Morgunblaðið - 16.09.1997, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1997 35
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
FRÁ síðasta íslandsmóti, sem er þá jafnframt síðasta mótið sem
haldið er undir merkjum HÍS, þarna fara þeir efstu í tölti.
Skriður kominn á
sameingu LH og HIS
HESTAR
Islendingar atkvæða-
miklir á afrekalistanum,
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
HÉR situr Sigurbjörn Bárðarson Gordon frá Stóru-Ásgeirsá, en
þeir unnu gæðingaskeiðið á HM.
Samruni LII og IIIS
SAMEIGINLEGT ÞING Á
EGILSSTÖÐUM
VEL HORFIR í sameiningarferli
Landssambands hestamannafélaga
og Hestaíþróttasambands íslands og
almennt talið að af sameiningu verði
á sameiginlegu þingi beggja samtaka.
Þingið verður haldið 24. og 25. októ-
ber nk. á Eglisstöðum. Dagskrá
þingsins verður með þeim hætti að
þing LH verður sett klukkan 9.30
föstudaginn 24. október. Stendur það
yfir allan daginn og fram á hádegi á
laugardag en þing HÍS verður sett
klukkan 13 og lýkur væntanlega und-
ir kvöld.
Nýlega var haldinn formannafund-
ur samtakanna þar sem sameiningar-
málin voru til umræðu. Var góð sam-
staða um málefnið og telja menn sem
rætt var við að sameiningardrögin séu
mjög ásættanleg en ekki náðist sam-
staða um sameiningu á þeim forsend-
um sem fýrir lágu á ársþingi LH fýr-
ir tæpu ári. Meðal þess sem breytt
hefur verið er helst að nefna að sam-
einuð samtök munu heita Landssam-
band hestamannafélaga og þá er að
nefna ýmsar orðalagsbreytingar. í
nýju drögunum er til dæmis talað um
félagsmenn í stað iðkenda. En mikil-
vægasta breytingin er líklega sú að
sameinuðum samtökum, _sem munu
starfa _ innan vébanda íþróttasam-
bands Islands, verður heimilt að inn-
heimta félagsgjöld eins og gert hefur
verið hjá LH til þessa. Þá er ekki
talað um að leggja LH niður eins og
var gert í fyrri drögum, en það fór
mjög fýrir bijóstið á mörgum LH-
mönnum.
Ekki verður um stjómarkjör að
ræða á þingunum en þess í stað
munu stjómir beggja samtaka að öll-
um líkindum tilnefna menn í sameig-
inlega starfstjóm sem sitja mun í eitt
ár. Birgir Siguijónsson formaður LH
sagði, að ef sameining verður sam-
þykkt færi í hönd erilsamt starfsár.
Gerði hann ráð fyrir að skipuð yrði
sérstök nefnd sem hefði það hlutverk
að aðstoða félög við breytingar á lög-
um þeirra í samræmi við lög samei-
naðra samtaka og lög ÍSI.
STAÐA íslendinga á nýútgefnum
afrekalista FEIF er býsna góð en
þar tróna þeir á toppnum í fimm
greinum af sjö. Sigurbjörn Bárðar-
son er efstur í fjórum greinum og
Þórður Þorgeirsson í einni grein.
Aðeins tveir heimsmeistarar, Sigur-
björn Bárðarson og Karly Zings-
heim, komast á toppinn.
í tölti er Sigurbjörn efstur með
8,15, fyrrvarandi heimsmeistari
Jolly Schrenk, Þýskalandi, kemur
næst með 7,81, landi hennar Wolf-
gang Berg er þriðji með 7,78 og
Reinhardt Lodl, Austurríki, fjórði
með 7,66. Irene Reber, Þýska-
landi, er í fimmta sæti með 7,65.
Þórður Þorgeirsson er í níunda
sæti með 7,37, heimsmeistarinn í
fjórgangi, Styrmir Árnason, er ell-
efti með 7,33 en heimsmeistarinn
í tölti, Vignir Siggeirsson, er í sext-
ánda sæti.
Sigurbjörn er einnig efstur í fjór-
gangi með 7,65, Joly önnur með
7,54, Irenen Reber þriðja með 7,43
og Sveinn Hauksson fjórði með 7,26,
Bernd Vith, Þýskalandi, fímmti með
7,10 og Jóhann R. Skúlason sjötti
með 7,09. Heimsmeistarinn, Styrmir
Árnason, er sjöundi með 7,06 og
Fríða H. Steinarsdóttir er í áttunda
sæti með sjö slétta.
Karly Zingsheim, Þýskalandi, er
eins og áður sagði efstur í fimm-
gangi með 7,25 en Sigurbjörn annar
með 7,02, Sigurður Sigurðarson
þriðji með sjö slétta og Walter Feld-
mann, Þýskalandi, fjórði með 6,97
og landa hans Tanja Gundlach kem-
ur næst með 6,92. Angantýr Þórðar-
son er sjötti með 6,88, Sveinn Jóns-
son er níundi með 6,77 og Eisa
Magnúsdóttir í fimmtánda sæti með
6,63.
Sigurbjörn er með mikla yfirburði
í gæðingaskeiði, er með 9 slétta,
Angantýr kemur næstur með 8,09,
Hulda Gústafsdóttir þriðja með 7,90
og Herbert Ólason fjórði með 7,72.
