Morgunblaðið - 16.09.1997, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1997 31
3SVÆÐING LANDSBANKANS OG BÚNAÐARBANKANS
Morgunblaðið/Golli
tif. á fyrsta fundi sínum eftir stofnfundinn í síðustu viku, f.v. Sigríður Stefánsdóttir, Árni Mathiesen, vara-
formanns bankaráðsins, Þórólfur Gíslason, varaformaður, Arnór Arnórsson og Haukur Helgason.
bankarnir undir
i markaðarins
Morgunblaðið/Ásdís
ÞEIR Halldór J. Krisljánsson, ráðuneytissljóri i viðskiptaráðuneytinu, Finnur Ingólfsson, viðskiptaráð-
herra og Árni Magnússon, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra kynntu nýju hlutafélögin um ríkisbankana
á blaðamannafundi í síðustu viku.
bankastjórunum verður hér eftir
óheimilt að þiggja laun fyrir setu í
stjórnum og nefndum á vegum
bankanna.
Bann við
aðstoðarbankastjóratitli
Hins vegar hefur viðskiptaráð-
herra beint þeim tilmælum til stjórn-
enda bankanna að stöðuheitin að-
stoðarbankastjóri og framkvæmda-
stjóri verði ekki notuð. Þetta hefur
mælst illa fyrir í bankaheiminum og
skapar nokkurn vanda 5 bönkunum,
einkum þó í Búnaðarbankanum, þar
sem fyrir eru fjórir aðstoðarbanka-
stjórar og einn framkvæmdastjóri.
Þannig er bent á að það hafi veru-
lega þýðingu gagnvart erlendum
fjármálastofnunum að nota þessu
stöðuheiti t.d. þegar verið sé að
semja um stærri lántökur í útlönd-
um. Þá sé það óheppilegt gagnvart
starfsfólki og viðskiptavinum að
hringla með stöðuheiti þessara
manna. í þessu sambandi er enn-
fremur bent á að útibússtjórar á
minni stöðum úti á landi hafi verið
kallaðir bankastjórar af almenningi
á þessum stöðum án þess að við því
hafi verið amast. Spurt er hvernig
það megi vera að bann við notkun
þessara starfsheita skýri og afmarki
verksvið yfirstjórnarinnar.
„Það er alveg skýrt að einn aðal-
bankastjóri er ráðinn og síðan tveir
bankastjórar með honum sem
mynda bankastjórn,“ segir Finnur
Ingólfsson þegar hann er spurður
um þetta atriði. „Síðan eru ráðnir
aðrir starfsmenn fyrir neðan. Til
þess að hafa verkaskiptinguna skýra
og stjórnskipulagið einfalt tel ég
rétt að þessi heiti, aðstoðarbanka-
stjóri og framkvæmdastjóri, séu
ekki notuð. I íslandsbanka eru
bankastjórarnir kallaðir fram-
kvæmdastjórar og síðan er einn
bankastjóri. Þetta fyrirkomulag er
nákvæmlega eins nema að því leyti
að færri eru_ í stjórnskipulaginu í
Landsbanka íslands hf. og Búnað-
arbanka íslands hf.“
Leitað erlendra fyrirmynda um
stjórnskipulag
Því hefur verið haldið fram að
upphafleg hugmynd viðskiptaráð-
herra hafi gert ráð fyrir einum
bankastjóra og þremur til fjórum
framkvæmdastjórum. Ráðherra
hafi orðið að láta undan þrýstingi
um að þrír bankastjórar yrðu ráðn-
ir. Hann vísar sjálfur til þess að
undirbúningsnefndin hefði talið að
það væri hægt að fara margar leið-
ir í þessum efnum og leitað fanga
erlendis um það hvernig stjórn-
skipulag væri uppbyggt í nágranna-
löndunum. „Niðurstaða nefndarinn-
ar var sú að mæla með þessari leið
sem þarna er sett fram,“ segir
hann. „Ég er þeirri leið sammála
og tel að með þessu séum við að
einfalda stjórnfyrirkomulagið. Við
erum að ráða einn aðalbankastjóra
í bankana sem átti að vera megin-
atriði og með honum eru tveir
bankastjórar. Ég er fyllilega sáttur
við þá niðurstöðu sem þarna fékkst,
enda var þetta mín ákvörðun á
grundvelli tillögu nefndarinnar."
