Morgunblaðið - 16.09.1997, Blaðsíða 1
104 SIÐURB/C
209.TBL. 85. ÁRG.
ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Úrslit norsku þingkosninganna flækja stj órnarmyndunarmoguleika
Tvær herflugvélar
farast við Afríku
Jagland biðst lausnar
og Hagen í oddastöðu
THORBJ0RN Jagland forsætisráð-
herra Noregs sagðist í gærkvöldi
myndu biðjast lausnar eftir að hann
hefði lagt fram frumvarp til fjárlaga
13. október næstkomandi. Þegar
96,4% atkvæða í norsku þingkosn-
ingunum höfðu verið talin í gær-
kvöldi benti allt til þess að Verka-
mannaflokkurinn fengi um 35% at-
kvæða og missti tvo þingmenn, en
Jagland hafði lýst því yfir í kosn-
ingabaráttunni að hann færi frá,
fengi flokkurinn ekki sama fylgi
og 1993 eða 36,9%. Leiðtogar mið-
flokkanna sögðust myndu freista
stjórnarmyndunar og þykir Kjell
Magne Bondevik úr Kristilega þjóð-
arflokknum líklegastur til að leiða
stjórn af því tagi, en flokkur hans
þykir einn helsti sigurvegari kosn-
inganna.
Stjórnarmyndun kann hins vegar
að eiga eftir að reynast erfið og
jafnvel taka margar vikur. Verði
ekki um að ræða samstarf milli
Verkamannaflokksins, Miðflokks-
ins og Sósíalíska vinstriflokksins
verða bæði borgaralegu flokkarnir
og miðflokkarnir að taka tillit til
Framfaraflokks Carls I. Hagen,
sem jók fylgi sitt úr 9% 1993 í
15,3% og fjölgaði þingmönnum sín-
um úr 10 í 25. Hlýtur hann jafn-
marga þingmenn og Kristilegi þjóð-
arflokkurinn sem stefndi í 13,7%
kjörfylgi, en sá flokkur fékk 5,8%
atkvæða í síðustu kosningum og
12 þingmenn.
Gjörningaveður í vændum
í sjónvarpsumræðum flokksleið-
toganna í gærkvöldi sagðist Jagland
myndu biðjast lausnar eftir mánuð
og fyrst þá geta formlegar stjórnar-
myndunartilraunir hafíst. Leiðtogar
miðflokkanna sögðust þó strax í
gærkvöldi myndu freista myndunar
samsteypustjórnar. Þótti það til
marks um það gjörningaveður sem
yfírvofandi er talið í norskum stjórn-
málum, að Jan Petersen, leiðtogi
Hægri flokksins, kvaðst myndu
reyna að knésetja slíka stjóni. Fyrir
Petersen hafði það verið eitt mik-
Reuter
KJELL Magne Bondevik, forsætisráðherraefni Kristilega þjóðarflokksins, og flokksleiðtoginn,
Valgerd Svarstad Haugland, höfðu ástæðu til að fagna kosningaúrslitum í gærkvöldi, flokkur þeirra
bætti við sig miklu fylgi og líkur eru á að hann leiki lykilhlutverk í nýrri ríkissljórn í Noregi.
ilvægasta mál kosning-
anna, að meirihluti
Verkamannaflokksins,
Miðflokksins og Sósíal-
íska vinstriflokksins
hyrfi. Þegar 96,4% at-
kvæða höfðu verið talin
voru þeir með 85 þing-
sæti af 165. Virðast
vonir Petersen um að
Hægiiflokkurinn leiki
lykilhlutverk í myndun
nýrrar stjórnar hafa
dvínað en flokkurinn
fékk nú minna kjörfylgi
en nokkru sinni frá
1884. Lars Sponheim,
leiðtogi Frjálslynda
flokksins, sem jók þing-
THORBJ0RN Jag-
land dapur á kosn-
ingavöku í gærkvöldi.
mannatölu sína úr ein-
um í sex, sagði hverf-
andi líkur á stjórnar-
myndun borgaralegu
flokkanna Hægri,
Kristilega þjóðarflokks-
ins og Frjálslynda
flokksins. Petersen til-
kynnti Bondevik hins
vegar seint í gærkvöldi,
að hann væri reiðubú-
inn að freista stjórnar-
myndunar undir hans
forystu.
Eftir því sem á
kvöldið leið breikkaði
brosið á Kjell Magne
Bondevik, forsætisráð-
herraefni Kristilega
þjóðarflokksins, og flokksleiðtogan-
um Valgerd Svarstad Haugland.
Fylgi flokksins hafði aukist úr 5,8%
í 13,7% og þingmönnum fjölgað úr
12 í 25. Bondevik þykir Iíklegastur
til að freista myndunar nýrrar ríkis-
stjómar.
Miðflokkurinn fer ótvírætt lang-
verst út úr kosningunum, fylgið fell-
ur úr 16,7% sem hann fékk árið
1993 í 8,0% og þingmönnum fækkar
úr 32 í 11. Flokksleiðtoginn Anne
Enger Lahnstein taldi eigi að síður
allar líkur á að flokkurinn myndi
eiga aðild að næstu ríkisstjóm.
Hvalfangarinn Steinar Bastesen
náði kosningu og boðaði aukna
umræðu um sjávarútvegsmál á
þingi.
