Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ Fiæðslumiðstöð Reyl<gavíkur Leitað er eftir starfsmönnum í eftirtaldar stöður: Breiðagerðisskóli, með 315 nemendur í 1.-7. bekk. Sími: 553 4908. Starfsmaðurtil að annast gangavörslu, bað- vörslu, aðstoða nemendur í leik og starfi, og ýmislegt fleira, 75% starf. Starfsfólk í ræstingu. Breiðholtsskóli, með 540 nemendur í 1.-10. bekk. Sími: 557 3000. Tónmenntakennari, 1/2 starf. Góð vinnuað- staða, kennsla fimmtudaga og föstudaga frá kl. 8:00-14:00. Fellaskóli, með 580 nemendur í 1.-10. bekk. Sími: 557 3800. Heimilisfræðikennari, 1/2 staða. Foldaskóli, með 810 nemendur í 1.-10. bekk. Sími: 567 2222. Tölvukennari, 1/1 staða. Húsaskóli, með 490 nemendurí 1.-10. bekk. Sími: 567 6100. Kennari í almenna kennslu í 6. bekk, 2/3 staða. Réttarholtsskóli, með 295 nemendur í 8.-10. bekk. Sími: 553 2720. Starfsmenn til að annast gangavörslu, bað- vörslu, aðstoða nemendur í leik og starfi, og ýmislegt fleira., 1,5 staða alls. Vesturbæjarskóli, með 270 nemendur í 1.-7. bekk. Sími: 562 2296. íþróttakennari vegna afleysinga til 1. febrúar 1998. Vogaskóli, með 310 nemendur í 1.-10. bekk. Sími: 553 2600. Kennari í kennslu á unglingastigi. Aðalkennslu- greinar eru stærðfræði, eðlisfræði og enska. Upplýsingar um stöðurnar gefa skólastjór- . ar og aðstoðarskólastjórar skólanna og Ingunn Gísladóttir á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur í síma 535 5000, netfang ing- unng@rvk.is. • Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík, • Sími: (+354) 535 5000 • Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: fmr@rvk.is Rf er matvælastofnun með sérhæfingu á sviði sjávarfangs. Hlutverk stofnunarinnar er að auka samkeppnishæfni viðskiptavina með rann- sóknum, þjónustu og upplýsingamiðlun. Stofnunin er leiðandi í mat- vælarannsóknum og leggur áherslu á öflugt samstarf við innlend sem erlend fyrirtæki og stofnanir. Matvælafræðingur - skynmat Rannsóknasvið Rannsóknastofnunar fisk- iðnaðarins óskar eftir að ráða matvælafræðing til starfa. Leitað er eftir einstaklingi sem hefur lokið framhaldsnámi (t.d. meistara-, doktors- eða sambærilegu námi) og hefur umtalsverða reynslu og þekkingu á skynmati. Viðkomandi þarf að hafa mikið frumkvæði og getu til að starfa sjálfstætt. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Stefáns- son, rannsóknastjóri í síma 562 0240. Matvælafræðingur - efnagreiningar Þjónustusvið Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar- ins óskar eftir að ráða matvælafræðing til starfa á efnafræðistofu. Starfið felur í sér vinnu við margskonar efnagreiningar. Reynsla æskileg. Umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsreynslu skal skilað á Rannsóknastofn- un fiskiðnaðarins, Skúlagötu 4,101 Reykjavík, fyrir 7. september næstkomandi. Auðbjörg Halldórsdóttir, upplýsingastjóri Director of Information Services Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins lcelandic Fisheries Laboratories, sími: 562-0240, Tel: 562-0240, Fax: 562-0740, netfang: audbjorg@rfisk.is e-mail: audbjorg@rfisk.is, lnternet:http:// www.rfisk.is/ Sýslumaðurinn á ísafirði Löglærður fulltrúi sýslumanns Laust er starf löglærðs fulltrúa sýslumannsins á ísafirði. Umsóknir berist undirrituðum, sem einnig veitir upplýsingar um starfið, eigi síðar en 8. september 1997. Tveir löglærðir fulltrúar starfa við embættið. Helstu verkefni þess sem nú er óskað eftir eru lögreglumál á sviði rannsókna og ákvörðunar um saksókn í samráði við sýslumann, sifjamál og skipti dánarbúa. Um er að ræða fullt starf lögfræðings sem heyrir undir sýslumann. Um kjörfer í samræmi við kjarasamninga SLÍR og fjármálaráðherra. Æskilegt er að sá umsækj- andi sem ráðinn verður geti hafið störf sem fyrst. Öllum umsóknum verður svarað. ísafirði, 24. ágúst 1997. Sýslumaðurinn á ísafirði, Ólafur Helgi Kjartansson. Lögreglumenn athugið Sýslumaðurinn á