Jóhann R. Skúlason er fimmti með
7,63 og Höskuldur Aðalsteinsson
er sjöundi með 7,56 og Heiðar Hafd-
al níundi með 7,34. íslendingar ein-
oka einnig efstu sætin í 150 metra
skeiði en þar er Þórður Þorgeirsson
efstur með 8,80, Angantýr annar
með 8,53 og Sigurbjörn þriðji með
8,53. Logi Laxdal er fjórði með 8,40
og Horst Klinghart, Þýskalandi,
fimmti með 8,27. Þá er Sigurbjörn
efstur í 250 metrunum með 8,90,
Lothar Schenzel, Þýskalandi, kemur
næstur með 8,83, Magnús Skúlason
þriðji með 8,70, Irene Reber fjórða
með 8,60 og Samantha Leidersdorf,
Danmörku, fimmta með 8,57.
Heimsmeistarinn í greininni, Logi
Laxdal, er sjötti með 8,43. Slaktau-
matöltið er eina greinin sem íslend-
ingar koma lítið við sögu í en þar
er efstur Uli Reber, Þýskalandi,
með 7,85, Michela Aðalsteinsson,
Austurríki, er önnur með 7,44, Sus-
anne Beug, Þýskalandi, er þriðja
með 7,41 og Dorte Mitgau, Þýska-
landi, fimmta með 7,33. Heims-
meistarinn í greininni, Ylva Hag-
ander, Svíþjóð, er í _ áttunda sæti
með 7,16 en efsti íslendingurinn
er Styrmir Árnason, í fjórtánda
sæti með 6,94.
Afrekalistinn í heild sinni ásamt
frekari upplýsingum um gerð hans
er á ainetinu en einnig eru þar heild-
arúrslit heimsmeistaramótsins. Slóð-
in er
http://www.datawerken.nl/isi.html
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
EFNILEGIR og góðir keppnishestar seljast vel um þessar mund-
ir og meðal þeirra hrossa er Bassi frá Stokkseyri, en eigandi
hans, Sveinn Jónsson, hefur fengið himinhátt tilboð í hestinn og
verður gengið frá sölu hans um miðjan mánuðinn ef að likum
lætur.
Kynningarfundir í
Sálarrannsóknaskólanum
Opið hús og kynningarfundir
verða í Sálarrannsóknarskólanum
í kvöld og annað kvöld kl. 20.30
(þriðjudag og miðvikudag).
Þar verður í skólastofu skólans flutt erindi um starfsemi skólans,
s.s um líf eftir dauðann, starfsemi miðla og um álfa og huldufólk
og önnur dulræn málefni. Allir velkomnir.
Sálarrannsóknarskólinn er vandaður skóli þar sem almenningi eins og þér
gefst kostur á að vita allt sem vitað er um dulræn mál, líf eftir dauðann,
samband við framliðna, afturgöngur, berdreymi, fyrirboða, heilun,
líkamninga, segulbandsmiðla, ljósmyndamiðla, og um flestöll önnur dul-
ræn mál sem hugsast getur s.s. hvar framliðnir eru og hvers eðlis þessir
handanheimar eru. Skólinn er eitt kvöld í viku eða eitt laugardagssíðdegi í
viku. Yfir 600 ánægðir nemendur hafa notið þægilegrar og fræðandi
skólavistar í skólanum sl. 3 ár. Hringdu og fáðu allar nánari upplýsingar
um langskemmtilegasta skólann í bænum sem í boði er f dag.
Svarað er í sfma skólans alla daga vikunnar kl. 14 til 19.
Sálarrannsóknarskólinn,
„Skóli fyrir leitandi fólk“.
Vegmúla 2, s. 561 9015 & 588 6050.
Mikil eftirspurn eftir keppnishestum'
EFTIRSPURN eftir góðum keppnis-
hestum hefur aukist áþreifanlega
eftir heimsmeistaramótið í Noregi í
byijun ágúst sl. Erlendir hestamenn
hafa verið mikið á ferðinni í leit að
slíkum hestum og virðist framboðið
heldur minna en eftirspurnin. Gunn-
ar Arnarsson hrossaútflytjandi segir
að sú breyting hafí orðið að nú selj-
ist þessir betri hestar einnig í ríkum
mæli á innanlands markaði en fram
að þessu hafi það fyrst og fremst
verið erlendi markaðurinn sem var
allsráðandi. Sagði Gunnar þetta
koma heim og saman við mikla þátt-
töku undanfarið í opnum mótum og
ljóst að menn leggi meiri áherslu á
betri hesta til þátttöku í keppni.
Einnig mætti glöggt sjá að hestar
keppenda í yngri flokkum hafí farið
mjög batnandi. Taldi Gunnar að
opnu mótin, sem fer fjölgandi með
ári hveiju, hafí aukið áhuga manna
á þátttöku í keppni og hefði það
mjög góð áhrif á sölu hrossa og
sömuleiðis framþróun reiðmennsk-
unnar.
Varðandi heildar útflutning
hrossa sagði Gunnar að á miðju
sumri hefðu um eitt hundrað færri
hross verið seld út en á sama tíma
fyrir ári. Hann sagðist ekki búast
við nýju meti í útflutningi hrossa á
þessu ári, líklega yrði það svipaður
fjöldi og í fyrra.
Valdimar Kristinsson
yyfbliUlH
Kostuðu áður 15.800 kr.
Eigum einnig mikið úrval a{
öðrum hlííðaríatnaði og göngu-
skóm í veiðiferðina.
mu
SKÚLAGÖTU 51 SÍMI: 551 1520 0G FAXAFENI 12 SÍMI: 588 6600
Veiðimenn!
Vandaðir KRAPT kuldagallar í fel ulitum verða seldir
á tillroðsverái næstu da^a.
*
Eitt blað
fyrir alla!
- kjarni málsins!