Morgunblaðið - 31.08.1997, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1997 B 31
ERLENT
Könnun á áfengisneyslu norskra ungmenna
Tengsl milli áfengisneyslu
og sálfræðilegs þroska
Ósló. Morgunblaðið.
NIÐURSTÖÐUR norskrar rann-
sóknar benda til að það sé eðiilegur
hluti af þroskaferli ungra drengja
að fikta við áfengi og „detta í það“
á táningsárunum. Ef drengir byija
hins vegar mjög snemma, eða mjög
seint að neyta áfengis eykst hættan
á sálfræðilegum vandamálum síðar
á ævinni.
Þetta er að finna í doktorsritgerð
norsku vísindakonunnar Hilde
| Pape, „Drinking, getting stoned or
i staying sober“ er hún varði í síð-
ustu viku. Ritgerðin fjallar um þýð-
ingu áfengis á þroskastigið milli
þess að vera barn og fullorðinn.
Kemst Pape að þeirri niðurstöðu
að skýr tengsl séu á milli þess hve-
nær áfengisneysla hefst á ævinni
og sálfræðilegum vandamálum.
Strákar og stúlkur er byija að
, drekka áfengi snemma á unglings-
aldri eiga síðar meir við hlutfallslega
mikil sálfræðileg vandamál að stríða.
Hvað stráka varðar á það sama við
um þá er bytja seinna en jafnaldrar
sínir að neyta áfengis. Meðalaldur
unglinga er þeir hefja áfengisneyslu
er í kringum 15-16 ára.
„Einstaklingar sem ekki neyta
áfengis á unlingsárunum fara á
mis við ýmsa þroskaþætti sem
tengjast áfenginu óbeint. Rann-
sóknir hafa leitt í ljós að hófleg
áfengisneysla á miðjum tánings-
aldri tengist þáttum á borð við
auknu sjálfstrausti og betri geð-
heilsu á fullorðinsaldri," segir Pape
í samtali við Aftenposten en hún
starfar hjá norsku uppeldisstofnun-
inni. Hún segist gera sér fyllilega
grein fyrir að niðurstöður hennar
muni kalla á mjög sterk viðbrögð
og fordæmingu bindindishreyfing-
arinnar.
„Til þessa höfum við vanist „góð-
um“ vísindamönnum er hafa stutt
sjónarmið bindindishreyfingarinn-
ar,“ segir hún.
Rannsóknin náði til 2.000 ung-
menna er könnuð voru á þremur
aldursstigum. Fyrst er þau voru
19-22 ára og síðast er þau voru
25-28 ára.
í niðurstöðum Papes kemur fram
að hófleg áfengisneysla geti haft
jákvæð sálfræðileg áhrif þar sem
að hún geti verið lykill inn í ungl-
ingaheiminn og það að hljóta viður-
kenningu meðal jafnaldra.
Þeir sem byija mun fyrr en með-
altalið eiga hins vegar á hættu að
missa tök á neyslu sinni síðar á
ævinni.
Þá kom í ljós að karlar er aldrei
höfðu „dottið í það“ og þeir sem
byijuðu áfengisneyslu mun síðar en
meðaltalið virtust eiga erfiðara með
að ijúfa tengslin við foreldrana.
Þeir áttu ekki jafnauðvelt og jafn-
aldra að axla fullorðinshlutverkið,
til dæmis með því að flytja að heim-
an og eignast kærustu. Að auki virt-
ust vera tengsl á milli bindindis og
vinaleysis.
Jógastöðin Heimsljós kynnir
Qi Gong/Tai Ji námskeið
með Karl-Heinz Knebel dagana 5.sept.—7. sept.
Kripalujóga byrjendanámskeið
1. sept.—17. sept.
mánud.—miðvikud.
U. 19.30—21.30.
Lb.: Guðrún Hvönn
Sveinsdóttir.
9. sept.—25. sept.
þriðjud.—fimmtud.
kl. 20.00—22.00.
Lb.: Aslaug
Höskuldsdóttir.
