Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ N |y bandarísk gamanmynd gerð af Di- sneyfyrirtækinu með Leslie Nielsen í aðalhlutverkinu og byggð á gamalli og góðkunnri teiknimyndapersónu, Mr. Magoo, hefur valdið deilum vestra. Gerð myndarinnar er reyndar ekki lokið og hún verður ekki frumsýnd fyrr en um næstu jól svo enginn hefur séð hana, en það hefur ekki dregið úr mótmælum samtaka blindra í Bandaríkjunum. Að gera mynd um Magga gefur í skyn „að það sé fyndið að horfa á skapillan og klaufskan, blindan mann rek- ast utan í hluti og misskilja umhverfi sitt“ eftir því sem samtökin segja. Disneyfyrir- tækið verst við gólf og reyna forsvarsmenn þess að láta líta út fyrir að grínmyndin um Magga sé sauðmeinlaus og er honum líkt við Forrest Gump og sagt hann hafi meiri hæfileika en margir aðrir til þess að sjá það sem er að gerast í kringum hann. „Þú sérð blóm, hann sér stjörnukerfi. Sjónrænar tak- markanir hans eru kveikjan að ljóðrænum túlkunum," segir talsmaður Disney. Hann segir ekki að Maggi sé blindur, aðeins að hann búi við „sjónrænar takmarkanir". Ástmögur Ameríku Fyrir 40 árum vat' Maggi ástmögur Amer- íku, ef marka má nýlega forsíðugrein í The Wall Street Journal, sem fjallaði ítarlega um málið. Hann var á allra vörum og sannkölluð hetja. Hann hafði þá unnið til óskarsverð- launa í tvígang. Bandaríska fjármálaráðu- neytið notaði hann til þess að selja fyrir sig ríkisskuldabréf og bandaríski flotinn notaði hann til þess að draga að sér nýliða. „Hann er skýrasta dæmið um bandaríska einstakl- ingshyggju," skrifaði Milton Rosenberg prófessor við Yale háskólann. Maggi varð til árið 1949 og saga hans er samtvinnuð félagslegri sögu Bandaríkj- anna á seinni hluta tuttugustu aldarinnar. Hann var sköpunarverk teiknara er verið höfðu í þjónustu Disney- fyrirtækisins en fóru þaðan eft- ir verkföll árið 1941 og stofn- V uðu United Pictures of America, UPA. „Við höfðum engan áhuga á að gera hefðbundnar teiknimyndir," er haft eftir Jules Engel, teiknara hjá UPA. „Við litum til myndlistar samtímans og hugsuðum: Hvemig getum við sett þetta í myndirnar okk- ar? Teiknaranir skoðuðu abstraktverk listmálara á borð við Picasso, Matisse og Modigliani og tóku að gera flatar, tvívíðar teiknimyndapersónur dregnar mjög fáum dráttum, sem var stórt skref frá því sem Walt Disney hafði skapað með persónum eins og Mikka mús og Mjallhvít. Columbia kvikmyndaverið pantaði teikni- myndir um dýr frá UPA til sýninga í kvik- myndahúsum. í myndinni Ragtime bjöminn var reyndar skógarbjöm en þungamiðjan var lágvaxinn, illskeyttur, þijóskur, gamall mað- ur með kartöflunef sem hét Mr. Magoo. Hann var mótaður að einhveiju leyti eftir leikaranum W.C. Fields og teiknurunum fannst að hann þyrfti að hafa eitthvert sér- kenni sem gerði hann fyndinn og hann varð hálfblindur. í fyrstu myndinni heldur hann að skógarbjörninn sé frændi sinn, Waldo. „Góði, fáðu þér nýja kápu,“ hrópar hann á bjöminn og rífur í feldinn. „Þú ert til skamm- ar.“ Maggi og McCarthy Fáir höfðu áhyggjur af því að Maggi gæti móðgað blinda í þá daga og raunin var sú með teiknimyndir á fimmta áratugnum að öllum brögðum var beitt til að skemmta fólki og engar áhyggjur hafðar af við- kvæmni minnihlutahópa. Teiknimynd frá Metro Goldwyn Meyer kvikmyndaverinu sýndi skítugan Mexíkana sem umsvermaður var flugum. Því var mótmælt af félagi teikn- ara en það bar lítinn árangur. „Ertu frá þér? í þá daga var allt gert til þess að vera fynd- inn,“ er haft eftir Bill Melendez, Mexíkana sem starfaði hjá UPA. Nærsýni Magga bauð upp á sjónræna fyndni en hún var líka kald- hæðið tákn fyrir þröngsýni á tíma þegar kommúnistaveiðar Joseph McCarthys fóru af stað. Maggi var næsta líkur McCarthyista í upphafí sjötta áratugarins: Hann sá aðeins það sem hann vildi sjá. UPA var talið vinstri sinnað fyrirtæki. „Það var eins eðlilegt fyrir okkur að grínast með íhaldsstefnu og að drekka vatn,“ segir annar gamali UPA starfsmaður, Bill Hurtz. Nokkrir starfsmenn UPA komust á svartan lista McCarthys í Hollywood og Columbia kvikmyndaverið krafðist þess að þeir létu af störfum við fyrir- tækið. { framhaldi af því breyttist Maggi umtals- vert. Um miðjan sjötta áratuginn var hann orðinn að vinsælu tákni um velmegun í Bandaríkjunum og nýr og endurbættur NÆRSYNI ggjflj Pðfff; lÉ^ÉI lgj| ® M Hin nærsýna bandaríska teiknimyndahetja Mr. Magoo eða Maggi var byggð á gamanleikaranum W.C. Fields og hefur gengið í gegnum ýmsar breyt- ingar á löngum og farsælum ferli. Amaldur Indriða- son segir frá því að