Morgunblaðið - 16.09.1997, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Hague ræðst
að Blair
WILLIAM Hague, leiðtogi breska
íhaldsflokksins, sakaði Tony Blair,
forsætisráðherra Bretlands og leið-
toga Verkamannaflokksins, á sunnu-
dag um að nota andlát Díönu, prins-
essu af Wales, í bílslysi í París sér
til pólitísks framdráttar.
Sagði Hague að forsætisráðherr-
ann hefði gerst sekur um pólitískan
subbuskap þegar hann lét greina fjöl-
miðlum frá því hvaða ráð hann hefði
gefíð bresku konungsfjölskyldunni
eftir dauða Díönu.
Hague var harðlega gagnrýndur
fyrir ummæli sín. Konungsfjölskyldan
lýsti yfír furðu, Ron Davies, ráðherra
um málefni Wales, sagði ummæli
hans „fyrirlitleg" og fýrrverandi ráð-
herra íhaldsmanna sagði að Blair
hefði komið fram af miklum virðu-
leika. Hague hefur verið gagnrýndur
fyrir að hafa skort þunga í ummælum
sínum eftir andlát Díönu. Hann var
í viðtali hjá David Frost hjá breska
ríkissjónvarpinu, BBC, á sunnudags-
morgun og kvaðst óánægður með að
forsætisráðherrann hefði notað andlát
Díönu til að efla stöðu sína.
Fyrstu heimsókn Madeleine Albright til Mið-Austurlanda lokið
Fjórar landnemafjölskyldur
flytja inn í Ras al-Amoud
is nokkrum klukkutímun áður en landnemarnir
fluttu inn hafði aðstoðarmaður Netanyahus haldið
því fram að forsætisráðherrann hygðist koma í veg
fyrir áætlanir bandaríska iðnjöfursins, Irving
Moskowits, um að byggja 70 heimili fyrir gyðinga
I Ras al-Amoud þar sem 11.000 Palestínumenn
búa. Skipulagsnefnd Jerúsalemborgar staðfesti hins
vegar byggingaleyfí fyrir svæðið á sunnudag.
Aðgerðum landnemanna hefur verið líkt við kalda
vatnsgusu í andlit Albright en í heimsókn sinni til
ísrael lagði hún áherslu á að ísraelar frystu um-
deildar byggingarframkvæmdir á palestínsku landi.
Áður hafði ísraelsstjóm, að tilstuðlan hennar, ■
tilkynnt tilslakanir í refsi- og öryggisaðgerðum sem
gripið var til eftir sprengjutilræði hryðjuverka-
manna í Jerúsalem.
Til stendur að ráðgjafar Netanyahus og Yassers
Arafats, leiðtoga Palestínumanna, hitti Albright í
Wáshington síðar í mánuðinum.
jeru^oieiu, uuum, Deirui. neuier
MADELEINE Albright, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, sneri heim úr fyrstu ferð sinni til Mið-
Austurlanda í gær. Flaug hún frá Amman I Jórdan-
íu, í gærmorgun, áleiðis til Líbanon. Áður hafði
hún heimsótt Egyptaland, Saudi-Arabíu, Sýrland,
ísrael og sjálfstjómarsvæði Palestínumanna á her-
teknu svæðunum.
Við brottförina frá Amman sagði Albright að
tekin hefðu verið lítil skref í átt til friðar en tilgang-
ur ferðarinnar var að reyna að endurlífga friðarvið-
ræður á svæðinu. Friðarviðræður ísraels- og Palest-
ínumanna hafa legið niðri frá því í mars á þessu
ári er Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra ísra-
els, gaf leyfí fyrir nýbyggingum gyðinga á palest-
ínsku landsvæði í Austur-Jerúsalem. Friðarviðræð-
ur ísraela og Sýrlendinga hafa hins vegar legið
niðri frá því stjóm Netanyahus tók við I maí á síð-
asta ári. Að loknum fundum með ráðamönnum I
Líbanon sagðist Albright hafa fundið fyrir vilja
meðal ísraelskra, sýrlenskra og líbanskra ráða-
manna um að taka upp friðarviðræður .
Vatnsgusa í andlit Albright
Fjórar ísraelskar fjölskyldur fluttu inn í tvö yfír-
gefín hús á hinu umdeilda Ras al-Amoud svæði í
gærmorgun. Palestínumenn köstuðu gijóti að land-
nemunum og ísraelskar friðarhreyfingar hröðuðu
sér á vettvang til að mótmæla aðgerðunum. Herlið
var kallað út til að gæta öryggis landnemanna en
talsmaður ísraelsku ríkisstjómar sagði engan laga-
legan grundvöll til þess að flytja fólkið í burtu þar
sém eigandi húsanna stæði að baki flutningnum.