ísafirði auglýsir þrjárstöður lögreglumanna við embætti sitt. Leitað er að mönnum með menntun og próf frá Lögreglu- skóla ríkisins. Laun eru samkvæmt kjarasamn- ingi Landssambands lögreglumanna og fjár- málaráðherra. Umsóknum skal skilaðtil undir- ritaðs eigi síðar en 12. september 1997. Lögreglumenn! Þetta ertækifæri til að koma til starfa hjá skemmtilegu lögregluliði, við góð- ar aðstæður, fullkominn tækjabúnað og í fallegu umhverfi. ísafirði, 21. ágúst 1997. Sýslumaðurinn á ísafirði, Ólafur Helgi Kjartansson. C Landsvirkjun DEIIDARSTIÚRI AFISTÖDVADEILDAR NORDUR-OG AUSTURLANDS Starfssvið • Deildarstjóri heyrir undir framkvæmdastjóra rekstrarsviðs. • Yfirumsjón með viðhaldi og rekstri aflstöðva Landsvirkjunar á Norður- og Austurlandi. • Ábyrgð á gerð rekstrar-, framkvæmda- og viðhaldsáætlana aflstöðva og daglegur rekstur. Menntunar-og hæfniskröfur • Próf í verkfræði á sviði rafmagns- eða vélaverkfræði. • Góðir stjórnunar- og skipulagshæfileikar og starfsreynsla. • Eiga gott með mannleg samskipti og að vinna með öðrum. • Hafa gott vald á ensku og a.m.k. einu Noröurlandamáli. Með umsóknir og fyrirspurnir verður farið semtrúnaðarmál. Öllum umsóknum verður svarað. Þórður Guömundsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og Guðjón Tómasson starfmannastjóri Landsvirkjunar veita nánari upplýsingar í síma 515 9000. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til starfsmannastjóra fyrir 5. september n.k. merktar: "Deildarstjóri - Landsvirkjun” mm y Umsjónarmaður Starf umsjónarmanns húseigna er laust til umsóknar. Umsjónarmaður hefur umsjón, eftirlit með og leysir úr þeim málum sem upp koma í þeim byggingum sem honum er falið að sinna. í starfinu felst m.a. að opna og loka bygging- um. Unnið er eftir vaktafyrirkomulagi og er áætlað að ráða í starfið sem fyrst. Iðnmenntun er æskileg og þess ber að geta að starfið getur verið erfitt líkamlega. Laun skv. kjarasamningum SFR og fjármála- ráðherra. Nánari upplýsingar veitir rekstarstjóri fasteigna í síma 525 4235 milli kl. 10 og 12. Fulltrúi Starf fulltrúa hjá nemendaskráningu Háskól- ans er laust til umsóknar. í starfinu felst þjón- usta og afgreiðsla við nemendur ásamt tölvu- vinnslu gagna. Óskað er eftir starfsmanni sem getur unnið sjálfstættog hefurtöluverða reynslu aftölvu- vinnslu. Laun eru skv. kjarasamningi Starfsmannafé- lags ríkisstofnana og fjármálaráðherra. Upplýsingar um starfið gefur Brynhildur Brynj- ólfsdóttir, deildarstjóri, í síma 525 4308 á milli kl. 9 - 10. Umsóknir sendist til starfsmannasviðs Háskóla íslands við Suðurgötu, 707 Reykjavík, fyrir 8. september nk. Ráðgjafi Lánastofnun óskar að ráða starfsmann til ráðgjafarstarfa. Starfssvið: Umsjón með bílalánum, markaðssetningu og samskiptum við bílaumboð og bíla- sölur. Úrvinnsla umsókna frá viðskipta- vinum félagsins. Við leitum að: Viðskipta-, rekstrar-, tölvunarfræðingi eða manni með sambærilega menntun. Starfsreynsla á bílamarkaði æskileg. Viðkomandi þarf að hafa frumkvæði og getað starfað sjálfstætt. í boði er: Framtíðarstarf hjá ört vaxandi lána- stofnun, sem hefur á að skipa vel menntuðu og metnaðarfullu starfsfólki. Reyklaus vinnustaður á besta stað í bænum. Laun eru samningsatriði. Upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir ásamt mynd til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Ráðgjafi 432" fyrir 26. ágúst n.k. Hagvangur hf Skeifan 19 108Reykjavík Sími: 581 3666 Brófsími: 568 8618 Netfang: hagvang@tir.skyrr.is Veffang: http://www.apple.is /hagvangur HAGVANGUR RADNINGARMÖNUSTA Rétt þekking á réttum tima -fyrir rétt fyrirtæki Sölumanneskja óskast Leitum aö manneskju meö góöa söluhæfileika til að afgreiða og selja leikfimifatnað og fleira. Vinnutími 16.00—20.00 mánud. til föstud. Umsóknirsendisttil afgreiðslu Morgunblaðs- ins, merktar: „Kann að selja", fyrir 28. ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.