Disneyfyrirtækið hafi nú gert leikna bíómynd um Magga sem fer fyrir bijóstið á blindrasamtökum í Bandaríkjunum. LEIKARINN góðkunni, Leslie Nielsen, fer með hlutverk Magoo hins nærsýna. Maggi hætti að gera grín að íhaldssemi en varð þess í stað einn helsti talsmaður henn- ar. Hann varð mjög vinsæll meðal almenn- ings sem maður er var ánægður með sjálfan sig, viðurkenndi aldrei að hann væri sjóndap- ur og hafði varla snert af sjálfsvorkunn- semi. „Hann er ábyrgðarfullur í að því er virðist geggjuðum heirni," sagði starfsmaður UPA í viðtali frá 1959. Nokkru fyrr, eða árið 1957, varð þess fyrst vart að nærsýni hans gæti valdið vandræðum. Rithöfundur- inn Aldous Huxley var ráðinn til þess að skrifa kvikmyndahandrit um Magga er byggði á sögunni um Don Kíkóta. Huxley þekkti lítið til teiknimyndapersónunnar og hafði slæma sjón og UPA teiknaramir þorðu ekki að segja Huxley að Maggi sæi ekki vel. Svo þeir létu hinn fræga breska rithöf- und skrifa handrit þar sem ekkert kom fram um dapra sjón aðalpersónunnar. Það var aldrei notað. Endurvinnslan Stuttar teiknimyndir fyrir kvikmyndahús urðu sjónvaipinu að bráð á sjöunda áratugn- um og Maggi fór í imbakassann. Mildari Maggi ætlaður bömum klappaði brunahön- um og hélt þeir væm krakkar og hélt að kengúra væri góð vinkona sín. Sjónvarpsser- íurnar skiluðu inn hagnaði en mörgum gagn- rýnandanum þótti sem Maggi hefði tapað persónutöfrum sínum. Maggi var mikið not- aður í kennslumyndir og lék þekktar persón- ur eins og Watson lækni og Gunga Din og þar sem þær vom ekki blindar fékk Maggi skyndilega sjónina. Maggi sótti stöðugt í sig veðrið og þegar vikuritið Time gerði lista yfir það sem væri „in“ árið 1963 nefndi það m.a. rafmagnstannbursta og Magga. En eftir það fóm vinsældir hans að dala. Hann virtist falla illa inní umræð- una um Víetnamstríð, mannréttindi, kvenréttindahreyfingar, kynlífs- byltingu og annað það sem fyllti sjónvarpið í lok sjöunda áratug- arins og byijun þess áttunda. Hætt var framleiðslu teikni- myndanna um Magga og lát- ið nægja að endursýna í sí- fellu gömlu myndimar. Nokkm síðar tóku samtök blindra í Bandaríkjunum í fyrsta skipti opinber- lega afstöðu gegn Magga og bentu á hann sem dæmi um neikvæða steríótýpu sem gæfí alranga mynd af blindu. En samtökin voru ekki enn reiðubúin að heíja herferð gegn honum enda Maggi allt að því orðinn ellilífeyrisþegi. Með tilkomu kapalfyrirtækjanna á níunda áratugnum jókst mjög þörfín fyrir sjónvarps- efni. Kapalstöðin USA Network óskaði eftir því að fá að sýna gömlu Maggamyndirnar en vildi gera nokkrar breytingar á einni auka- persónu myndanna, ráðsmanninum á heimili Magga, Cholly. Hann var kínverskur með ljótar tennur og í svörtum náttfötum og með sérkennilegan kínverskan hreim. Honum varð að breyta fyrir kapalsýningarnar svo UPA fékk honum nýja rödd með amerískum hreim. Á tíunda áratugnum og nokkru fyrr fengu kvikmyndaverin í Hollywood gríðarleg-: an áhuga á gömlu amerísku sjónvarpsefni sem hægt var að byggja á bíómyndir í fullri lengd. Framleiðendur leituðu með logandi ljósi í gömlum dagskrárblöðum að þáttum sem nokkur möguleiki væri á að fólk vildi rifja upp á hvíta tjaldinu (Batman, Hinir vammlausu, Dick Tracy, Dýrlingurinn). Árið 1993 sýndi Steven Spielberg áhuga á Magga og fékk kvikmyndaréttinn en kom sér aldrei að því að gera myndina og Disneyfyrirtækið eignaðist réttinn. Og enn gekk Maggi í gegn- um breytingar. í bíómyndinni er hann bæði sakleysislegur og barnalegur skröggur í við- sjárverðum heimi. Söguþráðurinn er svosem ekki merkilegur. Maggi er sakaður um að hafa stolið gimsteini á uppboði og lendir í margskonar ævintýrum, rennir sér m.a. á strauborði niður skíðabrekku, áður en hann hefur uppi á hinum raunverulega þjófi. Tals- maður Disney segir mótmæli samtaka blindra gegn myndinni á misskilningi byggð. Fyrir það fyrsta er „Maggi ekki blindur. Við mundum taka öðruvísi á málinu ef hann væri það“. Og þar fyrir utan er „Maggi ein- staklingur sem hver getur hannað eftir sínu höfði“. Það gerist æ erfiðara fyrir kvik- myndagerðarmenn, sérstaklega í Hollywood, að móðga ekki fólk og reyna þeir þó ávallt að gera myndir sém bókstaflega allir geta verið sáttir við. Þess vegna eru óþokkar hasarmyndanna iðulega hvítir og vel mennt- aðir Evrópumenn. Skemmst er að minnast mótmælanna sem urðu vegna Síðustu freist- ingar Martins Scorsese og þess þegar sam- tök stamara mótmæltu því að gert var grín að manni sem stamaði í gamanmyndinni Fiskinum Wöndu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.