Netanyahu gagnrýndi aðgerðir landnemanna
sem hann sagði hvorki koma Jerúsalem né ísrael
til góða. David Levi, utanríkisráðherra varaði við
því í útvarpsviðtali að aðgerðimar sendu út skila-
boð um að það væm landnemar en ekki ríkisstjórn-
in sem réðu ferðinni í stefnumótun ísraela. Einung-
Reutcr
KRANI var í gær notaður til
að lyfta vögnum lestar, er fór
út af sporinu og fram af brú
í Madhya Pradesh-héraði á
Indlandi á sunnudag. Sjötíu
og sjö manns, að minnsta
77 fórust á
Indlandi
kosti, fórust í slysinu og rúm-
lega 230 slösuðust. Fimm
fremstu vagnarnir lentu ofan
í þurrum árfarvegi, en ekki
er vitað hvað olli því að lestin
fór útaf sporinu.
Sveitarstjórnakosmngar í Bosníu-Herzegovínu
Stóráfallalausar
en þýðingarmiklar
Sartyevo, Tuzla, Brussel. Reuter.
STARFSMENN kjörstjórna í sveit-
arstjórnakosningum í Bosníu-Herz-
egovínu, sem fram fóm um helg-
ina, vom önnum kafnir í gær við
að telja upp úr kjörkössunum. Úr-
slita er þó ekki að vænta fyrr en í
lok vikunnar.
Embættismenn alþjóðastofnana
sem hafa haft með höndum eftirlit
með framkvæmd kosninganna
sögðu í gær að erfiðasta verkefnið
framundan verði að framfylgja úr-
slitum þeirra, en hvernig til tekst
með það verkefni geti ráðið úrslitum
um framtíð hins brothætta friðar
sem ríkt hefur í landinu frá því
borgarastríðinu lauk fyrir tveimur
árum.
Að meðaltali greiddu atkvæði um
70 af hundraði hinna 2,5 milljóna
Bosníumanna, sem vora á kjörskrá,
en sú kjörsókn þykir góð undir ríkj-
andi kringumstæðum. Kosið var um
nýjar sveitarstjómir í rúmlega 100
borgum, bæjum og sveitahéruðum.
Að sögn Láru Margrétar Ragn-
arsdóttur alþingismanns, sem tók
þátt í kosningaeftirliti í Sarajevo á
vegum Öryggis- og samvinnustofn-
unar Evrópu, ÖSE, sagði í samtali
við Morgunblaðið I gær að kosning-
arnar hefðu farið „þokkalega"
fram, en augljóst hefði verið að það
væri ekki sízt þeim þrýstingi að
þakka sem þeir aðilar hefðu verið
beittir sem annars voru liklegir til
að spilla fyrir framkvæmd kosning-
anna. Munaði þar mest um viðveru
friðargæzluliða NATO.
„Þolraun þessara kosninga verð-
ur að tryggja að úrslitin verði virt,“
sagði fulltrúi Carlosar Westen-
dorps, æðsta erindreka Evrópusam-
bandsins og ÖSE í Bosníu.
Fulltrúar hins svokallaða sam-
skiptahóps fímm öflugustu ríkj-
anna, sem hafa haft afskipti af
málefnum Bosníu, koma saman í
Lundúnum í dag til að ræða stöð-
una og taka ákvarðanir um við-
brögð í kjölfar kosninganna.
„Útlagaatkvæði" kunna að
skipta sköpum
Þótt opinber úrslit muni ekki
liggja fyrir fyrr en í lok vikunnar
var talning atkvæða langt komin I
gær á sumum stöðum. í norðaustur-
bosnísku borginni Tuzla, sem frá
stríðslokum hefur verið undir stjórn
þjóðernissinnaðra múslima úr flokki
Alija Izetbegovic forseta, SDP,
greindu talsmenn kjörstjómar þar
frá því að allt benti til yfirgnæf-
andi sigurs stjómarandstöðuflokka
þar í borg. Sameiginlegur fram-
boðslisti nokkurra minni stjómar-
andstöðuflokka hefði unnið með
yfirburðum þrátt fyrir ákafan kosn-
ingaáróður þjóðemissinna.
Svipuð úrslit kunna að verða nið-
urstaðan í fleiri sveitarfélögum, þar
sem þjóðernissinnar eins af þjóða-
brotunum þremur, Serba, Króata
eða múslima, hafa ráðið ríkjum frá
því bardögum lauk. Er talið að at-
kvæði „útlaga“, hundraða þúsunda
flóttamanna, sem hröktust frá þess-
um stöðum og hafa ekki átt aftur-
kvæmt en em samt enn skráðir
kjósendur í sínum gömlu heima-
byggðum, geti haft mikil áhrif á
úrslit kosninganna á slíkum stöð-
um.
Ákæra vegna kynfer ðislegrar mis-
notkunar á sænsku barnaheimili
Auknar kröfur
til starfsfólks
á leikskólum?
