hafði aukist jafnt og þétt frá um 70 km á viku upp í um 100 km á viku fyrstu þijá mánuði ársins, janúar til mars. Þá hafði komið ör stígandi í hlaupa- lengdina út aprílmánuð sem endaði í um 160 km á viku nálægt mánaða- mótum apríl-maí. Því næst hafði hlaupalengdin minnkað jafnt og þétt næsta einn og hálfan mánuðinn fram undir keppnisdag. Samanlagt höfðu nær 2.200 km verið lagðir að velli frá áramótum fram til þessa dags. Á tímabilinu hafði ég notið dyggs stuðnings fjölda góðra hlaupafélaga heima á Fróni bæði í Hlaupaklúbbi Vesturbæjarlaugarinnar og í svo- kölluð ÖL-hóp („Örþreyttir lang- hlauparar“). Má þar nefna mara- þonhlauparana Gísla Ragnarsson og Sigurð Gunnsteinsson sem fylgdu mér og hvöttu mig til dáða í fjöl- mörgum langhlaupum (allt að 58 km) í alls kyns veðráttu á erfiðum snjóavetri heima í Reykjavík. Ekki gat ég farið að bregðast þessum ágætu félögum mínum. Ég varð að ljúka þessu hlaupi hvað sem taut- aði. Hvað var ég búinn að koma mér í? Þeir albrjáluðustu Vísarnir á turnklukku ráðhússins í Pietermaritz-borg siluðust hægt áfram. Skyndilega hvað við kunn- uglegan tón. „Chariots of Fire“ hljómaði yfir höfði okkar og berg- málaði í hátalarakerfinu og milli næstu húsa. Menn litu andaktugir á svipinn til himins. Það fór kliður um strætið og gæsahúð spratt fram á mönnum. Að tónlistarflutningnum loknum var kiappað og blístrað í ákafa eins og til að hrista af sér doðatilfinninguna sem fylgdi and- aktinni og undirstrika að nú væru Reykjavíkurmaraþonið sem hlaupið verður í dag telst 42,2 kílómetrar og þykir mörgum nóg um. Líklega finnst þó Ágústi Kvaran þessi vegalengd hreinn barna- leikur en hann fór fyrr á árinu til S-Afríku og tók þar þátt í Comrade, ofurmaraþon- inu þar sem hlaupin er nærri 90 km vegalengd. Frásögn hans af þessu hlaupi fer hér á eftir, maraþonkeppendum dagsinstil upplyftingar. menn tilbúnir. Því næst gall við hávært hanagal úr sama hátalara- kerfí, táknrænt merki/hljóð fyrir Comrade. Að því loknu kvað við þungur og hávær skothvellur líkt og sprengt væri fyrir húsgrunni. Hlaupið gat hafist. Fremstu menn við rásmarkið ruku af stað. Þar fór „elítan": fag- keppnismenn sem höfðu þann starfa einan að hlaupa og hlaupa. Á hæla þeim fóru „grænklúbbsmenn" sem er fjölmennur hópur hlaupara sem höfðu unnið sér það til frægðar að ljúka Comrade minnst 10 sinnum; þeir „albijáluðustu" var sagt. Því næst kom almúginn af öllum litar- hætti og báðum kynjum. Það teygð- ist hægt á hópnum út eftir aðalgöt- unni fram hjá ráðhúsinu í austur- átt. Við „8-9 klukkustunda hlaup- ararnir" máttum standa kyrrir í sömu sporum í um 1 mínútu. Eftir það komst nokkur hreyfing á þann hluta hópsins og hraðinn jókst jafnt og þétt uns hreyfingar manna fóru loks að líkjast hlaupi eftir á að giska 5 mínútur. Það tók „okkur“ rúmar 4 mínútur að komast að rásmark- inu. Hlaupið var hafið. Upphaf hlaupsins einkenndist af frískleika þátttakenda. Það var gant- ast innbyrðis og við áhorfendur í vegkantinum. Mikið var um hróp og köll, en þetta átti eftir að breytast. Hitastigið var einungis um 5 gráður í upphafí, fyrir sólarupprás svo flest- ir hlauparar íklæddust einhveijum umframfatnaði sem þeir voru tilbún- ir að kasta af sér þegar hitinn yk- ist. Það leið ekki á löngu þar til sól- in gægðist upp fyrir sjóndeildar- hringinn og yljaði hlaupurum og umhverfi þeirra með dulúðlegri skímu morgunroðans. Áður en langt Á GÓÐU róli upp í mót og löng halarófa á eftir. um leið hékk þessi glóandi eldhnött- ur í öllu sínu veldi yfír höfði okkar og sendi frá sér sólargeisla sem hrifs- uði burt svitadropana af miskunnar- leysi jafnóðum og þeir boguðu út um svitaholurnar. Hitinn mældist um 24oC hið mesta yfír hádaginn. Meðfram vegkantinum alla leiðina hafði verið komið fyrir samtals 55 drykkjar- og matarstöðvum, stað- settar með eins og hálfs kílómetra millibili að jafnaði. Þar var boðið upp á kók, vatn, íþróttadrykki, ávexti og orkunammi, svo nokkuð sé nefnt. Auk þess hafði fjöldi áhorfenda, að- standendur hlaupara, íbúar í ná- grannaþorpum og áhugamenn um langhlaup, komið sér fyrir í vegkant- inum og vora tilbúnir að rétta fram hjálparhönd við matar- eða drykkjar- gjafir eða aðhlynningu af ýmsu tagi. A ákveðnum stöðum á leiðinni hafði verið komið fyrir sjúkrastöðvum og, er á leið daginn, mátti víða sjá önn- um kafíð hjúkrunarfólk í sjúkrabílum að huga að verkjum eða sárum hlaupara. Hvatningarhróp, -köll og -klapp frá áhorfendum veitti ómetanlegan stuðning. Enginn hlaupari átti að fá að gefast upp fyrr en í fulla hnef- ana. Ærandi tónlist kvað við allt um kring, ýmist frá hljómsveitum eða úr hátölurum hljómflutningstækja. Börn í vegkantinum sóttust eftir lófaklappi við hlaupara og hirtu upp hvaðeina sem þeir hentu af sér af umframfatnaði þegar hitinn jókst. Óháð litarhætti í þessu landi þar sem aðskilnað- ur svartra og hvítra hafði viðgeng- ist í hundruð ára, var á þessari stundu og á þessum stað sama af hvaða litarhætti menn voru. Þótt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.