Morgunblaðið - 16.09.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.09.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1997 23 Ný von í Kýpur- deilunni? GLAFCOS Clerides, forseti Kýpur og Rauf Denktash, leið- togi Kýpur-Tyrkja, hafa hug á að hittast og ræða öryggismál. Þetta kom fram í máli Madel- eine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sem millilenti á Kýpur á leið sinni heim frá Mið-Austurlöndum í gær. Albright hitti enga emb- ættismenn á Kýpur en hafði þetta eftir Tom Miller, mála- miðlara Bandaríkjanna í Kýp- urdeilunni, sem var í sambandi við deiluaðiia á mánudag. Winnie Mand- ela í framboð WINNIE Madikizela-Mandela, fyrrverandi eiginkona Nelsons Mandela forseta Suður-Afríku, verður í framboði til embættis fulltrúa Afríska þjóðarráðsins í desember. Nelson Mandela mun þá segja af sér formennsku í ráðinu og er búist við að núver- andi fulitrúi, Thabo Mbeki, taki við af honum. Hvort sem Winnie nær kjöri eða ekki er framboð hennar talið mjög vandræðalegt fyrir forsetann sem fór fram á skilnað eftir að Winnie hafði misnotað aðstöðu sína sem ráð- herra í stjóm hans. Nýjar ásak- anir Paulu Jones RÁÐGJAFI Paulu Jones, sem hefur kært Bill Clinton Banda- ríkjaforseta fyrir kynferðislega áreitni, gaf í skyn í sjónvarps- viðtali í Bandaríkjunum í gær að starfsmenn Hvíta hússins hafi sigað skattayfirvöldum á Jones eftir að hún hafnaði sáttatilboði lögfræðinga forset- ans í síðustu viku. Jones vinnur nú að því að ráða nýja lögfræð- inga en lögfræðingar hennar hættu afskiptum af málinu í kjölfar þess að hún hafnaði til- boðinu. Talsmaður Hvíta húss- ins vísaði ásökununum sam- stundis á bug Bankar loka á Bhutto SVISSNESK yfirvöld tilkynntu í gær að þau hefðu fryst banka- reikninga Benazir Bhutto, fyrr- verandi forsætisráðherra Pak- istan, og Qölskyldu hennar. Þetta var gert samkvæmt beiðni pakistanskra yfirvalda en þau hafa ásakað Benazir og eiginmann hennar Asif Ali Zardari um stórfellda spillingu. Benazir, sem stödd er í Dubai, hefur ekkert látið hafa eftir sér um málið, en talsmaður hennar segir ásakanirnar þátt i áróð- ursherferð gegn stjórnmála- flokki hennar. Sendiherrar ESB til íran EVRÓPUSAMBANDIÐ sam- þykkti í gær að senda sendi- herra sína aftur til íran. Sam- bandið kallaði sendiherra sína heim eftir að þýskur dómstóll komst að þeirri niðurstöðu, fyrr á þessu ári, að írönsk stjórn- völd hefðu staðið að baki pólit- ískum morðum í Þýskalandi á árinu 1992. Sambandið mun koma umsókn þessa efnis á framfæri við stjórnvöld í Teher- an síðar í vikunni. Reuter MÍATT Picarello, átta ára, leikur sér að tveim F-117 eftirlíkingum á meðan móðir hans talar í sím- ann. Þau þurftu að bíða leyfis til að fara heim til sín, en F-117 þotan kom niður á götunni sem heimili þeirra stendur við. F-117 flugvél Bandaríkjahers ferst í Baltimore Brotnaði á flugi Washington. Reuter. BANDARÍSKI flugherinn tilkynnti í gær að allar F-117A, torséðar þotur hersins yrðu kyrrsettar um ótiltekinn tíma í kjölfar þess að ein slík brotnaði á flugi og hrapaði í úthverfi Baltimore á sunnudag. Fernt slasaðist lítillega á jörðu niðri. Flugmaðurinn losaði sig úr vélinni áður en hún hrapaði og sveif til jarðar í fallhlíf ómeiddur. Samkvæmt yfirlýsingum varnarmálaráðuneytisins var vélin að taka þátt í flugsýningu, og varð slysið um klukkan 19,00 á sunnu- dagskvöld að íslenskum tíma. Flugvélin var hlaðin tæplega fimm tonnum af eldsneyti og er hún kom niður varð sprenging í henni, og eyðilagðist hús, bílskúr og tvær bifreiðar er hún kom niður, og annað hús skemmdist. Fernt, þrj ár konur og maður, slasaðist lítillega á jörðu niðri. Fulltrúai' flughersins gátu ekki gefið upplýsingar um orsakir hrapsins, en vitni sögðu að hlutar af stéli vélarinnar hefðu brotnað af á flugi. Síðan fór vélin að velta og snúast og reykur barst frá henni, áður en flugmaðurinn losaði sig úr henni og hún hrapaði til jarðar. Flugmaðurinn, Bryan Knight, majór, hafði aðsetur í Nýju Mex- íkó, með tæplega þrjú þúsund flug- tíma að baki, þar af rúmlega fimm hundruð á F-117. í yfirlýsingu frá flughernum segir að ekki sé ástæða til að ætla að það sem grandaði