Morgunblaðið - 25.09.1997, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Frystiskipið Skutull IS-180 með fullfermi eftir 23 daga veiðiferð
Kallinn“ í brúnni
er aðeins
25 ára gamall
Morgunblaðið/Magnús Hávarðarson
HLUTI áhafnar Skutuls ásamt skipstjóranum, sem er hvítklæddur með axlabönd. Meðalaldur skipverjanna
er 32 ár og skipstjórinn er aðeins 25 ára.
Ísafírði, Morgunblaöið.
FRYSTISKIPIÐ Skutull ÍS-180
kom til heimahafnar á ísafirði í
gær með fullfermi af rækju, eða
160 tonn að verðmæti 19 milljónir
króna. Fréttir af góðum aflabrögð-
um hjá Skutli eru ekkert einsdæmi
því útgerð skipsins hefur jafnan
gengið vel, en veiðiferðin, sem tók
23 daga, þykir hins vegar frétt-
næm fyrir þær sakir að skipstjór-
inn í er aðeins 25 ára gamall auk
þess sem þetta var hans fyrsti túr
sem skipstjóri. Hann heitir
Tryggvi Eiríksson og er ísfirðing-
ur f móðurætt, en fæddur og upp-
alinn í Reykjavík.
í veiðiferðinni var Tryggvi að
leysa Iljalta Þorkelsson skipstjóra
af, en að öllu jöfnu gegnir hann
stöðu 1. stýrimanns. Tryggvi út-
skrifaðist frá Stýrimannaskólanum
í Reykjavík tvítugur að aldri og
hóf þá þegar störf á Skutli sem 2.
stýrimaður. Fyrir tveimur árum
fór hann í sína fyrstu veiðiferð
sem 1. stýrimaður, þá aðeins 23
ára. Á íslenska togaraflotanum er
algengt að menn þurfi að bíða
lengi eftir yfirmannastöðum, jafn-
vel áratugum saman, en hver er
skýringin á því að hlutirnir ganga
svona hratt fyrir sig á Skutli?
Fljótir upp metorðastigann
„Menn hafa gengið hratt upp
metorðastigann á Skutli að undan-
förnu og ástæðan er einfaldlega sú
að útgerðir annarra skipa hafa
verið að taka frá okkur bestu
mennina. Orn Stefánsson, sem ver-
ið hefur skipstjóri á Skutli um ára-
bil, er nýtekinn við Húsvíkingi og
stýrimaðurinn okkar, Valgeir
Bjarnason, er farinn yfir á Hersi,“
segir Tryggvi. Hann sagði enn-
fremur að ráðamenn útgerðarfé-
lags skipsins, Básafells hf., hafi
ákveðið að gefa þeim inönnum sem
væru í áhöfn skipsins, tækifæri til
að spreyta sig og það sé meira en
hægt sé að segja um aðrar útgerð-
ir, sem iðulega kalli til utanaðkom-
andi menn í stað þeirra sem fyrir
eru.
Ungur aldur virðist ekki vera
þyrnir í augum stjórnenda Bása-
fells hf., þegar kemur að stöðuveit-
ingum því Hjalti skipsljóri er að-
eins 36 ára gamall. Sömu sögu er
að segja af áhöfn skipsins, því
meðalaldurinn í veiðiferðinni var
aðeins 32 ár. „Meðalaldurinn væri
miklu lægri ef við hefðum ekki
þessa tvo fimmtugu karla hér um
borð,“ sögðu nokkrir úr áhöfn
skipsins í samtali við blaðið. Þeir
sögðust kalla Tryggva „kallinn“
eins og skipstjórum bæri, en því
væri ekki að leyna að það hefði
verið svolftið fyndið þegar eldri
áhafnarmeðlimir kölluðu Tryggva
því nafni.
Gashylki frá bandaríska sjó-
hernum í trollið
Eins og að framan greinir var
skipið með fullfermi og þurfti
áhöfnin að hoppa dágóða stund á
lestarlúgunni áður en hægt var að
loka henni. Auk aflans fékk áhöfn-
in gashylki í trollið er skipið var
að veiðum út af Langanesi. Hylkið
er merkt bandaríska sjóhernum og
hefur Landhelgisgæslan falast eft-
ir því til skoðunar. Tryggvi sagðist
vera ánægður með hvernig fyrsta
veiðiferð hans sem skipstjóra hefði
gengið, „en þessu fylgir mikið álag
og því var það mikill léttir að
koma í land,“ sagði hann.
Tryggvi segir lítið um sjómenn í
sinni ætt en afi hans, Eyjólfur
Bjarnason, var þó sjómaður á
gufutogaranum Venusi um tíma.
