Morgunblaðið - 16.09.1997, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Nýtt
Hárvörur
HAFINN er innflutningur á J.F. Laz-
artigue hárvörum sem eru hannaðar
af franska hárgreiðslumeistaranum
Jean Francois Lazartigue. Á útsölu-
stöðum J.F. Lazartigue er boðið upp
á hárgreiningu en í fréttatilkynningu
frá Bergfelli ehf. segir að með því
sé unnt að greina frá ástandi hársrót-
ar og hársvarðar. Meðal þeirra vara
sem fáanlegar eru frá þessu merki
eru efni sem ætluð eru til að vinna
gegn hárlosi eða styrkja hárvöxt og
eru þau seld að undangenginni hár-
greiningu. Vörumar eru fáanlegar i
Skipholts apóteki, Húsavíkur apóteki
og Apóteki Suðumesja.
♦ ♦ ♦
Bónns með
heimasíðu
í DAG, þriðjudag, verður heima-
síða Bónuss sett á alnetið undir
netfanginu www.bonus.is. Á
heimasíðunni verða settar fram
upplýsingar fyrir neytendur, t.d.
um afgreiðslutima verslana,
staðsetningu þeirra, símanúmer
og svo framvegis. Að sögn Jóns
Ásgeirs Jóhannessonar verður á
heimasíðunni tilboðssíða og er
stefnan að tilboð Bónusblaðsins
verði líka á alnetinu.
Þá segir Jón Ásgeir að sérstak-
ur fyrirspumadálkur sé á síðu
þeirra þar sem viðskiptavinir
geti komið með ábendingar um
það sem betur megi fara og kom-
ið með fyrirspumir. Þá verður
einnig sérdálkur á heimasíðunni
undir heitinu Vissir þú? Þar verð-
ur viðskiptavinum bent á ýmis-
legt til gagns og gamans og oft
koma þar fram upplýsingar sem
geta komið að góðum notum við
sparnað og innkaup.
Verðkönnun ASÍ, BSRB og Neytendasamtakanna
Allt að 115% verðmumir
á fimleikanámskeiðum
MIKILL verðmunur er á byijenda-
námskeiðum í fimleikum eða 115%
á þeim námskeiðum sem skoðuð
voru og fímleikakennslan er al-
mennt ódýrari á landsbyggðinni.
Þetta kemur fram í verðkönnun
sem forsyarsmenn samstarfsverk-
efnis ASÍ, BSRB og Neytendasam-
takanna um verðlagseftirlit og
verðkannanir létu gera á nokkrum
greinum tómstundastarfs barna og
unglinga. í fréttatilkynningu sem
forsvarsmenn samstarfsverk-
efnisins sendu frá sér í gær
kemur fram að sömu sögu er
að segja um danskennslu, en
dansskólar á Akureyri eru mun
ódýrari en á höfuðborgarsvæðinu.
Sé miðað við byijendanámskeið
fyrir börn eldri en sex ára er ódý-
rasti skólinn á höfuðborgarsvæð-
inu 38% dýrari en dýrari skólinn á
Akureyri, en innan Akureyrar var
svo 25% verðmunur. Innan höfuð-
borgarsvæðisins er verðmunur
óverulegur fyrir börn eldri en 6
ára en 38% fyrir böm á aldrinum
4-5 ára.
Að sögn Birgis Guðmundssonar,
starfsmanns þessara þrennra fé-
lagasamtaka, er aðeins miðað við
byijendanámskeið og segir könnun-
in því ekkert um verðmun varðandi
önnur námskeið. Þá er heldur ekki
lagt mat á gæði kennslunnar.
Uppgefið verð er án afsláttar-
kjara, svo sem systkinaafsláttar
og bendir Birgir foreldrum á að
kynna sér slíka afslætti.
92% verðmunur á
danstímanum
Kannað var verðlag hjá fimm
dansskólum á höfuðborgarsvæð-
inu og tveim á Akureyri, þá skal
tekið fram að Dansskóli Sigurðar
Hákonarsonar er með útibú í Þor-
lákshöfn og er sama verð þar og
á höfuðborgarsvæðinu. Miðað var
við byijendanámskeið með einni
kennslustund í viku fyrir börn og
unglinga í samkvæmisdönsum.
Þar sem námskeiðin eru mislöng
var reiknað út verð á kennslu-
stund. Birgir segir að sé miðað
við börn á aldrinum 4 til 5 ára
reyndist kennslustundin dýrust
hjá Danssmiðju Hermanns Ragn-
ars eða 614 kr. en ódýrust hjá
Dansskóla Sibbu á Akureyri eða
320 kr. sem er 92% verðmunur. Á
höfuðborgarsvæðinu reyndist
kennslustundin fyrir börn á aldrin-
um 4 til 5 ára ódýrust hjá Dans-
skóla Sigurðar Hákonarsonar eða
446 kr. sem gerir 38% verðmun
innan höfuðborgarsvæðisins.
