Morgunblaðið - 31.08.1997, Síða 5

Morgunblaðið - 31.08.1997, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1997 B 5 vinda. Merki eni um áveitukerfi. Par er nú skóli, búð og kirkja en þó fyrst og fremst eitt helsta sauðfjár- ræktarbú á Grænlandi en sauðfjár- rækt hefur verið stunduð í landinu frá því snemma á þessari öld. Eirík- ur rauði lét ekld að sér hæða í vali á bæjarstæði! Vönduð vinnubrögð hans við landkönnun og fyrirhyggja virðist augljós. Enn í dag eru svæð- in sem hinir íslensku bændur námu þau sem helst eru til kvikfjárræktar fallin. Um tíu mínútna gangur er upp að rústunum og var Ingvi búinn að fá eina bílinn á svæðinu, gamlan jeppa, sem á vantaði aðra fram- hurðina, en hina var ekki hægt að opna, til að flytja þá sem áttu erfltt með gang upp eftir. Skríða þurfti inn um afturdyrnar og illa gekk ökumanni að koma bílnum í bakk- gír, þokaðist hann stöðugt niður brekku í átt að sjónum. Var fólki ekki farið að lítast á blikuna er bíll- inn loksins hrökk í réttan gír og komst af stað! Er að rústunum kom hófst Jón þegar handa við að fræða okk- ur, rifja upp og benda á hvað þarna var að sjá og Ingvi hélt tölu um náttúrufar o.fl. Var mjög fróð- legt að hlusta á þá. Enn sjást minj- ar hleðslu húsa og kirkju. Eins og endranær furðar maður sig á því hversu stórir steinamir eru sem notaðir hafa verið í hleðslur. Var í raun kyngimagnað að vera á þess- um stað, við bæ Eiríks rauða á Grænlandi, og hugsa til þess iðandi mannlífs er þarna hefur verið, en Brattahlíð var löngum höfðingjaset- ur. Komu upp í hugann eftirminni- leg atvik úr Eiríks sögu rauða, svo sem þegar Þorsteinn sonur hans vildi fara að leita lands þess er Leif- ur bróðir hans hafði fundið. Vildi hann hafa föður sinn með og trúði á gæfu hans og forsjá eins og segir í sögunni. Eitthvað hefur Eiríkur verið svartsýnn á að ferðin gengi að óskum því hann tók kistil nokkurn með gulli og silfri og gróf í jörðu til þess að eiga skotsilfur ef svo færi að hann lenti í Valhöll! (En fommenn trúðu því að þeir fengju að njóta þess í Valhöll eftir dauðann er þeir hefðu sjálfir grafið í jörðu.) Á leið til skips féll Eiríkur af baki og fór úr axlarliðnum. Fékk hann þá sam- viskubit og sagði konu sinni Þjóð- hildi frá fjársjóðnum og bað hana að nálgast hann. Fyrirhyggja Eiríks kemur einnig fram í frásögninni af því þegar hann af miklum skör- ungsskap hafði boðið skipshöfn Þorfinns Karlsefnis og þeirra Bjarna Grímólfssonar og Þórhalls Gamlasonar alls 80 manns til vetur- setu. Er dró að jólum gerðist Eirík- ur daufur í dálkinn. Er Karlsefni gekk á hann hvað ylli kom í ljós að Eiríkur kveið því að geta ekki veitt þeim nógu rausnarlega um jól. Bet- ur fór en á horfðist því Karlsefni hafði meðferðis bæði malt og korn þannig að unnt var að gera góða veislu! Brattahlíðar er einnig getið í Fóstbræðrasögu er Þormóður Kol- brúnarskáld hélt til Grænlands til að hefna Þorgeirs Hávarssonar, fóstbróður síns. Þá segir sagan að hann hafi fyrst dvalið hjá Þorkeli Eiríkssyni, er þá var höfðingi yfir landinu og bjó í Brattahlíð. Ýmsir aðrir staðir koma við sögu sem of langt yrði að rekja. Minjar hafa fundist um þrjár kirkjur í Brattahh'ð og gæti sú elsta verið kirkja er Þjóðhildur kona Ei- ríks lét reisa samkvæmt sögunni. Eru tóttirnar smáar, en greinilegar. Þar hefur verið grafið í kirkjugarð- inn og fundist líkamsleifar a.m.k. 155 manna frá því um og upp úr 1000. Trúlega hafa sumir verið fluttir að langar leiðir, því ekki hafa kirkjur eða grafreitir verið margir í landinu á þeim tíma. Ein gx-öfin er fjöldagröf sem í var mikið magn beina sem ljóst var að hafði verið nánast hrúgað ofan í gröfina. Við rannsókn kom í ljós að þarna voru beinagrindur 12 karlmanna og u.