Nýjung eftirmiðdagsnámskeið
15. sept.—1. okt. mánud.—miðvikud.
kl. 16.30—18.30. Lb.: Sesselja K. Karlsdóttir.
Upplýsingar og skráning:
Jógastöðin Heimsljós, Ármúla 15, 2.h.,
sími 588 4200, kl. 13.00—19.00 virka daga.
Ath. Kripalu reykelsin komin aftur
Jógastöðin Heimsljós er móðurstöð Kripalujóga d fslandi.
Allir jógakennarar okkar eru með kennararéttindi jrd
Kripalumiðstöðinni i Massachusetts, USA.
JÓGASTÖÐIN
HEIMSLJÓS
J
Noregur
Hugmynd
að nýrri
eyju
BYGGING nýrrar eyju skammt frá
Ósló er meðal þeirra hugmynda sem
lagðar hafa verið fram um hvernig
leysa megi vanda er hlýst af um-
framjarðvegi frá bygginga- og fram-
kvæmdasvæðum í borginni og
grennd, að því er Aftenposten
greindi frá 1 gær.
Samkvæmt upplýsingum _ frá
skipulags- og byggingastofnun Ósló-
í ar má reikna með að á næstu 15-20
árum verði á ári hveiju um hálfri
milljón rúmmetra af jarðvegi ofaukið
vegna ýmissa framkvæmda, og þar
af verði að finna um 400 þúsund
rúmmetrum annan, varanlegan stað
þegar til lengri tíma sé litið.
I tillögunni segir að ný eyja á
Bunnefirði, við botn Óslóarfjarðar,
gæti orðið áhugavert útivistarsvæði
og myndi lengja baðstrendur til
muna. Þessir tveir firðir eru vinsæl-
asta útivistarsvæði 1 Noregi og um
ein og hálf milljón manna koma
þangað árlega. Stjórnmálaleiðtogar
í Ósló hafa tekið hugmyndinni vel,
og hefur meðal annars verið bent á
að flestar eyjanna á firðinum séu
þéttsetnar sumarhúsum og skortur
sé á eyjum sem allir geti notið.
---------♦ ♦ ♦---
Kim Jong-il
hampar
langskotinu
Tókýó. Reuter.
KIM Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu,
tók sér nýlega hlé frá því að beijast
gegn hungursneyðinni í landi sínu
til að gefa landsliðinu í körfuknatt-
leik góð ráð.
Hann sagði að þar sem Norður-
Kóreumenn hefðu tilhneigingu til að
vera fremur lágvaxnir ættu norður-
kóreskir körfuknattleiksmenn að ein-
beita sér að langskotum ætluðu þeir
að sigra á alþjóðlegum mótum, að
þvl er fréttastofan Radiopress, sem
fylgist með íjölmiðlum í Norður-
Kóreu, greindi frá.
Vitnað var í dagblaðið Minju Jo-
son, málgagn norður-kóresku stjóm-
arinnar, og sagt að Kim hefði nýver-
ið flutt fyrirlestur fyrir helstu körfu-
knattleiksmenn landsins hvemig þeir
ættu að komast á sigurbraut.
IMYTT IMYTT IMYTT IMYTT IMYTT
DAIMSIMÁMSKEIÐ
FYRIR BÖRIM/UIMGLIIMGA
Jassleikskólinn, barnadansar
og samkvæmisdansar
Hópkennsla og einkatímar
Stutt og löng námskeid
Kántrý dansar annýdamarmegM
f ' a a ’S" Auðvelt að byrja,
Stepp og rokk
ij UPPL ÝSINGAR & IIMIMRITUIM í SÍMA 561 9797 VI© L #1
Hagnýtir dansar M lCUnSAAAYV Bömin njóta sín í
fyrir unga sem aldna. y (i m a n jassleikskólanum.
Danssmiðja Hermanns Ragnars og Auðar Haralds
Skipholt 25, 105 Reykjavík <f> 561 9797 & 561 7580
hausverk augtýsingaforstofa