Morgunblaðið - 25.09.1997, Page 23

Morgunblaðið - 25.09.1997, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997 23 __________ERLEMT_______ Læknar sjálfboðaliðar við alnæmisrannsóknir Washington. Reuter ALÞJOÐLEGUR hópur lækna og hjúkrunarfólks tilkynnti á mánu- dag að hann væru tilbúinn að prófa ný bóluefni gegn HlV-veirunni sem veldur alnæmi. 50 meðlimir alþjóðlegra sam- taka lækna sem vinna meðalnæm- issjúkum hafa boðist til að prófa bóluefni sem innihalda veiklaðar HlV-veirur. „Það gengur ekki, eftir 16 ár, að sitja og ræða hversu fljótt við getum hafið rannsóknir,“ sagði Gordon Nary, formaður samtak- anna í Chicago. „8.000 ný tilfelli eru greind daglega og 1.000 sýkt börn fæðast á hveijum degi. Bólu- efni er eina lausnin sem gæti haft víðtæk áhrif þar sem einungis 6% sýktra hefur efni á þeirri lyfjameð- ferð sem svo mikið hefur verið gert úr í fjölmiðlum að undan- förnu.“ Nary sagði að félagið hygðist halda fund með bandarísku heil- brigðismálastofnuninni, NIH, um málið á fimmtudag en NIH verður að samþykkja allar tilraunir sem framkvæmdar eru á mönnum. Ekki er hins vegar víst að eftirlitið gefi samþykki sitt þar sem Anth- ony Fauci, formaður þess, hefur látið hafa eftir sér að hann telji of snemmt að gera tilraunir á mönnum. Læknarnir, sem hafa heitið því að halda verkefninu áfram, þyrftu þá að einskorða framkvæmd tilraunarinnar við eitt fylki Bandaríkjanna eða fram- kvæma tilraunir sínar erlendis. Uppfylia þarf strangar öryggiskröfur Þróun bóluefnis gegn alnæmi hefur gengið hægt því að uppfylla þarf strangar öryggisregiur áður en heíja má tilraunir á mönnum. Bóluefnið, sem hér um ræðir, hefur reynst vel á öpum en aðeins inni- haldið óvirkar eða dauðar veirur er það hefur verið reynt á mönnum. Alnæmisveiran er ólík öðrum veirum að því leyti að hún tekur örum stökkbreytingum. Þá ræðst hún gegn ónæmiskerfinu en bólu- efni eiga að örva það til að mynda mótefni. Þeir sem sýktir eru af HlV-veirunni mynda hins vegar mótefni en einhverra hluta vegna hamlar það ekki þróun alnæmis. Reuter rrhhhhhhhihhhhhhhí HEFUR AVALLT VERIÐ LEIÐANDII NÝJLNGLM. ■ m Nýju haustlitirnir eru spennandi og öðruvísi. Sérfræðingur frá Christian Dior vcrður á staðnum í dag og á morgun. Komið, sjáið og sannfærist. UtttttO H Y G E A <i ny rtivðruvcrd lun Laugavegi STEINAR WAAGE PÓSTSENDUM SAMDÆGURS • 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR 1 STEINAR WAAGE ,, ' SKÓVERSLUN ^ Toppskórinn STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN^ SÍMI 551 8519 • Veltusundi við Ingólfstorg • Sími 552 1212. SÍMI 568 9212 J A slóðum Arabíu- Lawrence EYÐIMERKURVERÐIR á úlf- öldum fara fram hjá Wadi Rum í suðurhluta Jórdaníu á reglu- legri eftirlitsferð sinni. Það var í Wadi Rum sem Arabíu-Lawr- ence leiddi sveitir sínar í arab- isku uppreisninni árið 1917. ♦ ♦ ♦-- Sameinuðu þjóðirnar Deilt um A-Tímor Sameinuðu þjóðunum. Reuter. FULLTRUAR Indónesíu og Portú- gals á allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna deildu um Austur-Tímor á þriðjudagskvöld eftir að Jaime Goma, utanríkisráðherra Portúgals, gagnrýndi yfirráð Indónesa yfir landsvæðinu. Gama sagði í ræðu sinni að þótt þjóðir heims hefðu veitt málefnum A-Tímor aukna athygli á undanförn- um árum hefði ástandið þar engan veginn batnað. Hann sakaði Indó- nesa um „skipuieg mannréttinda- brot“ og að virða sjálfsákvörðunar- rétt íbúa að vettugi þrátt fyrir árleg- ar ályktanir Sameinuðu þjóðanna. Indónesíuher réðst inn í A-Tímor árið 1975 og ári síðar var landsvæð- ið inniimað í Indónesíu. Sameinuðu þjóðirnar hafa þó aldrei viðurkennt innlimunina og staðið fyrir viðræð- um um deiluna frá árinu 1983. Þessari tölvu fylgir góður prentari - ásamt mótaldi og 4ra mánaða Internetáskrift hjá Margmiðlun msmnmmm • 32 MB EDO minni • 15" flatur lággeisla skjár • ÍTI 3D booster 2 MB skjákort • 2.6 GB harður diskur • 20 hraða geisladrif • Soundblaster 16 • 50w hátalarar » 33.6 bás mótald m/faxi og símsvara MEST FYRIR MINNST 4ra mánaða Internetáskrift hjá Margmiðlun Kynningamámskeið um Intemetið fylgir Windows 95 CD, Win95 lyklaborð + mús Epson Stylus 400 prentari - 720 dpi. 6 íslenskir leikir fylgja með H. Tölvur Grensásvegi 3 • Simi 588 5900 • Fax 588 5905

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.