Morgunblaðið - 16.09.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.09.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1997 41 sér erindi til föður míns. Held ég að það hafi verið í fyrsta skipti sem hann bankaði upp á hjá embættis- manninum, skrifstofustjóra vega- mála, og var ég áhorfandi að því, þar sem ég var að leik í lóðinni. Erindið var að tilkynna föður mín- um að sonur hans, Ólafur Steinar, váeri reiðubúinn til að sitja við hlið mér í menntaskóla og aðstoða mig eftir föngum svo ég gæti orðið stúd- ent eins og sum systkini mín voru þegar, og hin öll yrðu væntanlega. En fyrir atburðarás sem ekki skal tíunduð hér, hafði ég fengið áhuga á listnámi og þó ég hefði ekki gef- ið mig mikið að teikningu hafði faðir minn fest í sig að listamaður skyldi þessi sonur hans verða. Kannski minntist hann nú áranna er hann var félagi þeirra Tómasar Guðmundssonar, Sigurðar frá Holti og Laxness, en þeir lásu á sama tíma undir stúdentspróf. Féllu allir nema Sigurður, Tómas tók það árið eftir, Laxness kærði sig ekki um það, en faðir minn sá sér það ekki fært, sem efldi með honum metnað fyrir hönd barna sinna sem hann seinna eignaðist. Tímar liðu og við Steinar eignuð- umst nýja félaga og vini í ólíkum skólum, en við héldum áfram að vera mjög nánir langt fram á full- orðinsár. En eins og fara vill fyrir ýmis atvik, hjónabönd, ólík störf og skyldur í þjóðfélaginu fjarlægð- umst við hvor annan sem var án efa miður fyrir báða. Hugstæðar minningar leita á og ef ætti að gera þeim nokkur skil væri allt blaðið ekki nóg, ekki einu sinni mörg Morgunblöð. Hér skyldi einungis frá einni hlið brugðið upp mynd af miklum mannkostamanni, konu hans og niðjum vottuð hlut- tekning við fráfall hans. Bragi Asgeirsson. Kæri frændi. Það er skammt stórra högga milli. Það er aðeins rúmt ár frá því við kvöddum yngri bróður þinn að- eins 61 árs að aldri og nú ert þú kvaddur aðeins 66 ára. Við fráfall þitt velta minningarn- ar upp í hugann. Ég er fjórum árum yngri en þú og auðvitað leit ég allt- af upp til þín. Ég man hvernig stór- fjölskyldan kom ætíð saman ájólun- um þegar við vorum ungir drengir og þú varst í því öfundsverða hlut- verki að lesa á alla jólapakkana og afhenda þá og hvernig þú lést mér það hlutverk stoltur í hendur þegar ég þótti nægjanlega læs til að valda því. - Ég man þegar þú komst í heimsókn austur í Hveragerði í sumarbústað foreldra minna. Þú komst nefnilega á hjóli og það þótti mér ekkert smá afrek eins og veg- irnir voru þá. - Ég man þegar þú komst í heimsókn í fyrsta sinn eftir námsdvöl í Noregi með konuefni þitt, Fjólu Magnúsdóttur, sem and- aði frá sér fjöri, ferskleika og feg- urð. Já, ég man, ég man, ég man. Við vorum systrasynir en örlög þeirra systra voru einkennileg. Þær eignuðust báðar þijá syni. Fyrstu synir þeirra beggja dóu reifabörn. Þeir næstu, ég og þú, eru báðir með sömu menntun og þeir síðustu, yngri bræður okkar, voru báðir ör- yrkjar. Með þeim þjóðfélagsbreytingum sem átt hafa sér stað síðustu ára- tugi hafa fjölskyldubönd riðlast. Við sáumst æ sjaldnar, þótt við fylgd- umst hvor með öðrum og vissum nokkurn veginn hvað öðrum leið. Það eru nú tveir, þrír mánuðir síðan við töluðum síðast saman. Auðvitað vissi ég að