Morgunblaðið - 16.09.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.09.1997, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Spielberg með hæstu launin í skemmtigeiranum VELGENGNI kvikmyndarinnar „Horf- inn heimur“ tryggði Steven Spielberg fyrsta sætið yfir hæstu launin í skemmtanaiðnaðinum á síðasta ári. New York. Reuter. STEVEN Spielberg kvik- myndaframleiðandi er efstur á lista tímaritsins Forbes um tekjuhæstu skemmtikrafta heims og hafði 313 miHjónir dollara í tekjur á árunum 1996- 1997. Spielberg var í efsta sæti 1994 og 1995, en hafn- aði í öðru sæti á eftir Oprah Winfrey í fyrra samkvæmt tölum um tekj- ur tvö ár í röð. Velgengni The Lost World, framhalds Júragarðsins, tryggði hon- um efsta sætið á ný. George Lucas var annar launahæsti skemmtikraft- urinn samkvæmt skrá Forbes vegna þess að þijár Star Wurs- kvikmyndir hans voru aftur settar á markað. Lucas hafði 241 milljón dollara í tekjur á tveimur árum, en komst ekki einu sinni á blað í . fyrra. Winfrey, sem komst í efsta sæti í fyrra vegna hinna kunnu spjall- þátta, hafnar í þriðja sæti í ár með 201 milljón dollara í tekjur 1996-97. I fjórða sæti að þessu sinni er Michael Critchton, hinn kunni höfundur bóka um risaeðlur, sem Spielberg hefur gert kvikmyndir um. Critchton var í 10. sæti í fyrra, en færði sig upp Iistann í ár vegna 102 milljóna dollara tekna á tveim- ur árum. Bítlarnir komust í fimmta sæti vegna Free as a Bird, hins kunna dægurlags sem fannst og var sett á markað. Tekjur þeirra námu 98 milljónum dollara á tveimur árum, en í fyrra voru þeir í 3. sæti. Jerry Seinfeld, hinn kunni gam- anleikari, færðist upp í 6. sæti úr 11. sæti. Tekjur hans 1996-97 námu 94 milljónum dollara, meðal annars vegna Seinfeld, hinna vin- sælu gamanþátta í NBC-sjónvarp- inu, og starfs hans sem talsmaður American Express. Aðrir í 10 efstu sætunum eru David Copperfield, hinn kunni skemmtikraftur og sjónhverfinga- maður, sem er i 7. sæti (var í 8. sæti í fyrra), með 85 milljónir doll- ara; rithöfundurinn Stephen King (12. í fyrra) með 84 milljónir doll- ara; leikarinn Tom Cruise (17. í fyrra) með 82 milljónir dollara; og leikarinn Amold Schwarzenegger (7. í fyrra) með 74 miHjónir dollara. Meðal nýrra í 40 efstu sætum í ár eru leikarinn Tim Allen (13), með. 66 miHjónir dollara í tekjur í tvö ár; söngkonan Celine Dion (15) með 65 milljónir dollara; söngvarinn Michael Jackson (23) með 55 milljónir dollara; söngkon- an Gloria Estefan (31) með 47 milljónir dollara og Bright/Kauf- man/Crane (39), framleiðendur sjónvarpsþáttanna Fríends og Mad About You, með 39 millj. dollara laun í tvö ár. Ný sjónvarpsstöð, íslenska sjónvarpsfélagið, í burðarliðnum Stefnt að dreifíngu um breiðbandið NÝTT sjónvarpsfélag, íslenska sjón- varpsfélagið, hyggst hefja útsend- ingar um miðjan nóvember. Hefur verið gengið frá samningum við 15 erlendar gervihnattastöðvar um dreifingu á efni og verður efninu dreift um breiðband Pósts og síma. Hefur þegar verið sótt um leyfí til Útvarpsréttarnefndar og er búist við að nefndin taki afstöðu til umsóknar- innar á næstunni. Að sögn Hólmgeirs Baldurssonar, forstöðumanns Islenska sjónvarpsfé- lagsins, hefur m.a. verið gengið frá samningum við sjónvarpsstöðvarnar MTV, VHl, SciFi, EBN, Turner- Networks, Sky News, Country Tele- vision og Computer Channel. Þá standi yfir viðræður við 4 stöðvar til viðbótar um endurvarp efnis. Hólmgeir segir að fyrst um sinn a.m.k. verði sjónvarpsefninu aðeins dreift um breiðbandskerfi Pósts og síma, en aðrar dreifingarleiðir komi einnig til greina. „í dag nær breið- bandið til u.