Hann sjálfur fór fyrst á sjó 15 ára
gamall, á netaveiðar með frænda
sínum í Grindavík. „Ég fór ein-
SIGURÐUR Hólm Jóhannsson, há-
seti, við gashylkið sem skipið
fékk í trollið.
göngu með frænda mínum til að
geta sagt að ég hefði verið á sjó og
ég tók það þá fram að ég þyrfti
ekkert kaup. Ég taldi mér trú um
að eftir þessa reynslu gengi mér
betur að fá pláss, en það var mjög
erfitt á þessum tíma. Ég fékk siðan
pláss á Engey þegar ég var 17 ára
og þaðan fór ég á Skutul. Tryggvi
segir skipstjóra annarra skipa á
miðunum hafa tekið sér vel og í
mörgum tilfellum hafi þeir verið
mjög hjálplegir. „Ef maður spilar
sig ekki meiri mann en maður er
gera þeir allt fyrir mann. Sömu
sögu er að segja af áhöfninni, hún
lætur vel að stjórn ef hún sér að
skipstjórinn veit hvað haiin er að
gera.“
Níu vikur á sjó
, Tryggvi er kvæntur Margréti
Ósk Arnardóttur og eiga þau tvö
börn og er annað þeirra þriggja
mánaða gamall sonur. Hvernig
finnst honum sjómannslífið að
teknu tilliti til íjölskyldunnar?
„Mér Iíkar það ágætlega enda
eru góð frí á milli veiðiferða. Auð-
vitað getur það tekið á taugamar
að vera lengi að heiman. Þá þijá
mánuði sem liðnir em frá fæðingu
sonar míns er ég búinn að vera í
sex vikna veiðiferð á Flæmska
hattinum auk þessarar sem tók
rúmar þijár vikur. Mér finnst ég
vera kominn það vel inn í sjó-
mennskuna að ég nenni ekki að
setja mig inn í eitthvað annað. Ég
verð örugglega eitthvað lengur til
sjós,“ sagði Tryggvi.
Helgi H. Jónsson ráðinn fréttastjóri Sjónvarps til loka næsta árs
Pólitískt tal ekki orðið
Ríkisútvarpinu til gagns
ÚTVARPSSTJÓRI réð í gær Helga
H. Jónsson til að gegna starfi
fréttastjóra Sjónvarpsins til loka
næsta árs, eða meðan Bogi Ágústs-
son er í leyfi til að gegna öðrum
störfum fyrir Ríkisútvarpið.
Helgi sagði í samtali við Morgun-
blaðið að biðin eftir niðurstöðu með-
an útvarpsráð frestaði tvívegis af-
greiðslu málsins hefði verið óþægi-
legt millibilsástand fyrir fréttastof-
una.
„Þetta starf er að mínu viti ekki í
eðli sínu pólitískt og sjálfagt hefur
þetta pólitíska tal ekki orðið Ríkis-
útvarpinu til neins gagns," sagði
Helgi. „Ég held að allir sem sóttu
um þetta starf líti á sig sem fagfólk,
atvinnumen í fjölmiðlun. Hvaða
skoðun menn kunna að hafa á þjóð-
málum eða pólitík kemur mér ekki
við meðan þess gætir ekki á
nokkum hátt í starfi manna. Eg
hugsa að það traust sem almenning-
ur hefur á fréttastofum Ríkisút-
varpsins endurspegli
það að hér er vel og
heiðarlega að verki
staðið.“
Rýr hlutur í ramma
vetrardagskrár
Um það hvernig
áhorfendur sjónvarps
verði varir við frétta-
stjóraskipti sagði Helgi
að það kæmi í ljós
smátt og smátt. Helgi
sagði að sér fyndist
hins vegar hlutur
fréttastofunnar rýr í
ramma vetrardagskrár
sjónvarpsins. Hann vilji beita sér
fyrir því að auka þann hlut. Þá
muni hann beita sér fyrir að starfs-
fólk fréttadeildar, fréttamenn og
tæknimenn, komi meira að ákvarð-
anatöku en verið hefur. „Það þýðir
ekki að fréttastjórinn taki ekki af
skarið og ég tel mig hafa þá
Helgi H. Jónsson
reynslu, menntun og
burði sem þarf til
þess,“ sagði Helgi H.
Jónsson.
Hann lauk fil. kand.
prófi frá Uppsalahá-
skóla árið 1973 og
meistaraprófi í alþjóð-
legum stjómmálum frá
John Hopkins háskól-
anum í Washington ár-
ið 1995. Helgi hefur
starfað við fjölmiðlun
allan sinn starfsferil,
þar af í 20 ár sem
fréttamaður Ríkisút-
varpsins.