þú varst mikið veikur, en þú varst ekki að kvarta og kvaddir með orðunum: Heyrumst fljótléga aftur. Ég veit að konan þín, börn og barnabörn reyndu að gera þér lífið bærilegt í veikindum þínum. Konan þín sagði mér að þú hefð- ir sjálfur verið búinn að skipuleggja útför þína í smáatriðum. Skipu- leggjandi fram í andlátið, það var þér líkt. Ég votta þínum nánustu samúð mína og kveð þig að sinni. Hittumst heilir, Bjarni Garðar Guðlaugsson. SIGMUNDUR KARLSSON + Sigmundur Karlsson fædd- ist í Grindavík 17. maí 1918. Hann lést eftir stutta legu á Sjúkrahúsi Suður- lands aðfaranótt 8. september síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Agúst Karl Guðmunds- son, f. 20. ágúst 1891, d. 22. október 1942, og Guðrún Steinsdóttir, f. 30. september 1888, d. 5. júní 1983. Sig- mundur átti 9 systkini, þau voru: Eyrún, f. 1912, látin, Ingibergur, f. 1917, látinn, Þorgeir, f. 1917, látinn, Guð- mundur, f. 1919, Karl Gunnar, f. 1921, látinn, Ingólfur, f. 1924, látinn, Sveinbjörg, f. 1927, Guðjón, f. 1929, og Bára, f. 1930, látin. Sigmundur kvæntist Ingfi- björgu Frímannsdóttur 31. des- ember 1944. Hún fæddist 5. desember 1924, lést 7. nóvem- ber 1994. Þau slitu samvistir. Sigmundur og Ingibjörg eign- uðust þrjú börn: 1) Ágúst Karl, f. 5. febrúar 1945. Kvæntist Ágústínu Ólafsdóttur, f. 1. des- ember 1947. Þau eiga þijú börn, Sig- mund Rúnar, Ölöfu Ástu og Ingibjörgu. 2) Frímann Krist- inn, f. 7. júlí 1947. Kvæntist Herdísi Rögnu Þorgeirs- dóttur, f. 12. nóv- ember 1949. Þau eiga tvær dætur, Helenu og Öldu. 3) Margrét Bára, f. 4. júlí 1952. Giftist Ingva Theodór Agnarssyni, f. 13. desember 1950, þau eiga tvö börn, Ólaf Hólm og Erlu Björk. Barnabarnabörnin eru 8. Sigmundur starfaði sem mjólkurbílstjóri hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi, en lengst af sem leigubílstjóri á Bæjar- leiðum. Síðan sem verkamaður í Grindavík og við virkjunar- framkvæmdir. Hann bjó hjá syni sínum Ágústi Karli og tengdadóttur Ágústinu í Hrauk, Þykkvabæ, í 25 ár eða þar til hann fiutti á Dvalarheimilið Lund, Hellu, 1994. Útför Sigmundar fer fram í Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00. Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jðrðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson) Guð blessi þig, elsku Simbi Karls. Þín dóttir, Bára. Með fáum línum langar mig að minnast móðurbróður míns, Sig- mundar Karlssonar frá Karlsskála í Grindavík. Systkinin frá Karls- skála voru 10 talsins og nú við andlát Simba, eins og hann var ávallt nefndur, lifa aðeins þijú. Við úr þessari ætt höfum líka á þessu ári þurft að horfa á eftir tveimur úr „ættinni" sem voru ung að árum og er söknuðurinn á kveðjustund ávallt sár. Elsku frændi minn, ég sá þig svo hressan og kátan 20. júlí í sumar þegar ég heimsótti þig að Lundi á Hellu. Þar var þitt heimili sl. tvö ár. Bæði heimilisfólkið og starfs- fólkið hafði orð á því að þú héldir svo sannarlega uppi fjörinu á því heimili. Þú varst svo sérlega léttur og kátur. Þennan dag bauðst þú okkur Ella inn til þín, við skoðuðum myndirnar þínar sem voru allt í kringum þig og varst þú að grínast mikið þann dag. Þú minntist á mörg orðatiltæki sem voru þér svo kær í gamla daga og naut ég þess- arar