Morgunblaðið - 24.08.1997, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
BRYNHILDUR Jóhannsdóttir.
ÞAÐKOM
ALDREI
GUSTUR
AÐMÉR
Sú sem þetta mælir er Brynhildur Jóhanns-
__dóttir, ekkja Alberts Guðmunds-_
sonar, stórkaupmanns og alþingismanns,
sem er jafnframt einn frægasti íþróttamaður
—
sem Islendingar hafa eignast, og ruddi
brautina á alþjóðavettvangi. Brynhildur
ræddi lífshlaup sitt við Guðrúnu
Guðlaugsdóttur fyrir skömmu.
INN 21. ágúst
1926 fæddist
hjónunum Jó-
hanni Guð-
mundssyni og
Guðrúnu
Magnúsdótt-
ur stúlkubam
rétt fyrir miðnætti, fáeinum mínút-
um síðar fæddist svo önnur stúlka
og hún er sú sem hér segir af. Bryn-
hildur Jóhannsdóttir fæddist í
Reykjavík en fór tveggja ára gömul
með foreldrum sínum og tvíbura-
systur, Álfhildi Helenu, til Siglu-
fjarðar og þar bjó fjölskyldan í tólf
ár. Á Siglufirði bjó föðurfólk Bryn-
hildar, Jóhann faðir hennar var frá
Syðsta-Mói í Fljótum. Framan af
leið líf Brynhildar eins og „dans á
rósum“, eins og hún orðar það -
en svo drap sorgin á dyr. „Þegar
ég var hálfs sjöunda árs dó tvíbura-
systir mín og það var óskaplega
sárt fyrir okkur sem eftir vorum,“
segir Brynhildur. „Það var þó for-
eldrum mínum raunabót að rúmum
mánuði síðar fæddist þeim drengur,
Álfþór Brynjarr. Ég var hins vegar
lengi leið yfír að eignast ekki nýja
systur í stað þeirrar sem ég missti
og saknaði svo sárlega. Systir mín
dó úr heilahimnubólgu, þeirrar teg-
undar sem tiltölulega auðvelt er að
lækna með þeim Iyfjum sem fyrir
hendi eru í dag, en ekki voru til þá.“
Þótt líf Brynhildar yrði ekki samt
lengi upp frá þessum atburði á hún
þó ákaflega góðar minningar frá
Siglufirði. „Þar voru allir góðir við
mig, bæði skyldir og vandalausir, og
þannig hefur það raunar alltaf verið.
Ég sagði þetta einu sinni við vinkonu
mína og hún svaraði: „Binna mín,
það er ekki hægt að vera vondur við
þig.“ Þessi orð hennar glöddu mig.
Faðir Brynhildar var verkstjóri í
síldarverksmiðjunum á Siglufirði.
„Þá voru allir í síld,“ segir Brynhild-
ur. Þegar talið berst að efnhag fjöl-
skyldunnar kveðst Brynhildur lítið
hafa „spekúlerað" í honum. „En við
höfðum það gott og bjuggum í eigin
húsi og þótt það væri engin höll var
það höll fyrir mig,“ segir hún. Þegar
Brynhildur var 12 ára flutti fjöl-
skyldan til Seyðisfjarðar þar sem
Jóhann faðir hennar var fram-
kvæmdastjóri við Síldarverksmiðj-
una í fimm ár. Brynhildur var á átj-
ánda ári þegar fjölskyldan flutti til
Reykjavíkur. „Þá var ég búin að
vera hér tvo vetur í Versló, bjó hjá
frænku minni, ég lauk námi veturinn
sem pabbi og mamma fluttu suður,"
segir hún. En hvers vegna skyldi
hún hafa valið nám við Verslunar-
skólann? „Það var svo flott,“ svarar
hún sposk. Ekki kveðst hún hafa
haft minnsta áhuga fyrir verslunar-
störfum þegar námið hófst, valinu
hafí líklega helst ráðið að faðir henn-
ar hafði verið í Verslunarskólanum
á sinni tíð og einnig var þetta talinn
góður „stökkpallur" í annað nám.
Ur því varð þó aldrei. „Mér gekk
vel að læra og íhugaði að taka stúd-
entspróf en þá var ég trúlofuð Al-
bert og hann var ekki á því að sleppa
mér í skóla aftur, annars hefði ég
hiklaust haldið áfram námi,“ segir
hún. Síðar stundaði hún þó margvís-
legt tungumálanám, bæði meðan
hún bjó í Frakklandi og á Ítalíu, -
„svo fór ég í spönskunám með vin-
konu minni fyrir nokkrum árum og
við lærðum það mikið að ég gat
bjargað mér ansi vel á spönsku. Ég
kann iíka „graut“ í þýsku og raunar
fleiri tungumálum."
En hvar skyldi hún hafa hitt Al-
bert Guðmundsson? „Við hittumst
fyrst á dansæfingu í Samvinnuskó-
lanum þar sem hann var við nám
þá. Bekkjarbræður mínir í Versló
spurðu raunar hvað ég hefði verið
að gera á dansæfingu í Samvinnu-
skólanum en það var svona þá,
maður flakkaði á milli dansæfinga
framhaldsskólanna sem þá voru
starfandi. Ég hafði aldrei heyrt Al-
berts getið þegar ég hitti hann á
dansæfingunni og ég vissi raunar
ekki fyrr en að heilum vetri liðnum
að Alli minn væri sá hinn sami og
AIli í Val sem þá var farið að tala
talsvert um. Hann talaði aldrei við
mig um fótbolta enda hafði ég eng-
an áhuga á íþróttum og hef aldrei
haft. Við fórum mest í bíó, þá þurfti
fólk oft að kaupa miða á svörtum
markaði, og svo fórum við á dansæf-
ingar og þar kom að ég fór með
honum á árshátíð hjá íþróttafélaginu
Val. Ég hafði einstaklega gaman af
að dansa, ég fór ekki í dansnám af
neinu tagi, mér var þetta bara í blóð
borið eins og fleirum. Ég lærði svolít-
ið á píanó en hafði mesta ánægju
af þeirri tónlist sem mest var í tísku
á stríðsárunum en þá var þetta allt
að gerast.