Kaupmannahöfn. Morgunblaöið.
FORELDRAR barna á einkabarna-
heimili í Karlstad í Svíþjóð hafa
ákært 27 ára karl, er starfaði sem
fóstri á heimilinu, fyrir að hafa
misnotað börnin kynferðislega.
Maðurinn starfaði á heimilinu síð-
astliðinn vetur, en var þá látinn
hætta störfum þar sem grunur lék
á að hann hefði hegðað sér ósæmi-
lega gagnvart börnunum. Forstöðu-
kona heimilisins áleit þá ekki for-
sendur fyrir að sækja manninn til
saka. Tuttugu börn voru að jafnaði
á heimilinu. Málið hefur vakið mikla
athygli í Svíþjóð og er nú spurt
hvaða kröfur eigi að að gera til
þeirra, er starfa með börn.
Maðurinn hóf störf á barnaheimil-
inu í mars í fyrra. í október tók
forstöðukonan eftir því að sími heim-
ilisins hafði verið notaður til að
hringja í dýr símanúmer, þar sem
boðið er upp á kynferðisefni af ýmsu
tagi. Hún komst þá að því að starfs-
maðurinn hafði verið þar að verki
og gaf honum viðvörun vegna þessa.
í vor fóru svo einhver barnanna að
segja foreldrum sínum frá einhveiju
„skrýtnu", sem maðurinn gerði með
þeim. Það leiddi til þess að maðurinn
var rekinn úr starfí í maí.
Á þeim tíma gerði forstöðukonan
þó ekkert frekar í málinu. í viðtali
við sænska útvarpið I gær sagði hún
að á þeim tíma hefði ekki legið ljóst
fyrir hvað maðurinn hefði aðhafst
og því ekki verið forsendur fyrir að
ákæra hann. í sumar hefðu hins
vegar fleiri börn sagt foreldrum sín-
um meira um það sem gerst hefði
og í kjölfarið hefði orðið ljósara á
hveiju hefði gengið. Aðspurð sagðist
forstöðukonan enn halda fast við að
hún hefði tekið rétt á málinu.
Það voru foreldrar tveggja barna,
sem lögðu fram kærur á hendur
manninum fyrir rúmri viku. Eftir
rannsókn var maðurinn handtekinn
á föstudaginn, yfírheyrður og
dæmdur í gæsluvarðhald. Maðurinn
sat með jakka yfír höfðinu og tók
hann aldrei af sér meðan fulltrúar
fjölmiðla voru í námunda. Talað er
um að hann hafí misnotað sjö börn,
en þar sem málið er á frumstigi er
enn óljóst hvað gerðist í raun og
veru.
Viðbrögð yfirvalda I gær voru að
betur þyrfti að fylgjast með þeim
sem ráðnir væru til að vinna með
börn, kanna feril þeirra og sakavott-
orð. Einnig er mikið til umræðu
hvemig foreldrar eigi að tala við
börn sin um svona hluti og þar sem
börnin eru svo ung þá er spurningin
hvernig eigi að vara þau við án þess
að vekja óþarfa tortryggni og
hræðslu í garð fullorðinna.
Brestur heyrðist rett
áður en þyrlan fórst
FRUMSKOÐUN á hljóðrita norsku
Super Puma þyrlunnar sem fórst við
Noregsstrendur á mánudag fyrir
viku leiðir í ljós að brestur heyrðist
rétt áður en þyrlan fórst.
„Það heyrist daufur hvellur og
síðan líða 10-15 sekúndur þar til
upptakan stöðvast. Ekkert heyrist I
flugmönnunum en í bakgrunninum
heyrist niður frá litlum þyrilsnún-
ingshraða sem leiðir síðan til þess
að viðvörunarflautur gjalla," sagði
Finn Heimdal, framkvæmdastjóri
norsku flugslysarannsóknarnefndar-
innar í samtali við norska blaðið
Aftenposten i gær.
Heimdal er horfínn frá þeirri skoð-
un, að sprenging hafí orðið I þyrl-
unni, hann telur að öllu heldur hafi
orðið bilun í hreyfílbúnaði hennar.
Búist er við að rannsókn á hljóðritan-
um Ijúki í dag.
Verr hefur gengið að ná hlutum
þyrlunnar upp af hafsbotni en von-
ast var til. í gær átti að freista þess
að lyfta meginhluta farþegaklefans
upp í körfu á hafsbotni svo öruggt
verði að lík, sem þar er að fmna,
komi einnig upp. í fyrrinótt náðust
upp hreyfill, tijóna og smáhlutar úr
skrokknum. Enn hafa hins vegar
gírbox, þyrilhöfuð, tvö blöð úr aðal-
þyrlinum, annar mótoranna og fjöldi
blaða úr stélþyrli ekki fundist.