Sömu skólar eru í efsta og neðsta
sæti fyrir börn og unglinga eldri
HVAÐ KOSTAR FYRIR BORNINIFIMLEIKA OG DANSIVETUR?
Byrjendanámskeið í samkvæmis- og barnadönsum
Dansskólar Námskeið fyrir börn 4-5 ára miðað við 1. tíma á viku Námsk. fyrir 6 ára og eldri miðað við 1. tíma á viku
Lengd námskeiðs Lengd tíma Verð Verð á námsk. tíma Lengd Lengd Verö Verð á námskeiðs tíma námsk. tíma
Danskóli Heiðars Ástvaldssonar 14 vikur 50 mín. 8.500 kr. 607 kr. 14 vikur 50mfn. 8.500 kr. 607 kr.
Danskóli JónsPéturs og Köru 14 víkiir j 40 mín. 6.900 kr. 493 kr. 14 vikur 50mín. 8.400 kr. 600 kr.
Danssmiðja Hermanns Ragnars 14 vikur 50 mín. 8.600 kr. 614 kr. 14 vikur 50mfn. 8.600 kr. 614 kr.
Danskóli Sigurðar Hákonarsonar 13 vikur 50 min. 5.800 kr. 446 kr. 13 vikur 60 mín. 7.800 kr. 600 kr.
Nýi Danskólinn 13 vikur 50 min. 6.500 kr. 500 kr. 13 vikur 50 mín. 7.200 kr. 554 kr.
Dansskóli Önnu Breiðfjörð, Akureyri 5 vikur 50 mín. 2.000 kr. 400 kr. 5 vikur 50mín. 2.000 kr. 400 kr.
Dansskóli Sibbu, Akureyri 10 vikur 50 mín. 3.200 kr. 320 kr. 10 vikur 50 mín. 3.200 kr. 320 kr.
- 1
en 6 ára og er þar einnig 92%
verðmunur á landsvísu. Hins veg-
ar dregur saman með skólunum á
höfuðborgarsvæðinu fyrir börn
eldri en 6 ára en þar reyndist
kennslustundin ódýrust hjá Nýja
dansskólanum eða 554 kr. sem
gerir 11% verðmun á höfuðborgar-
svæðinu. Birgir segir athyglisvert
að almennt eru engar reglur hjá
skólunum um hámarksfjölda nem-
enda en það gefur augaleið að
fjöldi nemenda hefur mikið með
gæði kennslunnar að gera.
Fimleikar
Kannað var verðlag hjá 12
íþróttafélögum og kom mikill
verðmunur í ljós milli einstakra
félaga en einnig milli höfuðborg-
arsvæðisins og annarra lands-
hluta. Miðað var við byijenda-
námskeið annars vegar fyrir börn
yngri en 6 ára og hins vegar
börn eldri en 6 ára. „Nokkuð
misjafnt er milli félaga hversu
margir tímar byijendum eru
boðnir sem gerir samanburð erf-
iðan, auk þess sem ýmist er greitt
fyrir hvern mánuð eða námskeið-
ið í heild en í þeim tilvikum var
fundið verð á fjórum vikum út frá
lengd námskeiðs. Sé miðað við
byijendanámskeið fyrir eldri en
sex ára og tvær stundir á viku
reyndist námskeiðið dýrast hjá
Ármanni eða 4.000 kr. á mánuði
en ódýrast hjá Fimleikaráði Ak-
ureyrar eða 1.857 kr. fyrir fjórar
vikur sem er 115% verðmunur."
Verðmunur milli
landshluta
Greinilegur verðmunur er milli
höfuðborgarsvæðisins og annarra
landshluta. Birgir bendir á að sé
miðað við byijendanámskeið fyrir
sex ára og eldri með tveim stund-
um á viku reyndust fjögur af fimm
ódýrustu námskeiðunum vera
utan höfuðborgarsvæðisins. Á
næstunni verður einnig birt verð-
könnun samstarfsverkefnisins á
boltaíþróttum.
TUNGUMÁLANÁMSKEIÐ Kennt er í byrjenda-, framhalds- og talæfingaflokkum.
ENSKA - DANSKA - NORSKA - SÆNSKA - FRANSKA
KVÖLEÉSfÓLI ■ - ÍTALSKA - SPÆNSKA - ÞÝSKA - KATALÓNSKA -
líADAVAAC ÍSLENSKA fyrir útlendinga
HvrAvVvd ^ ~ og fjöldi annarra námskeiða.
Snælandsskóli - 200 Kópavogur ínnritun í símum: 564 1527,564 1507 og 554 4391 kl. 17.00-21.00.