Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST Barði Jóhannsson og Talía Casey- Engar rökræður BANDARÍSKIR rokkvinir sækja í sig veðrið og með skemmtilegri plötum síðustu mánaða er frumraun tvíeykisins Fountains of Wayne. Það þykir gefa góða mynd af því sem helst er á seyði vestan hafs, þar sem menn halda sig í popprammanum. Fountains of Wayne á rætur að rekja til þess er Adam Schlesinger og Chris Collingwood kynntust í framhalds- skóla í Massachusetts. Er námi lauk fluttist Schlesinger til New York en Collingwood sat eftir og lagðist í leik- ritun. Þeir tóku svo upp þráðinn í Boston en enn fluttist Schlesinger til New York nú til að semja kvikmynda- tónlist, meðal annars titillag myndarinnar The Things You Do og fékk fyrir Oskarstilnefningu. Þá var það að Collingwood birtist með lagasafn í fórum sínu. Enn var tekinn upp þráðurinn, að þessu sinni með góðum árangri. „Ef við rákumst á léttmeti og froðu í lögum okkar gerðum við sem mest úr því, höfðum enda engar áhyggjur af öðrum“, segja þeir glaðbeittir. í BLOSSA og á samnefndum diski lætur í sér heyra hljóm- sveitin Bang Gang, sem hefur haft hljótt um sig síðan prýðis smáskífa kom út fyrir margt löngu. Liðsmenn Bang Gang hafa að baki langan aldur í tónlist og stefna á frekari útgáfu með haustinu. Ovart lög MEÐAL nýrra sveita sem binda ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamennirnir er Kvartctt Ó. Jónsson & Grjóni. Kvartettinn sá er skipaður ungum tónlistar- mönnum sem spreytt hafa sig við hefðbundið nýbylgju- rokk af krafti og íþrótt, en ákváðu síðan að venda sfnu kvæði í kross og leggja fyrir sig aðra gerð tónlistar, einskonar prógrammmúsík þar sem stemmningar og stef ráða ferðinni; tónlist sem hentar sem undirleikur undir hanastél á síðkvöldi eða sem seíjandi/eggjandi undirspil í kvikmynd, hvort sem mynnst er við einhvern eða talast við með tveimur hrútshornum. Fyrir stuttu kom út geisladiskur Kvartettsins & Gijóna, Karnivai í Texas, á vegum Smekkleysu Bang Gang skipa Árni Þór Jónsson sem sér um útlit og myndbönd, Ester Talía Casey, sem syngur, og Barði Jóhannsson sem sér um það sem á vantar, semur alla tónlist og leikur á hljóðfæri. Þau Barði og Ester verða fyrir svör- um um sveitina og segjast hafa byi’jað að vinna saman fyrir langa löngu, þá á barnaplötu. „Það slitnaði uppúr samstarfmu í nokkur ár,“ segir Ester, „en við hittumst svo í mennta- skóla og tókum upp þráðinn fyrir fjórum ár- um eða svo.“ Bang Gang byrjaði fyrir ári og gaf þá út sjötommu, en liðsmenn voru tveir í upphafí, Barði og Henrik Baldvin Bjömsson. Með tíð og tíma voru þau fimm í sveitinni, Ester söng og Ami lék á bassa, Hrafnhildur á hljómborð, en þeir Barði og Henrik á gít- ara. „Þá var það að Henrik hætti og Barði fór að semja tónlist sem krafðist aðeins eins gítarleikara,“ segir Ester og Barði bæth- við að það sé mjög þægilegt að þurfa ekki að rökræða neitt. Fyrsta lag með nýrri gerð Bang Gang er á Blossa, en síðan verða tvö lög með sveitinni á væntanlegri safnplötu Sprota í haust. Þau lög eru í smíðum, annað nýsamið en hitt í lokavinnslu. Blossalagið er öllu eldra. Eins og getið er er hljóðfæraskipan fátækleg, gitar og tölvur, og Barði segir að á stundum sé enginn gítar. Þau segjast reyndar sakna hljóm- sveitarsamstarfs nokkuð, sérstak- lega þegar troðið er upp. „Mér finnst ég vera hálffíflalegur á svið- inu, þegar ég spila ekki á neitt“, segir Barði og segh' að meðal ann- ars þess vegna sé hann farinn að syngja með. „Það verður eflaust eitthvað af aukaliði í kringum okkur í haust,“ segir hann síðan eftir nokkra þögn, „en það krefst mikilla æfinga og flinkra hljóð- færaleikara sem vilja fá borgað. Það er í sjálfu sér í lagi þó það bætist einhverjir við, ef þeir koma þá ekki nálægt tónsmíð- um,“ segir hann ákveðinn að lokum. Kvartett Ó. Jónsson & Gijóni eru þeir Sigur- jón Arni Guðmundsson, Viðar Hákon Gíslason, Ólafur Jónsson og Þoi-vald- ur Gröndal. ÞeirSigur- jón Árni og Viðar vei'ða fyri • sviir- um um plötuna nýju og starf kvartetts- ins, sem þeir Árna Matthíasson segja ríilega tveggja ára gamlan og stofnaðan til að brynja liðsmenn gegn leið- indum, eins og þeir segja; „það er svo lítið að gerast í henni Reykjavík að annars hefðum við leiðst út í dóp og glæpi“. Tónlistarstefna sveitarinnar hefur lítið breyst á þessiun tveimur árum, þeir félagar segjast hafa vitað alla tíð hvað það var sem þeir vildu leika. „Á Karnivali í Texas eru lög sem samin eru á þessum árum, við erum að afgreiða þennan tíma og nú verða kaflaskipti.