Morgunblaðið - 25.09.1997, Page 22
22 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Kinkel á allsheijarþingi SÞ
Aðild Þjóðverja
mundi styrkja
öryggisráðið
Sameinuðu þjóðunum. Reuter.
KLAUS Kinkel, utanríkisráðherra
Þýzkalands, hvatti í gær til þess að
bundinn yrði endi á langvinnar um-
ræður undanfarinna missera um
breytingar á Öryggisráði SÞ og
sagði Þýzkaland mundu geta styrkt
starfsemi þessarar áhrifamiklu
stofnunar með því að hljóta kosningu
til varanlegrar setu í ráðinu.
„Öryggisráðið verður að endur-
spegla pólitískan veruleika nútím-
ans, sem felst í meira vægi Afríku,
Asíu, Suður-Ameríku og Karíba-
hafssvæðisins," sagði hann í ræðu
fyrir allsheijarþingi SÞ í New York.
Kinkel sagði gott að vita „að fjöl-
mörg ríki telja, að sameinað Þýzka-
land komi vel til greina til fastasetu
í Öryggisráðinu. Ef við hljótum til-
skilið kjörfylgi til þess munum við
geta lagt góðan skerf af mörkum, í
anda grundvallarsáttmálans. “
í ráðinu hafa aðeins fímm ríki
haft fast sæti með neitunarvaldi frá
stofnun þess 1945. Það eru Banda-
ríkin, Rússland, Bretland, Frakkland
og Kína - sigurvegarar síðari heims-
styijaldar. Auk þeirra eiga 10 önnur
aðildarríki SÞ fulltrúa í Öryggisráð-
inu. Þau sitja í tvö ár í senn og
hafa ekki neitunarvald.
Missætti tefur
Sú tillaga nýtur víðtæks stuðnings
að veita Þýzkalandi og Japan auk
þróunarlanda frá Afríku, Asíu og
Suður-Ameríku fastasetu í ráðinu.
Samkomulag um þessa stækkun
Öryggisráðsins hefur hins vegar taf-
izt vegna missættis um ýmis atriði,
svo sem hve mörgum ríkjum skuli
bætt við hóp þeirra sem ekki eiga
varanlegt sæti í ráðinu, hvernig val
þeirra ríkja sem þessi sæti féllu í
skaut eigi að fara fram, hvort nýir
fastafulltrúar eigi að fá neitunarvald
eins og núverandi fimm eða hvort
enginn hafí neitunarvald.
Italir fara fyrir hópi ríkja sem eru
mjög andsnúin stækkun fastafull-
trúahópsins, en andstöðuna er eink-
um að rekja til ótta þeirra um að
vægi Ítalíu muni minnka innan Evr-
ópu ef Þýzkaland fær sæti við hlið
Frakklands, Bretlands og Rússlands
sem fastafulltrúi í Öryggisráðinu.
ERLEIMT
Reuter
Ólögleg viðskipti með eiturúrgang?
FÉLAGAR umhverfisverndar-
samtakanna Greenpeace bera
milli sín kassa, sem á er letrað
„Stöðvið mafíu úrgangsvið-
skipta" fyrir utan höfuðstöðvar
svissneska fyrirtækisins ODM í
Lugano í Sviss. Kassinn er full-
ur af skjölum, en Greenpeace
kveðst hafa gögn í höndum,
sem sýni að fyrirtækið, sem
sérhæfir sig í losun úrgangs í
sjó, hafi árið 1996 gert samning
við fyrirtæki í Úkraínu um að
losa geislavirkan úrgang með
ólöglegum hætti í Svartahaf.
ODM var staðið að því fyrir
áratug að reyna að græða á því
að láta geislavirk efni og annan
eiturúrgang hverfa í Austur-
Evrópu, Afríku og rómönsku
Ameríku.
Tveir ráðherrar segja af sér í Ástralíu
Spillíngarmál koma
stj órninni í vanda
Canberra. Reuter.
Reuter
Tran Duc Luong.
Víetnam
Þingið
kýs nýjan
forseta
Hanoi. Reuter.
ÞING Víetnams kaus í gær Tran
Duc Luong, 60 ára tæknikrata úr
kommúnistaflokknum, forseta.
Kosningin er talin fyrsta skrefið í
þá átt að binda enda á margra mán-
aða óvissu um breytingar á þremur
æðstu embættum landsins.
