Morgunblaðið - 16.09.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.09.1997, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMINGAR Elskuleg móöir mín, systir okkar, amma og langamma, MARGRÉT EINARSDÓTTIR, hjúkrunarkona frá Bakka, Akranesi, Furugerði 1, sem andaðist mánudaginn 8. september sl., verður jarðsungin frá Akraneskirkju fimmtu- daginn 18. september kl. 14.00., Halldóra Jónasdóttir, Sigríður Einarsdóttir, Halldór Einarsson, Margrét Hákonardóttir, fris Margrét Valdimarsdóttir, Guðbjörg Hákonardóttir, Vala Sveinsdóttir, og langömmubörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- semd við andlát og útför mannsins míns, föður, tengdaföður og afa, BALDURS GUÐMUNDSSONAR Dunhaga 15. Sérstakar þakkir til starfsfólks Elli- og hjúkr- unarheimilins Grundar. Helga Daníelsdóttir, Skúli Baldursson, Stefanía Guðmundsdóttir, Bryndfs Bender, Ingibjörg Helga Skúladóttir, Helga Guðmundsdóttir Bender, Auður Olga Skúladóttir. ”V + Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs föður míns, sonar okkar, bróður og mágs, AÐALSTEINS VERNHARÐSSONAR, Þinghólsbraut 34. Hlýr hugur ykkar er okkur ómetanlegur styrkur. Guð blessi ykkur öil. Arnór Ýmir Aðalsteinsson, Vernharður Aðaisteinsson, Anna Rannveig Jónatansdóttir, Jónatan Vernharðsson, Sylvía Reynisdóttir, Anna Sigríður Verharðsdóttir, Auðunn Páll Sigurðsson. + við afa Þökkum auðsýndan hlýhug og samúð andlát ástkærs föður okkar, tengdaföður, og langafa, GUÐMUNDAR JÓHANNESAR ÓLAFSSONAR. Utförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Börkur Guðmundsson, Ólafur Guðmundsson, Elín Guðmundsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts eiginmanns míns, föður, fósturföður, tengdaföður og afa, SIGURBERGS E. GUÐMUNDSSONAR, Aðalgötu 5, Keflavfk. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Suðurnesja fyrir frábæra umönnun og hlýhug. Sveinbjörg Kristinsdóttir, Esther Sigurbergsdóttir Foidl, Kristín Sigurbergsdóttir Taylor, Júlfa Vincenti, Joe Vincenti, Grétar Grétarsson, Guðný Björnsdóttir, Halldóra Grétarsdóttir, Elfs Kristjánsson, Gísli Grétarsson, Sigríður J. Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ólafur Steinar Valdimarsson fæddist í Reykja- vík 11. ágúst 1931. Hann lést á heim- ili sínu 4. septem- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dóm- kirkjunni 12. sept- ember. í dag verður til moldar borinn Ólafur Steinar Valdimars- son, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu. í apríl 1993 greindist Ólafur Steinar með þann sjúkdóm sem nú hefur borið hann ofurliði. Ég minn- ist þess þegar Ólafur Steinar kom í ráðuneytið fagran vordag eftir að hafa farið í skoðun til læknis. Sagði hann samstarfsfólki sínu frá veik- indum sínum og að hann þyrfti að gangast undir uppskurð. Greindi hann frá þessu áfalli af því æðru- leysi sem honum var í blóð borið, því hann var ekki þeirrar gerðar að bera tilfinningar sínar á torg. Sá er þetta ritar átti því láni að fagna að starfa með Ólafi Steinari í samgönguráðuneytinu í tæpan aldarfjórðung og sem staðgengill hans í embætti í áratug. Þetta langa og nána samstarf mótaði og þrosk- aði mig sem starfsmann og mann- eskju. I starfi sínu, fyrst sem deildar- stjóri í iðnaðar- og samgönguráðu- neytinu og síðar sem skrifstofu- stjóri og ráðuneytisstjóri í _ sam- gönguráðuneytinu, vann Ólafur Steinar með 12 samgönguráðherr- um. Hann