Talið berst að bíómyndum og leik-
urum en Brynhildur safnaði Ieikara-
myndum eins og margar stúlkur af
hennar kynslóð. Hún hugsar sig
vandlega um þegar ég spyr hana
hver hafl verið uppáhaldsleikkonan
hennar á þessum árum. „Ég hugsa
að það hafi verið Katharine Hep-
burn,“ segir hún svo. „Hún var ekki
beint lagleg en bar mikla persónu."
Sir Laurence Olivier, Clark Gable og
Robert Taylor voru líka í náðinni hjá
Brynhildi. „Það var ekki svo mikið
um skemmtanir þá, allir fylgdust
vandlega með þeim kvikmyndum sem
hingað bárust, ég man t.d. vel þegar
stórmyndin fræga, Á hverfanda hveli,
kom. Hún var sýnd tvö kvöld í röð,
hún var svo löng, og biðröðin eftir
miðunum var líka löng. Við Albert
fórum á allar bíómyndir sem komu
hingað - þá gat hann haldið í hönd-
ina á mér. í þá tíð sýndi fólk ekki
tilfinningar sínar opinberlega."
Brynhildur fór að vinna við skrif-
stofustörf hjá fyrirtækinu Friðrik
Bertelsen eftir að náminu við Versl-
unarskólann lauk. Síðar vann hún
hjá Innkaupastofnun ríkisins. „Svo
giftist ég og fór út,“ segir hún.
„Við Albert vorum trúlofuð í fjögur
ár. Fyrst vorum við í námi og svo
fór Albert út til Skotlands og Eng-
lands í framhaldsnám í verslunar-
fræðum." Hvernig skyldi Albert,
sem var lítt efnum búinn á þeim
árum, hafa fjármagnað námsferðir
sínar til útlanda? „Ég tók að mér
að verða gjaldkeri fyrir hann,“ svar-
ar Brynhildur. „Ég tók af honum
allt sælgætisát og lagði fyrir pening-
ana sem í slíkt höfðu farið og þann-
ig m.a. fékk hann ferðafé. Hann var
óskaplegur sælkeri, var alltaf með
súkkulaðistykki í vasanum, en eftir
að gjaldkerinn kom til sögunnar var
tekið fyrir það og hann átti 15 þús-
und krónur þegar hann fór út. Það
þætti líklega ekki mikið núna. Fyrst
eftir að hann kom út bjó hann hjá
skoskum vinum okkar en svo fór
hann til London og þá fór hann að
spila með Arsenal, þeir vildu fá hann
í liðið en þá fékkst ekki leyfi fyrir
útlendinga. Þetta var byrjunin á
íþróttaferli hans á erlendri grund.“
Meðan á þessu öllu stóð sat Bryn-
hildur heima hjá foreldrum sínum í
„föstum festum," eins og hún orðar
það. „Ég fór aldrei neitt nema í bíó
og leikhús meðan Albert var úti, ég
fór aldrei á böll nema með honum
eftir að við vorum trúlofuð," segir
hún. Árið 1946 gerði svo Albert
brúðkaup sitt til Biynhildar og var
þá mikið um dýrðir. Rösku ári síðar
fæddist þeim hjónum fyrsta barnið,
dóttirin Helena, og skömmu síðar
hélt Brynhiidur með manni sín til
útlanda. „Þá yfirgaf ég fyrst for-
eldrahúsin og það gerði ég með viss-
um söknuði. Foreldrar mínir voru
bæði góð, gáfuð, skáldmælt og
skemmtileg og heimilislífið hjá þeim
var afar gott. Móðuramma mín var
hjá okkur í heimili og hún sagði mér
margt gagnlegt og skemmtilegt og
það gerði líka föðuramma mín á
Siglufirði. Hún endursagði mér heilu
skáldsögurnar sem hún hafði lesið.
I miðri sögufrásögn mundi hún svo
kannski eftir annarri sögu sem hún
hafði iesið og sagði mér hana inni
á milli, svo það fór ekkert til spillis.
Sjálf hef ég alltaf haft ákaflega
gaman af að lesa, bæði ljóð og
óbundið mál. Einu sinni var Einar
Benediktsson mitt uppáhaldsskáld
en núna er ég mun hrifnari af Steini
Steinarr, Tómasi og Snorra Hjartar-
syni.“ Uppáhaldskvæði Brynhildar
er þó ekki eftir neitt af þessum
skáldum - heldur hana sjálfa og er
um hana og Alberl.
Situr hljóð í húmsins næði
hugur reikar víða.
Trúir enn á töfraklæði
við tóna undurþýða.
Reynir orð á flugi að fanga
Finnst hún þekkja lagið.
Luktar brár og bros um vanga
blítt er hörpuslagið.
I found my thrill on Blueberry Hill - on