Heimildarmenn á þinginu sögðu
að Luong hefði fengið 97,78% at-
kvæð eftir að Doan Khue vamar-
málaráðherra hefði neitað að gefa
kost á sér í forsetaembættið. Luong
verður því æðsti yfirmaður hersins.
Heimildarmennimir sögðu að
þingið, sem er skipað 450 þingmönn-
um, myndi kjósa nýjan forsætisráð-
herra í dag. Phan Van Khai, 63 ára
aðstoðarforsætisráðherra sem að-
hyllist efnahagsumbætur, verður þá
einn í framboði.
Fráfarandi forseti, Le Duc Anh,
og Vo Van Kiet forsætisráðherra,
sem eru báðir hálfáttræðir, höfðu
ákveðið að draga sig í hlé en búist
er við að þriðji æðsti valdamaðurinn,
Do Muoi, leiðtogi kommúnista-
flokksins, sem er áttræður, haldi
embætti sínu.
Luong er jarðfræðingur og sagður
varfærinn umbótasinni í efnahags-
málum.
STJÓRN Johns Howards, forsætis-
ráðherra Ástralíu, á nú undir högg
að sækja vegna spillingarmála og
tveir háttsettir ráðherrar sögðu af
sér í gær vegna ásakana um brot á
reglum um ferðadagpeninga.
Howard sagði í ræðu á þinginu
að hann hefði fallist á afsagnar-
beiðni Johns Sharps, samgöngu- og
byggðamálaráðherra, og Davids
Julls, stjórnsýsluráðherra. Daginn
áður hafði verið skýrt frá því að
Sharp hefði endurgreitt um 9.000
ástralska dali, andvirði 470.000
króna, vegna ferðadagpeninga sem
hann fékk án þess að geta sannað
að hann ætti rétt á þeim. Jull hefur
haft umsjón með útjöldum þingsins
og skýrði þinginu ekki frá endur-
FRELSISSAMTÖK Palestínu sök-
uðu í gær ísraela um að líta fram-
hjá þeirri staðreynd að tilræðismenn-
irnir, sem urðu 20 ísraelum að bana
í tveim sjálfsmorðssprengjutilræðum
í júlí og september, komu frá ísra-
elskum öryggisgæslusvæðum á
Vesturbakkanum. ísraelsk stjórn-
völd brugðust við og sögðu að búast
mætti við fleiri tilræðum vegna þess
að palestínsk yfirvöld hefðu ekkert
gert til að koma í veg fyrir ofbeldis-
aðgerðir öfgasinnaðra múslíma.
Israelskir og palestínskir öryggis-
málafulltrúar hittust á fundi í bæn-
um Ramallah á heimastjórnarsvæði
hinna síðarnefndu á Vestubakkanum
í gær. Er þetta fyrsti fundur þessara
aðila frá því að sjálfsmorðstilræði
var framið í Jerúsalem 4. september.
greiðslum Sharps þótt hann hefði
gert ýtarlega grein fyrir endur-
greiðslum þingmanna stjórnarand-
stöðunnar.
Áður hafði Geoff Prosser, sem fór
með málefni smáfyrirtækja I stjórn-
inni, sagt af sér vegna ásakana um
að hann hefði brotið siðareglur ráð-
herra. Aðstoðarráðherra og þingrit-
ari sögðu einnig af sér í fyrra vegna
ásakana um hagsmunaárekstra.
Howard sagði að tveir aðrir ráð-
herrar hefðu endurgreitt ferðadag-
peninga en héldu embættum sínum
þar sem greiðslumar hefðu verið
miklu minni.
Samsteypustjórn Fijálslynda
flokksins og tjóðarflokksins komst
til valda eftir stórsigur í þingkosn-
Var fundurinn haldinn í framhaldi
af því að ísraelar tilkynntu í fyrra-
dag að þeir hefðu borið kennsl á
fjóra af mönnunum fímm sem
frömdu tilræðin í Jerúsalem 30. júlí
og 4. september. Hefði athugun ör-
yggislögreglunnar og rannsókn á
blócísýnum leitt þetta í ljós.