„Vonsvikin," segir Elín Hirst
Elín Hirst, sem hlaut stuðning
þriggja útvarpsráðsmanna til
starfsins, sagðist í samtali við
Morgunblaðið vera vonsvikin að
hafa ekki fengið starfið og að hafa
ekki fengið meiri stuðning í út-
varpsráði. Hún sagðist hafa talið
ijóst hver niðurstaðan yrði eftir at-
kvæðagreiðslu í ráðinu.
Elín sagði að það hefði komið sér
mjög mikið á óvart að ráðning í
fréttastjórastarfið hefði orðið póli-
tískt hitamál. Hún sagði að þótt
framsóknarmenn hefðu ekki mót-
mælt því sem fram hefur komið að
þeir hafi róið öllum árum gegn því
að hún fengi stöðuna hafi hún alið
þá von í brjósti til síðustu stundar
að fagleg sjónarmið yrðu látin ráða
niðurstöðu útvarpsráðs. Út af fyrir
sig dragi hún ekki í efa að svo hafi
verið. Hins vegar sagði hún að sín
umsókn hefði ekki verið til komin af
neinum pólitískum hvötum. Hún
hefði ekki sótt um eftir loforð um
ráðningu heldur aðeins af því hún
hefði áður gegnt sambærilegu
starfi hjá Stöð 2 og því talið sjálf-
sagt að sækja um þegar frétta-
stjórastarf Ríkissjónvarpsins losn-
aði.
Mál 14 ára drengs
í Texas
Skýrsla í
athugun
“VIÐ munum fara ítarlega yfir
skýrslu Braga Guðbrandsson-
ar og ýmis gögn um dómsmál-
ið,“ sagði Stefán Haukur Jó-
hannesson, skrifstofustjóri í
utanríkisráðuneytinu, í samtali
við Morgunblaðið í gær. Bragi
Guðbrandsson, forstjóri
Barnavemdarstofu, er nýkom-
inn frá Texas í Bandaríkjunum
þar sem hann kynnti sér mál
14 ára íslensks drengs sem
dæmdur var í tíu ára fangelsi
fyrir kynferðisbrot gegn yngi’i
bömum. Bragi skilaði stjórn-
völdum skýrslu um ferð sína
nú í vikunni.
Ólíklegt að niðurstaða
fáist í þessari viku
Stefán Haukur sagði að
hann gæti ekki gefið neinar
efnislegar upplýsingar úr
skýrslu Braga enda væri málið
í raun barnaverndarmál. Það
væri flókið og ólíklegt að ís-
lensk stjómvöld myndu ljúka
við að meta skýrslu forstjóra
Barnaverndarstofu í þessari
viku. Hann sagði að Bragi
hefði fengið einhver gögn um
dómsmálið afhent ytra og önn-
ur myndu vonandi berast
næstu daga.
Drengurinn er nú á grein-
ingarstöð undir handleiðslu
sálfræðinga og félagsfræðinga.
Utanríkisráð-
herra ávarpar
þing SÞ
HALLDÓR Ásgrímsson utan-
ríkisráðherra mun ávarpa
Allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna fyrir Islands hönd
síðdegis næstkomandi fóstu-
dag.
Halldór kom ásamt fóru-
neyti til New York í gær og sat
hann óformlegan samráðsfund
Norðurlandaráðherra í gær-
kvöldi. Hann mun síðan taka
þátt í fyrsta ráðherrafundi
samstarfsráðs Nato og Rúss-
lands á fóstudagsmorgun.
Fulltrúar Alþingis á þingi
Sameinuðu þjóðanna í vetur
verða alþingismennimir Össur
Skarphéðinsson, Hjálmar
Jónsson, Sigríður Anna Þórð-
ardóttir, Margrét Frímanns-
dóttir og Valgerður Sverris-
dóttir.
Náttárusýn-
ing styrkt
BORGARRÁÐ hefur sam-
þykkt að styrkja Náttúru-
fræðistofnun Islands um 200
þús. krónur vegna náttúra- og
vísindasýningar í Reykjavík
árið 2000.
í greinargerð til Atvinnu- og
ferðamálanefndar Reykjavíkur
kemur fram að fjárhæðinni
verður varið til að áætla hönn-
unarkostnað, uppsetningu og
rekstur sýningarinnar, sem
hefur vinnuheitið Hvalur 2000.
Enn skelfur
norðan
NOKKRIR jarðskjálftar á bil-
inu 2,7 til 2,9 á Richter mæld-
ust fyrir mynni Eyjafjarðar í
fyrrinótt.
Að sögn Þórunnar Skafta-
dóttur; jarðfræðings á Veður-
stofu Islands, áttu skjálftarnir
upptök sín á sömu slóðum og
skjálftarnir sl. laugardag, sem
mældust um 5 stig.
fyrir