samverustundar okkar svo sannarlega. Með tryggð til máls og manna á mátt hins góða og sanna þú trúðir traust og fast. Hér er nú starfsins endi. í æðri stjómar hendi er það, sem heitt í hug þú barst. (Einar Benediktsson) Þú veiktist og varst lagður inn á Sjúkrahús Selfoss í lok ágúst. Sl. sunnudag fórum við mæðgur, mamma, ég og Inga, til þín á sjúkrahúsið í heimsókn og var okk- ur þá tjáð um líðan þína. Við áttum yndislegan dag í nærveru þinni þennan síðasta dag þinn í lifanda lífí. Það var svo vel tekið á móti okk- ur af starfsfólkinu. Þú varst svo vel snyrtur og allt fallegt í kringum þig. Ökkur var boðið upp á kaffi og meðlæti, líka logaði á kerti sem veitti okkur ró. Hér með vil ég þakka starfsfólki Sjúkrahússins á Selfossi þær hlýlegu móttökur í okkar garð og þá góðu umönnun sem það veitti Simba hans síðustu daga. Þið veittuð okkur sannarlega hugarró á þessari kveðjustund. Simbi bjó lengi á Hrauk í Þykkvabæ hjá Kalla syni sínum og Lillu ásamt þeirra börnum. Á því heimili fékk _ Simbi mikla ást og umhyggju. Á því myndarheimili störfuðu allir jafnt saman enda mikið að gera. Heiðarleikinn og umhyggja gagnvart öllu og öllum er þar ávallt í fyrirrúmi. Svo er líka að segja um Kidda og Báru og þeirra fjölskyldur. Söknuður ykkar er nú mikill. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra og annarra aðstandenda frá mömmu og pabba, mér undirrit- aðri, sonum mínum, systkinum mín- um og fjölskyldum. Við biðjum góð- an guð að vera með ykkur og styrkja í sorg ykkar. Elskulegi frændi minn, þegar ég hélt í höndina þína og sat hjá þér síðasta daginn sem þú lifðir og horfði á lífið vera að yfírgefa þig komu margar fallegar minningar um þig upp í huga mér. Og þessar ljóðlínur skáldsins lýsa vel hvernig mér leið þá. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fyigi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Simbi. Ég kvaddi þig með kossi og bað guð að taka vel á móti þér. Við vorum ávallt góðir vinir. Minning um þig er ljós í lífí mínu. Hvíl í friði. Þín systurdóttir, Guðrún Pétursdóttir. Morgunblaðið/Ámi Sæberg SIGURGLAÐIR bikarmeistarar að loknum erfiðum úrslitaleik. Frá vinstri eru Hermann Friðriksson, Guðmundur Halldórsson, Sveinn Aðalgeirsson og Hlynur Angantýsson. Óvænt úrslit Bikarkeppninnar í brids Óþekktir Húsvíkingar unnu bikarinn BRIDS B r i d s h ö 11 i n BIKARKEPPNIN Úrslit Bikarkeppni Bridssambands íslands voru lielgina 13.-14. septem- ber í húsnæði Bridssambandsins, Þönglabakka 1, Reykjavík. ÞAÐ urðu óvænt úrslit í Bikar- keppni Bridssambandsins um helg- ina þegar fjórir ungir Húsvíkingar unnu sveit Samvinnuferða-Land- sýnar í 64 spila úrslitaleik mótsins. Sveit Sveins Aðalgeirssonar frá Húsavík tók forystuna strax í fyrstu 16 spila lotunni af fjórum í leiknum, og hafði 42 stiga forskot þegar leik- urinn var hálfnaður. Samvinnuferð- ir náðu að minnka muninn í þriðju lotunni og virtust vera að vinna hann upp í byijun þeirrar fjórðu og síðustu, en Húsvíkingunum tókst að snúa leiknum við aftur, og unnu að lokum 154-115. Bikarmeistararnir heita Sveinn Aðalgeirsson, Guðmundur H. Hall- dórsson, Hermann Friðriksson og Hlynur Angantýsson. Þeir hafa til þessa ekki sett mark sitt á brids- mót hérlendis og má geta þess