þ.b. 20 þúsund heimila sem er allnokkuð. Þá hefur P&S sagt að kerfið muni vera komið inn á um 40 þúsund heimili á næsta ári og því eru verulegir möguleikar í þessu dreifingarkerfi." Möguleiki á kvikmyndasj ón varpi Hólmgeir segir endanlegt fyrir- komuiag útsendinga ekki hafa verið ákveðið enn. Hann segir að þar sem breiðbandið sé rekið af Pósti og síma megi fastlega gera ráð fyrir því að fleiri aðilar muni sækjast eftir því að dreifa þar sjónvarps- efni. Enn eigi eftir að koma í ljós hvort Póstur og sími muni sjá mönn- um fyrir afruglarakerfi fyrir þessar útsendingar eða hvort dreifingarað- ilar verði að útvega eigið afruglara- kerfi. „Við erum búin að finna afruglara sem er mjög lítill og fer þá beint í loftnetið. Hann afruglar einnig allar stöðvar í einu sem er mjög góður kostur,“ segir Hólmgeir. Hann segir að fyrst um sinn verði aðeins um erlent endurvarp að ræða en í athugun sé að reka textaða sjón- varpsstöð þegar fram líða stundir. Þar sé fyrst og fremst verið að horfa til kvikmyndasýninga, t.d. í formi helgarsjónvarps eða þáttasölusjón- varps (pay-per-view). Félagið hafi þegar tryggt sér nokkurt magn kvikmynda til sýninga en hins vegar sé efni af þessu tagi mjög dýrt og því verði stærð mark- aðarins að liggja betur fyrir áður en ráðist verði í slíka framkvæmd. Að sögn Hólmgeirs hefur litlu ver- ið til kostað við undirbúning íslenska sjónvarpsfélagsins og ekki séu neina stærri fjárfesta á bak við það. „Við höfum fengið að vera óáreittir með undirbúninginn og samningagerðina og þeir hafa því gengið mjög vei. íslenska sjónvarpsfélagið er hins vegar aðeins undirbúningsfélag. Mér var falið að undirbúa farveginn. Þegar hlutirnir koma til með að liggja nokkuð ljósir fyrir þá verður þetta gert að formlegu hlutafélagi og við bjóðum í raun hvern sem er velkominn til samstarfs." Hólmgeir segir í því sambandi vel koma til greina a_ð starfa með Ríkis- sjónvarpinu eða íslenska útvarpsfé- laginu, reynist vera áhugi fyrir því. Hann segir stefnt að því að heíja útsendingar um leið og gengið hafi verið frá öllum tæknibúnaði, en það verði líkast til um miðjan nóvember. FRÁ vinstri: Guðmundur Hannesson þjónustumaður Frost, Elías Þorsteinsson deildarsljóri Frost, Indriði Þröstur Gunnlaugsson markaðsstjóri Element, Rögnvaldur Guðmundsson framkvæmda- sljóri Element, Bragi Hlíðar Kristinsson þjónustustjóri Frost. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hnekkir tveimur úrskurðum samkeppnisráðs >__ ATVR vinnur sigur í Baileys- málinu, og tóbaksmálinu ÁFENGIS- og tóbaksverslun ríkisins er samkvæmt ríkjandi lögum óheim- ilt að veita magnafslátt við heildsölu á tóbaki. Fyrirtækinu var hins vegar heimilt að fjarlægja skraut af Bail- eys-flöskum áður en þær voru tekn- ar til sölu fyrir síðustu jól í verslun- um þess. Þetta er niðurstaða Áfrýj- unarnefndar samkeppnismála og með ákvörðunum sínum fellir hún úr gildi tvo úrskurði samkeppnis- ráðs. í svonefndu tóbaksmáli hafði samkeppnisráð, í kjölfar kæru frá Kaupmannasamtökunum, úrskurð- að að ÁTVR væri skylt „að bjóða viðskiptavinum sínum viðskiptakjör við sölu á tóbaki sem samræmast því hagræði sem magn viðskiptanna gefur tilefni til,“ eða m.