Það sjónarmið lá meðal annars
til grundvallar hjá forystumönnum
Sjálfstæðisflokksins að skynsam-
legast væri að gera aðeins lág-
marksbreytingar á stjórnskipulagi
bankanna. Mikil uppstokkun í
bankastjórnum og bankaráðum
hefði óhjákvæmilega verið gerð
miðað við pólitískar forsendur. All-
ar skipulagsbreytingar yrðu auð-
veldari viðfangs þegar bankarnir
færu á hlutabréfamarkað og kröfu-
harðir fjárfestar kæmu til skjal-
anna, en þá myndi sjálfkrafa draga
úr áhrifum stjórnmálamanna á
bankana.
Rætt um að selja 5-10% hlut í
fyrsta áfanga
Næstu skref eftir áramótin munu
felast í því að hefja undirbúning
að útboði og sölu á nýju hlutafé,
en viðskiptaráðherra hefur boðað
að stefnt verði að skráningu bank-
anna á Verðbréfaþingi íslands.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins hefur verið rætt um að
selja hlutafé á almennum markaði
sem næmi 5-10% af heildarhlutafé
í bönkunum á fyrstu mánuðum
næsta árs. Þannig er gert ráð fyrir
að skapa aðhald að rekstrinum um
leið og viðskipti með bréfin mynda
markaðsverð á bönkunum. Líklegt
er að bréfin verði boðin út eftir að
formleg uppgjör gömlu bankanna
fyrir árið 1997 liggja fyrir í byrjun
marsmánaðar. Rætt hefur verið um
að selja bréfin með áskriftaraðferð
sem felst í því að allur almenningur
geti skrifað sig fyrir hlut. Þannig
er gert ráð fyrir að nýir hluthafar
muni skipta hundruðum eða jafnvel
þúsundum. Á þann hátt er ætlunin
að kveða niður í upphafi alla gagn-
rýni í þá veru að stjórnmálamenn
hyggist selja bankana til útvalinna
aðila.
Ríkisábyrgðin orðin íþyngjandi
En hvaða breytinga skyldi að
öðru leyti vera að vænta eftir ára-
mótin þegar bankarnir taka til
starfa innan nýju hlutafélaganna?
Ein meginbreytingin felst í því að
frá áramótum verður ekki ríkis-
ábyrgð á nýjum innstæðum eða lán-
tökum bankanna. Eldri skuldbind-
ingar bera hins vegar áfram ríkis-
ábyrgð þar til þær eru að fullu upp
gerðar.
Erlendir lánardrottnar viðskipta-
bankanna tveggja, Búnaðarbanka
og Landsbanka, hafa vitaskuld
fylgst með umræðunni um að
breyta ríkisviðskiptabönkunum í
hlutafélög. Þar munu fyrstu við-
brögð við því hafa orðið á þann veg
að íslensku ríkisbankarnir þyrftu
að búa sig undir töluverða hækkun »-
á vaxtaálagi og miklu skemmri
lánstíma á lántökum sínum frá
næstu áramótum en verið hefur.
Hins vegar eru nú ýmis teikn á
lofti um að breytingin muni jafnvel
þýða hagstæðari kjör fyrir bankana
en verið hefur. Þetta má rekja til
mikils vægis ríkisábyrgðargjaldsins
í lánskjörum bankanna, en þeir
hafa þurft að greiða 0,25% álag
fyrir ríkisábyrgð á sínar lántökur.