í tilkynningu frá Benjamin Net-
anyahu, forsætisráðherra, sagði að
tilræðismennirnir hefðu komið frá
þorpinu Asira al-Shamaliya á heima-
stjórnarsvæði Palestínumanna á
Vesturbakkanum. Þorpið sé á svæði
B, þar sem ísraelar eigi að gæta
öryggis, samkvæmt bráðabirgða-
samkomulagi.
ísraelar sögðu á þriðjudag að
palestínsk yfírvöld hefðu handtekið
mennina í aðgerðum gegn Hamas-
ingum, sem haldnar voru í mars á
síðasta ári.
Fylgi stjórnarinnar minnkar
Fyrir kosningarnar höfðu stjórn-
arflokkamir lofað herferð gegn spill-
ingu í stjórnkerfinu. Ásakanir um
spillingu ráðherra og stjórnarþing-
manna og ýmis deilumál hafa hins
vegar dregið nokkuð úr fylgi stjórn-
arflokkanna á undanförnum mánuð-
um.
Forskot þeirra hefur minnkað úr
tólf prósentustigum í þijú prósentu-
stig á síðustu níu mánuðum, sam-
kvæmt nokkrum skoðanakönnunum,
en aðrar kannanir benda til þess að
fylgi stjórnarinnar og stjórnarand-
stöðunnar sé nú hnífjafnt.
samtökum múslíma í kjölfar sprengju-
tilræða er urðu 57 manns að bana í
ísrael á síðasta ári. Mennimir hefðu
hins vegar sloppið úr fangageymslum
palestínsku lögreglunnar.
Ahmed Tibi, ráðgjafi Yassers Ara-
fats, forseta heimastjórnar Palest-
ínumanna, sagði í gær: „Einhver er
að reyna að skorast undan ábyrgð.
Mennirnir voru á svæði B, beint fyr-
ir framan nef forsætisráðherrans."
Aðstoðarvarnarmálaráðherra
ísraels, Silvan Shalom, hafnaði
ásökunum Tibis og sagði að Arafat
væri fullljóst að ábyrðgin væri hans.
Bandaríkjastjórn jók einnig þrýst-
inginn á Palestínumenn, og sagði
talsmaður utanríkisráðuneytisins í
gær að upplýsingar frá ísrael bentu
til þess að ábyrgðin lægi hjá Arafat.
Tveir
ETA-lið-
ar vegnir
Skotbardagi
í Bilbao
Bilbao. Reuter.
TVEIR meintir félagar í aðskilnað-
arhreyfíngu Baska, ETA, biðu
bana og spænskur þjóðvarðliði
særðist í skotbardaga í íbúðar-
byggingu í basknesku hafnarborg-
inni Bilbao í gær.
Lögreglan í borginni sagðist
hafa handtekið fjóra menn nálægt
byggingunni. Spænska ríkisút-
varpið sagði hins vegar að lögregl-
an hefði handsamað allt að átta
menn, sem grunaðir væru um að-
ild að aðskilnaðarhreyfíngunni.
Fregnir hermdu einnig að lögregl-
an hefði lagt hald á vopn og skot-
færi.
Skotbardaginn hófst þegar óein-
kennisklæddir þjóðvarðliðar stöðv-
uðu tvo menn sem þeir höfðu veitt
eftirför og fylgst með alllengi.
Mennimir drógu upp byssur þegar
þeir voru umkringdir og hófu skot-
hríð. Þeir voru báðir skotnir til
bana og einn þjóðvarðliðanna
særðist lítillega á hendi.
Grunaður um morð
Talið er að mennirnir hafí verið
félagar í „Comando Vizcaya“, einni
af herskáustu sveitum aðskilnaðar-
hreyfíngarinnar. Annar þeirra,
Salvador Gaztelumendi Gil, var 27
ára og grunaður um aðild að morði
á lögregluþjóni í apríl. Ekki er vit-
að um nafn hins mannsins og talið
er að hann hafi verið með fölsuð
skilríki.
Spænska stjórnin hefur lofað
að herða aðgerðir sínar gegn ETA
eftir að aðskilnaðarhreyfingin
myrti Miguel Angel Blance, 29
ára bæjarfulltrúa, í júlí. ETA hef-
ur orðið rúmlega 800 manns að
bana í 29 ára vopnaðri baráttu
sinni fyrir sjálfstæðu heimalandi
Baska.
Tilræðismenn komu
frá gæslusvæði Israela
Jem. Reuter.