að þeir hafa samanlagt um 140 meistarastig. Það lætur því nærri að með bikarmeistaratitlinum á sunnudag hafi þeir tvöfaldað meistarastigaeign sína. í sveit Samvinnuferða spiluðu Helgi Jóhannsson, Guðmundur Sv. Hermannsson, Guðmundur Páll Arnarson, Karl Sigurhjartarson og Þorlákur Jónsson. Spennandi undanúrslit Undanúrslit bikarkeppninnar voru spiluð á laugardag og þá mættust sveitir Sveins og Dags- Tímans annars vegar og sveitir Antons Haraldssonar og Samvinnu- ferða hins vegar. Sveinn og félagar hans unnu öruggan sigur á sveit Dags-Tímans, en hinn leikurinn var jafn og spennandi eins og búist hafði verið við. Samvinnuferðir tóku strax forystuna og juku hana smátt og smátt og var munurinn 24 stig fyrir síðustu lotuna. I henni tóku íslandsmeistaramir í sveit Antons á sig rögg og þegar Qórum spilum var ólokið í leiknum höfðu þeir skorað 43 stig án þess að Samvinnuferðamönnum tækist að svara fyrir sig. En í þessum fjór- um síðustu spilum náðu Samvinnu- ferðir að skora 42 stig, meðal ann- ars með hjálp velheppnaðra hindr- unarsagna, og jöfnuðu því lotuna. Hindrunin brást Flestir bjuggust við auðveldum sigri Samvinnuferða í úrslitaleikn- um en Sveinn og félagar hans höfðu enga minnimáttarkennd gagnvart andstæðingunum. Húsvíkingarnir voru farsælir í ákvörðunum sínum en liðsmenn Samvinnuferða áttu ekki góðan dag. Og hindrunarsagn- irnar voru þeim ekki hliðhollar að þessu sinni, eins og sást í þessu spili: Vestur gefur, enginn á hættu. Norður ♦ KD107 V K97 ♦ ÁD642 ♦ 2 Vestur Austur ♦ G84 ♦ 952 ♦ 85 ♦ 6432 ♦ 108 ♦ K973 ♦ KDG1096 ♦ 84 Suður ♦ Á63 ♦ ÁDG10 ♦ G5 ♦ Á753 Við annað borðið sátu Guðmund- ur Páll og Þorlákur NS og Sveinn og Guðmundur AV: Vestur Norður Austur Suður SA ÞJ GH GPA pass 1 tfgull pass 1 hjarta 2 lauf dobl pass 3 lauf pass 3 spaðar pass 4 hjörtu// Dobl Þorláks á 2 lauf sýndi 3-lit í hjarta og Guðmundur Páll valdi m hjartageimið framyfír 3 grönd. Guðmundur Páll fékk svo 12 slagi en hjartaslemman virtist býsna ólík- leg í sögnum. En við hitt borðið fengu NS hjálp. Þar sátu Hermann og Hlynur NS og Karl og Guðmund- ur Sv. AV: Vestur Norður Austur Suður GSH HF KS HA 3 lauf dobl pass 4 grönd pass 5 tíglar pass 6 hjörtu// Þetta var sjálfsögð hindrun- aropnun að mati Guðmundar en eftir að Hermann úttektardoblaði, og sýndi þar með hina litina og góðan opnunarstyrk, spurði Hlynur einfaldlega um ása og sagði svo4> hjartaslemmuna. Guðmundur spilaði út laufakóng og Hlynur þurfti að velja spilaleið. Ein leið er að taka laufás, trompa lauf með níunni og spila tígli á gosann, en kóngurinn er líklega í austur eftir sagnir. Eins og spilið liggur hefði þetta leitt til auðvelds vinnings en Hlynur valdi að rúlla tígulgosa yfir í öðrum slag. Karl drap á kóng og hefði nú best spilað trompi eða tígli til baka. Þá nær sagnhafí ekki að trompa nema eitt lauf í blindum og þarf að gera upp við sig hvort hann á að henda tígli eða spaða úr borði þegar hann tekur trompin af austri. Staðan var hins vegar ekki ljós, og Karl valdi að lokum að spila laufi. Þá var eftirleikurinn auðveldur fyr- ir sagnhafa. Hlynur trompaði í borði, fór heim á spaðaás, trompaði lauf með kóng, tók trompin og átti 12 slagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.