“ _ I sumar lögðu liðs- menn land undh' fót, héldu til Berlínar og héldu tón- leika og gekk allt í haginn. „Meðal ann- ars bað leik- stjórinn Krystof Schlin- genschief okk- ur að gera tón- list við næstu kvikmynd hans eftir að hafa heyrt í okkur á tónleikum. Við tökum því þó með fyrirvara, það er ekki alltaf að marka það sem menn segja kátir á bar, en eins og er bendir flest til að af verði.“ Kvartett Ó. Jónsson & Grjóni lék á ýms- um bestu tónleika- stöðum Berlínai- og Sigurjón Áini og Viðar segja að sveitinni hafi jafnan verið vel tekið. „Þannig var okkur boð- ið að koma aftur að ári og leika þá á einum 3.000 manna stað sem liður í íslenskri hátíð.“ :Eins og getið er er sveit- in tveggja ára og lögin á plötunni samin og tekin upp á tveimur ái-urn, því þeir hafa tekið lögin upp að segja jafnóðum í eigin SAMSTARF Butthole Surfers og Moby bregða á leik. Sérkennileg samsuða hljóðveri. Helmingur plöt- unnar reyndar saminn jafnóðum inn á band. Þau lög minna um margt á kvikmyndatónlist, trekar en að teljast hefðbundin lög, lög í leit að myndum. „Við kjósum heldur að semja slíka tónlist, hvort sem er fyrir kvikmyndir eða að við semjum liltar sögur, enda langar okkur ekki á heiladauðan sveita- ballamarkað,“ segja þeir ákveðnir. Tónlist Ó. Jónssonar & Grjóna er leikin að öllu leyti, ekkert sungið, og þeir félagar segjast ekki stefna að þvi að fá söngv- ara til liðs við sig. „Við höf- um allir verið í hljómsveit- um með söngvara og þekkjum það því vel. Það er meira ki-efjandi að semja tónlist án söngvara, lögin vei'ða að hafa meiri karakter og standa sjálf- stætt, það er enginn söngv- ari sem „reddar" málun- um.“ Þeh' Sigurjón Árni og Viðar segjast reyndar stefna á að nota raddir á frekari upptökum, en þá sem áhrifshljóð og „auka- hljóðfæri“ frekar en hefð- bundinn söng. Lögin segja þeir að verði til á ýmsan hátt og af ýmsu tilefni, „tíðum höfum við verið að leika okkur og þá hefur kviknað óljós hug- mynd sem gæti orðið að lagi. Þá byrjum við að taka upp grunninn og allt í einu verður til frábært lag, þessi lög verða stundum til óvart.“ MARGIR þekkja teikni- myndina Spawn, sem hleypti nýju lífi í banda- rískan teikniiðnað eftir margra ára niðurlægingu. Allt frá því fyrsta heftið kom út fyrir rúmum fimm árum hefur Spawn verið mest selda blað sinnar teg- undar vestan hafs og ekki seinna vænna að gerð yrði kvikmynd. ví er kvikmynd um Spawn gerð að umtals- efni að fyrir stuttu kom út diskur með tónlist úr mynd- inni sem byggir á samstai-fi óhkra tónlistarmanna og ósamstæðra á stundum. Þar er fetað í spor aðstandenda Judgement Night, en á Spawn leiðir saman hesta sína ný kynslóð tónlistar- manna í bland við gamla jálka. Merkilega góður árangur Þannig rugla saman reyt- um sínum, oft með merki- lega góðum árangri, Mar- ylyn Manson og Sneaker Pimps, Orbital og Kirk Hammett gítarleikari Metallica, Kom og The Dust Brothers, Butthole Surfers og Moby, Metallica og DJ Spooky, Stabbing Westward og Wink, Mansun og 808 State, Prodigy og Tom Morello úr Rage Aga- inst the Machine, Silvercair og Vitro, Henry Rollins og Goldie, Incubus og DJ Greyboy, Slayer og Atari Teenage Riot og loks er að nefna Soul Coughing og Roni Size. ■ MARGUR bíður í óþreyju næstu breiðskífu Portishead- flokksins, sem ruddi bristolsku triphop nýjar brautir víða um heim. Lengi hefur ekkert frést af sveitinni, en fyrir skemmstu spurðist að næsta skífa væri tilbúin og héti einfaldlega Portishead. Platan kemur víst á vikum, en ýmsir valinkunnir koma við sögu auk Portishead- tvíeykisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.