þ.b. 10 ára barns og virðist meðal- hæð karlanna hafa verið 177 sm, nokkrir virtust jafnvel hafa verið 184-185 sm háir! Niðurstöður á rannsóknum annarra beina benda til þess að fólkið hafi verið sterklega byggt, meðalhæð karla hafi verið um 173 sm og kvenna 160 sm. Tenn- ur virðast hafa verið góðar, engar tannskemmdir en þær eru slitnar, þótt fólk virðist ekki almennt hafa náð háum aldri. Skýringu á fjölda- gröfinni höfum við ekki, en í Græn- lendingaþætti segir frá Sigurði nokkrum Njálssyni, grænlenskum manni, og mönnum hans er fundu dauða menn af tveimur skipum í veiðiferð. Hleypti hann holdi af beinum líkanna til að hægara væri að flytja líkamsleifamar í vígða mold. Gæti verið um svipað tilvik að ræða eða að mennimir hafi orðið sóttdauðir og fólk óttast smit. Þegar til íslands kom heyrðum við í fréttum að niðurstöður rann- sókna í sambandi við uppgröft í Brattahlíð nú nýverið þykja sanna að þar hefur verið byggð norrænna manna fyrir árið 1000. Þannig að það sem sagt er frá í Islendingabók Ara fróða um landnám norrænna manna á Grænlandi 14 eða 15 vetr- um fyrr en kristni var lögtekin á ís- landi er ekki fjarri lagi. Hópurinn hélt nú um borð í bát- inn og var siglt inn Eiríksfjörð framhjá stað þar sem verið gæti að Stokkanes, bær Þorbjarnar Vífils- sonar, vinar Eii-íks og föður Guðríð- ar tengdadóttur hans, hafi staðið. Er Guðríður nú talin hafa verið víð- förulust kona í öllum heiminum á þessum tíma og þótt síðar væri. Hún var fædd á Islandi, flutti til Grænlands, hélt þaðan til Vín- lands/Ameríku, ól þar fyrsta hvíta barnið sem sögur fara af, hélt aftur til Grænlands, þaðan til íslands, gekk suður til Rómar og kom aftur til Islands! Nálægt fjarðarbotninum var snúið við og siglt út Eiríksfjörð milli ísjakanna til Narsaq. Rétt fyrir austan Narsarsuaq sigldum við fyr- ir mynni Qooroq, sem er lítill inn- fjörður með allt að 1000 metra há fjöll á þrjár hliðar, var þar mikið af ís. I botni fjarðarins fellur skriðjök- ull í sjó fram, slíkir jöklar kallast „lifandi" en þeir „deyja“ er þeir mæta hafinu. Þeir skriðjöklar sem ekki ná svo langt að falla í hafið kallast „dauðir"! Varasamt getur verið að fara nálægt skriðjöklum þar sem þeir brotna. Rigningarúði var og skyggni og útsýni heldur takmarkað. Ýmsir reyndu þó að standa úti á dekki og bjóða dumb- ungnum birginn. Narsaq (slétta) er að sögn fal- lega staðsettur bær við ræt- ur myndarlegs fjalls, sem er 685 m hátt, en vegna rigningar- sudda sáum við aldrei nóg til að dæma sjálf! í bænum búa tæplega 1.800 manns, en í sveitarfélaginu sem tekur yfir 8.500 ferkílómetra og Brattahlíð, Narsarsuaq og Garð- ar tilheyra, búa rúmlega 2.150 manns. Sauðfjárrækt er mikilvæg- asta atvinnugreinin, en í bænum sem á rætur að rekja til verslunar- stöðvar er stofnsett var 1830, eru fiskveiðar og fiskiðnaður mikilvæg og hann er miðstöð sportveiða í Suður-Grænlandi. Þar eru einnig nokkrir skólar og heimavistir. Hér- aðið er áhugaverður staður fyrir jarðfræðinga því þar er að finna margar sjaldgæfar steintegundir þ.á m. „Narsaqsteininn", hinn eftir- sótta rauða tuttupit, skrautstein sem finnst aðeins hér og á Kola- skaga. Ýmsir málmar finnast í jörðu á Grænlandi. í Kvanefjalli fyrir norðaustan Narsaq fannst úraníum upp úr 1960. Tilraunavinnsla fór fram en magnið þótti ekki nægjan- legt til þess að hefja námugröft. Sögur heyrðum við um áhrif geisla- virkni á vatn og gróður en ekki fengum við það staðfest. Er til Narsaq kom eftir um þriggja og hálfs tíma siglingu hófst ganga frá bryggjunni í leit að gisti- stað okkar, heimavist fyrir skóla- börn yfir vetrartímann. Rúmur helmingur hópsins átti að gista þar, hinn rétt fyrir utan bæinn í Dýr- nesi. Helgi Jónsson, Islendingur er búið hefur á Grænlandi um langt skeið, tók á móti hópnum og sá um að flytja farangurinn. Dumbungur- inn óx og rigninguna herti, en áfram þrömmuðum við og að lokum komum við á áfangastað blaut og þi-eytt. Hægt var að hengja upp fatnað og þurrka skó, svo þetta bjargaðist allt. Sumir hvildu sig, hvíldinni fegnir, en aðrir skoðuðu skinnaverksmiðjuna Eskimo-pels. Viltu styrkja stöðu þín Markmið námsins er að útskrifa nemendur með hagnýta þekkingu á tölvunotkun og veita þeim innsýn í notkunarmöguleika í tölvu- og upplýsingaumhverfinu. Námið er 60 kennslustundir. Kennt verður á laugardögum frá kl. 8:30 - 12:00. Skráning og upplýsingar í síma 568 5010 Rafiðnaðarskólinn Skeifunni 11B • Sími 568 5010 J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.