Þetta álag var eðlilegt miðað við
þau kjör sem bankarnir áttu kost
á hér áður fyrr. Vegna batnandi-
lánstrausts íslendinga og harðn-
andi samkeppni á erlendum lána-
mörkuðum hafa lánskjör bankanna
stöðugt farið batnandi og dæmi eru
um lántökur miðað við 10 punkta
álag á millibankavexti í London
(Libor). Þegar 0,25% ríkisábyrgðar-
gjald bætist ofan á þessi kjör þýðir
það einfaldlega að ríkisbankarnir
bera jafnvel hærri fjármagnskostn-
að erlendis en íslandsbanki. Af
þessari ástæðu er reiknað með að
ný lán hlutafélagsbankanna eftir
áramótin verði í heild með hagstæð-
ari kjörum en ella hefði orðið.
Kröfur nýrra hluthafa
Þá liggur í augum uppi að ein-
hverra breytinga hlýtur að mega
vænta í rekstri bankanna eftir að
nýir hluthafar koma til skjalanna.
Sömu sjónarmið hljóta þá að ráða
ferðinni í bönkunum tveimur eftir
þessa breytingu og hjá einka-
bankanum Islandsbanka. Nýju
hluthafarnir gera vitaskuld kröfu
um arðsemi hlutafjárins sem ein-
ungis næst fram með aðhaldi í
rekstri, frekari hagræðingu, bættri
þjónustu o.s.frv. Þar með verður.
ekki undan því vikist lengur að
leysa ýmis uppsöfnuð vandamál í
starfsmannahaldi ríkisbankanna.
Fullyrt er að stjórnendur þeirra
hafi í mörgum tilvikum átt erfitt
um vik með að segja upp fólki í
ábyrgðarstöðum sem sýnt hafi
mikla vanhæfni í starfi. Slíkir aðilar
hafi fremur verið færðir til í veiga-
minni störf sem stundum hafi verið
talin til „göngudeildar".
Þá er rætt um að ríkisbankarnir
standi frammi fyrir þeim vanda að
hafa yfir að ráða of mörgum starfs-
mönnum með almenna þekkingu á
bankastarfsemi, en skortur sé á
fólki með sérhæfða þekkingu. Öll
slík mál hljóti að verða tekin fastarf
tökum eftir að bankarnir verði
komnir í hlutafélagsformið. Loks
er um það rætt að bankarnir þurfi
að lúta aga markaðarins varðandi
birtingu upplýsinga um áætlanir,
rekstur og afkomu.
Nýr og öflugur keppinautur
Fullvíst er að samkeppnin á fjár-
magnsmarkaðnum mun fara enn
harðnandi. í hópi keppinauta hluta-
félagsbankanna verður nú hinn nýi
Fjárfestingarbanki atvinnulífsins
sem settur verður á stofn um ára-
mótin með samruna fjárfestingar-
lánasjóðanna. Því er haldið fram
að rekstrarkostnaður fjárfestingai>-
lánasjóðanna hafi verið hlutfalls-
lega mikill þannig að þar á bæ sé
mikið svigrúm til hagræðingar. Nýi
bankinn muni síðan hafa algjörlega
fijálsar hendur til að keppa á fjár-
magnsmarkaðnum, t.d. á sviði neyt-
endalána, langtímaveðlána, kröfu-
kaupa og kaupa skuldaskjala og
viðskiptalána, fjármögnunarleigu,
erlendra viðskipta o.s.frv. Fjárfest-
ingarbankinn geti í raun annast
alla þá starfsemi sem nú fer fram
í viðskiptabönkunum að því undan-
skildu að taka á móti innlánum frért
almenningi. Þetta á eftir að skýrast
innan tíðar þegar viðskiptaáætlun
hins nýja banka mun liggja fyrir.
En hvað sem því líður er ljóst að
stjórnenda hinna nýju hlutafélags-
banka bíður mikið verkefni við að
standast kröfur hlutabréfamarkað-
arins.