hóf störf á árinu 1967 í samgönguráðherratíð Ingólfs Jóns- sonar og síðasti ráðherrann sem hann þjónaði var Halidór Blöndal. Auk þess sem hann vann fyrstu árin að fjárlagagerð og að eftirliti með fjármálum stofnana ráðuneyt- isins starfaði hann alla tíð mikið að siglinga-, hafna- og ferðamálum. Einkum voru mál er varðaði skipu- lag ferðamála honum hugleikin. Reyndar er það svo að í fámennu ráðuneyti, starfsmenn fylltu tæpast tuginn meginhluta af starfstíma Ólafs Steinars, var ekki um hreina verkaskiptingu í ráðuneytinu að ræða. Starfsmenn höfðu umsjón með skilgreindum málaflokkum en nauðsynlegt var að hafa þekkingu og geta annast alla málaflokka ráðuneytis- ins og grípa inn í ef ástæða þótti til. Við þessar aðstæður nýttust hæfileikar Ólafs Stein- ars vel. Hann átti auð- velt með að skipuleggja störf sín og að mæla fyrir til annarra starfs- manna hvemig best væri að leysa úr verkefnum. Hann var mjög úrræða- góður og afar góður málamaður. Honum var mjög tamt að skrifa á góðri íslensku og hann lagði áherslu á að allt sem færi frá ráðuneytinu væri á lýtalausu máli. Ólafur Steinar starfaði um árabil í norrænum nefndum um ferða- og samgöngumál. Þar ávann hann sér virðingu og traust starfsbræðra sinna í norrænu samgönguráðu- neytunum og ég veit að þeir sakna vinar og samstarfsfélaga. Mjög margt mætti skrifa um störf Ölafs Steinars að ferða- og samgöngumálum íslensku þjóðar- innar. Með tilliti til þess að minning- argrein sem þessari er skorinn þröngur stakkur eru ekki tök á að gera það hér, en ég er þess fullviss að þegar sagnfræðingar skrifa sögu samgöngumála landsins verður þætti Ólafs Steinars Valdimarsson- ar í þeirri sögu gerð góð skil. Ólafur Steinar var mikill gæfu- maður í fjölskyldulífi sínu. Hann kvæntist Pjólu sinni þegar þau voru bæði ung að árum og samheldnari hjón eru vandfundin. Þau gerðu allt saman. Um leið og ég kveð minn góða yfirmann og starfsfélaga vil ég þakka honum fyrir samstarfið á liðnum árum. Ólafur Steinar var í samskiptum okkar ætíð gefandi en ég þiggjandi. Fjóla mín. Harmur þinn og sökn- uður er mikill. Ég veit hversu góður eiginmaður og félagi Ólafur Steinar var. Við Kristín vottum þér og börn- um þínum einlæga samúð okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Halldór S. Kristjánsson. Fom talsháttur segir, fjórðungi bregður til fósturs, og er vitnað til hans við hin aðskiljanlegustu tæki- færi. Hver og einn getur sagt sér sjálfur, að uppvaxtarárin hafi nokk- ur áhrif á þroska og mótun sér- hvers manns, fylgi honum allt lífið meðvitað, ómeðvitað. Þetta kom einna fyrst upp í hugann er ég frétti andlát æskuvinar míns Ólafs Stein- ars Valdimarssonar, einnig orðtæk- ið, að menn viti ekki hvaða vini þeir eigi fyrr en örlögin gerast þeim andsnúin. Þetta verða ófáir að reyna, einnig ungur drengur er hann missti mikilvægasta útvörð skilningarvitanna í upphafi seinni heimsstyijaldarinnar. Það varð til afdrifaríkra hvarfa í lífi hans og framtíðin hefði getað þróast á hvorn veginn sem var og þá frekar til ein- angrunar. Að svo varð ekki, en hann samlagaðist heimi hinna heyr- andi er öðru fremur umhverfinu að þakka, hans nánustu og þeim fóst- bróður æskunnar, sem í dag er kvaddur hinstu kveðju. Engir skólar né kennarar geta komið í stað þessa þáttar uppvaxtarins, né hins ákveðna innsæis á lífið og tilveruna sem smám saman seytlar