Reyna að róa
sambandssinna
GERRY Adams, forseti Sinn Fein, veifar er hann gengur inn í
Stormont-kastala ásamt félögum til viðræðna um framtíð N-írlands.
Belfast. Reuter.
BRESKIR og írskir leiðtogar freist-
uðu þess í gær að koma flokkum
norður-írskra sambandssinna að við-
ræðuborði um framtíð Norður-
írlands. Samtök harðlínumanna,
Sinn Fein, stjórnmálaarmur írska
lýðveldishersins (IRA), mættu til
friðarviðræðnanna í gær.
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, og Bertie Ahern, írskur
starfsbróðir hans, gáfu í gær út yfir-
lýsingu sem talin var myndu greiða
fyrir þátttöku a.m.k. stærsta flokks
sambandssinna, Sameiningaflokks
Ulster (UUP), en leiðtogi hans,
David Trimble, fagnaði yfirlýsing-
unni og sagðist koma til viðræðna
„svo fljótt sem auðið væri“.
Trimble sagðist áður vilja eiga
viðræður við sáttasemjarann í við-
ræðunum, bandaríska öldungadeild-
arþingmanninn George Mitchell, um
fyrirkomulag viðræðnanna en
hugsanlegt var talið að það þýddi
að UUP tæki þátt í fundum í gegn-
um þriðja aðila.
í yfirlýsingu Blairs og Aherns
sagði, að stöðu Norður-írlands yrði
ekki breytt án samþykkis íbúanna
og jafnframt væri ætlast til þess að
hryðjuverkasveitir, bæði kaþólikka
og mótmælenda, afvopnuðust meðan
á friðarviðræðunum stæði. Eru stað-
hæfingar þeirra beint svar við yfir-
lýsingu IRA frá í síðustu viku þar
sem samtökin sögðust eiga erfitt
með að sætta sig við þessi tvö skil-
yrði.
Líklegt að
árekstur
hafi orðið
Windhoek, Bonn, Washington. Reuter.
BRAK úr sovéskri Tupolev Tu-154
þotu þýska hersins fannst í gær úti
fyrir strönd Namibíu, að því er Volk-
er Rúhe, varnarmálaráðherra Þýska-
lands, greindi frá. Fundu leitarmenn
m.a. hluta af sæti úr flugvél og í
því þýsk blöð. Þykir þetta benda til
að brakið sé úr vélinni, er hvarf á
laugardag, á sama tíma og banda-
rísk herflutningavél af gerðinni C-
141 hvarf á sömu slóðum.
Namibísku leitarmennirnir fundu
einnig stóran olíuflekk á sjónum
skammt frá og sterk steinolíulykt
fannst á svæðinu. Að sögn fulltrúa
þýska varnarmálaráðuneytisins er
talið líklegt að vélin hafi hrapað í
hafíð á þessu svæði, sem er um 80
sjómílur frá ströndinni. Tuttugu og
flórir menn voru um borð í þýsku
vélinni og níu með þeirri bandarísku.
Talsmaður b'andaríska varnarmála-
ráðuneytisins sagði í gær að „talið
væri líklegt" að vélarnar hefðu rek-
ist á í lofti og báðar farist. Fulltrúi
þýska varnarmálaráðuneytisins tók
í sama streng og sagði „ekki hægt
að útiloka" að slíkur árekstur hefði
orðið.
Þýska vélin var á leið frá Bonn
til Höfðaborgar í Suður-Afríku, og
sú bandaríska á leið frá Windhoek
í Namibíu til Ascensioneyju í Atl-
antshafi. Að sögn varnarmálaráð-
herra Þýskalands rofnaði samband
við þýsku vélina kl 14 á laugardag.
Fulltrúar þýska flughersins vildu
ekkert segja um hugsanlegar orsak-
ir slyssins, en talsmaður samtaka
flugmanna sagði að samskiptaörð-
ugleikar hefðu getað átt þátt í því
að slysið varð. Af tæknilegum
ástæðum væri talstöðvasamband
einstaklega slæmt við vesturströnd
Afríku.
------»-■♦—♦-----
Fallast á
hvalveiðar
Norðmanna
Ósló. Morgfunblaðið.
STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum
hafa vent sínu kvæði í kross hvað
varðar hrefnuveiðar Norðmanna og
segja nú, að þau efíst ekki um laga-
legan rétt þeirra. Þau hvetja hins
vegar til, að veiðarnar verði stund-
aðar í samræmi við þær reglur, sem
Alþjóðahvalveiðiráðið hefur sam-
þykkt.
Káre Bryn, fulltrúi Norðmanna
hjá Alþjóðahvalveiðiráðinu, segir, að
Bandaríkjastjórn hafi gefíð grænt
ljós á hvalveiðar Norðmanna hvað
lögin varði þótt hún taki fram, að
hún sé í aðalatriðum andvíg hval-
veiðum. Segir hann, að þetta komi
fram í bréfí, sem James Baker, full-
trúi Bandaríkjanna í hvalveiðiráðinu,
hafi sent sér.
Bryn segir, að Baker hafí sent
mörg bréf síðasta misserið þar sem
hann er með ýmsar tillögur um
hvernig Norðmenn eigi að afla sér
stuðnings í vísindanefnd hvalveiði-
ráðsins við áframhaldandi veiðar.