ö.o. að veita magnafslátt við heildsölu á tóbaki. ÁTVR kærði þessa ákvörðun til áfrýjunarnefndar samkeppnismáia og 27. júlí sl. felldi nefndin um- rædda ákvörðun samkeppnisráðs úr gildi. í niðurstöðu áfrýjunarnefndarinn- ar er m.a. bent á að samkvæmt lög- um sé einungis ÁTVR heimilt að flytja inn tóbak og að fjármálaráð- herra ákveði útsöluverð þess og að verð í smásöiuverslunum skuli vera hið sama hvar sem er á landinu. Fyrrgreind lagafyrirmæli feli það í sér að venjuleg markaðslögmál gildi ekki um verðlagningu tóbaks heldur sé ráðherra falið að ákveða verðið samkvæmt nánari fyrirmælum í lög- unum. „Ákvörðun um afslætti er hluti af verðákvörðun sem ráðherra tekur endaniega ákvörðun um sam- kvæmt framansögðu. Af þessu leiðir að samkeppnislög eiga ekki við. Ber því að fella úr gildi hina kærðu ákvörðun," segir í niðurstöðunni. Málavextir í svonefndu Baileys máli voru þeir að innflytjandi írska líkjörsins Baileys hafði fyrir síðustu jól komið fyrir, skrauti eða lítilli af- steypu af írskri krá, merktri Bail- eys, á stúta þeirra flaskna sem fyrir- tækið flutti inn. ÁTVR fjarlægði skrautið með þeim rökum að um auglýsingaefni væri að ræða. Taldi fyrirtækið sér stætt á því á grund- velli innkaupareglna, sem kveða m.a. á um óbreytt útlit og innihald vöru á samningstíma, sem tekin er til sölu. Innkaupareglurnar eru stað- festar af íjármálaráðuneytinu og staðfestar í Stjórnartíðindum. Inn- flytjandinn, Júlíus P. Guðjónsson ehf. sneri sér til Félags íslenskra stórkaupmanna, sem kærði málið til samkeppnisstofnunar. ÁTVR taldi sig vera að fara að landslögum og dreifing á auglýsingaefni af þess hálfu væri ólögmæt. Samkeppnisráð úrskurðaði í júlí sl. að fyrrnefnt ákvæði í innkaupa- reglum bryti í bága við samkeppn- isiög og væri ÁTVR óheimilt að gera þá kröfu að varan væri óbreytt að gerð á samningstímanum að því er varðar stærð og útlit umbúða. Þá taldi samkeppnisráð að það væri ekki hlutverk ATVR að framfylgja banni við áfengisauglýsingum held- ur jögregluyfirvalda. ÁTVR kærði úrskurðinn til áfrýj- unarnefndar sem hefur nú fellt ákvörðun samkeppnisráðs úr gildi með þeim rökum að innkaupareglur þær, sem málið snerist um, hafi verið settar með formlega löglegum hætti. Samkeppnisráð skorti því vald til að víkja þeim til hliðar eða tak- marka gildissvið þeirra að mati nefndarinnar. ÁTVR hafi hins vegar verið bæði rétt og skylt að fram- fylgja fyrrnefndum stjórnsýslufyrir- mælum. Element Skynjara- tækni o g Kælismiðj- an Frost í samstarf ELEMENT Skynjaratækni hf. og Kælismiðjunnar Frost hf. hafa gert samstarfssamning sín á milli. I honum felst að Frost mun sjá um uppsetningar og viðhald á öryggis- og skráningabúnaði frá Element, að því er segir frétt. Samningur þessi stuðlar að aukinni þjónustu við notendur öryggiskerfanna, þar sem Ele- ment mun nú tengast stóru þjón- ustuneti Kælismiðjunnar Frost. Bæði þessi fyrirtæki eiga í miklu samstarfi við Sabroe Refrigeration í Danmörku, sem er stærsti kæli- og frystivéla- framleiðandi í heiminum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.