inn í sál- arkirnuna og eflir undirvitundina. Þess sem ekki er sýnilegt og ekki verður kennt, en er sjálfur kraftbirt- ingur lífsins. Þessu vildi ég öðru fremur koma að, er ég minnist þessa æskuvinar míns er var mér svo hollur haukur á bergi, stóð svo dyggilega við hlið mér á erfiðum og mikilvægum mótunarárum og ég á svo mikla skuld að gjalda. Lýsir öðru fremur upprunalegum mannkostum hans og fordómaleysi. Við vorum nágrannar, en lóð föð- ur míns náði frá Rauðarárstíg 3, seinna 19, og svo til að húsdyrum þrílyfta hússins í Þverholti 7, þar sem Steinar átti heima á efstu hæð og enn stendur. Á svæði þar sem nú er útibú Búnaðarbankans við Hlemm og bílastæði hans, stóðu fyrrum sex hús með misstórum lóð- um og var sú er faðir minn átti sýnu stærst. Á þeim árum var hverfið í útjaðri Reykjavíkur, svo stutt var í opin svæði til margra átta og þetta var leikvöllur æskuár- anna, en leiðir okkar Steinars lágu saman einhvern tímann fyrir styij- öldina. Afar lífrænt svið með ein- staka jarðávaxtagarði, fiðurfé, glás af hestum, jafnvel mjólkurkúm og svínum og svo var ógnvænlegur hundahreinsari í nágrenninu og frá kofum hans bárust ámátleg spangól reglulega. Og ekki ýkja langt í Vatnsgeyminn gamla er yfir trónaði í óbyggð, Sunnuhvol og Klambra. Faðir Steinars, Valdimar A. Jóns- son, var fram að stíðsárunum efna- lítill verkamaður sem lengstum vann á Garnastöðinni við Rauðarár- stíg, sem var ævintýralegur staður fyrir unga, þaðan sem ilmur af hangiketi barst og kindahausar í stórum stíl voru sviðnir á haustin. Minnist einnig heimilisins á Þver- holtinu þar sem ég var lengstum eins og einn af fjölskyldunni, hinnar vitðalsfrómu og hjartahlýju móður hans Kristinar Ólafsdóttúr og yngri bróðurins Axels. Hann hafði mjög ungur fengið heilahimnubólgu og aldrei náð sér til fulls, en var með hrekklausustu, einlægustu kátustu og ljúfustu mönnum. Þar fyrir utan einstaklega hlýr og kátur er fundum okkar bar saman á förnum vegi, hafði að auki alveg sérstakan hátt að veifa opineygður og geislandi til mín úr fjarlægð. Hann fór á undan eldri bróður sínum eftir að hafa orðið fyrir ýmsum áföllum, daprast mjög sjón og var hættur að bera kennsl á fólk. Steinar var einn af mörgum vin- um mínum fyrir veikindin og sá sem reyndist tryggastur eftir þau og og var mér nánastur allt fram á full- orðinsár. Við vorum meira að segja saman í fyrirhleðsluvinnu við Mark- arfljót, sem Vegagerðin sá um, og var það eftirminnilegt sumar. Einn snjófagran vetur vorum við enn- fremur samtíða í Ósló, þar sem við báðir vorum við nám, hann í hag- fræði en ég í fagurlistum. Ekki veit ég fullkomlega undan hvaða riíjum það var runnið, en þegar Steinar skyldi hefja nám í Menntaskólanum gerði faðir hans Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (5691115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast send- ið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, Á-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú eriridi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. 'ií K 1 el íb 1 lil í stórum og rúmgóðum sýningarsal okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum. Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalista. SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP., SIMI: 557-6677/FAX: 557-8410 OLAFUR STEINAR VALDIMARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.