vélinni yfir Baltimore geti haft áhrif á aðrar vélar sömu gerðar. Þær hafi þó verið kyrrsettar, að minnsta kosti þar til í dag, til þess að ganga megi úr skugga um að óhætt sé að halda notkun þeirra áfram. Flugritar véiarinnar er hrapaði á sunnudag hafa fundist og verið teknir til rannsóknar. Bandaríkin endur- skoða afstöðu sína til jarðsprengna Ihuga aðild að banni BANDARÍKJASTJÓRN hefur endurskoðað afstöðu sína til banns við jarðsprengjum. Tals- maður stjórnarinnar tilkynnti um helgina að stjórnin sjái sér nú fært að undirrita samning sem banni jarðsprengjur að uppfyllt- um tveimur skilyrðum auk níu ára aðlögunartíma. Þetta kom fram í dagblaðinuThe New York Times í gær. Skilyrðin sem Bandaríkjastjórn setur eru annars vegar þau að Bandaríkin fái að halda áfram framleiðslu jarðsprengna sem fylgihluta stærri sprengna, sem ætlaðar eru skriðdrekum, og einn- ig að þeir geti snúið baki við samningnum, að undangengnum sex mánaða biðtíma, verði þeir fyrir árásum. Ekki er talið víst að önnur að- ildarríki samningsins sætti sig við þessar kröfur Bandaríkjamanna, sem upphaflega vildu gera það að skilyrði að Kóreuskagi yrði undanskilinn í samningnum. Fráfall Díönu veldur auknum þrýstingi Bandaríkjastjórn, sem framan af hugðist hvergi koma nærri samningagerðinni, hefur verið undir miklum þrýstingi um að endurskoða afstöðu sína. Þrýst- ingur á Bill Clinton, Bandaríkja- forseta, jókst mjög í kjölfar dauða Díönu, prinsessu af Wales, en umfjöllun um dauða hennar fylgdu gjarnan myndir úr nýlegri ferð hennar til Bosníu, þar sem hún vakti athygli á málstað fórn- arlamba jarðsprengna. Verði kröfur Bandaríkjamanna samþykktar hafa þeir allt að 19 ár til að fjarlægja þær jarð- sprengjur sem þeir hafa átt þátt í að koma fyrir. Breska konungsfjöl- skyldan bítur frá sér London, París. Reuter, The Daily Telegraph. BRESKA konungsfjölskyldan lýsti í gær yfir því að undanfarið hefði riðið yfir „alda vangaveltna og ónákvæmra frásagna" um atburði eftir andlát Díönu prinsessu af Wales í bílslysi í París og þyrfti það leiðréttingar við. Lögreglan í París hefur fundið rispu á Merced- es-Benz-bifreiðinni, sem Díana lét lífið í ásamt Dodi Fayed og Henri Paul bílstjóra, og málningarbletti og gæti það bent til þess að bifreið- in hafi rekist utan í aðra bifreið. Rannsóknarlögreglan í París kveðst nánast hafa útilokað kenn- ingar um að bílstjórinn hafi misst stjórn á bifreiðinni vegna aksturs- lags ökutækis fyrir framan hana. Að sögn talsmanns konungsfjöl- skyldunnar er ekkert hæft í frétt- um um ágreining milli fjölskyld- unnar og Charles Spencers jarls og sagt er að Elísabet drottning og Karl prins hafi ekki deilt um það hvernig útför Díönu ætti að fara fram. Breskir fjölmiðlar hafa sagt að Spencer-fjölskyldan og konungs- fjölskyldan liafi deilt um hvort út- för Díönu ætti að vera með opin- berum hætti eða einkaathöfn. Þá er sagt að Karl prins hafi þurft að beita Elísabetu þrýstingi til að fá hana til að bregðast við þegar ljóst var hversu mikið Bretar syrgðu Díönu. Talsmaðurinn sagði að óhjá- kvæmilega hefði komið upp smá- vægilegur ágreiningur þar sem aðeins hefði verið vika til að skipu- leggja útförina, en leyst hefði ver- ið úr honum hratt og í fullri vin- semd. Spænskur ferðamaður var í gær sektaður um 15 þúsund krónur fyrir að stela bangsa og blóma- körfu, sem lögð höfðu verið fyrir utan Kensington-höll í minningu Díönu. Yfirvöld í Slóvakíu báðust á fimmtudag afsökunar á því að tveir Slóvakar stálu blómum, sem höfðu verið skilin eftir við Westminster Abbey. Þá var Sardiníumaður sekt- aður á miðvikudag fyrir að hafa stolið bangsa fyrir utan St. Jam- es’s-höll. Er hann kom út úr dóm- salnum vék sér gangandi veg- farandi að honum og sló hann í andlitið. NÝTT! Ertu með bólgna og þreytta fætur? SANYLEG ítalskir sjúkra- sokkar og sjúkrasokkabuxur Mikið litaúrval • Allar stærðir Frábært verð gerið verðsamanburð, það kemur á óvart! Afmælistilboð: 20% afsláttur í september Gríptu tækifærið og kynntu þér þessar frábæru sjúkrasokka og sokkabuxur núna! Skipholts Apótek Skipholti 50 C • Sími: 551-7234
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.